Það var fyrir um það bil 50 árum sem leiðir fólksins á myndinni lágu saman í Reykholtsskóla í Biskupstungum.
Eftir talsverð heilabrot áhugamanna um að freista þess að stofna til endurfunda, varð tvennt til þess að af samkundunni varð, með svo gæsilegum hætti sem raunin var:
a. Ef þetta gerðist ekki fyrir 60 ára aldurinn þá væri búið að tapa hópnum inn í starfsemi eldri borgara, en þaðan eiga menn víst ekki afturkvæmt svo glatt.
b. Tilkynnt var um áður óbirtar myndir frá barnaskólaárunum, sem þarna átti að sýna.
Í gær var samkoman góða. Flestir komu, en ekki allir, af ýmsum ástæðum. Gengin spor voru nú orðin nokkuð máð, en með góðum vilja mátti ferðast í tímanum til tíma gleði, leikja, harms, trega og gleymsku.
Þarna voru boðaðir árgangarnir sem fæddust 1952-54, sem hafa af einhverjum undarlegum ástæðum lítið hreyft sig úr stað á öllum þessum árum.
Myndir fyrir áhugasama
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
It's only words ...
Við erum mörg reið og það hvílir á okkur einhver óviðráðanlegur þungi. Við upplifum vonleysi og varnarleysi. Við reynum að skilja hvernig he...

-
Það er ótvíræður kostur við þorrabót eldri borgara í Biskupstungum, að það er ekki boðið upp á dansiball með tilheyrandi hávaða þegar fól...
-
Við erum mörg reið og það hvílir á okkur einhver óviðráðanlegur þungi. Við upplifum vonleysi og varnarleysi. Við reynum að skilja hvernig he...
-
Þetta er framhald af þessu Þegar hér var komið var engin leið fyrir mig að rekja eitt eða neitt, með aðra sendinguna afhenta í Kópavogi og h...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli