21 júlí, 2014
Í sunnlenskri sól
Maður má ekki forsmá það sem máttarvöldin þó veita manni af heimsins gæðum. Það er mikilvægt að halda því til haga að sólin komst óhindrað á pallinn í Kvistholti í gær í eina klukkustund og 35 mínútur og er það lengsta samfellt sólskin á þessu sumri.
Það þarf varla að geta þess að fD nýtti þennan tíma til hins ítrasta til að safna forða d-vítamíns fyrir veturinn. Sólbaðið var auðvitað lengra en sem nemur þeim tíma sem sást til sólar, enda uppi sú kenning að sólarljósið gagnist svo lengi sem maður sér skuggann af sjálfum sér á sólbekknum. Á grundvelli þessarar kenningar náði sólskinssleikurinn allt að 4 klukkustundum, sem verður að teljast harla gott.
Ég mátti, að venju, þegar yfirleitt sést að það er sól á himni, sitja undir hneykslan fD á því að ég væri að "húka inni í svona góðu veðri" og í framhaldi af því lét ég til leiðast að liggja gegnum mesta sólskinið, án sjáanlegs árangurs.
Ekki efa ég það að á næstu vikum, í það minnsta áður en vetur leggst að, fái ljóshnötturinn að senda geisla sína í æ rikara mæli óhindrað á sólsjúka Kvisthyltinga.
11 júlí, 2014
Keðjusagarfrúin
"Þarf að gera eitthvað fleira?" spurði ég, harla slakur, þar sem við Kvistholtshjón renndum úr hlaði stórmarkaðs í höfuðstað Suðurlands um hádegisbil í dag. Innkaupin höfðu gengið átakalaust fyrir sig og ég hafði meira að segja sýnt talsvert frumkvæði í innkaupunum, þó flest af því væri allt annað en stóð að listanum hjá fD, þar á meðal rauðrófur og chili.
"Ég ætla að kaupa keðjusög", kom svarið, eins og ekkert væri sjálfsagðara. Þó ég hafi ekki látið á neinu bera, fór lítillega um mig við þessa ákveðnu yfirlýsingu. Ég renndi meira að segja í huganum yfir það sem gerst hafði í innkaupaferðinni en fann ekkert það í henni sem gæti gefið tilefni til að keypt yrði keðjusög, en hvað vissi ég svo sem? Eitt var mér ljóst, þegar fD er búin að taka svo eindregnar ákvarðanir verður þeim ekki breytt, nema hún geri það sjálf.
"Það er nefnilega það" sagði ég því og renndi mér út úr hringtorginu í átt að annarri byggingavöruversluninni.
"Nei, ekki í þessa. Ég ætla að fara í hina". Þar með var komin fram tvöföld ákvörðun sem erfitt yrði að hagga: það skyldi keypt keðjusög í tiltekinni byggingavöruverslun, og ekki meira um það að segja.
Ég fann fljótlega leið til að snúa við, enn ekki alveg viss um hvernig ég ætti að taka þessu öllu saman, en brátt fékk ég meira að vita.
"X (sálfræðingur) sagðist hafa notað keðjusög sem hann hefði fengið hjá þessari byggingavöruverslun til að saga niður tré hjá sér og þó stofnarnir væru 40 cm í þvermál hafi sögin runnið í gegnum þá eins og hnífur smjör við stofuhita. Ég vil þannig keðjusög".
Nú, úr því X hafði sagt þetta, hlaut það að vera rétt. Ég velti fyrir mér örskotsstund hvort blandan sálfræðingur og keðjusög gæti með einhverju móti orsakað hættuástand á heimilinu, en sá strax að þar gæti ekki verið rökrænt samhengi.
Þar með renndum við í hlað á réttri byggingavöruverslun.
Þar innan dyra var allt í rólegheitum, en svo undarlega sem það hjómar var, eins og fyrir yfirnáttúrulega krafta, búið að raða upp á borð keðjusögum af ýmsum gerðum, beint á móti innganginum. Það sem meira var, þær voru með 25% afslætti. Á þeim, tímapunkti varð mér ljóst, að út úr þessari verslun færum við ekki keðjusagarlaus.
Ég fann á endanum afgreiðslumann sem ku vita ýmislegt um keðjusagir og sýndi honum með látbragði sverleika þeirra trjáa sem hún þyrfti að ráða við.
