Sýnir færslur með efnisorðinu Skóli. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Skóli. Sýna allar færslur

06 júlí, 2017

Aumingja karlarnir (3)

Hér held ég áfram, en vísa í fyrri tvo pistlana Aumingja karlarnir (1) og Aumingja karlarnir (2)

Í lok síðasta pistils hefði mátt skilja mig svo að ég hefði enga trú á að rannsóknum á skólakerfinu. Því fer hinsvegar fjarri. Það sem ég átti við, svo ég komi því nú skýrt frá mér, var, að rannsóknir sem að þessum málum lúta geta leitt til hverrar þeirrar niðurstöðu sem rannsakandinn telur vera þá "réttu".
Þegar hægt er, í einn rannsókn að komast að þeirri niðurstöðu, að kaffi sé skaðlegt og síðan í annarri að það sé bráðhollt, þá getur hver maður séð hvað hægt er að fá út úr rannsóknum á því hvort hin tiltölulega einkynjaða kennarastétt hafi mismunandi áhrif á börnin í skólanum.
Það eru áhyggjur af því víða um heim, hve strákum gengur ver í skóla en stelpum og fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar.  Ég ætlaði aldrei, þegar ég hóf þessi skrif, að láta þau byggjast á einhverjum niðurstöðum rannsókna. Þetta áttu bara að vera mínar hugleiðingar, að hluta til rökstuddar og að öðru leyti ekkert sérlega vel rökstuddar.  Til þess að klóra aðeins í bakkann og finna það að það sem ég er að halda fram er hreint ekki svo rakalaust, kíkti ég á niðurstöður nokkurra rannsókna. Ég læt brot úr þeim birtast hér fyrir neðan fyrir þá sem áhuga hafa.

Ég held að mér sé óhætt að fullyrða, að námskrá allra skólastiga upp að háskóla, sé að miklu leyti verk kvenna. Karlar hafa dregið sig æ meir út úr skólakerfinu og það er þeim og samfélaginu öllu til mikils vansa.
Að vísu var hlutfall karla í leikskólum árið 1998, 2% en var orðið 6% árið 2015.
Á þessu sama árabili fækkaði körlum við grunnskólakennslu úr 26% 1998 í 18% 2015.
Veturinn 1999-2000 voru 56% kennara í framhaldsskólum karlar, en nýjustu tölur greina frá því að konur við kennslu í framhaldsskólum eru orðnar fleiri en karlar.
Þessi þróun er á einn veg, en á sama tíma fæðast jafn margir stráka og stelpur og eiga að hafa sama rétt til náms við hæfi, sem þau hafa augljóslega ekki, nema þá að um sé að ræða, að strákar geti síður lært en stelpur.

Litlu börnin í dag verða fullorðna fólkið á morgun. Mér finnst umræðan um þessi kynjamál taka mið af því að það sé alltaf sama fólkið á sama aldri. Við berum hinsvegar ábyrgð á því sem gerist í náinni og fjarlægri framtíð. Það gerum við með því að mennta börnin.

Vítahringur?
Ég sagði hér fyrir ofan að karlar séu að stórum hluta búnir að afsala sér öllu því sem viðkemur uppeldi og menntun barna. Það eru stór orð og stóra spurningin blasir við: Hvernig stendur á því?
Hér ætla ég að tína til eins margar mögulegar skýringar og mér koma í hug í fljótu bragði sem svör við þessari áleitnu spurningu:
1. Eftir því sem hlutfall kvenna hefur hækkað í kennslu, því minna upplifa karlar sig eiga heima þar.
2. Karlar telja ævistarfi sínu betur varið í annað en barnauppeldi eða barnakennslu.
3. Viðhorf karla til þess að kynbræður þeirra séu kennarar, er neikvætt.
4. Viðhorf samfélagsins til þess að karlar sinni börnum er umtalsvert. Vantraustið er til komið  vegna þeirrar "staðalmyndar" að karlar geti verið hættulegir börnum.
5. Hreinir kvennavinnustaðir teljast ekki ávísun á góðan starfsanda.
6. Launakjör og hugmyndin um að karlar eigi að afla meira fjár en konur getur haft áhrif..
7. Það hentar körlum síður að fást við barnauppeldi.
8. Námskrá tekur að stórum hluta mið af raunheimi kvenna.
9. Karlar sækjast fremur eftir völdum og peningum.
10. Sem tengist talsvert 1. lið: Reynsla karla af skólagöngunni, kennsluaðferðum, námsefni, aga eða viðhorfum sem þeir mættu í skólastofnunum æskunnar, hefur kennt þeim að þar sé ekki grundvöllur til að byggja ævistarf á.

Ég vænti þess, lesandi góður, að þú munir geta bætt hér við, eða strokað út.

Birtingarmyndir kynjamunar eftir grunnskóla
Ég þarf ekki að vitna í neinar rannsóknir til að benda á eftirfarnadi þætti sem sem ekki verður deilt um í sambandi við kynjamun.
1.
Skráðir nemendur á háskóla- og doktorsstigi og kyni 2007 og 2014 
                             2007                                    2014      
                     Karlar    Konur                   Karlar     Konur
 Alls             5.976     10.875                   7.102      12.061
                                                                                                   Heimild: Hagsofan

Hér ber auðvitað að halda því til haga, að það virðist ekki um það að ræða að körlum sé að fækka ýkja mikið, heldur er konum að fjölga mjög mikið.

2. Hærri sjálfsvígstíðni meðal pilta ( auðvitað treysti ég mér ekki til að tengja þetta beint við skólagönguna, en í mínum huga eru þarna á milli einhver tengsl).
3. Meira brottfall pilta úr framhaldsskóla.
4. Hækkandi hlutfall ófaglærðra karla á vinnumarkaði.

Það er sannarlega fagnaðarefni og sem ég hef orðið var við síðustu þó nokkur ár, að stúlkur virðast stöðugt að verða upplitsdjarfari og sjálfsöruggari. Á móti því tel ég mig hafa greint breytingu á piltum í hina áttina. Þarna þarf að komast á jafnvægi, ef rétt er.
Ég legg áherslu á að hér er bara um að ræða upplifun mína og ekki ber að lesa annað í það.

Fyrirmyndirnar.
Strákar átta  sig á því að þeir líta ekki eins út og stelpur og öfugt. Kynin verða einnig fljótt vör við aðra eiginleika sem eru ólíkir.
Eins og ég hef áður nefnt þá þurfa kynin fyrirmyndir; þurfa að aðlaga sig sínu kyni, hvernig það hegðar sér, bregst við, tjáir sig. Stelpur hafa úr gnótt fyrirmynda að velja. Strákana vantar fyrirmyndir úr hópi þess sem má kalla "venjulega" karlmenn. Þeir fara því tiltölulega fljótt að finna fyrirmyndir í einhverskonar hetjum, utan skólans. Það geta verið íþróttamenn, listamenn eða sjónvarpsþáttastjörnur. Þarna er ekki ólíklegt að þeir finni viðmið, eða markmið sem þeir telja sig þurfa að stefna að, ætli þeir að standa undir nafni sem karlar. Svo kemur að því að þeir uppgötva ýmsar vefsíður á internetinu og drekka þaðan í sig hugmyndir um hvernig ástin virkar. Verða líklega fyrir vonbrigðum með sjálfa sig.
Það eiga þessar fyrirmyndir sameiginlegt, að fremur ólíklegt er að hinir ungu piltar munu nokkurntíma geta talið sig jafnoka þeirra. Sú uppgötun er líkleg til að draga úr sjálfstrausti og sjálfsmyndin fölnar.
Sannarlega eru stelpur undir sömu sök seldar að ýmsu leyti; þær fá  einnig brenglaða mynd af því hvernig karlar, þessir venjulegu, eru og upplýsingar þeirra um karla birtast þeim meira og minna á sömu slóðum og strákunum. Munurinn er hinsvegar sá, á þær hafa sterkari grunn til að móta kynhlutverk sitt af.

Þá er það bara lokaspurningin: "Hvað er til ráða?"
Eigum við að halda áfram að þegja um kynjamisréttið sem á sér stað á neðstu skólastigunum? Eigum við að reyna að höfða til ábyrgðar karla gagnvart komandi kynslóðum?
Eigum við að setja lög?

Ég ætla að bregðast við þessum spurningum og ef til vill fleirum, í síðasta þætti þessa greinaflokks.

....það kemur sem sagt einn pistill enn, þó lesendum fækki stöðugt, eins og ég átti reyndar von á. Þetta er ekki efni sem vekur áhuga.

Tenglar
Aumingja konurnar
Ævintýri á gönguför
Til Hildar
Finslit
Aumingja karlarnir (1)
Aumingja karlarnir (2)
-------------------------------------------

Handahófskennt klipp úr tveim rannsóknarskýrslum, svona til stuðnings við skoðanir mínar, en ekki til að láta hugleiðingar mínar virka eitthvað vísindalegri. Ég ætlaði ekki að vera vísindalegur í þessum skrifum. Læt öðrum það eftir.
5. Suggestions to overcome boys’ underachievement
Suggestions were obtained from the teachers with regards to the issue of boys underachievement during the focus group sessions. The suggestions are summarized and listed below.a) Implement the Technologically Based Curriculum Boys are technologically inclined and therefore the curriculum should integrate activities based upon technological skills and body kinesthetic usage. Thus the curriculum should be more flexible and less “feminine based” The implementation of more physical activities such as outdoor projects can enhance the learning of boys. Teachers too need to be educated to identify the uses of ICT that will advance boys’ literacy learning
b) Male modeling: There should be increased deployment of male teachers in school to become male role models. Boys identify with the same gender in learning and in extracting their world view. There should be conscientious efforts to attract males into the teaching professions. Attractive offers and a good reward system should be offered as males at times prefer to opt for the so called male vocations or occupations. Career guidance for boys should be a matter of utmost importance to prevent them dropping out or experiencing academic failure. c) Enhancement of boys’ engagement in schools To entice and keep boys to be attracted to schools a more conducive teaching learning atmosphere must prevailed in the school set up. Teachers must be more responsive to boys who do not obtain the same grades as girls or who are not highly intelligent as girls. This increases the sense of belongingness to schools as at times boys feel that they do not receive preferential treatment as girls do. The development and planning of mentoring programs can help identify strengths and weaknesses of underachieving boys much earlier and concrete interventions in the curriculum procured. The schools should lessen the competitive climate between boys and girls and should instead work cooperatively. d) Increase in literacy skills There should be an increase in boy’s literacy skills as boys are relatively poor readers as compared to girls. Literacy skills should be encouraged starting with the preschool curriculum. Boys’ literacy skills can be enhanced through reading and writing activities using the multiple intelligence approach focusing on body kinesthetic skills. Reading sources for boys need to be identified with boys’ needs and interests. Opportunities for drama and presentational talks are needed to encourage boys’ literacy skills. The schools can engage boys in informative talk where boys are expected to explain their ideas knowledge or opinions as well as in presentational talk and in informative talk which necessitates reflection and exploration. There is also the need to integrate literacy across the curriculum, Thus efforts to overcome boys underachievement can be concentrated on four areas namely (a) the pedagogic implementation such as classroom teaching and learning (b) the individual level where the individual’s attitude, skills and knowledge are enhanced (c) the organizational where all levels have to be involved using ‘a whole school or community approach and (d) the socio cultural where boys and girls can work cooperatively to learn meaningfully. e) Schools need to embark on a more reflective platform that is to conduct action research to study the personality and the learning styles of boys . Action research should be conducted on a collaborative basis and involving all 3164 Rohaty Mohd Majzub and Maisarah Muhammad Rais / Procedia Social and Behavioral Sciences 2 (2010) 3160–3164 stakeholders including the students themselves. The culture of learning should be examined with regards to both achieving and non achieving students. The action research model can help recognize weaknesses and suggest alternatives to solve the problems of underachieving boys. Schools therefore has to engage in deep reflective thinking and become change agents.
------------------------------
The first study looked at children's stereotypes about boys' and girls' conduct, ability, and motivation. Researchers gave 238 children ages 4 to 10 a series of scenarios that showed a child with either good behavior or performance (such as "This child really wants to learn and do well at school") or poor behavior or performance (such as "This child doesn't do very well at school"), then asked the children to indicate to whom the story referred by pointing to a picture, in silhouette, of a boy or a girl. From an early age-girls from 4 and boys from 7-children matched girls to positive stories and boys to negative ones. This suggests that the children thought girls behaved better, performed better, and understood their work more than boys, despite the fact that boys are members of a nonstigmatized, high-status gender group that is substantially advantaged in society. Follow-up questions showed that children thought adults shared these stereotypes.

