30 júlí, 2017

Spennufíklarnir, sonabörnin (2)

Þetta er í beinu framhaldi af þessu.
Mér var það ljóst þegar svona var komið, að ekki gæti ég bara staðið þarna og tekið myndir af aðgerðum. Auðvitað var ábyrgð mín á þessum ofurspenntu og heyrnardaufu (maður heyrir stundum það sem maður vill heyra - annað ekki) ótvíræð. Ekki gæti ég tekið áhættuna af því að þurfa að skila þeim í hendur foreldranna útstungnum og í taugaáfalli.
Með eitubrúsann í vinstri hönd og prikið í þeirri hægri gerði ég þarna lokaárás á geitungabúið.
Fyrst lét ég dreggjar úr brúsanum vaða á kvikindið sem enn hafði sést hreyfa sig í gatinum á búinu. Því næst rak ég prikið í mitt búið og reif á það gat.
Þetta hljómar sannarlega saklaust, allt saman þegar það er lesið, en ekki gat ég þarna vitað hvað  þetta myndi geta haft í för með sér.
Það sem gerðist næst má líkja við að horfa á kvikmynd hægt.

1. Hátíðniöskur barnabarnanna: "Það koma geitungar út!!!"

2. Hátíðniöskurbarnabarnanna sem skáru æ minna í eyrun eftir því sem þau fjarlægðust (þau
enduðu inni í lokuðu herbergi með sæng yfir sér).

3. Ég sá 3 geitunga koma fljúgandi út úr búinu, rak hælinn í einhverja ójöfnu og þar sem báðar hendur voru uppteknar og EOS um hálsinn, vissi ég ekki fyrr til en ég lá á bakinu með geitunga sveimandi yfir mér.
Ég úðaði dreggjum í brúsanum í átt til þeirra, yfir mig og allt  um kring.

Til að setja kvikmyndina aftur á eðlilegan hraða þá lauk þessum atgangi með því geitungarnir þrír hurfu út í buskann.
Já, já, ég veit að það hefur ekki litið vel út að hlunkast þarna á bakið og ég þakka máttarvöldunum fyrir að fD var ekki í stofuglugganum til að horfa á óhappið. Þegar hún leit samsvarandi atvik síðast, hafði það í för með sér áralanga innri gleði hennar, þar sem hún rifjaði upp tiltekin viðbrögð mín á flótta unda öskubrjáluðum geitungahóp.
Á fætur fór ég og EOSinn reyndist ekki hafa skemmst.
Enn var örlítið eftir á brúsanum og það lét ég vaða inn um rifuna sem ég hafði gert á búið.
Innan skamms fór ég að heyra aftur spennuþrungnar raddir fjögurra afkomenda sem höfðu vogað sér aftur undan sænginni. Nú var komið að þeim.
Prikið var notað til að rífa búið betur. Þar blasti við gríðarlegur
fjöldi dauðra geitunga og út féll innvolsið sem geymir egg/lirfur/púpur.
Ekkert líf varð þarna séð svo ég skellti því í fötu  með vatni og lét standa yfir nótt.
Morguninn eftir taldi ég allt sem kvikt hafði verið. Ég geng út frá að upp undir hundrað geitungar hafið fallið úr búinu, 137 flughæfir voru í búinu, 200-250 lirfur og púpur fann ég. Þannig má segja að í þessu búi hafi verið allt að 600 geitungar. Ég hugsa þá hugsun varla til enda, ef þeir hefðu fengið að dansa í kringum okkur á haustdögum.

Ég reikna með, að "operation geitungabú" hverfi ekki úr huga barnanna fyrst um sinn. Þarna lærðu þau (og ég líka) aðeins meira um þessa ofurduglegu snillinga, sem njóta óttablandinnar virðingar í mannheimi.

Eftir talningu og myndatökur setti ég allt saman í poka og gegn vilja fD (en að ráði líffræðingsins í fjölskyldunni) kom ég pokanum fyrir í frystikistunni yfir nótt, áður en þetta listaverk endaði í ruslatunnunni.

(með því að smella á myndirnar má sá stærri útgáfu þeirra)


29 júlí, 2017

Spennufíklarnir, sonabörnin (1)

Ég ætlaði ekki að hafa neitt framhald á frásögninni sem birtist HÉR fyrir nokkru, eins og sjá má ef þessari niðurstöðu sem ég, í yfirlæti mínu skrifaði þar:

Engrar hreyfingar varð ég var eftir þetta og ekki síðan.Öllu var lokið.
 Þarna hafði ég, að eigin áliti, tryggt það að sumargestirnir okkar fD, á aldrinum fjögurra til níu ára myndu ekki eiga á hættu að verða fyrir geitungaárás. Með geitungadrápinu hafði ég skapað aðstæður sem myndu síðar mögulega leiða til þess að ánægjuleg sumarheimsókn breyttist í sársaukaöskur geitungastunginna barna.
Þetta vissi ég ekki þá.
Ég veit það núna.


Meðal þess sem börnunum var greint frá þegar þau komu var lítil frásögn (í framhjáhlaupi, auðvitað) um afrek afans, þar sem hann hafði eytt heilu geitungabúi. Þetta átti auðvitað að vera svona örlítil innlögn í huga barnanna um hreysti afans þegar kæmi að því að takast á við hættuleg dýr af þessu tagi, en ekkert meira.
Það brá hinsvegar fyrir glampa í augum unganna.
"Hvar er geitungabúið, afi?"
Auðvitað var ekki um annað að ræða, til að skapa ákveðinn trúverðugleika, en gefa upp staðsetninguna.  Lítið vissi ég þá til hvers það myndi leiða.
Fljótlega tók ég eftir því að leið barnanna lá æ oftar út fyrir skjólvegginn þar sem líta mátti búið, með
öllum dauðu geitungunum.
Það komu einnig spurningar um geitunga:
Hvort þeir væru ekki örugglega allir dauðir.
Hvort þau mættu kannski fjarlægja búið og sjá hvað væri inni í því.
Ég var nú ekki öruggari með árangur minn af áður lýstri aðgerð, en svo, að ég sagði þeim að það gætu vel verið lifandi geitungar í búinu ennþá og þar með skyldu þau alveg láta það eiga sig, enda geitungastungur hreint ekki þægilegar.
Það var nokkuð sama hvað ég reyndi; geitungabúið virkaði eins og segull, eins og örlagadómur, sem enginn eða ekkert gæti forðað manni frá,

Fyrr en varði sá ég hvar upp var komin eins konar keppni um hver þyrði að prófa að koma við búið. Þessu fylgdu tilheyrandi skrækir og hlátur Þarna var þetta geitungabú orðið að prófsteini á hugrekki og mér varð það fljótt ljóst, ekki síst þegar börnin voru farin að nota verkfæri við að pota í búið, að mér myndi ekki auðnast að láta þetta afskiptalaust.

Stund sannleikans.

Svo fór, áður en algert stjórnleysi næði að myndast, að ég fór út til að setja viðeigandi reglur og sjá til þess að ekkert það yrði aðhafst sem gæti valdið ósköpum.
Ég útbjó mig með eiturbrúsanum frá fD (sem var orðinn nánast tómur, eftir fyrri aðgerð) í annarri hendi, um metra löngu priki í hinni og EOS-inn um hálsinn.
Þegar ég kom, þannig búinn, á svæðið, höfðu börnin vafið um sig handklæðum, eða pakkað sér inn í dúnúlpur. Þau skiptust að á fara sem næst búinu með plastkylfur og snerta það. Eftir hverja snertingu (og þær urðu stöðugt ákveðnari) var hlaupið í burtu með viðeigandi hljóðum. Síðan reyndi það næsta sig. Svona gekk þetta: snerting kylfunnar við búið varð stöðugt ákveðnari og þar kom að eitthvað féll niður um gatið, neðst á búinu, með þeim afleiðingum, að hópurinn rak upp mikið óp og hvarf umsvifalaust á bak við skjólvegginn, bara til þess að koma aftur, þess albúinn að hefja næstu umferð.

