Sýnir færslur með efnisorðinu fj. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu fj. Sýna allar færslur

08 nóvember, 2008

Fastir punktar

Það er nú ekki hægt að segja að ég hafi eytt stórum hluta ævinnar fjarri fæðingarstaðnum. Ætli ástæðu þess megi ekki einna helst rekja til þess að ég hef hvergi rekist á þann stað annan, sem er betur fallinn til búsetu. Vissulega hafa komið upp hviður við og við, sem hafa falið í sér einhverskonar þrá eftir því sem ekki er, hverju sinni. Þetta er auðvitað hin sígilda hugsun sem bærist með okkur mönnunum, um að það geti verið að við séum að missa af einhverju; að með því að búa alltaf á sama stað, séum við að misnota þá möguleika sem lífið hefur upp á að bjóða. Þetta er vissulega pæling sem á rétt á sér, en það verður þá jafnframt að velta fyrir sér hvað þarf að vera til staðar til að manni finnist lífinu vel varið.

Mér dettur þetta í hug eftir enn eina heimsóknina á æskuheimilið þar sem margumræddur, gamli unglingurinn, er til húsa og segist fara allt upp í þrisvar á dag í göngutúra úti á stétt. 
Í morgun voru þar fyrir tveir aðrir fastir punktar í tilverunni sem blasir við í Laugarási. Þessir punktar eiga heimili að Lindarbrekku, fluttu þangað um 1950 með eitt ungabarn. Settust þar að á brekkubrúninni og hafa alið þann aldur sinn síðan. Þau og börn þeirra hafa alla tíð talist til samferðamanna okkar og eru, að ég held þau einu í Laugarási sem hafa átt hér heimili  alla mína ævitíð (fyrir utan auðvitað eldri systur mínar tvær og gamla unglinginn). Það liggur við að mér líði eins og sögulegum grip.

Fastir eru punktar og fagurt er líf
fjarri er kreppan og allt hennar kíf.
Ekkert er betra en auðna og von
allt þetta segir hann Páll Skúlason.
(nokkuð fyndinn núna :))




Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...