16 febrúar, 2016

"The Condom King" - eða þannig

Ekki veit ég hvaða afleiðingar þessi pistill hefur fyrir mig en ég verð að láta á það reyna. Ég treysti því í það minnsta að þeir sem þekkja taki þessum skrifum eins og til er ætlast.

Það varð nokkur kurr meðal nemenda í ML í morgun þegar þessi fyrirsögn birtist á vísi punktur ís:







Ég nokkuð viss um að fólk sem hefur ekki fylgst með fréttum undanfarna daga hafi skilið þessa fyrirsögn talsvert öðruvísi en hún átti að skiljast.  Skilningur einhverra var með þessum hætti (með því að lesa fyrirsögnina):

"Það er kominn tími til, í ljósi ástandsins meðal nemenda í Menntaskólanum að Laugarvatni að bregðast við og ræða við þá um mikilvægi smokkanotkunar" 
Undirtextinn væri þá sá að nemendur stundi ábyrgðarlaust kynlíf í stórum stíl og nauðsynlegt sé að freista þess að koma þeim í skilning að til sé fyrirbæri sem kallast smokkar sem hafa þann megin tilgang að koma í veg fyrir þunganir, sem séu alltof margar.

Svona er ástandið þetta auðvitað ekki í mínum ágæta skóla og það má fastlega reikna með því að nemendur stundi kynlíf í svipuðum mæli og jafnaldrar þeirra vítt um landið.

Þarna er við fréttamann vísis að sakast, en hann hefði sannarlega átt að setja fréttina í viðeigandi samhengi við þá umræðu sem átt hefur sér stað að undanförnu, um mikilvægi smokksins við að koma í veg fyrir  fjölónæmar lekandasýkingar.

Samhengið var miklvægt þar sem það verður æ erfiðara að ná til einhvers umtalsverðs fjölda fólks í gegnum fjölmiðla, ekki síst ungs fólks og auðvitað þeirra sem lesa bara fyrirsagnirnar og telja sig fá úr þeim þær upplýsingar sem þörf er á.

Í ML fá nemendur sannarlega upplýsingar um gagnsemi smokksins strax á fyrsta ári (ef þeir hafa þá ekki fengið slíka fræðslu áður). Auk þess er vinsælasti fyrirlesarinn, á Dagamun á hverju ári, kynfræðingur sem fjallar um kynlíf og kynheilbrigði.

Eftir þennan dag situr skólameistari ML uppi með, í hugum einhverra, titilinn sem þessi pistill ber, hafandi birst við hliðina á litríkum smokkahaug á vefmiðli, eftir að hafa í grandaleysi svarað spurningum fréttamanns um það hvort í ML væru smokkasjálfsalar, ef ekki:hversvegna og hvað væri meiningin að gera í sambandi við það.
Þá má það teljast undarlegt að ekki skuli, í sömu frétt fjallað um svör skólameistara FSu varðandi þetta mál. Það má túlka þannig, að líklegt sé talið að ML-ingar séu duglegri í kynlífinu en jafnaldrar þeirra í þeim skóla.
Orð og frramsetning þeirra eru vandasöm fyrirbæri.

Það fyndnasta er, líklegast, að hér sit ég í svipuðu hlutverki og Jóhannes Þór Skúlason þegar hann freistar þess að túlka orð forystumanns ríkisstjórnarinnar.

Svona er lífið ófyrirsjáanlegt.

19 júní, 2015

Gekt fab einkanir

Ég er enginn veiðimaður, en hef þó farið nokkrum sinnum að veiða um ævina og þá bara á svæðum þar sem mögulegt er að veiða silung. Ég hef fundið þá tilfinningu  að hafa veitt silung, einhverskonar sigurtilfinningu með tilheyrandi adrenalínflæði (einkunn 9,5). Oftast veiddi ég þó ekkert þó ég hafi vandað mig við val á veiðarfærum og staðið tímunum saman úti í á eða á árbakka (Einkunn 4,0).
Það eru sennilega um 20 ár síðan ég fór, ásamt fleirum úr fjölskyldunni til silungsveiða á stað þar sem silungur var ræktaður og sleppt í lítið vatn eða tjörn og síðan gat fólk keypt veiðileyfi þannig að greitt var fyrir hvert kíló sem veiddist.  Við hófum þarna veiðar og ekki leið á löngu áður en það beit á (9,5) hjá mér og hinum. Frábært, fannst okkur. Við kunnum að veiða, eftir allt saman. Hentum út í aftur og viti menn, það beit aftur á, og aftur og aftur og aftur. Eftir því sem aflinn varð meiri minnkaði ánægjan og á endanum nenntum við þessu ekki lengur og síðan hefur mig ekkert langað til veiða.

Þetta var inngangur til að sýna fram á munninn á ánægjunni af því að leggja sig fram til að ná árangri, annarsvegar og ánægjuleysinu af því að ná fyrirhafnarlausum árangri, hinsvegar.

Það er rætt um það þessa dagana, að margt bendi til þess, að einkunnir nemenda sem sækja um inngöngu í framhaldsskóla fari hækkandi ár frá ári, þær samræmist æ ver þeim kröfum sem framhaldsskólinn gerir til nemenda sinna og að þær séu ekki sambærilegar milli grunnskóla.

Framhaldsskólar kalla eftir samræmdum prófum til að unnt sé raða umsóknunum á sambærilegan mælikvarða.
Foreldrar gera kröfur til þess að árangur barna þeirra sé metinn þannig að þau komist í þá skóla sem þau (eða foreldrana) fýsir að komast í.

Nú er ég kominn á svæði sem er fullt af jarðsprengum og ég vil forðast feilspor.

Þar sem ég sit við tölvuna mína og skoða umsóknir grunnskólanema um bóknámsframhaldsskólann sem ég starfa við velti ég óhjákvæmilega fyrir mér hvað liggur að baki þeim einkunnum sem þar birtast mér. Þarna blasa við mér einkunnir þriggja nemenda (A, B og C) úr þrem mismunandi grunnskólum (1, 2  og 3). Þær eru alveg sambærilegar, en ég verð að velja á milli þeirra. Einn kemst inn, en hinir tveir ekki.
Með því að slá einkunnum umsækjendanna inn í excel kemst ég að því, að einkunnir nemanda B úr grunnskóla 1 eru örlítið hærri en einkunnir A og C. Ég vel nemanda B. En spyr mig jafnframt hvort það val var sanngjarnt. Ég spyr mig hvað það var sem myndaði einkunnir þessara nemenda. Voru þær sambærilegar, eða var ég kannski að hafna nemanda sem væri talsvert betur undirbúinn en B fyrir bóknám?  Hafði nemandinn sem ég hafnaði allt til brunns að bera sem einkennir öflugan námsmann, en bara svo "óheppinn" að koma úr grunnskóla þar sem kennarar hans höfðu gert kröfur á hann og ekki gefið honum neitt sem hann ekki átti? Kom nemandinn sem ég valdi úr grunnskóla þar sem matið byggði einvörðungu á hæfni hans til að taka próf? Kom hinn nemandinn sem ég hafnaði úr skóla þar sem matið byggðist að miklum hluta á öðru en prófum, þar sem metnir voru aðrir þættir frekar en þekking á námsefninu, s.s. ástundun, samvinnuhæfni, samviskusemi, viðhorf eða því um líkt? Var það jafnvel svo, að kennarar nemandans sem ég valdi höfðu gefið honum einkunnir á öðrum forsendum en þeim sem ég geng út frá? Var það kannski svo að einkunnagjöfin í viðkomandi grunnskóla endurspeglaði hreint ekki getu eða hæfni nemendanna?

Mér er það fulljóst, þar sem ég sit og velti þessu fyrir mér, að einkunnirnar, það eina sem ég hef á skjánum, kunna að vera og eru líklega algerlega ósambærilegar.

Ég vona að það sé orðið þeim ljóst, sem þetta lesa (ef þeir eru á annað borð einhverjir) að ég er talsverður talsmaður þess að nemendur sem útskrifast úr grunnskóla og ætla sér í framhaldsnám, gangist undir samræmt mat, annað er ávísum á að þeir verði ekki metnir inn í framhaldsskóla á sömu forsendum og aðrir.

Ég veit að það er trúaratriði hjá mörgum að berjast gegn samræmdum prófum og þeirra vilji er ofan á þessi árin.  Trú þeirra breytir engu um það að nemendur halda áfram að flytjast milli grunnskóla og framhaldsskóla. Framhaldsskólar munu varla til lengdar sætta sig við að val á nýnemum sé einhverskonar happdrætti. Einhverjir eru farnir að tala um inntökupróf.  Hvernig ætti nú að framkvæma slíkt? Ef tekið verður upp inntökupróf í framhaldsskóla, þá mun það líklega enda sem samræmt próf, því ekki gengur að hver nemandi þurfi að fara í inntökupróf í 2-4 framhaldsskólum, það segir sig sjálft.

Hvað er til ráða?  
Það þarf enginn að fara í grafgötur um að ég veit það, en það er víst ekki nóg. Þrátt fyrir það leyfi ég mér að hvísla það hér inn í storminn.
1. Foreldrar gera sér grein fyrir því að það er börnum þeirra fyrir bestu að fara í það nám sem hentar hæfileikum þeirra og áhuga.
2. Foreldrar gera sér grein fyrir því að einhverntíma þurfa börn þeirra að takast á við eitthvað sem gerir kröfur til þeirra, setur pressu á þau, veldur þeim kvíða, stillir þeim upp í samkeppnisaðstæðum.
3. Grunnskólar skipuleggja nám þannig í 9. og 10. bekk, að nemendur fái að njóta sín á þeim sviðum sem hentar áhuga þeirra og hæfileikum. Foreldrar eru kallaðir að borðinu og þeir sannfærast  um hvaða leiðir í framhaldsnámi henta börnum þeirra. Þeir vita hvaða leiðir eru í boði fyrir hvern og einn.
4. Á haustmánuðum í 10. bekk er tekin ákvörðun um hvert stefnt skal og í framhaldi af því eru nemendur 10. bekkjar skráðir í mismunandi tegundir samræmds mats allt eftir áhuga, hæfni, viðhorfum, lífssýn eða hvaðeina. Markmiðið: nemandinn fái að njóta sín til fullnustu. Hver getur mótmælt slíku?
5. Á vormánuðum gangast nemendur í 10. bekk undir samræmt mat til undirbúnings umsóknar um framhaldsskóla á viðkomandi sviðum.
6. Nemendur senda inn umsóknir sínar um þá skóla sem stefnt er á. 
7. Framhaldsskólarnir fá í hendur algerlega sambærilegar niðurstöður og vinna úr þeim.

Ég veit að það vakna ótal spurningar í þessu sambandi, en kjarninn er sá, að mér finnst foreldrar og grunnskólar  verði að taka undirbúning fyrir umsókn um framhaldsnám föstum tökum. Það hefur átt sér stað og á sér stað feikileg sóun á hæfileikum margra ungmenna sem hafa lagt í nám sem þau hafa ekki áhuga á eða hæfni til að stunda. Því þarf að breyta.

Á sextánda ári eiga unglingar að vera færir um að takast á við krefjandi verkefni, streitu og kvíða í hæfilegum skammti. Slíkt tel ég vera góðan undirbúning fyrir framhaldið.


31 ágúst, 2014

Nýja hænan í kofanum (2)

Skírn 2014
Það sem fer hér á eftir getur seint talist neinn skemmtilestur, en þeir fá hrós sem klára. :) 
-------
Ég held að pæling mín í fyrri hluta þessa pistils hafi reynst nokkuð gagnsæ, en til upprifjunar þá hljóðaði hún upp á það að í einhverjum skilningi hefði ég verið hænsnahirðir stærstan hluta ævi minnar.  Fyrsta reynsla mín í því starfi var hænsnaumhirðan í Hveratúni í æsku, en síðan valdi ég mér nám og starfsvettvang sem leiddi mig að störfum í skólakerfinu, síðustu tæpu 30 árin í heimavistarframhaldsskóla á  Suðurlandi, nánar tiltekið á  Laugarvatni. Það er þaðan sem ég hef séð einna mesta samlíkingu við starf mitt í æsku.

Inngangur 

Án þess að ég viti það með einhverri vissu, þá tel ég að í dýraríkinu, og þá aðallega meðal dýra sem eru hópsækin, þurfi þau dýr sem koma ný inn í hópinn að undirgangast einhverjar raunir, eða að sanna sig, áður en þau geta talið sig til hópsins. Þá er það alþekkt að dýr sem skera sig frá öðrum í hópnum, víkja frá því sem hópurinn telur eðlilegt, eiga erfiðara uppdráttar en önnur.  Ég þykist hafa heyrt eða lesið um að þetta teljist vera hluti af svokölluðu náttúruvali; gallaðir einstaklingar hafa síðri möguleika á að flytja erfðaefni sitt áfram (við slíkar aðstæður verður þá eineltið til, eitthvert mesta böl sem manninum fylgir, en sem verður líklega aldrei aflagt).
Skírn 2011
Hvað varðar það fyrrnefnda þá hefur maðurinn þróað með sér gegnum árþúsundin einhverskonar vígsluathafnir til að staðfesta fullgildingu einstaklinga inn í tiltekna hópa. Það er sama hvert litið er, hvarvetna þurfa einstaklingar að sanna sig til að öðlast hlutdeild í hópum.
Þeir gera það  með því að taka próf af einhverju tagi: bílpróf, stúdentspróf, háskólapróf, pungapróf, sveinspróf, meistarapróf, og svo framvegis.
Þeir gera það með vígslum eða formlegum inntökuathöfnum: prestvígslu, fermingu, skírn, doktorsvörn, svo einhver dæmi sú nefnd.
Þarna er um að ræða formlegar og viðurkenndar aðferðir við að taka fólk inn í hópa, þó svo samlíkingin við hænurnar mínar sé sannarlega sjáanleg.
Hugmyndirnar á bak við allar inntökuathafnir eða próf snúast auðvitað um að viðkomandi þarf að sanna með einhverjum hætti að hann sé þess verður að verða hluti hópsins.

Prófum og inntökuathöfnum má svo í grófum dráttum skipta í tvennt: formlegum og viðurkenndum, annarsvegar og óformlegum og ekki almennt viðurkenndum, hinsvegar.
Ég ætla að fjalla lítillega um um þessar síðarnefndu athafnir hér á á eftir.

Skírn 2011

"Busavígslur"

Hvað er busi?
Vísindavefur Háskólans svarar því svo:
Orðið busi hefur verið notað í íslensku frá því á 19. öld. Þá var það haft um stráka í neðsta bekk mennta- eða latínuskóla en nú er það haft jafnt um stráka og stelpur. Það er líklegast myndað af lýsingarorðinu novus ‘nýr’. Þágufall fleirtölu er novis en busi er hugsanlega myndað af síðari lið orðmyndarinnar novibus sem er ranglega myndað þágufall fleirtölu.
Þetta hugtak, "busi" merkir með öðrum orðum nýnemi, sem hefur komist í viðkomandi skóla á grundvelli fyrri afreka í námi, en á eftir að undirgangast innvígslu í samfélag þeirra nemenda sem fyrir eru í skólanum.  Þar með verða síðan til "busavígslur", sem eru eiginlega eins nálægt þeim raunum sem nýjar hænur í hænsnakofa þurfa að undirgangast og hugsast getur. Hugmyndin er væntanlega sú, að til þess að vera tækir í nemendasamfélagið þurfi nýir nemendur að standast ýmsar þolraunir. Það er ekki fyrr en að þeim loknum sem þeir teljast hæfir til að taka vígslu. Vígslan inn í nemendafélagið í Menntaskólanum að Laugarvatni felst í því að nýnemar eru vatni ausnir í Laugarvatni. Til verksins er notuð gömul skólabjalla og skírarinn (hávaxinn piltur úr 4. bekk) fer með texta á latínu (þó svo latína sé ekki lengur kennd í skólanum).
Skírn 2014

Skírnin hefur ekki verið umdeild og að mínu mati er hún afar skemmtileg hefð. Aðdragandi skírnarinnar; það sem nemendur hafa bætt við gegnum árin, er það sem umdeilt er og það með réttu.
Ég ætla ekki að eyða tíma í að lýsa því hvernig þessi aðdragandi hefur farið fram, ég hef talið að þær athafnir hafi ekki sýnt eldri nemendur í mjög jákvæðu ljósi.  Sannarlega hafa þeir litið á þær "hefðir" sem um hefur verið að ræða sem skemmtun eða grín og þannig hefur það verið, þegar grannt er skoðað. Þessi skemmtun eða grín, var hinsvegar klædd í einstaklega neikvæðan búning, sem einkenndist af dýrslegum öskrum og ógnandi búningum (svartir plastpokar og sósulitur), sem gerði, að mínu mati ekkert annað en gera lítið úr eldri nemendum og þar með námi þeirra í skólanum: þeir sýndu mátt sinn og megin með því að vísa beint í dýrslegt eðli, en ekki þroska hins menntaða einstaklings. Með öðrum orðum fólust þessar athafnir í því að þeir sem eldri voru og þroskaðri gerðu lítið úr sjálfum sér í stað þess að sýna fram á andlega yfirburði sína.
Skírn 2014
Í allmörg ár hafa skólayfirvöldin ljóst og leynt freistað þess að fara þá leið að vinna með nemendum að því að breyta innihaldi þeirra "hefða" sem mótuðust í aðdraganda skírnarinnar í vatninu og því er ekki að neita að það tókst að talsverðum hluta. Gleðin og galsinn varð stöðugt ríkari þáttur í uppákomunum. Það sem erfiðast og nánast ómögulegt reyndist, var að fjarlægja umbúnaðinn og þar skipti litlu þó ýmis gagnmerk rök væru færð fram. "Hefðunum" mátti ekki breyta, í það minnsta ekki með góðu. Þar kom til aðallega tvennt, að því er ég tel: annarsvegar vildi engin stjórn verða stjórnin sem átti þátt í að afnema "hefðirnar" og hinsvegar voru fyrrverandi nemendur ákafir í því að viðhalda þessum og héldu þeim skoðunum mjög á lofti - þar til þeirra börn nálguðust framhaldsskólaaldur.

Hvernig urðu svo þessar "hefðir" "busavikunnar" til?  Jú, þær voru eftirlíkingar á svipuðu fyrirbæri í öðrum framhaldsskólum, þar sem hver apaði eftir öðrum, en ekki upphugsaðar og mótaðar innan skólans.
-------------
Skírn 2011
Á þessu hausti sýndi stjórn nemendafélagsins þann kjark, að vinna með skólastjórnendum að því að umbylta aðdraganda skírnarinnar. Í stað svartra ruslapoka og sósulitar komu litríkir skrípabúningar og fastir þættir sem verið hafa undanfarin ár voru hreinlega skornir af og aðrir jákvæðari settir inn.  Á þessu hausti var þetta fyrirkomulag prufukeyrt, og mun vonandi mótast sem jákvæður þáttur í skólalífinu.

Grundvallaratriðið í mótttöku nýnema in framhaldsskóla er að þeim finnist þeir velkomnir, en jafnframt að þeir fái tækifæri til að blandast eldri nemendum með skemmtilegum uppákomum.
------------
Svo er það nú annað mál, en samt tengt og sem lengi má ræða, en það er hvort við erum farin að vernda börn of mikið, of lengi.  Hvenær rennur upp sá tímapunktur að við teljum börnin okkar orðin fær um að takast á við allt óréttlætið og erfiðleikana sem fylgja því að vera fullorðin manneskja?
Ég get sagt óskaplega margt um það, en nenni því bara ekki núna.

Ég held áfram enn um sinn að vera nokkurskonar hænsnahirðir, en ég held að skjólstæðingarnir nú séu á réttri leið.

10 desember, 2013

Krakkakassar

Ef þú nennir ekki, eða hefur ekki læsi til, þá dugir þér að skrolla niður fyrir línuna hérna fyrir neðan, til að átta þig á hvað ég er að fara með þessu kassatali.

Við erum góð í að búa til kassa utan um börnin okkar. Við tölum okkur niður á hentuga stærð og gerð - einn stóran kassa sem á að rúma öll börnin okkar. Þessi kassi samanstendur af öllum þeim lögum og reglum sem við viljum að gildi um blessaða ungana, allt frá því þau byrja í leikskóla og þar til þau ljúka háskólanámi. Þarna mynda allskyns námskenningar, sem breytast í áranna rás, hryggjarstykkið. Þarna er ákveðið hvernig námið á að fara fram, hvernig framvinda þess á að vera, hvernig aðbúnaður barnanna á að vera, hver réttindi barnanna og foreldra þeirra eru, hvenær börnin hætta að vera börn, hverjar kröfurnar skuli vera til barnanna, og svo framvegis. Þetta er kassi 1.

Inn í þennan stóra kassa setjum við svo fjóra kassa, sem einnig eru hentugir að stærð og gerð þar sem hver um sig á að rúma tiltekið aldursbil, eða skólastig. Þarna inni skal síðan beita öllum því sem kassi 1 ákvarðar að beita skuli  á hverju skólastigi. Þetta er kassi 2

Inni í hverjum þessara fjögurra kassa eru síðan settir misjafnlega margir kassar sem eru einnig taldir vera hentugir að stærð og gerð, en þetta eru einstakir skólar. Í þessum kössum skal það gerast sem ákvarðað er af kössum 1 og 2. Þarna skal hver kassi tileinka sér allt það sem við á, en getur beitt ólíkri útfærslu og skipulagt starf sitt með mismunandi hætti, svo fremi að regluverkinu sem ákvarðað hefur verið með fyrri kössum, sé fylgt.    Þetta er kassi 3

Inni í hverjum þessara kassa eru enn margir kassar sem rúma ákveðin aldursbil, brautir eða deildir og þessir kassar eru einnig, að okkar mati hentugir að stærð og gerð fyrir blessuð börnin. Þarna kemur til regluverk sem sett er af kassa 3, sem sett er á grundvelli og með hliðsjón af því sem kassi 3 segir til um á grundvelli fyrstu tveggja kassanna. Þetta er kassi 4

Inni í þessa kassa, hvern um sig, eru enn settir kassar, mismargir eftir hlutverki hvers, en þarna væru þá komnir kassarnir sem börnin fara endanlega inn í - það sem við getum einnig kallað námsgreinar eða námshópa. Það sem þarna á að fara fram á að byggja að öllu því sem ákvarðað hefur verið af fyrstu fjórum kössunum. Þarna skal það gerast - þarna menntast börnin okkar. Allavega viljum við trúa því. Þetta er kassi 5

Svona lítur þessi kassaleikur út.

KASSI 1:
Þjóðin talar um stóra kassann sinn sem gott menntakerfi sem sendir frá sér "menntaða" einstaklinga í stórum stíl.

KASSI 2:
Þó svo það sem gerist ínni í þessum kassa lúti (eða eigi að lúta) lögmálum kassa 1 virðist talsvert skorta á að samspil þeirra sé eins og gert er ráð fyrir. Þegar allt kemur til alls þá voru þessir fjórir kassar settir í þann stóra, einmitt til að mynda samfellu fyrir börnin á eins ár aldri og uppúr, þegar þau myndu skríða fullmenntuð út úr stóra kassanum.

KASSI 3:
Hér koma til allkyns skólagerðir. Sumar eru reknar af sveitarfélögum, aðrar af ríkinu og enn aðrar eru einkareknar. Allar eiga þær í grunninn að starfa samkvæmt þeim lögum og reglum sem sett hafa verið. Því setur hver skólagerð sér námskrá, sem á að endurspegla þann grundvöll sem lagður hefur verið. Þessar námskrár eiga að lýsa því hvernig viðkomandi skólagerð ætlar að koma nemendum áfram á næsta stig.

KASSI 4:
Hér koma allskonar deildir, bekkir og brautir, sem byggjast til að byrja með á aldri nemenda, en síðar einnig á vali þeirra. Þarna kemur til deilda- eða brautaskipulag, sem, sem fyrr, á að byggja á öllu því regluverki sem ytri kassar hafa sett. Hér er tilgreint hvaða námsgreinar nemendum er ætlað að læra á hverri braut/deild, hver markmiðin skuli vera á grundvelli þeira laga og reglna sem sett hafa verið með ytri kössunum þrem.

KASSI 5:
Hér koma til sögunnar einstaka fagmenn sem hlotið hafa, á einhverjum tíma, þjálfun í ólíkum greinum og hvernig kenna beri þær ungu fólki á menntabraut. Þeir setja fram reglur og áætlanir um einstaka námsáfanga eða námsgreinar; hvað nemendur eiga að kunna við námslok.

_______________________________________________________________________

Sannarlega þarf að hafa lög og reglur, marka stefnuna eins við við teljum hana vera réttasta. Það verður hinsvegar ekki framhjá því litið að lögin, stefnan og markmiðin er eitt, hinn mannlegi þáttur í öllu saman getur svo verið eitthvað allt annað. Í gegnum allt þetta kerfi okkar kemur mannskepnan að, á öllum stigum, með sína drauma og þrár, viðhorf og persónueiginleika. Þarna koma við sögu foreldrarnir, ráðuneytismennirnir, sveitarstjórnendurnir, skólastjórnendurnir og kennararnir, auk nemendanna. Ráðuneytismennirnir horfa á einhverja heildarmynd og reyna að sjá til þess að hún líti eins vel út og kostur er, og í því skyni setja þeir þrýsting á sveitarstjórnarfólk og skólastjórnendur, sem þrýsta síðan niðurfyrir sig  og þar er áfram beitt þrýsingi enn neðar. Foreldranir eru eins misjafnir og þeir eru margir, flestir hafa tiltölulega jákvætt viðhorf til þessa kerfis og reyna að aðstoða, aðrir sjá skólann sem óvin barnanna sinna og leggja sig fram um að krefjast þess sem þeir telja barni sínu vera fyrir bestu þó svo það geti komið barninu fremur illa þegar upp er staðið.

Hver kassi um sig, reynir að verja sig, og gefur ekkert annað út til kassanna sem hann er í, en að hann sé algerlega með þetta, fremstur á sínu sviði, allir ánægðir, allir í bullandi menntagír, hann sé að gera allt rétt. Það er í eðli okkar að verja það sem okkar er. Ekki efa ég það, að á öllum stigum eru margir að gera margt rétt, en ég fullyrði einnig að á öllum stigum eru margir að gera ýmislegt sem hægt er að segja, út frá þeim lögum og reglum sem sett eru, sé rangt.

Við tölum um að menntunarstig þjóðarinnar sé hátt, sem er nú dálítil klisja, sem ekki hafa endilega verið færðar sönnur á. Miðað við hvað er menntunarstigið hátt?

Þegar upp er staðið spyr ég mig hvort þetta menntakerfi okkar sé að senda frá sér afurð sem hægt er að vera stoltur af, svona í alþjóðlegum samanburði.
Ég spyr mig oft, hvort skólakerfið er að gera það sem það segist vera að gera.
Leikskólinn segist sinna málörvun barna af krafti, en er hann að gera það? Getur hann gert það?
Grunnskólinn segist vera að kenna börnum að lesa. Er hann að gera það?  Er hann kannski að kljást við börn sem koma úr leikskóla mállítil vegna örvunarleysis?
Framhaldsskólinn kveðst vera fyrir alla. Er hann það í raun?
Háskólar útskrifa meistara og doktora sem aldrei fyrr. Hefur innihald slíkrar menntunar haldið gildi sínu?

Ég þykist ekki hafa svörin, frekar en fyrri daginn, en það þarf að spyrja.

Á öllum skólastigum starfar úrvalsfólk, miðlungsfólk og fólk sem ætti frekar að sinna öðrum störfum og hentugri, rétt eins og annarsstaðar. Ég tel, að mestu máli skipti í menntun barna og ungs fólks sé það sem gerist innan veggja skólans (kassa 4) og innan veggja skólastofunnar (kassa 5). Hinir kassarnir, hversu fallegir sem þeir kunna að vera, eru til lítils ef þessir tveir kassar klikka.

07 desember, 2013

Kannski bara vitlaust gefið

Það er nú kannski að bera í bakkafullan lækinn að ætla sér að bætast í flokkinn sem hefur allar skýringarnar á því að íslenskir grunnskólanemendur koma illa út úr alþjóðlegri könnun  á læsi. Það fór eins og mig grunaði, að margir hafa  á þessu skoðanir, sem er smám saman að stefna í þá átt að þessi könnun sé að mæla vitlaust; við séum bara að leggja áherslu á aðra og nútímalegri kennsluhætti, sem gamaldags könnunin er mælir ekki. Við séum í farabroddi í kennslu og námi ef grannt er skoðað.

Ég er nánast að springa undir þessari umræðu allri, en verð að gæta mín að segja ekkert, stöðu minnar vegna, sem gæti gengið verulega gegn viðtekinni skoðun fólks, hvort sem það er til kallað til að lýsa áliti sínu, eða tjáir sig um þetta hvar sem tjáning er möguleg.

Það er fjarri mér að skella því framan í lesendur, að það hafi allt verið betra áður fyrr, engin vandamál, eða börn í vandræðum með nám - það hefur alltaf verið og mun alltaf verða. Ég ætla hinsvegar að varpa fram nokkrum dæmum um spurningar hér á eftir, sem mér finnst nauðsynlegt að fá svör við áður en við hlaupum til og dæmum PISA könnunina sem gamaldags. Það er góð regla, að fullyrða sem fæst áður en fyrir liggur einhver ábyggileg rannsókn sem styður það sem maður er að segja.

1. Hvernig læra börn málið í nútímanum? Það liggur fyrir, óvéfengjanlega, að langstærstur hluti barna fer í leikskóla áður en máltaka hefst. Þar dvelja þau, í miklum mæli, 8 klukkustundirvirka daga með hóp af öðrum börnum fram á grunnskólaaldur. Ég tel að það sé nákvæmlega sama hve metnaðarfullir leikskólakennarar eru, þeir ná því ekki að sinna málfarslegum þörfum barna á þeim tíma ævinnar sem þau eru móttækilegust fyrir að læra móðurmálið, máltökuskeiðið. Jú, jú það er lesið fyrir börnin og þau fá eflaust formlega þjálfun í ýmsum þáttum málsins, en hvar beita þau málinu mest? Ég tel að máltaka barna fari fram að stærstum hluta gegnum samtöl við önnur börn á sama aldri. Ef ég hef rétt fyrir mér, þá er það talsvert alvarlegt. Jú, jú, foreldrarnir tala eflaust við börnin þegar þeir koma þreyttir heim úr vinnu, og um helgar, en er það í einhverjum umtalsverðum mæli? Er það ef til vill svo, að einhver umtalsverður hluti foreldra, þegar þeir loksins fá hvíld frá vinnunni, líti svo á að þá eigi þeir rétt á að fá einnig hvíld frá samskiptum við börnin sín? Finnst þeim þeir eiga rétt á að sinna sínum áhugamálum óáreittir? Hve miklum tíma, síðdegis, á kvöldin og um helgar, eyða foreldrar t.d. í tölvum? Hve miklum í heimilishald af ýmsu tagi? Hve miklum í bein, jákvæð samskipti við börnin?  Hver ber megin ábyrgð á máltöku barna? Er það ef til vill svo, að í nútímasamfélaginu okkar sé mikilvægi færni í beitingu tungumálsins ofmetin? Er tungumálið smám saman að leita einföldunar?
Getur það verið að þær uppeldisstefnur sem unnið er eftir í leikskólum, t.d. svokölluð Reggio-Emilia stefna, séu bara hreint ekki að virka?
Á þessu sviði finnst mér nauðsynlegt að byrja að rannsaka. Kannski er það búið, hver veit? Ef svo er væri gaman að skoða niðurstöðurnar.

2. Hvernig má það vera að svo stór hluti barna sem raunin virðist vera, samkvæmt könnuninni getur ekki lesið sér til gagns eða yndis við fimmtán ára aldur? Er skýringarinnar að leita í einhverju sem gerðist á máltökuskeiðinu,  þeim námskenningum sem unnið er eftir (t.d. uppgötvunarnám**), lestrarkennslu í molum, tölvunotkun, starfsfólki sem ekki veldur starfi sínu, almennri upplausn í samfélagsgerðinni? Ef stór hluti að skólagöngu barna í leikskóla og fyrrihluta grunnskólans fer í að fjalla um tilfinningar, innsæi, tjáningu án orða, rökhyggju og kerfishugsun (sjá Reggio-Emilia), fer þá ekki eitthvað forgörðum, sem síðara nám krefst. Ef máltökuskeiðið (sá tími ævinnar sem barn er móttækilegast fyrir að tileinka sér tungumálið) fer að einhverju leyti forgörðum má álykta sem svo að framhaldið geti orðið erfitt, nema því meiri áhersla verði lögð á tungumálið síðar.  Mér finnst þetta nú afskaplega rökrétt. Börn verða ekki alltaf börn og þar kemur að til þeirra eru gerðar kröfur um að þau búi yfir þekkingu og færni til að geta tekist á við nám, störf og líf sem fullvaxta, ábyrgir einstaklingar. Ef þeir geta ekki lesið, tjáð sig með orðum, þannig að mark sé á takandi, verð ég að gera ráð fyrir að þeir rekist á veggi.
Þetta samhengi allt þarf að rannska svo hægt sé að tala um það á einhverjum vitrænum grundvelli og að skoðanir séu ekki afgreiddar sem bull og vitleysa.

3. Hversvegna koma strákar talsvert ver út en stelpur í könnuninni?
Er það vegna þess að þeir eiga í eðli sínu erfiðara með nám? Er það vegna þess að sá rammi sem skólinn er, hentar þeim ekki? Er meðferð skólakerfisins á þeim með einhverjum öðrum hætti en meðferðin á stelpum? Getur það verið að skólinn sé kvenlæg stofnun, með kvenlæg gildi, kvenlæga sýn  og kvenlægar aðferðir við nám, sem strákar í eðli sínu finna sig ekki eiga samleið með?  Getur verið að strákar haldi síður áfram í námi og gangi ver, vegna þess að sú mynd af náminu sem þeir fá í gegnum 14 ára mótun kvenna (meira og minna), gengur gegn eðli þeirra?  Gengur skólinn í of miklum mæli út frá því, að strákar og stelpur séu, að upplagi, eins?
Tölvunotkun hefur verið tiltekin sem mikilvægur þáttur í þeim mun sem þarna kemur fram og það má vel vera. Ég stóð sjálfur að könnun á tölvunotkun meðal hóps  framhaldsskólanema s.l. vor, og þar kom í ljós, mér til undrunar, að stelpur nota jafn mikinn tíma í tölvum, fyrir utan námstengda notkun, og strákar.

Ég get sjálfsagt haldið lengi áfram um þessi mál, mörgum til armæðu, og hver veit nema ég taki næst fyrir efniviðin sem framhaldsskólinn fær til að vinna úr, eftir að fólk hefur varið 15 árum með ástríkum foreldrum, velmeinandi leikskólum, og alltumlykjandi grunnskólum.  Þar er ótal spurningum ósvarað, t.d. hvort framhaldsskólinn sé í takt við það sem á undan er gengið? Þetta þarf að rannsaka áður er eitthvað er fullyrt út í bláinn.



* Reggio-Emilia- stefnan:    Í héraði á Ítalíu varð til eftir síðari heimstyrjöldina leið/stefna í uppeldi ungra barna sem hefur notið vaxandi athygli víða um lönd. Þessi uppeldisstefna er kennd við hérað á Ítalíu þar sem hún varð til og nefnist Reggio Emilia. Stefnan spratt upp að frumkæði foreldra sem var umhugað um að fasismi næði aldrei aftur að höfða til fólks. Þeir stofnuðu leikskóla sem áttu að ýta undir gagnrýna hugsun barnanna. Sálfræðingur að nafni Loris Malaguzzi var helsti höfundur að hugmyndafræði leikskólanna í Reggio Emilia. Hann gagnrýndi vestrænt skólakerfi og menningu og sagði hefðbundna skólann byggja á rökhyggju og kerfishugsun og að of rík áhersla væri lögð á tungumálið. Ekki væri litið til tilfinninga og innsæis, tjáning án orða ætti sér ekki viðreisnar von í hinu almenna skólakerfi, hugur og líkami væru aðskilin. Malaguzzi varð strax hugmyndafræðilegur leiðtogi leikskólanna sem átti eftir að fjölga. Starfið í skólunum var mótað af heimspeki, sálfræði, vísindum og listum. Uppeldisstarf Reggio leikskólanna byggist á hugmyndum Malaguzzi, auk kenninga Piaget, Dewey, Celestine, Freinet, Bruno Giari og Gianni Rodari (Berglind Káradóttir o.fl. 1994-5:4).
Malaguzzi lagði mikla áherslu á mikilvægi þess að örva sjón og skynjun barns fyrir vitsmunaþroska þess. Skynjun er börnum mikilvæg til að geta tengt hluti og atburði fyrri reynslu. Barnið þarf að fá að vera sjálfstætt þegar það túlkar reynslu sína og upplifun, fullorðnir verða að varast að stýra skoðunum barna um of. Markviss örvun sjónskyns leiðir til lifandi og skapandi hugsunar sem er í senn hugmyndarík og raunsæ (Börn hafa hundrað mál 1988:7-8). Þannig beinist uppeldisstefna Reggio mjög að auganu sem sér og hendinni sem framkvæmir. Augað sér það sem höndin framkvæmir og tengir allt við þá heild sem heilahvelin mynda, það vinstra með orðagreiningu og það hægra með myndskyni sínu (Börn hafa hundrað mál 1988:14-15).*Uppgötvunarnám: 
** Uppgötvunarnám: Sú kennsluaðferð sem Jerome S. Bruner lagði áherslu á hefur verið kölluð uppgötvunarnám (e. learning by discovery). Að mati Bruners tileinkar nemandinn sér skipan námsefnis best með uppgötvunarnámi. Nemandinn leitar sjálfur að lausn viðfangsefna og aflar þekkingar til að svara spurningum sem vekja áhuga hans. Þessi kennsluaðferð er í eðli sínu aðleidd aðferð. Í framhaldi af þessu talar Bruner fyrir svokallaðri spíralaðferð við framsetningu á námsefni og þeirri skoðun sinni að kenna skuli undirstöðuatriði, meginlögmál eða „strúktúr“ fræðigreinar í stað einstakra þekkingaratriða. Nemandinn á ekki að læra að hrúga upp staðreyndum, hann á að læra að skipa staðreyndum í kerfi og nýta á þann veg þekkingu sína á tilteknum grundvallarlögmálum. Grundvallarhugsun hjá Bruner var að allar kennslufræðikenningar yrðu að ganga út frá sýn á þroska mannsins (Bruner, 1966). Hann leit einnig svo á að nám væri virkt, félagslegt ferli þar sem einstaklingurinn skapar nýjar hugmyndir og hugtök sem byggð eru á fyrri þekkingu. Félagsleg samskipti, í ólíku samhengi, eru lykilatriði í námsferlinu.

03 desember, 2013

Dramb er falli næst

Ég gæti líka tekið jákvæða nálgun á reynslu mína í dag með því að beita orðatiltækinu: Svo lengi lærir sem lifir.

Forsagan er sú að ég fór í vinnuna sem fyrr á þessu hausti og búinn með sama hætti og venja stendur til, en búnaðinum mun ég ekki lýsa því það gengi of nærri virðingu minni.
Veður var bara nokkuð gott; hafði snjóað lítillega og gekk á með rólyndislegum éljum. Allt eins og vera bar og ég sinnti minni vinnu.

Um miðjan morgun hringdi samstarfsmaður sem var á leið úr höfuðborginni yfir Mosfellsheiði, miður sín yfir að hafa ekið bifreið sinni út af í dimmu éli "um 10 mínútur frá Þingvöllum". Hann reyndist þó heppinn þar sem hann fékk fljótlega aðstoð við að koma bifreiðinni upp á veginn og kom í til vinnu á tilsettum tíma, nokkuð skekinn af reynslunni.
Í hádeginu gekk ég síðan nokkuð djarflega fram í að skjóta á borgarbarnið fyrir klaufaskapinn. Vísaði ég til dæmis til þess að svona væri það þegar fólk úr 101 færi í bíltúr upp í sveit og þar fram eftir götunum. Samstarfsmaðurinn tók þessu öllu vel þó ég viti nú ekki hvernig honum varð innanbrjósts við skotin.
Hádegið leið og ég þurfti að bregða mér stuttan spöl á Qashqai, en nú voru élin orðin þéttari og meiri. Á leið minni til baka gekk yfir svo mikið él að ég sá lítt út um framrúðuna, og þar sem ég var að beygja inn heimreiðina að vinnustaðnum, fann ég skyndilega að Qashqai fór fram af einhverju og í sama mund áttaði ég mig á því að ég hafði ekki hitt á heimreiðina og var kominn útaf. Ég ek nú á fjórhjóladrifinni bifreið, svo ég taldi þetta ekki verða mikið mál og þar sem ég þekkti staðhætti vel, gaf ég bara í til að freista þess að komast upp á heimreiðina. Þá kom auðvitað í ljós að það hafði skafið í kantinn og þar var kominn alldjúpur skafl, sem, þegar upp var staðið, reyndist fjórhjóladrifnum kagganum mínum ofviða. Ég reyndi auðvitað allt, með engum árangri, yfirgaf loks farartækið og staulaðist í gegnum skaflinn í kantinum og upp á heimreiðina í þann mund er élinu slotaði. Þarna blasti Qashqai við hverjum sem sjá vildi, æpandi vitnisburður um einstakan klaufaskap. Hver myndi svo sem trúa því að élið hefði verið svo dimmt sem það var?
Auðvitað komst ég svo að því að fólk glotti, tísti, kumraði og skellihló að aðstæðum mínum. Ég reyndi að hlæja með, en hið innra blasti við allt önnur mynd.
Sannarlega voru menn boðnir og búnir til að aðstoða og á endanum skaust Qashqai úr skaflinum, með aðstoð Kirkjuholtsbóndans. Endirinn var vissulega góður, en lexía dagsins var þörf: Ég mun framvegis sýna fyllstu hluttekningu þegar samferðamenn mínir lenda í óhöppum í aðstæðum sem ég þekki ekki.
  

23 nóvember, 2013

Sagan um veggspjaldið

Þessi texti, sem fjallar um aðdraganda þess að veggspjaldi, í tilefni af geðræktaarári Heilsueflandi framhaldsskóla, var komið fyrir í Menntaskólanum að Laugarvatni. Frásögnin var sett saman í tilefni af Jólahlaðborði STAMEL og ML og flutt um borð í fólksflutningabifreið GT á leiðinni frá Kvistholti í Efstadal. Ég geri ekki ráð  fyrir að neinn sem ekki er kunnugur málum í skólanum hafi gagn eða gaman af því að lesa þennan texta, en ég set hann hér eiginlega í geymslu.
En svona hljóðar þessi frásögn: 

Ég hef ágætan skilning á því að andrúmsloftið í Menntaskólanum að Laugarvatni hafi verið dálítð rafmagnað undanfarna 10 daga eða svo. Fyrir því eru góðar og gildar ástæður sem ég ætla að reyna að gera grein fyrir að hluta til á þessum vettvangi. Þetta er ef til vill áhættuatriði hjá mér, enda verð ég óhjákvæmilega að snerta ýmsa strengi sem eru mis viðkvæmir.

Þetta hófst, eins og það snýr að mér, þegar fyrir lá að hreyfingarárinu var að ljúka og geðræktarárið var framundan. Ég fór að heyra utan að mér að einhverjar breytingar væru í farvatninu á stýrihópnum. Þetta heyrði ég hvískrað í nágrannaskrifstofunni - engin bylting, en svona lítilsháttar andlitslyfting.

Formlega frétti ég ekki af neinum hrókeringum fyrr en ég fékk póstinn. Þar var almennur inngangur og í beinu framhaldi kom þetta:
Nú er verkefnið geðrækt eins og við vitum. Í ljósi verkefnisins og tengsla geðheilbrigðis við mætingar, ástundun og almenna líðan ert þú til í að .... vera í hópnum ?
Einstaklega vel undirbyggt, reyndar svo vel að ég sá enga undankomuleið – og svaraði því póstinum efnislega í lítillæti mínu, og var síðan boðin sálfræðiaðstoð í svari við svarinu.

Þarna fór boltinn að rúlla – við tók málþing um geðræktarárið þar sem kynnt var til sögunnar veggspjald, sem skólar gátu fengið sér að kostnaðarlausu – 1.30x2 – með ýmsum gagnlegum upplýsingum fyrir nemendur – ég og annað hópsfólk vorum á því að þiggja veggspjaldið. Það var ekki mikið testósterón á þessu málþingi. Hví?

Segir nú ekki af þessum málum fyrr en fyrir um þrem vikum, þegar pósturinn tilkynnti um stóran pakka á pósthúsinu á Selfossi, sem hann kæmi ekki í póstbílinn. Það var samdóma álit þeirra sem um fjölluðu innanhúss, að það væri gagnrýnisvert að senda svo stóran pakka með póstinum og ýmislegt fleira var sagt.

Segir nú ekki af þessum pakka fyrr en morgun einn þegar hann hafði ratað inn á skrifstofu skólameistara. Þarna reyndist maðurinn hafa átt leið á Selfoss á jeppanum. Þar tók hann pakkann, sem var reyndar alltof stór fyrir stórt farartækið. Það var ekki látið skipta máli, inn fór pakkinn, 1.30x2 þannig, að hann lá eftir jeppanum endilöngum og var sveigður yfir bílstjórasætið. Ég leyfi fólki síðan að ímynda sér þær aðstæður sem öðrum ökumönnum á Biskupstungnabraut og Laugarvatnsvegi voru búnar síðdegis þennan dag.

Næstu daga var minnst á þennan pakka, veggspjaldið, við og við, í skrifstofuumhverfinu. Ég fékk það dálítið á tilfinninguna að þarna væri kominn heitur pakki. Heita pakka þarf að meðhöndla gætilega, með þykkum vettlingum eða pottaleppum. Tilvera pakkans kom til umræðu á skrifstofu skólameistara, en þar gat hann augljóslega ekki átt framtíðarstað. Tilvera hans kom einnig til tals á skrifstofusvæðinu að öðru leyti. Þá jafnvel upp úr eins manns hljóði, sem viðbrögð við tölvupóstum. Dagarnir liðu og að því kom að tölvupóstar voru sendir á fleiri aðila og þar kom málið inn á mitt borð, vegna tengsla minna við geðræktarárs stýrihóp um heilsueflandi framhaldsskóla.

Þarna hófst eiginlega atburðarás sem fullvissaði mig um mikilvægi þess að halda svona geðræktarár. Ég treysti mér ekki, á þessum vettvangi til að lýsa, eða vitna í sendingarnar eða hver sagði hvað. Þarna var komið upp eitthvað, sem hljómaði svo einfalt en var samt svo flókið.

Í grunninn snerist umræðan um heppilegan stað fyrir veggspjaldið, sem var 1.30x2. Aðilar máls færðu rök fyrir skoðunum sínum og rök gegn skoðunum hinna eða hins. Ég leyfði mér að koma lítillega inn í umræðuna, ekki síst til að slá aðeins á hitann. Auðvitað fikraði ég mig varlega inn á hverasvæðið, enda beggja megin borðs, eins og reyndar í mörgum málum innanhúss. Ég leik nefnilega tveim skjöldum.








Margt væri hægt að ræða um póstsendingarnar í aðdraganda ákvörðunar um staðsetningu veggspjaldsins sem ekki er tími til að rifja upp hér, en með réttu eða röng kom þetta kvæði Gríms Thomsen, "Á Glæsivöllum", upp í hugann nokkrum sinnum:


Hjá Goðmundi á Glæsivöllum
gleði er í höll,
glymja hlátra sköll
og trúðar og leikarar leika þar um völl
en lítt er af setningi slegið.
Áfengt er mungátið
og mjöðurinn er forn,
mögnuð drykkjarhorn,
en óminnishegri og illra hóta norn
undir niðri er stiklunum þruma.
Á Grími enum góða
af gulli höfuð skín,
gamalt ber hann vín
en horns yfir öldu eiturormur gín
og enginn þolir drykkinn nema jötnar.
Goðmundur kóngur
er kurteis og hýr,
yfir köldu býr.
Fránar eru sjónir en fölur er hans hlýr
og feiknstafir svigna í brosi.
Á Glæsivöllum aldrei
með ýtum er fátt,
allt er kátt og dátt.
En bróðernið er flátt mjög og gamanið er grátt,
í góðsemi vegur þar hver annan.
Horn skella á nösum
og hnútur fljúga um borð,
hógværi fylgja orð,
en þegar brotna hausar og blóðið litar storð
brosir þá Goðmundur kóngur.
Náköld er Hemra
því Niflheimi frá
nöpur sprettur á.
En kaldara und rifjum er konungsmönnum hjá,
kalinn á hjarta þaðan slapp ég.
                                  (Grímur Thomsen)

Ekki dettur mér í hug að halda því fram að umfjöllunarefni kvæðisins eigi sér einhverja skírskotun í samskpti starfsfólks skólans. Mér fannst hinsvegar í lagi að lesa þetta kvæði í því samhengi sem er hér til umræðu, ekki síst í montvímunni eftir niðurstöður ráðuneytisúttektar.

Svo er það aftur að veggspjaldinu.

Um tíma virtist stefna í óefni með ákvörðun um staðsetninguna. Hugmyndir um staðsetningu fólu í sér mis mikla virðingu fyrir veggspjaldinu. Það má ímynda sér, t.d. að sú hugmynd að setja það upp á þröngum gangi kæmi til af reynslunni af flutningnum frá Selfossi. Við þessar aðstæður sá ég fram að að þurfa að beita mér af yfirveguðum þunga í málinu. Þarna sendi ég því frá mér tvo pósta og ég er eindregið þeirrar skoðunar að þeir hafi ráðið úrslitum um staðarvalið:

Í þeim fyrri segir svo:
Ég vil nú svo sem ekkert sérstaklega vera að velja á milli sjónarmiða að þessu leyti, en hallast þá að því að það væri skynsamlegra, í ljósi stöðu stofnunarinnar á Geðræktarári í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli, að setja spjaldið á áberandi stað, sem ég á erfitt með að fallast á að gangurinn við fyrirlestrasalinn falli undir.

Í þeim síðari, sem endanlega gerði út um málið, að mínu mati, sagði ég þetta:
Föstudagsmorgunninn fíni
Er fullur af múskati,
gremju og dulitlu gríni
og geðræktarplakati.
Fyrir þá sem ekki þekkja muninn á múskati og matarsóda þá er múskat krydd sem maður notar lítið af og því má segja að þar sem vísan greinir frá morgni sem var fullur af múskati, þá hafi verið heldur mikið kryddað.