Við þessa síðustu aðgerð héngu tveir dauðir geitungar niður úr gatinu og það það sem meira var, þegar betur var að gáð, og sem olli heilmiku fjaðrafoki (en bara um stund) mátti sjá hreyfingu í gatinu. Það fór ekki á milli mála, að það var enn líf í búinu og þar með hafði þessi "leikur" færst á annað stig, sem var þess eðlis að aðgerðir af hálfu afans urðu að koma til.
Afinn, ég var hann.
Afinn var sá sem hafði sagt frá geitungadrápinu, fyllt huga sonabarnanna af hugmyndum um hetjuskap sinn í viðureign við þetta hættulega dýr, geitunginn og haft sigur.
Reyndust þessar frásagnir hafa verið reistar á sandi?
Var afinn í stakk búinn, þar sem hann stóð þarna með nánast tómann eiturbrúsann í anndarri hendi, prik í hinni og EOS um hálsinn, til að ljúka þessu máli með farsælum hætti?

Það kemur í ljós í næsta hluta.

(stærri útgáfu af myndunum má sjá með því að smella á þær)

25 júlí, 2017

Af dýrðarsöng og fjöldamorðum.

Drottinn Guð mótaði nú öll dýr merkurinnar og alla fugla himinsins af moldu og lét þau koma fram fyrir manninn til þess að sjá hvað hann nefndi þau. Og hvert það heiti, sem maðurinn gæfi hinum lifandi skepnum, skyldu þær bera. (Biblían)
Maðurinn gaf flugnategund nokkurri nafnið "GEITUNGUR" sé þetta allt satt og rétt og ekki hef ég aflað mér upplýsinga um hversvegna hann valdi þetta nafn, enda aukaatriði í því samhengi sem hér er um að ræða.
Geitungar eru nú ekkert merkilegri en aðrir hlutar sköpunarverksins, en svo sem ekkert ómerkilegri heldur.  Við, mennirnir, greinum hinsvegar dýrin eftir ýmsum leiðum, meðal annars eftir því hvort þau teljast okkur þóknanleg eða hvort þau eiga yfirleitt rétt til lífs.  Við vílum ekki fyrir okkur að strádrepa þau sem við teljum okkur andsnúin og til verulegs ama, þar sem við sitjum í hásæti okkar, sjálfskipaðir drottnarar yfir jörðinni.
Geitungar eru okkur ekki að skapi.
Ég fell í þann flokk og ég held ég megi fullyrða að það geri fD einnig.

Ekki slæ ég oft það gras sem þó sprettur hér í kringum húsið, en fyrir nokkrum dögum, þegar undirbúningur fyrir Skálholtshátíð stóð sem hæst, ákvað ég að venda kvæði mínu í kross, eða hvíla hugann með því að taka lítilsháttar snúning á slátt.
Næst er frá því að segja, að þar sem ég var að lá stallana fyrir utan stofuglugga austan megin, flaug hjá mér fluga með sama hætti og geitungur fljúga. Mér varð litið upp. Við mér blasti afar myndarlegt geitungabú og í kringum það var heilmikið líf.  Án þess að orðlengja það, utan að greina frá því að ég gerði hlé á slættinum á þessum stað, hóf ég undirbúning í huganum, að því að stytta líf þess hluta sköpunarverksins sem þarna hafði birst mér.
Eftir þetta lá leið út í Skálholt, þar sem ég söng Guði til dýrðar klukkustundum saman, án þess að það hefði nokkur áhrif á þá ákvörðun mína að vísa hinum óboðnu gestum sem þarna höfðu birst mér, til þess staðar sem þeim er ætlaður að lífi loknu.

Þegar heim var komið, að söng loknum, hófst hinn raunverulegi undirbúningur.
Það rökkvaði.
Það hefur mér verið sagt, að þegar rökkvar flykkist íbúar geitungabúa smám saman heim, þar sem þeir dvelja síðan yfir nóttina.
Um kl. 22:30 athugaði ég hver staðan væri. Enn voru ötulir íbúarnir að sinna dagsverkinu. Þeir flugu að búinu, smeygðu sér inn um gatið neðst á því og komu síðan innan skamms aftur út og fóru næstu ferð.  Allnokkrir sátu utan á búinu, hreyfingarlausir. Með þeim einhver smávaxin, gulleit fluga, sem hefði alveg getað verið fjarskyldur ættingi, nú eða jafn vel hælisleitandi.

Eftir að hafa staðið þarna um stund, án þess að nokkur merki birtust mér um að dýrin færu að leggja sig, hvarf ég á braut. Kom aftur uppúr kl. 23:00 og enn var allt við sama, utan þeim flugum sem sátu utan á búinu hafði fjölgað nokkuð.
Um miðnætti taldi ég loks vera komið nóg af svo góðu, þó enn þá sætu um 20 íbúar utan á búinu (ég hefði haldið að þær ættu að fara inn).
Ég hafði tekið mér eiturbrúsa sem fD hefur ávallt við höndina á þessum tíma árs.
Þarna ákvað ég að gera smá tilraun.
Þar sem ég stóð í um 2-3 m. fjarlægð frá búinu, í blankalogni, sendi ég eitt hóflegt púst í áttina að markinu. Ekkert gerðist, umtalsvert. Jú, ég sá einn eða tvo færa sig aðeins til.
Ég ákvað að verða ákveðnari í aðgerðum mínum, kom mér í 1-2 m. fjarlægð og sendi annað púst, heldur ákveðnara en hið fyrra og sá hvar úðinn lenti á búinu og íbúunum sem utan á stóðu.
Það sem gerðist næst var vaxandi hreyfing og ekki leið á löngu áður en geitungar tóku að falla niður á jörð, augljóslega alveg búinir á því.
Þegar enginn sat eftir utan á búinu, ákvað ég að hefja leifurárás, eða "Blitzkrieg". Vatt mér alveg að búinu, beindi brúsastútnum inn í gatið og lét vaða í einar 5 sekúndur. Brúsinn hikstaði og eitt augnablik óttaðist ég að allt væri fyrir bí, en svo reyndist ekki vera. Engrar hreyfingar varð ég var eftir þetta og ekki síðan.
Öllu var lokið.
Ég fann auðvitað til nokkurrar ábyrgðar og up komu spurningar í hugann um rétt minn til þess arna. Ég bandaði öllum pælingum af þessu tagi frá. Leit svo á að ég hefði náð talsvert góðu jafnvægi í dagsverkið með lofsöngvum til þess sem öllu ræður, annarsvegar, og kaldrifjuðum morðum á dýrum merkurinnar, hinsvegar.

22 júlí, 2017

1/733

Það er algengara en svo, að maður taki ekki eftir því, að ekki birtist mann á Fb myndir þar sem manni er tjáð að aðeins lítill hluti fólks geti greint eitthvað sem á myndinni er. Þarna er t.d. um að ræða tölur, stutta texta eða duldar fígúrur af einhverju tagi. Þar sem ég sé auðvitað alltaf allt sem þarna birtist finnst mér þetta bara vera það sem kallað er "click bait" eða smelligildra, þar sem verið er að fá fólk til að deila myndinni áfram og sýna þannig fram á hvað það er klárt. Við þurfum öll að fá staðfestingu á að við stöndum öðrum á sporði.

Nú, ég er orðinn svo leiður á þessum myndum, að ég ákvað að gera bara mína eigin, þannig að hún myndi dreifast um heiminn, deilast manna á meðal eins og vindurinn.
En, nei, aldeilis ekki.  Fólk fór að ræða myndina og mögulega fá út úr henni eitthvað sem það átti ekki að sjá.

Þetta var bara mynd af Heklu, sem var tekin frá Laugarási á fögrum sumardegi. 

Ekkert annað. 

Ef fólk sá t.d. fjall á myndinni, hefði það átt að deila henni áfram, ef allt væri eins og venja er með myndir af þessu tagi. 
Á myndinni er ekkert falið. 
Hún er bara það sem hún er. 
Það er engin ástæða fyrir því að bleiki liturinn varð fyrir valinnu. 
Það er engin ástæða fyrir því að ég valdi töluna  733.

Þessi myndbirting átti bara að vera svona létt sumargrín hjá mér, og jafnfram gagnrýni á þessar smelligildrur.

Ég get ekki látið hjá líða að biðja þau ykkar afsökunar, sem reynduð að sjá eitthvað annað en fjall út úr þessri mynd. Ég skal ekki gera þetta aftur. 
Njótið dagsins. Megi smelligildrur auðga líf okkar áfram.





21 júlí, 2017

Chillisulta með stürzen wollen

Margt hef ég tekið mér undarlegt fyrir hendur í þessum skrifum mínum í næstum 10 ár, en ég er viss um að þú hefur aldrei áður litið í þeim skrifum jafn undarlegan samsetning og þennan. Í það minnsta eins og hann birtist án viðhlítandi skýringar.

Að drepa Páfann og Tyrkina "
„und steur des Papsts und Türcken mord“
Ekki batnar það.
En samt allt svo saklaust nú, eða svo má segja.

Undanfarna mánuði hef ég tekið þátt í æfingum fyrir tónleika sem verða í Skálholtsdómkirkju á morgun, laugardag, kl. 16:00. Að þessum tímapunkti hefur verið stefnt og þetta virðist allt vera að komast á viðunandi ról.  Aðkoma mín og annarra þeirra sem þarna taka þátt í nafni Skálholtskórsins, eftir fjölda æfinga, tekur svo ekki nema svona 10 mínútur í flutningi í heild.
Svo er það búið og orðið hluti að sögunni.
Þetta er ekki ósvipað því þegar bardagakappi æfir nótt sem nýtan dag, mánuðum saman, flýgur síðan landa á milli og er rotaður á innan við tveim mínútum. Munurinn er auðvitað sá, að ég hyggst ekki enda í roti, heldur einhverskonar vímu og tiltölulega sáttur við mitt framlag. Það er í það minnsta markmiðið.

Tónverkið sem á að flytja í Skálholti á morgun er kantata eftir Johan Sebastian Bach sem byggir á ljóði eftir Martein Lúther og ber heitið "Erhalt uns, Herr, bei deinem Wort" eða "Haltu okkur, Drottinn, við orð þitt" (svona nokkurn veginn).
Ekki ætla ég að fjölyrða um verkið, sem er flutt í tilefni af 500 ára siðbótarfamæli, en vísa á umfjöllun HÉR 

Auðvitað hefst leikur Íslands við Sviss á sama tíma og tímamótaflutningurinn í Skálholti. Ef þú ert í vafa hvorum viðburðinum þú ættir að fylgjast með, þá bendi ég á, að það verður hægt að skoða og endurskoða allt sem gerist í leiknum, aftur og aftur, næstu daga. Flutning minn og allra hinna á Bachverkinu verður hinsvegar bara hægt að sjá einu sinni.
Það sem ég er eiginlega spenntastur fyrir, í þessu sambandi er, hvorn viðburðinn fD velur. Ég get auðveldlega fært rök fyrir hvoru vali hennar sem er, en bíð og sé til hvað gerist.

Chillimyndin af Bach er til komin vegna þess að á tíma mikils æfingaálags og jarðarfarasöngs að undanförnu flaug í hug mér, upp úr þurru, að ég ætti að skella mér í að búa til chillisultu. Mér er ekki enn ljóst samhengið þarna á milli og vænti hjálpar þinnar með tillögur.
Chillisultuna gerði ég áðan og er búinn að sannreyna að betri chillisulta hefur ekki verið gerð.

Hér er þetta svo dregið saman, leasandi góður:

Laugardagur 22. júlí, 2017  kl. 16:00



18 júlí, 2017

Dómarinn

Samband mitt við kattspyrnu er vísast talsvert sérstakt. Ég fylgdist aðeins með henni í gamla daga, á menntaskólaárum, aðallega vegna þess að bekkjarbræður mínir, þá aðallega Eiríkur Jónsson Vorsabæjarbur, æviráðinn talsmaður fyrir og sérfræðingur um Manchester United og Selfyssingurinn Helgi Þorvaldsson (áhangandi sama liðs), lifðu fyrir þetta og einhvernveginn sogaðist ég stundum að sjónvarpstækinu á laugardögum, þeim til samlætis.  En að halda með sama liði og þeir kom auðvitað ekki til greina.  Leeds United varð mitt lið, aðallega vegna þess að það þurfti að halda með einhverju liði til að nenna að hanga yfir þessu og til að geta verið ósammála félögunum.  Svo bara hætti ég að spá verulega í knattspyrnu. Þegar knattspyrnuáhugamenn í hópi nemenda spurðu mig eitt sinn hvað liði ég héldi með í ensku knattspyrnunni, sagði ég það fyrsta sem mér datt í hug: Grimsby. Ætli þetta hafi ekki verið þegar varðskipin okkar voru að skera aftanúr breskum togurum í íslenskri landhelgi fyrir nokkrum árum.
Ég ætlaði nú ekkert að fara að skrifa hér um löngu liðna tíma, en þetta var svona til að skapa ákveðið samhengi.
Auðvitað fylgist ég með því þegar íslenskt landslið í knattspyrnu keppir á stórmóti, eins og gerðist í fyrra og síðan aftur núna. Ég horfi meira að segja á aðra leiki í slíkum mótum eftir því sem tími gefst.

Þar með er ég kominn að raunverulegu umfjöllunarefni þessa pistils.

Ef ég á í sérstöku sambandi við knattspyrnu þá get ég fullyrt, að fD er mér miklu fremri að því leyti. Ég held ég geti fullyrt að aldrei hafi ég heyrt hana segja eitt jákvætt orð um knattspyrnu.  Í þeim fáu tilvikum sem ég kveiki á sjónvarpinu, eftir að hafa munað eftir því að þar mætti fylgjast með stórleik í Evrópukeppni landsliða, hefur hún um það einhver orð, eins og t.d.: "Þú ætlar þó ekki.....?" og svo framvegis.  Ef ég síðan leyfi mér að, að standa upp frá leiknum til að rétta úr mér, eða hvíla mig, heyrast oftar en ekki athugasemdir um tilgang þess að vera að kveikja á sjónvarpinu og horfa síðan ekki á það.
Þrátt fyrir þetta allt, kemur í ljós, þó sannarlega fari það ekki hátt og sé aldrei viðurkennt, að áhugi fD á knattspyrnu er talsvert meiri en margur gæti ímyndað sér. Auðvitað þykist hún ekki horfa, þar sem hún situr og leggur kapal, en hún býr yfir þessum öfundarvekjandi eiginleika að geta gert fleira en eitt í einu. Hér og þar á hún það til að gera aðskiljanlegustu athugasemdir við gang leiksins (hvað er eiginlega mikið eftir af þessu?), einstaka leikmenn (það á nú bara reka þessa út af!) eða dómarann (hvað er eiginlega að þessum dómara?). Það er fátt um millileiðir eða grá svæði í sófadómgæslu fD.

Ég nefndi það í gær að það gæti verið gaman að sjá hana þarna á vellinum við dómgæslu, helst þannig að hún væri með hljóðnema sem væri tengdur hátalarakerfi vallarins. Þannig gætu gestir á leikvangnum fylgst betur með gangi mála; ekki aðeins því sem leikmenn væru að dunda sér við, heldur ekki síður þeim athugasemdum sem dómarinn léti sér um munn fara.
"Þá yrði nú loksins einhver áhugi á þessum leikjum", voru viðbrögð fD.
Ég er að sumu leyti sammála.

11 júlí, 2017

Öfund

Opinber hitamæli fD sýnir 42°C þar sem sólin
hefur náð að skína á hann síðdegis.
Eins og glöggt má sjá er þarna um að ræða
mjög trúverðugan mæli, sem fer  létt með að
tilgreina 25°C hita á pallinum.
Hálf þjóðin er víst búin að fara, að fara eða ætlar að fara á sólarströnd á þessu sumri. Sá hluti þjóðarinnar sem ekki er búinn að fara, er ekki að fara, eða ætlar ekki að fara á sólarströnd á þessu sumri, situr heima undir stöðugum árásum sólarstrandarfaranna á öllum þeim miðlum sem þeir hafa á valdi sínu.
Sendingarnar eru oftast myndrænar; í forgrunni vel sólað fólk (það eru ekki sendar myndir fyrstu dagana þegar tímabil sólbrunans stendur yfir með tilheyrandi andvökubrunanóttum), í bakgrunni er alla jafna sundlaug með túrkísbláu vatni (ekki vegna þess að vatnið er túrkísblátt, heldur málninginin á lauginni) eða blár sjórinn að baki hvítri sandströndinni.
Stundum fylgja þessum myndsendingum hljóð - gleðihróp, köll og hlátur barna (aldrei grátur), leiðbeiningar foreldra til barnanna (passaðu þig nú á hákörlunum, Sigga mín!) eða bein lýsing til áhorfenda á Fróni á því hve þetta er allt dásamlegt.
Hvernig gætu menn líka varið að segja eitthvað annað eftir allan penginginn sem þetta kostar?
Það er ýmislegt sem er ekki minnst á, t.d. þetta sama veður dag eftir dag, aldrei hlé, aldrei svalandi gola, aldrei regnskúr,  aldrei möguleiki á að klæða frá sér hitann.  Það er heldur aldrei minnst á sandkornin milli svitastorkinna tánna eða í öðrum skorum líkamans, það er aldrei minnst á allt vatnsþambið, svo ekki sé nú minnst á tilgangsleysi þess að fá sér bjórsopa, sem ekki breytir neinu til eða frá. Loks má ekki gleyma öllum hinum túristunm sem komnir eru þarna til að flatmaga líka og gera ekki neitt nema ef vera skyldi að eyða heilasellunum í að úthugsa aðferðir til að ná í sólbekk á góðum stað, hlaupandi út á sundlaugarbakka kl. 3 að nóttu til að taka frá bekk.
Öfund?
Nei, ætli það.
Opinber hitamælir fD, sem hún hefur komið fyrir á pallinum  - í skugga, nema síðdegis, sýnir nú á þriðja degi 25°C. Um það er engu logið, enda hefur fD sjálf séð um að tilkynna um mælingar sínar með reglulegu millibili.. Hinumegin við húsið er annar mælir, sem síður er tekið mark á, sem sýnir bara 17°C.
Ég er búinn að fá aldeilis nóg af þessu sólskini í bili og get fagnað því að á morgun er von á hressandi SA-átt með kærkomninni rigningu. Það má ekki bregðast.