"Ég vil fá sög eins og sálfræðingurinn notaði". Það var fD sem kom þarna inn í umræðuna, og hafði í engu slegið af ákveðni sinni. Þar með gengum við í halarófu inn í vélaleigusalinn. Þar kom í ljós að tiltaknar Texas vélar voru aðallega notaðar í leigunni, svo þær hlutu að vera réttu vélarnar. Það voru teknar niður tölur svo ekkert færi á milli mála. Síðan voru fest kaup á sálfræðingsvélinni, með 25% afslætti.
"Þarf að gera eitthvað fleira?" spurði ég þar sem við renndum úr hlaði byggingavöruverslunarinnar.
"Nei, ekkert fleira", og þar með lá leið í Kvistholt, með keðjusögina.
Við renndum í hlað og við blöstu tilvonandi fórnarlömb keðjusagarinnar.
"Þau eru ekki næstum því jafn sver og þú sýndir afgreiðslumanninum."
Ég kvað fD misminna um sverleika trjáa í Kvistholti sem biðu nú dauða síns.
Ég get nefnilega líka verið ákveðinn.
--------------
Ég reyndi nýlega að fá vottorð hjá Pétri þess efnis, að ég þyldi ekki búðarölt. Hann neitaði, en sagði aðeins að maður ætti að forðast það sem maður þyldi ekki.
Ég lét mynda á mér mjóbakið í dag. Kannski kemur þá í ljós að ég þoli ekki skógarhögg. Hver veit?.
Varðandi X þá vil ég ekki nafngreina hann fyrr en hann hefur gefið mér til þess leyfi.
"Ég ætla að kaupa keðjusög", kom svarið, eins og ekkert væri sjálfsagðara. Þó ég hafi ekki látið á neinu bera, fór lítillega um mig við þessa ákveðnu yfirlýsingu. Ég renndi meira að segja í huganum yfir það sem gerst hafði í innkaupaferðinni en fann ekkert það í henni sem gæti gefið tilefni til að keypt yrði keðjusög, en hvað vissi ég svo sem? Eitt var mér ljóst, þegar fD er búin að taka svo eindregnar ákvarðanir verður þeim ekki breytt, nema hún geri það sjálf.
"Það er nefnilega það" sagði ég því og renndi mér út úr hringtorginu í átt að annarri byggingavöruversluninni.
"Nei, ekki í þessa. Ég ætla að fara í hina". Þar með var komin fram tvöföld ákvörðun sem erfitt yrði að hagga: það skyldi keypt keðjusög í tiltekinni byggingavöruverslun, og ekki meira um það að segja.
Ég fann fljótlega leið til að snúa við, enn ekki alveg viss um hvernig ég ætti að taka þessu öllu saman, en brátt fékk ég meira að vita.
"X (sálfræðingur) sagðist hafa notað keðjusög sem hann hefði fengið hjá þessari byggingavöruverslun til að saga niður tré hjá sér og þó stofnarnir væru 40 cm í þvermál hafi sögin runnið í gegnum þá eins og hnífur smjör við stofuhita. Ég vil þannig keðjusög".
Nú, úr því X hafði sagt þetta, hlaut það að vera rétt. Ég velti fyrir mér örskotsstund hvort blandan sálfræðingur og keðjusög gæti með einhverju móti orsakað hættuástand á heimilinu, en sá strax að þar gæti ekki verið rökrænt samhengi.
Þar með renndum við í hlað á réttri byggingavöruverslun.
Þar innan dyra var allt í rólegheitum, en svo undarlega sem það hjómar var, eins og fyrir yfirnáttúrulega krafta, búið að raða upp á borð keðjusögum af ýmsum gerðum, beint á móti innganginum. Það sem meira var, þær voru með 25% afslætti. Á þeim, tímapunkti varð mér ljóst, að út úr þessari verslun færum við ekki keðjusagarlaus.
Ég fann á endanum afgreiðslumann sem ku vita ýmislegt um keðjusagir og sýndi honum með látbragði sverleika þeirra trjáa sem hún þyrfti að ráða við.
"Ég vil fá sög eins og sálfræðingurinn notaði". Það var fD sem kom þarna inn í umræðuna, og hafði í engu slegið af ákveðni sinni. Þar með gengum við í halarófu inn í vélaleigusalinn. Þar kom í ljós að tiltaknar Texas vélar voru aðallega notaðar í leigunni, svo þær hlutu að vera réttu vélarnar. Það voru teknar niður tölur svo ekkert færi á milli mála. Síðan voru fest kaup á sálfræðingsvélinni, með 25% afslætti.
"Þarf að gera eitthvað fleira?" spurði ég þar sem við renndum úr hlaði byggingavöruverslunarinnar.
"Nei, ekkert fleira", og þar með lá leið í Kvistholt, með keðjusögina.
Við renndum í hlað og við blöstu tilvonandi fórnarlömb keðjusagarinnar.
"Þau eru ekki næstum því jafn sver og þú sýndir afgreiðslumanninum."
Ég kvað fD misminna um sverleika trjáa í Kvistholti sem biðu nú dauða síns.
Ég get nefnilega líka verið ákveðinn.
--------------
Ég reyndi nýlega að fá vottorð hjá Pétri þess efnis, að ég þyldi ekki búðarölt. Hann neitaði, en sagði aðeins að maður ætti að forðast það sem maður þyldi ekki.
Ég lét mynda á mér mjóbakið í dag. Kannski kemur þá í ljós að ég þoli ekki skógarhögg. Hver veit?.
Varðandi X þá vil ég ekki nafngreina hann fyrr en hann hefur gefið mér til þess leyfi.
23 júní, 2014
Línuvörðurinn sem handleggsbrotnaði
Línuvörðurinn á góðri stund til hægri á myndinni. |
Dómaratríóið gerir sig klárt og allt er til reiðu, en það er ekki laust við að hann sé dálítið óöruggur með verkefni sitt þar sem hann er nýbúinn að fá réttindi til að starfa sem línuvörður í annarri deild. Það er smá hnútur í maganum; það eru aðallega rangstöðurnar sem hann kvíðir, því þær eru afar viðkvæmar og vandmeðfarnar. Ekki dregur það úr kvíðanum að eiginkonan er komin til að fylgjast með leiknum og hún er alltaf tilbúin að láta hann heyra af því ef henni finnst honum ekki takast vel upp. Þá eru börnin hans tvö einnig á leiknum og eðlilega er honum mikið í mun að takst vel upp af þeim sökum.
Þetta bara verður að ganga vel.
Það er ákveðið að hann verði á hliðarlínunni fjær áhorfendastæðunum og það er honum nokkur léttir því þá heyrir hann síður tilfallandi ónot frá mögulega ósáttum áhorfendum. Hann gætir í fyrri hálfleik þess vallarhelmings sem Bolungarvíkurliðið sækir á og áhorfendurnir eru flestir bolvískir.
Leikurinn er flautaður á og átök liiðanna hefjast. Hvorugt liðið ætlar sér að gefa þumlung eftir í því ati. Leikurinn færist fram og aftur um völlinn og hann verður ávallt að gæta þess að vera í góðri stöðu varðandi rangstöðuna, fyrir utan að verða að fylgjast nákvæmlega með hvort liðið setur boltann útaf og í hvora áttina hann á að benda með flagginu, einkennisbúnaði línuvarða.
Hann hann er farinn að mæðast, en hingað til hefur allt gengið vel. Hann er búinn að veifa á nokkrar rangstöður, athugasemdalaust að mestu, og hann hefur veifað rétt á innköstin. Þegar líður á fyrri hálfleik á hann stöðugt erfiðara með að fylgja varnarlínu aðkomuliðsins og eftir mestu hlaupn sér hann stjörnur, en hann SKAL ekki lát á neinu bera.
Hann verður líklega að fara að hætta að reykja.
Seinni hálfleikur er flautaður á, og hann er upphafshress, telur sig munu ráða vel við þetta eftir frekar velheppnaðan fyrri hálfleik. Áfram gengur boltinn hratt villli vallarhelminga og hann verður að hlaupa fram og hlaupa til baka, aftur og aftur, ávallt einbeittur á varnarlínu Bolvíkinga, sem enn hafa ekki skorað og ekki fengið á sig mark heldur.
Skyndilega hefst enn ein stórsókn aðkomuliðsins og hann tekur á sprett með öftustu varnaramönnum, en þá vill það til að hann flækir hægri fæti óvænt aftur fyrir þann vinstri og fellur til jarðar. Hann verður að halda veifunni í hægri hendi, en það þýðir að hann hefur bara þá vinstri til að bera fyrir sig, sem hann og gerir.
Hann heyrir smellinn greinlega.
Honum sortnar fyrir augum.
Auðvitað bægir adrenalínið mesta sársaukanum frá til að byrja með, en svo langar hann að öskra frá sér nístandi sársaukann sem heltekur hann skömmu síðar.
Leikurinn heldur áfram og það virðist enginn hafa tekið eftir honum. Leikkurinn er í járnum og hvorugt liðið ætlar að gefa færi á sér. Dómarinn fylgist einbeittur með leikmönnunum, en síður með línuvörðunum, að minnsta kosti ekki þeim sem nú reynir að brölta á fætur með illa brotinn handlegginn, veinandi inni í sér af sársauka.
Ef hann væri leikmaður væri nú þegar búði að kalla á sjúkrabíl..... en hann er línuvörður og línuverðir njóta ekki sömu þjónustu meðan á leik stendur og leikmennirnir.
Það dansa stjörnur fyrir augum hans og tárin streyma úr augunum. Hann sér allt í móðu, en er samt staðinn á fætur, staðráðinn í að standa sína plikt, en kemst fljótlega að því að það mun ekki ganga. Hann verður að fá aðhlynningu.
Þar sem hann er fjær áhorfendum, getur hann ekki vakið athygli þeirra á bágindum sínum og eina leiðin sem hann sér, sér til bjargar, er að lyfta upp veifunni og veifa. Það er hinsvegar merki um leikbrot af einhverju tagi, en ekki handleggsbrot.
Þar sem ekkert sérstakt er í gangi í leiknum hunsar dómarinn veifuna, og sendir línuverðinum skýrt merki um að svona geri maður bara ekki. Hann verður að ná athygli, svo hann heldur áfram að veifa og nú eru leikmennirnir farir að hlæja að þessum ruglaða línuverði og allir hættir að taka mark á honum. Það er ekki fyrr en aðkomuliðið missir boltann útaf og hann dæmir því innkastið, sem allt verður vitlaust og leikmenn Bolungarvíkur hnappast að honum í bræði sinni. Þá tekst honum á gera grein fyrir því, eftir langa syrpu af fúkyrðum, hvernig komið er, en það fer ekki á milli mála, þegar grannt er skoðað, að um er að ræða opið brot á vinstri framhaldlegg.
Eðlilega er brugðist við þegar þetta liggur fyrir og línuvörðurinn fær viðeigandi aðstoð.
Ekki er vitað til þess að þessi línuvörður hafi gætt línunnar eftir þetta.
Og hann reykir enn.
ps. þessa frásögn heyrði ég hjá fD fyrir stuttu, í örútgáfu, þar sem leikur í HM var í gangi og henni þótti við hæfi að trufla einbeitingu mína. Það þarf ekki að taka fram að henni þótti þetta afar fyndið atvik. Tók það reyndar fram að línuvörðurinn, sem ekki verður nefndur hér á nafn hafi ekki enn áttað sig á hinni kómísku hlið málsins.
ps ps Ég vona að mér verði einhverntíma fyrirgefið hve frjálslega ég hef hér farið með staðreyndir málsins.
22 júní, 2014
Af ákvörðunum og líðan fugla.
Ekki neita ég því að maríuerluparið sem tók sig til, að því er virðist upp úr þurru, á þjóðhátíðardeginum, við að efna í hreiður í fuglahúsi, sem Álaborgarmaðurinn smíðaði fyrir áratugum síðan í handmennt í Reykholtsskóla, gladdi mig.
Maríuerlupar kom sér upp ungum í þessu húsi fyrir tveim árum okkur til ómældrar ánægju. Reyndi aftur í fyrra, en hætti við, að öllum líkindum vegna ógnandi tilburða krumma, sem þá hafði komið sér upp ungviði í Ólafslandi svokölluðu.
Fyrr á þessu voru varð vart við parið þar sem það kannaði aðstæður, en ekkert varð þá úr framkvæmdum.
17. júní hófst verkið hinsvegar af fullum krafti og hver goggfyllin á fætur annarri hvarf inn í húsið og Kvisthyltingar glöddust. Sannarlega þótti þetta heldur seint farið af stað og talið líklegt að fyrra varp parsins hafi farist fyrir með því egg eða ungar hafi endað í hrafnskjafti.
Eftir margar ferðir með efni fór að rigna og það sem meira var, það settist hrafn um stund í trjátopp í Sigrúnarlundi. Hreiðurgerðinni var hætt og ekkert hefur gerst í húsinu síðan. Það síðasta sem ég sá til parsins í kringum þessa tilraun til hreiðurgerðar var annað þeirra norpandi í hellirigningu um kvöld, skammt frá húsinu, skömmu eftir að krummi hafði sest í furutoppinn.
Ég velti því fyrir mér hvernig maríuerla tekur ákvarðanir. Kannski bara svona: "Þarna er krummi uppi í tré og núna veit hann að ég er að fara að búa til hreiður í húsinu og hann kemur svo þegar ég er búin að verpa og tekur eggin". Það getur svo sem verið að það hafi verið úrhellið sem fældi parið frá, en það hóf síðan hreiðurgerð á öðrum stað í nágrenninu og ekki veit ég hvernig það hefur gengið.
Ungar krumma hér í næsta nágrenni, eru allir þrír farnir úr hreiðrinu. Sá fyrsti virðist hafa hrapað til dauða eftir átök við systkin sín, löngu fyrir tímann. Sá næsti virðist einnig hafa yfirgefið hreiðrið heldur snemma því hann er ófær um að fljúga og virðist hafa tognað eða brákað væng við brottförina úr laupnum. Hann heldur til hér uppi í brekku fyrir neðan Kirkjuholt og væri sjálfsagt gustukaverk að einhver áhugamaður um hrafnauppeldi tæki mál hans til umfjöllunar. Sá þriðji virðist hafa komist klakklaust frá þessu. 30% árangur - ekki veit ég hvað hrafnshjónunum
finnst um það.
Þetta var stutt yfirferð um fuglalífið í grennd við Kvistholt þetta vorið.
Maríuerlupar kom sér upp ungum í þessu húsi fyrir tveim árum okkur til ómældrar ánægju. Reyndi aftur í fyrra, en hætti við, að öllum líkindum vegna ógnandi tilburða krumma, sem þá hafði komið sér upp ungviði í Ólafslandi svokölluðu.
Fyrr á þessu voru varð vart við parið þar sem það kannaði aðstæður, en ekkert varð þá úr framkvæmdum.
17. júní hófst verkið hinsvegar af fullum krafti og hver goggfyllin á fætur annarri hvarf inn í húsið og Kvisthyltingar glöddust. Sannarlega þótti þetta heldur seint farið af stað og talið líklegt að fyrra varp parsins hafi farist fyrir með því egg eða ungar hafi endað í hrafnskjafti.
Eftir margar ferðir með efni fór að rigna og það sem meira var, það settist hrafn um stund í trjátopp í Sigrúnarlundi. Hreiðurgerðinni var hætt og ekkert hefur gerst í húsinu síðan. Það síðasta sem ég sá til parsins í kringum þessa tilraun til hreiðurgerðar var annað þeirra norpandi í hellirigningu um kvöld, skammt frá húsinu, skömmu eftir að krummi hafði sest í furutoppinn.
Ég velti því fyrir mér hvernig maríuerla tekur ákvarðanir. Kannski bara svona: "Þarna er krummi uppi í tré og núna veit hann að ég er að fara að búa til hreiður í húsinu og hann kemur svo þegar ég er búin að verpa og tekur eggin". Það getur svo sem verið að það hafi verið úrhellið sem fældi parið frá, en það hóf síðan hreiðurgerð á öðrum stað í nágrenninu og ekki veit ég hvernig það hefur gengið.
Ungar krumma hér í næsta nágrenni, eru allir þrír farnir úr hreiðrinu. Sá fyrsti virðist hafa hrapað til dauða eftir átök við systkin sín, löngu fyrir tímann. Sá næsti virðist einnig hafa yfirgefið hreiðrið heldur snemma því hann er ófær um að fljúga og virðist hafa tognað eða brákað væng við brottförina úr laupnum. Hann heldur til hér uppi í brekku fyrir neðan Kirkjuholt og væri sjálfsagt gustukaverk að einhver áhugamaður um hrafnauppeldi tæki mál hans til umfjöllunar. Sá þriðji virðist hafa komist klakklaust frá þessu. 30% árangur - ekki veit ég hvað hrafnshjónunum
finnst um það.
Þetta var stutt yfirferð um fuglalífið í grennd við Kvistholt þetta vorið.
02 apríl, 2014
Laugarás: Aldur og ESB?
Ég ætla svo sem ekki að fara að æsa neinn upp, eða valda misskilningi, en þetta mál er einfaldlega eitt af því sem skoða þarf.
Í Laugarási telst mér til að séu 22 garðyrkjubýli. Af þeim á sér stað ræktun á 10 býlum. Á 8 þessara 10 býla treysta bændur á erlent vinnuafl að stórum eða stærstum hluta. Á engu þeirra býla þar sem ræktun er í gangi er fyrirsjáanlegt/líklegt að börn bændanna muni taka við, en á öllum nema einu, að ég hygg, eru eigendurnir komnir yfir fimmtugt og á að minnsta kosti tveim þeirra er komið að starfslokum.
Hér finnst mér að þurfi að velta fyrir sér hvað er framundan hjá garðyrkjunni. Mér sýnist þróunin hafa verið í þá átt að garðyrkjustöðvum fækki, þær stækki og treysti á aðkeypt, erlent vinnuafl til að geta rekið sig sómasamlega. Þetta þýðir auðvitað bara það að smærri garðyrkjustöðvar leggjast af og kaupendur að þeim verða ekki tíndir upp eins og ber af lyngi eftir gott sumar, nema þá eftil vill til að breyta þeim í sumardvalarstaði fyrir sig og fjölskyldur sínar. Nú eru, sýnist mér, 7 lögbýli í Laugarási sem svona er komið fyrir.
Já, aldurinn færist yfir og ég reikna með að fólk horfi fram á veginn með það í huga hvað verður þegar starfsþrek minnkar. Börnin eru flogin burt til að skapa sér atvinnu á öðrum vettvangi.
Er vilji til þess að þróunin verði sú að að hér sitji fólk svo lengi sem sætt er á garðyrkjustöðvum sem mega muna sinn fífil fegri? Það þarf einhver að taka við og halda áfram, ef ekki í ræktun matjurta og blóma, þá í einhverju öðru, þar sem byggingarnar gætu nýst áfram.
Þetta er eitt af því sem hafa þarf í huga þegar er verið að taka afstöðu til inngöngu í Evrópusambandið. Mér hefur skilist, að í þeim samningum sem þar væri um að ræða sé einmitt tekið tillit til þátta af þessu tagi, ekki síst á norðurslóðum. Þar er hægt að sækja um þróunarstyrki af ýmsu tagi sem gætu nýst vel við endurnýjaða uppbyggingu í garðyrkjuþorpum eins og þessu. Í það minnsta er harla lítið vit því að loka á þann möguleika fyrirfram.
Njótið dagsins.
Í Laugarási telst mér til að séu 22 garðyrkjubýli. Af þeim á sér stað ræktun á 10 býlum. Á 8 þessara 10 býla treysta bændur á erlent vinnuafl að stórum eða stærstum hluta. Á engu þeirra býla þar sem ræktun er í gangi er fyrirsjáanlegt/líklegt að börn bændanna muni taka við, en á öllum nema einu, að ég hygg, eru eigendurnir komnir yfir fimmtugt og á að minnsta kosti tveim þeirra er komið að starfslokum.
Hér finnst mér að þurfi að velta fyrir sér hvað er framundan hjá garðyrkjunni. Mér sýnist þróunin hafa verið í þá átt að garðyrkjustöðvum fækki, þær stækki og treysti á aðkeypt, erlent vinnuafl til að geta rekið sig sómasamlega. Þetta þýðir auðvitað bara það að smærri garðyrkjustöðvar leggjast af og kaupendur að þeim verða ekki tíndir upp eins og ber af lyngi eftir gott sumar, nema þá eftil vill til að breyta þeim í sumardvalarstaði fyrir sig og fjölskyldur sínar. Nú eru, sýnist mér, 7 lögbýli í Laugarási sem svona er komið fyrir.
Já, aldurinn færist yfir og ég reikna með að fólk horfi fram á veginn með það í huga hvað verður þegar starfsþrek minnkar. Börnin eru flogin burt til að skapa sér atvinnu á öðrum vettvangi.