Það var ákveðið að setja veggspjaldið á vegginn á móti matsalnum. Þar með fór þetta stóra mál yfir á framkvæmdastig. Það þýðir nú samt ekki að fullrætt væri allt sem ræða þurfti.

Þar hefst í raun annar kafli frásagnar og mér er til efs að hægt sé að leggja þá frásögn á þennan hóp við þessar aðstæður.

Það sem þurfti að gera til að veggspjaldið kæmist upp var aðallega tvennt:
     A. Það þurfti að skrifa inn á það upplýsingar sem er sérstakar fyrir okkar svæði.
     B. Það þurfti að koma því á sinn stað með fagmannlegum hætti.

Í staðsetningarákvörðunarferlinu var aðeins eitt sem þurfti að ákveða, og því er lýst nokkuð hér að framan. Nú þurfti að ákveða tvennt sem síðan þurfti að framkvæma. Mér þótti vandséð hvernig það gæti gengið, enda kom í ljós að það ferli varð síst einfaldara en hitt.

Hópsformaðurinn tók saman, í talsvert löngu máli, upplýsingar um helstu stofnanir og fyrirtæki í grenndinni sem honum þótti rétt að geta á veggspjaldinu – sendi þessar þetta tillögur sínar á hópinn með óskum um athugasemdir eða fleiri tillögur, með engum árangri, en það eru nú yfirleitt örlög slíkra tölvupóstsbeiðna. Þannig stóð það mál þegar kom að því að ákveða hver skyldi rita upplýsingarnar á veggspjaldið. Þar reyndust margir kallaðir, en aðeins einn var á endanum útvalinn, en þá var staðan orðin sú, að sá sem fenginn hafði verið til að setja veggspjaldið upp (það mál var afgreitt á hinni stóru skrifstofunni) kom til að framkvæma verkið, þá hafði skriftarmálið ekki verið útkljáð, sem kostaði þar með fýluferð uppsetningarmannsins.

Það mun hafa verið skotið á stuttum fundi til að stilla saman strengi. Tími var ákveðinn, skrifarinn fékk embættið og allt var klárt. Sú yfirlýsing uppsetningarmannsins, að hann kæmi ekki fet fyrir en búð væri að ganga frá skriftinni, varð síður en svo til að tefja fyrir framkvæmd hennar.

Veggspjaldið var lagt á borð í mötuneytinu. Því næst þurfti að ræða margt:

Hve nákvæmar ættu upplýsingarnar að vera
Hvernig átti að raða þeim
Átti skriftin/letrið/upplýsingarnar að halla með tilteknum hætti
Hve stórt ætti letrið að vera, átti það kannski að vera misstórt
Átti að skrá þarna einkafyrirtæki.
Hve langan tima átti ritarinn að fá til að æfa sig.
Það má nærri geta að þetta ferli allt tók á, en ég var þarna þátttakandi í aukahlutverki, silent partner, en með tillögurétt.

Þegar settur hefur verið lokafrestur á verk þá lýkur því á lokafresti á Íslandi, ekki fyrr og ekki seinna. Þannig var það einnig með þetta verk.

Uppsetningarmaðurinn kom fet á tilsettum tíma og tókst á við sinn hluta verkefnisins af festu. Verk hans hefði ekki gengið jafn vel og raun bar vitni ef ekki hefði komið til ómetanleg aðstoð frá brytanum, sem var matarlega séð með allt á hreinu fyrir hádegisverðinn og mér, sem hef innsýn í ótrúlegustu kima mannlífsins – hokinn af reynslu og víðsýni.

Veggspjaldið er komið upp og fyrir óinnvígða gerðist að algerlega hnökra- og vesenislaust. Sagan hér að framan greinir frá litlu broti þess sem gerðist undir niðri.

Ég gæti auðveldlega tekið fyrir önnur mál sem hafa verið ofarlega í umræðunni innan stofnunarinnar að undanförnu. Það verður að bíða betri tíma. Eitt þeirra er enn á tölvupóststigi og þar er heldur bætt í en hitt.


11 maí, 2013

Hvernig sumir sjá mig

Ég er viss um að við eigum það flest sameiginlegt, að velta því stundum fyrir okkur hvernig samferðamenn okkar sjá okkur. Sannarlega teljum við að við séum ósköp eðlilegar manneskjur og að það hljóti að vera sú mynd sem aðrir sjá einnig. Okkur er hinsvegar hollt að gera okkur grein fyrir því að sú er ekki endilega raunin. Það ætti að duga að minna á myndirnar sem eru teknar af okkur, þar sem við sjáum stundum eitthvað allt annað en það sem við töldum okkur standa fyrir. Ég nefni nú varla hvernig reynsla það er að sjá sjálfan sig fyrsta sinni á hreyfimynd.

Hvernig haldiði að það sé að upplifa það þegar einhverjir sem þú þekkir, taka sig til og leika þig, eins og þeir sjá þig. Þetta þarf starfsfólk skóla oft á tíðum að upplifa, líka starfsfólk Menntaskólans að Laugarvatni.
Þar til á síðustu árum hafa nemendur sem eru að ljúka námi, flutt það sem þeir kalla Kennaragrín í þann mund er kennslu lýkur að vori. Þeir hafa sett upp ýmsar aðstæður þar sem starfsfólk skólans birtist í fremur ýktum útgáfum af sjálfu sér. Þetta vekur ávallt mikla kátínu annarra nememnda, og að öllu jöfnu einnig þeirra sem spjótin beinast að, enda er það sú pæling sem lagt er af stað með.

Á síðustu árum hefur kennaragrínið í æ meira mæli færst yfir í upptökur sem eru síðan notaðar sem hluti dagskrárinnar. Á þessu ári fékk ég góðan skammt. Allt í lagi með það. Hvort ég birtist þarna að öllu eða einhverju leyti eins og ég birtist samferðamönnum mínum á degi hverjum, er ég auðvitað ekki fyllilega dómbær um. Væntanlega eru þarna einhverjir punktar sem eru eins og raunin er.

Til útskýringar fyrir þá sem ekki vita þá er það mitt hlutverk meðal annarra, að taka nemendur í viðtöl þegar eitthvað bregður út af í skólasókn, og að leysa út ýmsum spurningum sem varða námsferla.

Að öðru leyti leyfi ég tveim myndböndum, sem sýna fremur miðjumikinn mann (sem er nú reyndar ekki raunin með mig í dag) sýna af sér framkomu gagnvart nemendum, sem er síður en svo til eftirbreytni.

Það fyrra

Það síðara


09 mars, 2013

Vitleysingar úr hófi fram?

Ég viðurkenni það, að þó svo ég beri það ekki utan á mér dags daglega, þá blundar í mér vitleysingur sem er til ýmislegt sem víkur af þeirri braut sem ég ætti að ganga ef tekið er mið af aldri og stöðu í samfélaginu. Ég komst að því fyrir nokkrum dögum, að það sama gildir um flesta samstarfsmenn mína.

Í gærkvöld var haldin árshátíð nemendafélagsins í skólanum þar sem ég starfa. Það hafði komið fram ósk um það frá nemendum að starfsmenn myndu hafa eitthvað fram að færa, enda boðið til ágætis hátíðakvöldverðar með vönduðum skemmtiatriðum. Ekki veit ég nákvæmlega hvernig það gerðist, en svo fór að fólk var kallað saman á kennarastofunni á tilteknum tíma í vikunni, því þar skyldi tekið upp atriði fyrir árshátíðina. Það lá fyrir að til stæði að skella í Harlem shake, svokallað, en það er eitt þeirra tískufyrirbæra sem skella yfir veröldina, eða í það minnsta hinn vestræna heim, hvert á fætur öðru. Einhver spurði svo skemmtilega sem svo: "Hvernig væri nú að heimurinn hætti að planka, eða dansa Gangnam style, nú eða fíflast í Harlem skake og færi í staðinn að hugsa?". Þeir sem ekki vita þegar, í hverju þetta felst, þá er til dæmis slóð að fyrirbærinu hér.

Ekki ætla ég að fjölyrða um hvernig upptakan gekk, að öðru leyti en því, að rétt eftir hádegið, í miðri viku, má segja að dagfarsprúðir starfsmenn hafi nánast gjörsamlega tapað sér í stigvaxandi taumleysi þessa fyrirbæris. Ef ekki hefði verið gripið í taumana áður en það varð of seint, er ekki erfitt að ímynda sér hvað hefði getað gerst.

Það var ákveðið fyrirfram, að uppökunni yrði eytt að lokinni einni sýningu á árshátíðinni. Meðal annars þessvegna varð þetta nú úr.

Í gærkvöld var afraksturinn síðan sýndur. Ég hef farið á tónleika heimsfrægra popphljómsveita og upplifað fagnaðarlæti æstra áhanga, séð upptökur frá tónleikum Bítlanna á hátindi ferilsins. Ég hef ekki áður upplifað önnur eins fagnaðar- og hrifningarlæti og þau sem þarna brutust fram.  Sannarlega viðurkenni ég að ég hafði kviðið þessari sýningu nokkuð - svona verandi eins og ég er. Kvíðinn reyndist hafa verið ástæðulaus og nú finnst mér miklu frekar að þarna hafi starfsmenn skólans sýnt á sér hlið sem lýsir ansi vel þeim óþvinguðu samskiptum sem ríkja í hópnum og góðum starfsanda.
Ég er meira að segja orðinn efins um að rétt sé að eyða upptökunni, en auðvitað verða allir þátttakendur að samþykkja að hún fái að fara sem eldur í sinu um veröld alla.

Þetta var í það minnsta bara ansi gaman.

29 mars, 2012

O, sole mio - Egill Árni Pálsson

Ég fjallaði lítillega um kórana sem sungu á tónleikunum í Háteigskirkju, laugardaginn 24. mars, s.l. Ég minntist líka á tvo einsöngvara.
Nú er ég búinn, í sveita míns andlits, að prófa mig áfram með að útbúa upptöku frá söng annars þeirra:  Egils Árna Pálssonar, þannig, að ég treysti mér að setja þau vinnubrögð mín fyrir sjónir lesenda minna. Hér er ekki fullkomin myndvinnsla á ferð, en ég er nú þeirrar skoðunar, að söngurinn nálgist það svið frekar. Í þessu er ég auðvitað ekki hlutlaus, en ef ég væri það, væri ég sömu skoðunar, held ég. :)


28 mars, 2012

Heyr, himna smiður


Á laugardaginn var (24. mars) voru haldnir tónleikar tveggja kóra Menntaskólans að Laugarvatni í Háteigskirkju: þess sem var stofnaður fyrir tuttugu árum, og sem starfaði til 2002 undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar og þess sem var stofnaður síðastliðið haust, undir stjórn Eyrúnar Jónasdóttur. Með kórunum lék tríó Kjartans Valdemarssonar, fyrrum kórfélagarnir þau Egill Árni Pálsson, tenór og Kristjana Skúladóttir, sungu sitt lagið hvort.