Loks má ég til með að nefna það, í framhjáhlaupi, auðvitað, að framundan er tími þar þar sem ég hyggst skreppa á suðrænar strendur, á árstíma þegar það er kalt og dimmt á Fróni, meðan sumarsólstrandarfararnir, takast á við  skammdegisþunglyndið.
Þá skal ég senda nokkur snöpp.

07 júlí, 2017

Aumingja karlarnir (4) LOK

Sem fyrr vísa ég á fyrri færslur í þessum greinaflokki, ef kalla má þessi skrif mín svo virðulegu nafni. Hlekkir á þær má finna hér neðst.
"Hvað er til ráða?" var spurningin sem ég setti fram í lok síðasta pistils.
Það getur vel verið að það sé og seint að snúa við.  Það eru gerðar rannsóknir um allan heim á þessu fyrirbæri, en það gerist síðan fátt í framhaldinu. Karlarnir sem nú eru á virksta starfsaldri eða að ljúka námi (ekki í kennslufræði) eru hreint ekki á leið inn í skólana til að verða að fyrirmyndum fyrir kynbræður sína, enda eru þeir sjálfir, að einhverju leyti haldnir ranghugmundum um það, hvað það er að vera karl. Á meðan heldur konum áfam að fjölga hlutfallslega í kennarastéttinni þar til ekki verður rými fyrir meiri fjölgun.
Já, hvað er til ráða? Fátt einfalt, væntanlega og engin "quick fix".

 Þetta birtist í Kjarnanum 13. júní.

Ég vil frekar sjá þessa fyrirsögn fyrst:


Þessa vildi ég sjá samhliða:




Þann 5. júlí birtist svo þetta í Kjarnanum.

Það mega gjarnan einnig sjást svona fyrirsagnir:


Ég hef aldrei séð fyrirsagnir eða umfjöllun um þær hindranir sem mæta körlum sem langar að starfa í skólakerfnu eða í umönnunarstörfum yfirleitt, í einhverri líkingu við það sem birtist nánast daglega um allar þær hindranir sem mæta konum í íslensku samfélagi. Hvarvetna lenda þær á glerþökum eða glerveggjum.  Í hverju felast glerþökin sem karlar þurfa að takast á við? Fá þeir send þau skilaboð frá samfélaginu, að þeir eigi ekki heima í skólasamfélaginu. Það sé eign kvenna?  Eða eru þeir kannski að burðast með slíkar ranghugmyndir um hlutverk sitt á þessari jörð, að þeir telji sig of góða til að sinna svo lítilmótlegum störfum?
Ég hallast að því að þarna komi báðar þessar meginástæður til í einhverri blöndu.

Varðandi völdin og peningana, sem sagt er að konur fái ekki að njóta, vil ég segja þetta:
Er það til í dæminu að konur vilji einfaldlega síður eltast við peninga og völd en karlarnir sem aldir eru upp með ranghugmyndir um að það séu peningar og völd sem skapi lífshamingjuna?
Er það ekki rétt skilið hjá mér, að hver sem er, óháð kyni, geti stofnað fyrirtæki og farið út í viðskipti eða rekstur? Sé það rétt hjá mér og einhverjar konur eru mjög áfram um að koma sér áfram á þeim vettvangi, þá stofna þær bara fyrirtæki, án glerþaks og skipa það eða þau kyn þar í stjórn sem þeim þóknast. Verði þeim bara að góðu.

Það er mikilvægara að auka jafnrétti og jafna stöðu í skólakerfinu en í atvinnulífinu. Á því er enginn vafi í mínum huga.

Ég sagði í upphafi þessa greinaflokks míns, að það þyrfti að byrja á grunninum. Þar gerist þetta allt saman. Byrjum þar á að ala upp og mennta börn sem sjá hvert annað í eðlilegri lýsingu.  Kennum þeim að þó svo þau líti ekki eins út, hugsi með mismunandi hætti, hafi áhuga á mismunandi  hlutum eða hafi ólíkar skoðanir, þá séu þau jöfn í samfélaginu.
Þetta tekst okkur með því að koma málum svo fyrir að bæði kynin komi jafnt að uppeldi og menntun barnanna sem erfa munu jörð.  Okkur tekst það aldrei með einhverjum ismum sem ímynda sér að þeir séu að berjast hinni réttlátu baráttu gegn misrétti og kúgun.  Þetta er langhlaup.

Það er slæmt þegar samfélagið er orðið svo hrætt við isma að hvert um annað hamast fólk til að gera því til geðs, engum til góðs, sennilega.

KÞBAVSVS

KÞBASAÞEBL

KÆASMF

KÞBALTSTÍSK


Mig grunar að ég sé ekki einn um þær skoðanir sem ég hef haldið hér fram og get ekki annað en hvatt fólk til að koma þeim í umræðuna í samfélaginu.

Njóttu svo dagsins lesandi góður.
Ég ætla að gera það í þeirri von að þetta sé í síðasta skipti sem ég tjá mig um þessi mál þó svo ég hafi svo sem margt fleira um þau að segja.


Tenglar 
Aumingja konurnar
Ævintýri á gönguför
Til Hildar
Finslit
Aumingja karlarnir (1)


06 júlí, 2017

Aumingja karlarnir (3)

Hér held ég áfram, en vísa í fyrri tvo pistlana Aumingja karlarnir (1) og Aumingja karlarnir (2)

Í lok síðasta pistils hefði mátt skilja mig svo að ég hefði enga trú á að rannsóknum á skólakerfinu. Því fer hinsvegar fjarri. Það sem ég átti við, svo ég komi því nú skýrt frá mér, var, að rannsóknir sem að þessum málum lúta geta leitt til hverrar þeirrar niðurstöðu sem rannsakandinn telur vera þá "réttu".
Þegar hægt er, í einn rannsókn að komast að þeirri niðurstöðu, að kaffi sé skaðlegt og síðan í annarri að það sé bráðhollt, þá getur hver maður séð hvað hægt er að fá út úr rannsóknum á því hvort hin tiltölulega einkynjaða kennarastétt hafi mismunandi áhrif á börnin í skólanum.
Það eru áhyggjur af því víða um heim, hve strákum gengur ver í skóla en stelpum og fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar.  Ég ætlaði aldrei, þegar ég hóf þessi skrif, að láta þau byggjast á einhverjum niðurstöðum rannsókna. Þetta áttu bara að vera mínar hugleiðingar, að hluta til rökstuddar og að öðru leyti ekkert sérlega vel rökstuddar.  Til þess að klóra aðeins í bakkann og finna það að það sem ég er að halda fram er hreint ekki svo rakalaust, kíkti ég á niðurstöður nokkurra rannsókna. Ég læt brot úr þeim birtast hér fyrir neðan fyrir þá sem áhuga hafa.