Er vilji til þess að þróunin verði sú að að hér sitji fólk svo lengi sem sætt er á garðyrkjustöðvum sem mega muna sinn fífil fegri? Það þarf einhver að taka við og halda áfram, ef ekki í ræktun matjurta og blóma, þá í einhverju öðru, þar sem byggingarnar gætu nýst áfram.
Þetta er eitt af því sem hafa þarf í huga þegar er verið að taka afstöðu til inngöngu í Evrópusambandið. Mér hefur skilist, að í þeim samningum sem þar væri um að ræða sé einmitt tekið tillit til þátta af þessu tagi, ekki síst á norðurslóðum. Þar er hægt að sækja um þróunarstyrki af ýmsu tagi sem gætu nýst vel við endurnýjaða uppbyggingu í garðyrkjuþorpum eins og þessu. Í það minnsta er harla lítið vit því að loka á þann möguleika fyrirfram.
Njótið dagsins.
17 mars, 2014
Saga úr Laugarási: Lífsháski á vörubílspalli
Hjalti og Fríður bjuggu í Einarshúsi fram undir 1965. Ég efast um að þetta hús hafi borið þetta nafn þá. Mér hefur verið sagt að systir Sigurlaugar Einarsdóttur, konu Óafs Einarssonar, Hólmfríður, hafi byggt þetta hús. Siðar komst það í eigu sonar Ölafs Einarssonar, Einars. Þetta hús stendur enn á sínum stað, vinstra megin þegar Skúlagata er ekin í átt að Hverabrekku og kallast nú Lauftún.
Á þeim tíma sem um ræðir, líklga 1963-4, stóð vörubíll vinstra megin við heimreiðina að húsinu og ég reikna með að Hjalti hafi átt hann. Hann var ónothæfur sem vörubíll sökum elli og hrumleika en gerði því meira gagn sem barnaleikvöllur. Það var nokkuð gaman að setjast við stýrið og puðra, fara í ímyndaða bíltúra með barnaskarann sem farþega, annaðhvort inni í stýrishúsinu eða aftan á pallinum. Þarna var hægt að dunda sér heilmikið.
Það er líklega í eðli okkar mannanna, ekki síst þegar við erum börn, að finna hvar einhver mörk eru og þannig var það líka með þennan vörubíl. Það þurfti smám saman að kanna fleiri möguleika til leikja í tengslum við hann; að kíkja undir hann, pæla í mælunum í mælaborðinu og opna vélarhlífina þar sem við blasti ógnarstór vélin með ótal spennandi athugunarefnum. Sumir voru talsvert áhugasamari að þessu leyti en aðrir; drukku í sig leyndardóma þessa tryllitækis í því skyni að auka við þekkingu sína til síðari nota.
Þarna lærðist það, að maður á ekki að nota logandi eldspýtur til að athuga hvort það er bensín á tönkum. Það varð heilmikil sprenging og feður og mæður komu hlaupandi hvaðanæva að og áttu allt eins von á að einhver lægi í valnum, sem ekki reyndist vera. Þegar tankurinn sprakk voru börn inni í stýrishúsinu og uppi á pallinum, auk þeirra sem voru með ævintýramanninum í að kíkja eftir innihaldi tanksins.
Vörubíllinn missti talsvert af leikþokka sínum við brunann sem þarna varð og ég veit ekki hvað síðar varð af honum.
(með fyrirvara um að minnið hafi ekki brugðist)
Á þeim tíma sem um ræðir, líklga 1963-4, stóð vörubíll vinstra megin við heimreiðina að húsinu og ég reikna með að Hjalti hafi átt hann. Hann var ónothæfur sem vörubíll sökum elli og hrumleika en gerði því meira gagn sem barnaleikvöllur. Það var nokkuð gaman að setjast við stýrið og puðra, fara í ímyndaða bíltúra með barnaskarann sem farþega, annaðhvort inni í stýrishúsinu eða aftan á pallinum. Þarna var hægt að dunda sér heilmikið.
Það er líklega í eðli okkar mannanna, ekki síst þegar við erum börn, að finna hvar einhver mörk eru og þannig var það líka með þennan vörubíl. Það þurfti smám saman að kanna fleiri möguleika til leikja í tengslum við hann; að kíkja undir hann, pæla í mælunum í mælaborðinu og opna vélarhlífina þar sem við blasti ógnarstór vélin með ótal spennandi athugunarefnum. Sumir voru talsvert áhugasamari að þessu leyti en aðrir; drukku í sig leyndardóma þessa tryllitækis í því skyni að auka við þekkingu sína til síðari nota.
Þarna lærðist það, að maður á ekki að nota logandi eldspýtur til að athuga hvort það er bensín á tönkum. Það varð heilmikil sprenging og feður og mæður komu hlaupandi hvaðanæva að og áttu allt eins von á að einhver lægi í valnum, sem ekki reyndist vera. Þegar tankurinn sprakk voru börn inni í stýrishúsinu og uppi á pallinum, auk þeirra sem voru með ævintýramanninum í að kíkja eftir innihaldi tanksins.
Vörubíllinn missti talsvert af leikþokka sínum við brunann sem þarna varð og ég veit ekki hvað síðar varð af honum.
(með fyrirvara um að minnið hafi ekki brugðist)
10 mars, 2014
Sólsetur í uppsveitum (3)
Laugarás - ljósmynd Mats Wibe Lund |
Tilefni þessara skrifa minna er sannarlega að stærstu leyti sú brýna þörf sem mér finnst vera orðin á að efla þjónustu við það fólk sem á síðasta tímabili ævi sinnar þarf aukna þjónustu, ekki síst þjónustu sem léttir þeim lífið svo sem kostur er.
Það er ennfremur afar mikilvægt til að geta notið elliáranna í öruggu og traustu umhverfi, að það sé auðvelt fyrir það fólk sem að öldungunum stendur, að kíkja í heimsókn.
Það má kannski halda því fram, að það sé lítilsvirðing við fólk að það skuli þurfa að flyta í aðrar sýslur þegar þær aðstæður koma upp, sem koma í veg fyrir að það geti búið á heimlum sínum. Ég ætla samt ekki að taka svo djúpt í árinni.
Því er ekki að leyna, að það sem ýtir á mig að fjalla um þessi mál er einnig af persónulegum toga. Ef ég fæ að njóta einhverra elliára að ráði, þá blasir við, að í óbreyttu ástandi muni þeim árum fylgja talsvert öryggisleysi. Ef á annað borð verður um að ræða pláss á heimili af þessu tagi, þá get ég átt von á að verða sendur um langan veg, jafnvel austur á Kirkjubæjarklaustur (sannarlega hef ég ekkert á móti þeim fagra stað). Slík staða hugnast mér ekki og ég held að sú staða hugnist fáum.
Faðir minn dvelur í góðu yfirlæti á dvalar- hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu. Við getum þakkað fyrir að hann er þó ekki lengra í burtu. Það eru 50 kílómetrar frá Laugarási að Hellu, en frá Laugarvatni eru það 25 km til viðbótar.
Ég tala af þessum sökum af nokkurri reynslu um þessi mál.
Það gladdi mig að frétta af því að kvenfélögin í uppsveitunum hafa tekið þetta mál upp á sína arma. Það er sannarlega ekki í fyrsta skipti sem þau beita sér fyrir góðum málum. Frá þessu er greint hér. Þar segir meðal annars:
„Okkur finnst hart að þurfa að flytja aldrað og sjúkt fólk hreppaflutningum svo að það fái þá umönnun sem það þarfnast. Þetta er fólkinu sjálfu erfitt og gerir fjölskyldum þeirra erfiðara fyrir að heimsækja fólkið sitt og leggja sitt af mörkum til umönnunar þess.“Ég get gert þessi orð að mínum.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Eldri borgari kaupir skjávarpa (eftirmáli með Ali)
Þetta má heita framhald þessa . Eftir að ég hafði nú fengið krónurnar sem ég hafði greitt fyrir skjávarpann sem kom svo aldrei, sat ég uppi ...
-
Heilsugæslustöðin í Laugarási á vígsludegi 1997 (mynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson) Ég hefði óskað þess, að fyrstu dagar nýs árs yrðu ánægjulegri...
-
Það er ótvíræður kostur við þorrabót eldri borgara í Biskupstungum, að það er ekki boðið upp á dansiball með tilheyrandi hávaða þegar fól...
-
Líklega lið annars bekkjar veturinn 1971-1972. Aftari röð f.v. Helgi Þorvaldsson, Eiríkur Jónsson, Kristján Aðalsteinsson, Páll M, Skúlaso...