Ég held að mér sé óhætt að fullyrða, að námskrá allra skólastiga upp að háskóla, sé að miklu leyti verk kvenna. Karlar hafa dregið sig æ meir út úr skólakerfinu og það er þeim og samfélaginu öllu til mikils vansa.
Að vísu var hlutfall karla í leikskólum árið 1998, 2% en var orðið 6% árið 2015.
Á þessu sama árabili fækkaði körlum við grunnskólakennslu úr 26% 1998 í 18% 2015.
Veturinn 1999-2000 voru 56% kennara í framhaldsskólum karlar, en nýjustu tölur greina frá því að konur við kennslu í framhaldsskólum eru orðnar fleiri en karlar.
Þessi þróun er á einn veg, en á sama tíma fæðast jafn margir stráka og stelpur og eiga að hafa sama rétt til náms við hæfi, sem þau hafa augljóslega ekki, nema þá að um sé að ræða, að strákar geti síður lært en stelpur.

Litlu börnin í dag verða fullorðna fólkið á morgun. Mér finnst umræðan um þessi kynjamál taka mið af því að það sé alltaf sama fólkið á sama aldri. Við berum hinsvegar ábyrgð á því sem gerist í náinni og fjarlægri framtíð. Það gerum við með því að mennta börnin.

Vítahringur?
Ég sagði hér fyrir ofan að karlar séu að stórum hluta búnir að afsala sér öllu því sem viðkemur uppeldi og menntun barna. Það eru stór orð og stóra spurningin blasir við: Hvernig stendur á því?
Hér ætla ég að tína til eins margar mögulegar skýringar og mér koma í hug í fljótu bragði sem svör við þessari áleitnu spurningu:
1. Eftir því sem hlutfall kvenna hefur hækkað í kennslu, því minna upplifa karlar sig eiga heima þar.
2. Karlar telja ævistarfi sínu betur varið í annað en barnauppeldi eða barnakennslu.
3. Viðhorf karla til þess að kynbræður þeirra séu kennarar, er neikvætt.
4. Viðhorf samfélagsins til þess að karlar sinni börnum er umtalsvert. Vantraustið er til komið  vegna þeirrar "staðalmyndar" að karlar geti verið hættulegir börnum.
5. Hreinir kvennavinnustaðir teljast ekki ávísun á góðan starfsanda.
6. Launakjör og hugmyndin um að karlar eigi að afla meira fjár en konur getur haft áhrif..
7. Það hentar körlum síður að fást við barnauppeldi.
8. Námskrá tekur að stórum hluta mið af raunheimi kvenna.
9. Karlar sækjast fremur eftir völdum og peningum.
10. Sem tengist talsvert 1. lið: Reynsla karla af skólagöngunni, kennsluaðferðum, námsefni, aga eða viðhorfum sem þeir mættu í skólastofnunum æskunnar, hefur kennt þeim að þar sé ekki grundvöllur til að byggja ævistarf á.

Ég vænti þess, lesandi góður, að þú munir geta bætt hér við, eða strokað út.

Birtingarmyndir kynjamunar eftir grunnskóla
Ég þarf ekki að vitna í neinar rannsóknir til að benda á eftirfarnadi þætti sem sem ekki verður deilt um í sambandi við kynjamun.
1.
Skráðir nemendur á háskóla- og doktorsstigi og kyni 2007 og 2014 
                             2007                                    2014      
                     Karlar    Konur                   Karlar     Konur
 Alls             5.976     10.875                   7.102      12.061
                                                                                                   Heimild: Hagsofan

Hér ber auðvitað að halda því til haga, að það virðist ekki um það að ræða að körlum sé að fækka ýkja mikið, heldur er konum að fjölga mjög mikið.

2. Hærri sjálfsvígstíðni meðal pilta ( auðvitað treysti ég mér ekki til að tengja þetta beint við skólagönguna, en í mínum huga eru þarna á milli einhver tengsl).
3. Meira brottfall pilta úr framhaldsskóla.
4. Hækkandi hlutfall ófaglærðra karla á vinnumarkaði.

Það er sannarlega fagnaðarefni og sem ég hef orðið var við síðustu þó nokkur ár, að stúlkur virðast stöðugt að verða upplitsdjarfari og sjálfsöruggari. Á móti því tel ég mig hafa greint breytingu á piltum í hina áttina. Þarna þarf að komast á jafnvægi, ef rétt er.
Ég legg áherslu á að hér er bara um að ræða upplifun mína og ekki ber að lesa annað í það.

Fyrirmyndirnar.
Strákar átta  sig á því að þeir líta ekki eins út og stelpur og öfugt. Kynin verða einnig fljótt vör við aðra eiginleika sem eru ólíkir.
Eins og ég hef áður nefnt þá þurfa kynin fyrirmyndir; þurfa að aðlaga sig sínu kyni, hvernig það hegðar sér, bregst við, tjáir sig. Stelpur hafa úr gnótt fyrirmynda að velja. Strákana vantar fyrirmyndir úr hópi þess sem má kalla "venjulega" karlmenn. Þeir fara því tiltölulega fljótt að finna fyrirmyndir í einhverskonar hetjum, utan skólans. Það geta verið íþróttamenn, listamenn eða sjónvarpsþáttastjörnur. Þarna er ekki ólíklegt að þeir finni viðmið, eða markmið sem þeir telja sig þurfa að stefna að, ætli þeir að standa undir nafni sem karlar. Svo kemur að því að þeir uppgötva ýmsar vefsíður á internetinu og drekka þaðan í sig hugmyndir um hvernig ástin virkar. Verða líklega fyrir vonbrigðum með sjálfa sig.
Það eiga þessar fyrirmyndir sameiginlegt, að fremur ólíklegt er að hinir ungu piltar munu nokkurntíma geta talið sig jafnoka þeirra. Sú uppgötun er líkleg til að draga úr sjálfstrausti og sjálfsmyndin fölnar.
Sannarlega eru stelpur undir sömu sök seldar að ýmsu leyti; þær fá  einnig brenglaða mynd af því hvernig karlar, þessir venjulegu, eru og upplýsingar þeirra um karla birtast þeim meira og minna á sömu slóðum og strákunum. Munurinn er hinsvegar sá, á þær hafa sterkari grunn til að móta kynhlutverk sitt af.

Þá er það bara lokaspurningin: "Hvað er til ráða?"
Eigum við að halda áfram að þegja um kynjamisréttið sem á sér stað á neðstu skólastigunum? Eigum við að reyna að höfða til ábyrgðar karla gagnvart komandi kynslóðum?
Eigum við að setja lög?

Ég ætla að bregðast við þessum spurningum og ef til vill fleirum, í síðasta þætti þessa greinaflokks.

....það kemur sem sagt einn pistill enn, þó lesendum fækki stöðugt, eins og ég átti reyndar von á. Þetta er ekki efni sem vekur áhuga.

Tenglar
Aumingja konurnar
Ævintýri á gönguför
Til Hildar
Finslit
Aumingja karlarnir (1)
Aumingja karlarnir (2)
-------------------------------------------

Handahófskennt klipp úr tveim rannsóknarskýrslum, svona til stuðnings við skoðanir mínar, en ekki til að láta hugleiðingar mínar virka eitthvað vísindalegri. Ég ætlaði ekki að vera vísindalegur í þessum skrifum. Læt öðrum það eftir.
5. Suggestions to overcome boys’ underachievement
Suggestions were obtained from the teachers with regards to the issue of boys underachievement during the focus group sessions. The suggestions are summarized and listed below.a) Implement the Technologically Based Curriculum Boys are technologically inclined and therefore the curriculum should integrate activities based upon technological skills and body kinesthetic usage. Thus the curriculum should be more flexible and less “feminine based” The implementation of more physical activities such as outdoor projects can enhance the learning of boys. Teachers too need to be educated to identify the uses of ICT that will advance boys’ literacy learning
b) Male modeling: There should be increased deployment of male teachers in school to become male role models. Boys identify with the same gender in learning and in extracting their world view. There should be conscientious efforts to attract males into the teaching professions. Attractive offers and a good reward system should be offered as males at times prefer to opt for the so called male vocations or occupations. Career guidance for boys should be a matter of utmost importance to prevent them dropping out or experiencing academic failure. c) Enhancement of boys’ engagement in schools To entice and keep boys to be attracted to schools a more conducive teaching learning atmosphere must prevailed in the school set up. Teachers must be more responsive to boys who do not obtain the same grades as girls or who are not highly intelligent as girls. This increases the sense of belongingness to schools as at times boys feel that they do not receive preferential treatment as girls do. The development and planning of mentoring programs can help identify strengths and weaknesses of underachieving boys much earlier and concrete interventions in the curriculum procured. The schools should lessen the competitive climate between boys and girls and should instead work cooperatively. d) Increase in literacy skills There should be an increase in boy’s literacy skills as boys are relatively poor readers as compared to girls. Literacy skills should be encouraged starting with the preschool curriculum. Boys’ literacy skills can be enhanced through reading and writing activities using the multiple intelligence approach focusing on body kinesthetic skills. Reading sources for boys need to be identified with boys’ needs and interests. Opportunities for drama and presentational talks are needed to encourage boys’ literacy skills. The schools can engage boys in informative talk where boys are expected to explain their ideas knowledge or opinions as well as in presentational talk and in informative talk which necessitates reflection and exploration. There is also the need to integrate literacy across the curriculum, Thus efforts to overcome boys underachievement can be concentrated on four areas namely (a) the pedagogic implementation such as classroom teaching and learning (b) the individual level where the individual’s attitude, skills and knowledge are enhanced (c) the organizational where all levels have to be involved using ‘a whole school or community approach and (d) the socio cultural where boys and girls can work cooperatively to learn meaningfully. e) Schools need to embark on a more reflective platform that is to conduct action research to study the personality and the learning styles of boys . Action research should be conducted on a collaborative basis and involving all 3164 Rohaty Mohd Majzub and Maisarah Muhammad Rais / Procedia Social and Behavioral Sciences 2 (2010) 3160–3164 stakeholders including the students themselves. The culture of learning should be examined with regards to both achieving and non achieving students. The action research model can help recognize weaknesses and suggest alternatives to solve the problems of underachieving boys. Schools therefore has to engage in deep reflective thinking and become change agents.
------------------------------
The first study looked at children's stereotypes about boys' and girls' conduct, ability, and motivation. Researchers gave 238 children ages 4 to 10 a series of scenarios that showed a child with either good behavior or performance (such as "This child really wants to learn and do well at school") or poor behavior or performance (such as "This child doesn't do very well at school"), then asked the children to indicate to whom the story referred by pointing to a picture, in silhouette, of a boy or a girl. From an early age-girls from 4 and boys from 7-children matched girls to positive stories and boys to negative ones. This suggests that the children thought girls behaved better, performed better, and understood their work more than boys, despite the fact that boys are members of a nonstigmatized, high-status gender group that is substantially advantaged in society. Follow-up questions showed that children thought adults shared these stereotypes.

05 júlí, 2017

Aumingja karlarnir (2)

Hér held ég áfram með greinina sem ég hóf hér
Það mætti halda að þetta sé að breytast í einhvern barnauppeldisþátt hjá mér, en eins og ég hef sagt áður, þá byrjar þetta allt á grundvellinum. Grunnurinn að heilbrigðum einstaklingi sem er sáttur í hlutverki sínu og aðstæðum, eru einmitt fyrstu árin.

Byrjum á foreldrunum.
Hvert barn á rétt á foreldrum til að ala önn fyrir því, sjá því fyrir fæði og klæðum og UPPELDI. 
Uppeldi er og verður á ábyrgð foreldra. Foreldrar eru uppalendurnir og fyrirmyndirnar, en EKKI vinir barna sinna. Það eru þeir sem setja mörkin og kenna.
Ég vil halda því til haga hér, að foreldrum er vorkunn að sumu leyti. Báðir þurfa alla jafna að vinna utan heimilis í stað þess að þeir gætu dregið úr vinnu og eytt meiri tíma með barni sínu (ekki bara í nágrenni við það). Þetta er samfélagslegt úrlausnarefni. Ég held að foreldrar hafi of lítinn tíma til að vera foreldrar, miðað við mikilvægi þessa hlutverks og ég tel að nýting þess tíma sem foreldrar eiga að geta eytt með börnum sínum, sé oft harla slæm.
Já, já, ég veit að það eiga margir foreldrar bágt, en velji maður á annað borð að verða foreldri, þá þarf að taka það í reikninginn og það hlutverk felur í sér að fórna stórum hluta að frelsi sínu til að gera það sem mann langar helst til.
Í gær lenti fyrir framan mig á Facebook grein sem ber yfirskriftina: "Þú átt barnið, svo taktu ábyrgð"  Í þessari grein er það sagt sem ég vildi segja um hvað það þýðir að vera foreldri. Það þýðir ekkert að búa bara til unga og krefjast þess síðan að samfélagið taki alla ábyrgð á því að upp vaxi fyrirmyndaeinstaklingur. "....ákvörðunin um að eiga barn sé foreldranna, ekki samfélagsins, og uppeldi og ábyrgð sé þeirra".

Svo skulum við kíkja aðeins á kynjamálin.
Öll börn eiga tvo foreldra, það segir sig sjálft. Hlutur karlsins í tilurð afkvæmisins er heldur viðurhlutaminni en konunnar. Því verður ekki breytt fyrr en málum verður svo fyrir komið að karlar verði óþarfir í þessum þætti. Tengsl móður og barns verða þannig meiri alveg frá upphafi og einhvernveginn fer það síðan svo, að karlar koma minna að uppeldi barna sinna en konur. Spurning vaknar þá strax um það hvort það sé vegna þess að karlar vilja síður sinna uppeldi barna sinna, eða vegna þess að konur vilja síður leyfa körlum að blanda sé of mikið í þau mál.  Ekki hef ég svar við því, en tel ábyrgð karla eiga að vera jafn mikla á uppeldi barna sinna.
Nú orðið telst það til sjálfsagðra mannréttinda að foreldrar komi börnum sínum í leikskóla (í umsjón og á ábyrgð samfélagsins) helst áður en það verður ársgamalt. Ungabörn í leikskóla kalla í sjálfu sér á sérstaka umfjöllun af minni hálfu síðar.

Í leikskólum uppgötva strákar að þeir eru strákar og stelpur uppgötva að þær eru stelpur og við þá uppgötvum breytist ýmislegt. Stelpurnar fara að pæla í því hvað það er að vera stelpa/kona og strákarnir hvað er að vera strákur/karl. Stelpurnar finna fljótlega út að þeirra kyn er það sama og nánast allra starfsmanna leikskólans. Með sama hætti finna strákarnir það út að það eru bara hinir strákarnir sem eru eins og þeir, nánast enginn annar. Hagstofan segir mér að árið 2015 hafi 5616 (94%) konur starfað í leikskólum, en 350 (6%) karlar.

Strax þarna finna stelpurnar úrval fyrirmynda um það hvernig konur eru, hvernig þær haga sér, hvernig þær tala, hvernig þær klæða sig, og svo framvegis. Þær eru heppnar að því leyti.
Aumingja strákarnir, sem síðar verða aumingja karlarnir finna nánast ekki þessar fyrirmyndir í leikskólanum og ef faðir þeirra er ekki því duglegri að vera í samvistum við þá og þá á ég við raunverulegar samvistir, en ekki bara að þeir séu í sama húsi, þá hafa þeir bara hreint ekkert til að miða við, nema konurnar sem starfa í leikskólanum og móður sína. Vissulega má segja að þarna fái strákarnir nokkuð glögga mynd af því hvernig manneskjur konur eru og það er jákvætt.

Svona áður en einhverjir rísa upp á afturfæturna er rétt að ég taki fram að ég tel hæfni kennara ekki ráðast af kyni. Ég er ekki að fjalla um kennara hér út frá neinu öðru en kyni þeirra.

Næst kíki ég snögglega á grunnskólann, en Hagstofan greinir frá því að ári 2015 hafi 81% þeirra sem störfuðu við kennslu í grunnskólum konur, og þá 18% karlar.  Um þetta þarf varla að hafa fleiri orð þó ég muni ugglaust gera það.

Ég hef haldið því fram að þessi mikli kynjahalli á fyrstu tveim skólastigunum hafi áhrif á börnin sem þarna eiga leið um. Þessari skoðun minni hefur verið vísað á bug; rannsóknir sýni að  hann hafi engin merkjanleg árif.  Rannsóknir sýna...............það er nefnilega það.  Þegar þarf að verja eitthvað hlaupa menn oft í þá skotgröfina.
Ég held mig við þá skoðun að kynjahallinn, jafnvel allt að lokum framhaldsskóla hafi meiri og djúpstæðari áhrif en margir vilja halda fram og mun fjalla um þá skoðun mína næst.

...það er von á framhaldi.


Tenglar 
Aumingja konurnar
Ævintýri á gönguför
Til Hildar
Finslit
Aumingja karlarnir (1)

04 júlí, 2017

Aumingja karlarnir (1)

Áður en lengra er haldið, vil ég leggja á það áherslu við þig, lesandi, að því sem ég læt frá mér fara hér á eftir, ber ekki að taka persónulega. Ég er ekki að beina máli mínu til þín, sérstaklega, eða segja þér hvernig þú ert eða hvernig þú átt að haga þér
Er það ekki skýrt?  
Ég er bara að ræða þessi mál út frá minni sýn á þau, aleinn við tölvuna mína. Mögulega í þeirri von að það kalli ekki fram hefðbundnar upphrópanir (jafnvel öskur) á samfélagsmiðlum, heldur rólegri og yfirvegaðri umræðu. Það er hægt að ræða mál þannig, er það ekki?

Fyrir nokkru lét ég mig hafa það, að skrifa grein sem ég kallaði "Aumingja konurnar". Það er ekki laust við að hann hafi vakið nokkra athygli og viðbrögð, þó svo í rauninni hafi ég sagt neitt sérstaklega merkilegt þar, að mínu mati. Ég sá mig knúinn til að bregðast við rakalausum viðbrögðum ákveðinnar manneskju. Þau viðbrögð mín má sá hér. Þessi manneskja heyktist síðan á að birta svar mitt á sama stað og hún hafði úthúðað mér, en við áttum nokkur samskipti í athugasemdum við þennan pistil.

Kjarninn í greininni var sá, fyrir utan tilefnið, auðvitað, sem var dagskrá rásar 1 á RUV,  að ég teldi, miðað við allt og allt, væri gert of mikið af því í kynjaumræðunni, að gera lítið úr konum með því að leggja of mikla áherslu á kúgun þeirra af hendi karla, í stað þess að tala um allar þær stórkostlegu fyrirmyndir sem blasa við konum hvert sem litið er. Sömuleiðis lýsti ég þeirri skoðun að í málflutningi um jafnrétti kynjanna, væri of mikil áhersla lögð á að lýsa karlmönnum sem ofbeldisfullum gagnvart konum í stað þess að beina sjónum að þessum venjulegu körlum sem gera ekki flugu mein og kúga engan.
Ég tel að nær væri, í allri þessari umræðu,að fjalla um kynin sem jafningja, hvort á sinni forsendu, í stað þess að stilla þeim upp eins og stríðandi öflum. Með þessu er ég ekki að halda því fram að ekki sé um að ræða neitt sem heitir kúgun kvenna, ekki er ég heldur að halda því fram að neitt sé til sem heitir kúgun karla, ég er ekki að halda því fram að ekki sé neitt til sem kalla má ofbeldisfulla karla  og ekki heldur að halda því fram að það séu ekki til ofbeldisfullar konur. Það eru til karlar og konur sem kúga og beita ofbeldi. Það eru einnig til karlar og konur sem eru kúguð og beitt ofbeldi. 

Ég tel að það sé kominn tími til að ræða þessi mál út frá stöðu þessara mála eins og hún er nú, í stað þess að draga umræðuna stöðugt inn í ástandið eins og það var fyrir áratugum síðan.

Hvernig er svo staðan í dag?
Jú, það eru til ofbeldisfullir karlar og það eru til ofbeldisfullar konur, fleiri karlar en konur, sennilega, en þó er ég ekki viss. Hvað er ofbeldi?
Það eru til kúgaðir karlar og það eru til kúgaðar konur, fleiri konur en karlar, sennilega, en þó er ég ekki viss. Hvað er kúgun?

Ég hef enga trú á að við breytum neinu að ráði, nema byrja í grunninum og ölum af okkur og ölum upp fólk sem er laust við einhver sálarsár, sem kalla fram í því ofbeldishneigð eða ótta. 
Það þarf, sem sagt, að byrja í grunninum. 
Til þess að það gangi nú allt vel, ríður á að foreldrarnir standi sig, sem er mikilvægast. Leikskólar þurfa að standa sig, grunnskólarnir, framhaldsskólar og allar þær stofnanir sem fjalla um börn og skapa þeim umhverfi.

Í framhaldsgrein(um) (svo hver bútur verði nú ekki of langur) ætla ég að velta fyrir mér meðal annars, hlut kynjanna í æsku, á miðjum aldri og þegar aldurinn færist yfir. Auðvitað verður það allt litað af því hver ég er. Hvernig getur það verið með öðrum hætti?  Þó ég sé að stíga út úr skólakerfinu eftir áratugi, þýðir það ekki að þar með hafi ég misst rétt til að halda fram skoðunum mínum. Einhverjum kann að finnast þær harla gamaldags. Við því bregst ég einfaldlega með því að halda því fram að allir, ungir, miðaldra, gamlir, karlar, konur, allar starfsstéttir, eiga rétt á sinni rödd. Þetta eru stærri mál en svo að þau eigi að fá að gerjast og afmyndast í einhverjum kimum í samfélaginu.

...það kemur framhald


03 júlí, 2017

Jón frændi

Það var rólegheita laugardagskvöld. Líklega, svona eins og venjulega, hugljúf amerísk á RUV.
Síminn minn pípti og um reyndist vera að ræða framsendingu Hveratúnsbóndans á skilaboðum sem hann hafði fengið og sem sjá má hér til vinstri.
Fólk, frá Kanada hafði komið við á Hofsósi til að leita aðstoðar við að finna mögulega ættingja á þessu landi, en afi eins þeirra hafði farið til Vesturheims um aldamótin 1900.  Hveratúnsbóndinn setti mig í málið, líklega þar sem ég hef meira velt fyrir mér ættfræði en aðrir í Hveratúnsfjölskyldunni.
Það reyndist létt verk að finna út úr þessu, en þar sem það reyndist ekkert auðvelt að fá sumt fólk til að átta sig á hvernig skyldleika okkar við þetta fólk er háttað, hef ég útbúið mynd þar sem þetta á að vera nokkuð skýrt. Þessa mynd má sjá hér nokkru neðar, en í sem stystu má má segja að afi Kanadamannsins og amma móður minnar voru systkin.
Vissulega má segja að við frændur séum nokkuð fjarskyldir og ég veit harla lítið um ættingja mína hérlendis sem eru skyldir mér með þessum hætti.
Hvað sem segja má um það, þá ákvað ég nú að setja mig í samband frænda, en hann heitir John Robert Asmundson (Jón Róbert Jónsson), fullu nafni, fæddur árið 1942 og býr í bænum Red Deer í Albertafylki, en það fylki er næst vestasta fylkið á vesturstönd Kanada. Hann var hér staddur með konu sinni, Brendu (Deedee) Asmundson, frænku hennar og eiginmanni.


Jón og Siggi
Í sem stystu máli mæltum við okkur mót við Selfoss. Sigrún og Ásta slógust í för. Frá Selfossi lögðum við leið okkar á Baugsstaði þar sem Jón frændi  hitti Sigga frænda sinn, en eins og hver maður getur áttað sig á þá voru amma Sigga og afi Jóns systkin. Þarna slóst Ella (Elín Siggeirsdóttir) í hópinn.
Frá Baugsstöðum héldum við að Stóra-Núpi, en í kirkjugarðinum þar hvíla þau Ásmundur og Sigurlaug, langafi og langamma Jóns og Sigga. Við fundum ekki legstaðinn, en þegar fólk er búið að ferðast næstum hálfan hnöttinn þá skipta 5-10 metrar harla litlu.
Ferðinni lauk svo í Laugarási þar sem sest var niður og spjallað í Kvistholti og starfsemin í Hveratúni og á Sólveigarstöðum skoðuð.
Í Kvistholti: f.v. Jón, Deedee, Duncan, Marleen, Ásta og Sigrún
Ég verð nú að segja að þarna var á ferð ágætis fólk og Jón frændi virtist vera sómamaður og engin skömm að því að eiga slíkan fulltrúa þarna vestur í Alberta. Hann reyndi sig á einhverjum tíma við búskap, en það var víst hálf dapurlegt. Hann kom síðan á fót og rak nýlenduvöruverslanir (grocery stores) ásamt tveim bræðrum sínum, Harold Franklin og Edmund August. Þegar þeim þætti lauk keyptu hjónin Jón og Deedee fasteignir og munu lífa á þeim eignum nú. Þau eru miklir ferðagarpar og Jón kvaðst hafa komið til 80 landa.

---------------------
Ágúst Ásmundsson
Ágúst og Sigurlaug
Þá að fólkinu sem tengir þetta allt saman. Ég fann mynd af Ásmundi Benidiktssyni, en enga af Sigurlaugu, konu hans. Ég fann enga mynd af Guðnýju, langömmu og Siggi kvað enga slíka vera til, en hún lést 1920.  Jón sendi mér myndir af afa sínum honum Ágúst á yngri árum og aðra þar sem hann er ásamt konu sinni, ömmu Jóns, Sigurlaugu, en hún var einnig íslensk, en þau kynntust skömmu eftir að Ágúst kom til Kanada og giftust 1903.
Ágúst starfaði lengst af við "masonry" múrverk, hlóð hús og steypti gangstéttar og því um líkt.

Loks læt ég fylgja hér með  þátt sem Valdimar Briem skrifaði um Ásmund Benidiktsson


Ásmundur Benediktsson (1827-1916)
Margir menn bæði norðan lands og sunnan, einkum Þingeyingar og Árnesingar, munu kannast við Ásmund Benediktsson, er fyrir norðan var kendur við Stóruvelli (í Bárðardal), en fyrir sunnan við Haga (í Gnúpverjahreppi).
Ásmundur var fæddur á Stóruvöllum 19. des. 1827. Faðir hans var Benedikt bóndi Indriðason á Fornastöðum í Fnjóskadal Jónssonar bónda Þorsteinssonar í Lundi í sömu sveit. Fyrri kona Benedikts og móðir Ásmundar var Guðný Jónsdóttir bónda á Mýri í Bárðardal, systir Sigurðar bónda föður Jóns alþingismanns á Gautlöndum og sömuleiðis systir Jóns föður Kristjáns skálds. Guðný var ekkja eftir Ásmund Davíðsson, er bjó á Stóruvöllum.
Systir Benedikts var Herdís fyrri kona Jóns á Þverá, móðir Benedikts á Auðnum og þeirra systkina.
Seinni kona Benedikts var Helga Skúladóttir ekkja eftir Krislján bónda á Sigríðarstöðum í Ljósavatnsskarði.
Ásmundur ólst upp með föður sínum á Stóruvöllum ásamt Jóni bróður sínum. (Eina systur átlu þeir, sem dó ung). Árið 1852 fluttist faðir þeirra búferlum að Sigríðarstöðum, en þeir bræður synir hans tóku þá að búa á Stóruvöllum. Tveim árum áður, eða í júlí 1850, kvongaðist Ásmundur Sigurlaugu Jónsdóttur frá Fornastöðum. Hún var fædd 26. júli 1830. Faðir hennar var Jón bóndi Indriðason á Fornastöðum. Voru þau hjón bræðrabörn. Móðir Sigurlaugar var Ingibjörg Ólafsdótlir prests að Kvíabekk. Sigurlaug hafði flutst að Stóruvöllum nálægl ársgömul og alist þar upp hjá Sigurlaugu föðursystir sinni og manni hennar Jóni Daviðssyni.
Sigurlaug kona Ásmundar var hinn besti kvenkostur, og orðlögð fyr og síðar fyrir staka manngæsku. Varð og hjónaband þeirra hið farsælasta. Ásmundur var mikill atgervismaður á ýmsa lund. Hann var gáfumaður mikill, vel að sjer og fróður  í mörgu. Hann var maður mikill fyrir sjer að 5 ýmsu leyti og Ijet snemma mikið til sín taka. Hann fjekk og brátt mikið álit meðal sveitunga sinna, og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir þá. Hann mun og, að því er mig minnir, hafa verið hreppstjóri í sveit sinni í nokkur ár. Oft var hann í ferðalögum, ekki síst í erindum, er vandasöm þóttu.

Legstaðar leitað í Stóra-Núpskirkjugarði.
Árið 1870 gerði hann þá breytingu á ráði sínu að hann flutti búferlum suður á land, að Haga í Gnúpverjahreppi. Um tildrögin að þessari ráðabreytni er mjer ókunnugt, en að líkindum hefur honum þótt þröngt um sig þar sem hann hafði búið til þessa, enda mun honum hafa litist vel á sig í Haga, er þá var laus í ábúð; en þar hafði hann kynst í ferðalögum sínum suður á land. Þó er svo að sjá sem hann hafi verið alltregur til að yfirgefa Bárðardal, er á átti að herða. Bað hann siðar vin sinn Brynjólf Jónsson frá Minnanúpi að lýsa í ljóði hugsun sinni, er hann rendi síðast augum yfir æskudalinn sinn, er hann fór alfarinn þaðan. Gerði Brynjólfur það, og er það kvæði prentað í kvæðum hans 1889, bls. 101. Þótti Ásmundi, þá er hann sá kvæðið, nærri farið. Eftir að Ásmundur kom suður gekk smátt og smátt af honum efnalega. Var hann og um tima ómagamaður. Má og vera að sumir búskaparhættir hans, er hann hafði vanist nyrðra, hafi síður átt við á Suðurlandi. En þrátt fyrir þetta hjelt hann allri virðingu sinni og hafði traust sveitunga sinna; gegndi hann og fyrir þá ýmsum trúnaðarstörfum þegar svo bar undir. Hann var allmörg ár fulltrúi sveitunga sinna í sýslunefnd, og þótti þar sem annarslaðar talsvert að honum kveða.
Eitt af því, sem Ásmundur var einna kunnugastur fyrir út í frá, voru langferðir hans í ýmsum erindum, helst fyrir aðra. Minnir mig að hann hafi farið um 40 sinnum yfir Sprengisand, eða nálægt 20 ferðir fram og aftur, og komst hann þá stundum í hann krappan, en komst vel fram úr því öllu, enda var hann framúrskarandi ferðamaður. Á eina af slíkum ferðum sínum minnist hann í Dýravininum 1909, bls. 50.
Í rósahúsi á Sólveigarstöðum
Smátt og smátt fór heilsa hans að bila og hann að þreytast á búskapnum, enda hætti hann búskap er þau hjón höfðu búið í Haga í 19 ár. Tók einn sonur hans þá við.
Árið 1892 fluttust þau með honum að Fjalli á Skeiðum og voru þar 6 ár. En síðan fóru þau að Árhrauni í sömu sveit til annars sona þeirra, dvöldu þar 11 ár, en fluttust þaðan með honum að Kálfsholtshjáleigu í Ásahreppi í Rangárvallasýslu og dvöldu þar það sem eftir var ævinnar.
Mörg seinustu árin voru þau hjón heilsutæp; einkum var hann lengi ellihrumur og var stirt um mál. Sigurlaug dó 14. mars 1915, 84 ára, en hann tæpu ári síðar, 12. jan. 1916, 88 ára. Höfðu þau þá verið nærri 65 ár í hjónabandi. Bæði voru þau jörðuð að Stóranúpi, sem Hagi á kirkjusókn að.
Börn þeirra hjóna voru alls 11. Af þeim dóu 3 ung, en 1, Jón að nafni, fulllíða. Þau 7, sem lifa, eru: 1. Benedikt í Vesturkoti á Skeiðum, vitfirrtur frá unga aldri. (Um hann er saga í Dulrúnum Hermanns Jónassonar 1914 bls. 189). 2. Guðný, gift Guðmundi Jónssyni á Baugstöðum (frá Minnanúpi). 3. Vigfús, fyr bóndi í Haga og Fjalli. 4. Ásgeir, bóndi í Kálfholtshjáleigu. 5. Ingibjörg, gift Birni Guðmundssyni í Vesturkoti. 6. og 7. Ágúst og Halldór, báðir í Vesturheimi.
Ásmundur var maður í lægra meðallagi á hæð, þrekvaxinn og þjettur á velli. Hann var að eðlisfari skapmikill og kappsamur og fylginn sjer meðan hann naut sin fyrir aldurs og heilsu sakir. Hann var trúrækinn og alvörugefinn, en skemtinn í viðtali, og fylgdi með áhuga því sem gerðist hjer innanlands, alt fram á síðustu elliár. (Mynd sú af Ásmundi, er hjer með fylgir, er frá efri árum hans. En því miður mun engin mynd vera til af konu hans).

Valdimar Briem.

Litlir kallar og litlar kellingar

Heilsugæslustöðin í Laugarási á vígsludegi 1997 (mynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson) Ég hefði óskað þess, að fyrstu dagar nýs árs yrðu ánægjulegri...