Þetta voru sérlega skemmtilegir tónleikar, og hér er sýnishorn: eldri kórinn syngur Heyr, himna smiður eftir Þorkel Sigurbjörnsson, við texta Kolbeins Tumasonar.

Hér má sjá báða kórana flytja Jómfrú Mariae dans eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson, þar sem hann og Unnur Sigmarsdóttir syngja einsöng. Textann gerði sr. Daði Halldórsson.

14 mars, 2012

Alhæfingar rétttrúnaðarins

Það vitum við vel, að þegar um er að ræða að halda fram málstað, er oftar en ekki gripið til alhæfinga. Þetta er afskaplega algengt meðal stjórnmálamanna, sem hika ekki við að tala um engan eða alla, þjóðina, eða mannkynið, ef það skyldi verða til að slá nokkrar keilur, litla stund.

Mér finnst málflutningur af þessu tagi með eindæmum hvimleiður. Látum vera ef talað væri um, t.d. alla kjósendur Sjálfstæðisflokksins sem einn hóp, svo lengi sem aðrir landsmenn eru látnir í friði að þessu leyti.

Þeir eru nú ekki fáir sem telja sig búa yfir hinum eina sannleik í tilteknum málaflokkum. Þar hika menn aldeilis ekki við að flokka fólk undir sama hattinn, sem t.d. á fátt sameiginlegt nema kynið.  Svona flokkun er óskaplega auðveld: þú ert karl og þess vegna ertu svona, ef þú ert svartur þá ertu svona, ef þú ert Færeyingur þá ertu svona, og svo framvegis. Með flokkun af þessu tagi er verið að búa til svokallaðar stereotýpur, þannig, að ef eitthvert einkenni er til á einhverjum tilteknum hóp, þá á það við allan hópinn. Flokkun af þessu tagi felur í sér fordóma - fordómar finnst okkur flestum vera afar vondir.

Mér líkar illa að vera settur í flokk með ofbeldismönnum, nauðgurum eða svokölluðum karlrembusvínum, en ég á ekkert val um það - það er nefnilega ekki mitt að meta hvernig ég er.

Það er sama hvert litið er í samfélagi okkar, hvarvetna blasir "sannleikurinn" um hina ýmsu hópa við:

Börn eru...
Börn þurfa...
Prestar eru....
Alþingismenn eru....
Karlar eru......
Konur eru....
...það er sama hvar gripið er niður, allsstaðar blasir flokkunin við, oftar en ekki í formi einhvers rétttrúnaðar.

Nú ætla ég að fullyrða eftirfarandi:
Strákar fá ekki uppeldis- og námsumhverfi við hæfi, með þeim afleiðingum að þeir eru nú í miklum minnihluta í háskólanámi.
(Árið 2011 í háskólum á Íslandi: karlar 7681, konur: 12296 - heimild: Hagstofan)

Svo sest ég bara aftur í hægindastólinn (Lay-Z-Bojinn) minn og hugsa með mér:
"Let them deny it."

26 október, 2011

Setið yfir í stærðfræðiprófi

Hver veit nema innan fárra ári verið glæpasagan mín - sálfræðitryllirinn á allra vörum.  Það kemur fyrir einstaka sinnum að ég tek að mér að sitja yfir hinum og þessum prófum - í morgun var það stærðfræði, sem er nú ekki beinlínis það sem ég er að velta fyrir mér dags daglega.
Ég hef það þannig við aðstæður sem þessar, að ég er með blað og skriffæri  og sé til hvað gerist.

Þetta var útkoman í morgun:

Eftir því sem tímar liðu varð erfiðara fyrir hann að takast á við illskuna sem kraumaði djúpt í sálarfylgsnunum. Hvert árið sem leið færði hann nær  þeirri óumflýjanlegu stund þegar hann gæti ekki lengur ..... haldið henni í skefjum. Hún vissi að hverju stefndi og bjó sig undir það, samviskulaus, hiklaus, þolinmóð, einbeitt ... að losna. Því lengri tími sem leið, því öflugri varð hún.
Hann óskaði þess með sjálfum sér, að hann hefði hleypt henni út strax og hann varð var við hana fyrst. Nú var það of seint. Með hverjum mánuðinum jókst þrýstingurinn.

Þetta er nú aldeilis skemmtileg byrjun á 600 síðna stórvirki.
Það virðist stefna í einstakalega frumleg efnistök.
Nú er bara að bíða eftir að komast á eftirlaun, væntanlega.

04 september, 2011

Rollur á beit á menntaskólatúninu

Ég var á ferð með nýju linsuna mína í dag, en á hana hefur verið minnst lítillega áður.  Meðal annars stillti ég mér upp hjá Spóastöðum og smellti af mynd af Laugarvatni. Það var þá sem það rann upp fyrir mér hvílíkan grip ég er með á EOSnum :)

Hér er fyrst öll myndin:

Síðan er það klipptur bútur úr henni.


07 maí, 2011

Auðvitað ekki konum að kenna (2)

Ja, hver skrambinn. Eftir viðbrögð við fyrri hluta, þar sem varpað var fram áleitnum spurningum, og framkomu ákveðnar efasemdir um ég ég væri að túlka með einhverjum rökrænum hætti, sé ég mig knúinn til að reyna að færa, þó ekki sé nema lítilsháttar rök fyrir því sem ég bar á borð. Þar með skellti ég mér inn á vef Hagstofunnar og fann þar upplýsingar um þróun nemendafjölda í háskólum frá 1975-2006. Upp úr tölunum sem ég fann þar tókst mér að búa til þessa töflu, sem sýnir hvernig fjöldi kvenna, annarsvegar og karla, hinsvegar, hefur þróast á þessum tíma:

Mér finnst ekki óeðlilegt, að það vakni spurningar í tengslum við þessa töflu. Sannarlega eru til skýringar á því hvers vegna heildarfjöldi nema í háskólum hefur aukist gífurlega á þessum tíma. Ég tel að þær snúist ekki einigöngu um það að háskólum hefur fjölga, heldur ekki síður um það að háskólanám hefur verið gert aðgengilegra, og þá ekki aðeins í jákvæðum skilningi. Vil jafnvel ganga svo langt að halda því fram að ....... (jæja - legg ekki í að segja mínar skoðanir á því á þessum vettvangi).
Ef ekkert annað kæmi til, þá hefði maður búist við að þróun kynjanna í þessu námi hefði verið svipuð hvað fjölda snertir, en sú er aldeilis ekki raunin. Af um það bil 23000 háskólanemum árið 2006 reynast tæp 17000 vera konur.
Ég vil gjarnan fá skýringu eða skýringar á þessu.
Meðan þær liggja ekki fyrir með ótvíræðum hætti verð ég að búa til tilgátu um það hversvegna þessi er raunin og niðurstaða mín er sú, að námsumhverfi, allt frá fæðingu til tvítugs, sé ekki með þeim hætti að það laði pilta til náms af þessu tagi, þá er ég auðvitað að tala um bóklegt nám, eins og um er að ræða í töflunni hér fyrir ofan. Hvað getur það verið sem skýrir það? Að órannsökuðu máli ætla ég mér ekki að fullyrða neitt, en sú sýring sem ég hef borið fram hljómar hreint ekki illa, að mínu mati.

Öll vitum við, að kynin eru að talsverðu leyti ólík líkamlega strax við fæðingu og ég held, þó svo ekki geti ég vitnað í rannsóknir því til stuðnings, að þau séu einnig í eðli sínu ólík. Á þeim grundvelli má síðan leiða að því rök að í uppeldinu sé þeim mikilvægt að fá að þroskast út frá sínum forsendum, sem stelpa eða strákur.  Það má halda því fram að stelpurnar hafi alla mögulega möguleika á að samsama sig hugmyndinni um hina eðlilegu og venjulegu konu (hver svo sem hún er nú) í uppeldinu, á meðan strákarnir hafi ekki það sama tækifæri að sínu leyti.

Þegar talað eru um einhverja tiltekna ímynd eða eitthvert eðli sem er kvenlegt eða karlmannlegt, er víst betra að vara sig. Ég er ekki að kalla eftir þeirri íktu mynd karlmennsku sem felur í sér hörku, kalt viðmót eða áhættusækni. Það eru eimitt þeir eiginleikar sem mér finnst að piltar í uppreisn gegn kvenlægu uppeldisumhverfi kunni að vera stökkva í til að búa sér til ímynd sem karlmaður. Þeir vita nefnilega að þeir eru ekki í eðli sínu eins og konur; að þeir eigi að vera öðruvísi. Finna þá þessa hörðu, töffara með kalda viðmótið og áhættusæknina, sannfærðir um að þannig eigi karlmenna að vera.

Þetta er nú að verða allt og langt hjá mér og þar með bind ég endann hér með spurningunni: hver er hin sanna ímynd karlmannsins?

Árið 2008 fjallaði ég nokkuð um þessi mál að einhverju leyti og vísa til þeirra texta hér og hér.

05 maí, 2011

Auðvitað ekki konum að kenna

Það féll ekki í frjóan jarðveg á mínum vinnustað, í umræðum um það hvort líkur væru á því að kona yrði kosin til embættis vígslubiskups í Skálholti, þegar ég varpaði fram þeirri hófstilltu athugasemd, að á þegar konur fara að láta að sér kveða í einhverri starfsstétt þá blasi hnignunin ein við; launakjör versna, virðing dalar og körlum fækkar.
Í þessu samhengi tók ég dæmi af kennarastéttinni, sem hefur gengið í gegnum þetta ferli með afgerandi hætti á þeim tíma sem ég hef komið þar við.
Afleiðingar kvennavæðingar starfsstétta hafa óhjákvæmilega í för með sér, að kvenlæg gildi verða áhrifameiri en áður var.
Verndandi hönd móðurinnar, móðurástin, móðurleg umhyggjan, móðurleg elskusemin, allt frá fæðingu til tvítugs, að lágmarki, setur óhjákvæmilega (líklega (svona til að hafa vaðið fyrir neðan mig)) mark sitt á þá sem njóta, eða fyrir verða.
Með því að andlegir leiðtogar þjóðarinnar eru nú sem óðast að verða að meirihluta konur, stefnir í að við munum fá í síauknum mæli að njóta alls þessa móður- eitthvað sem ég taldi upp hér að ofan, allt til grafar.

Mér fyndist það afskaplega verðugt verkefni fyrir t.d. doktorsnema, að rannska samhengið milli kvenvæðingar uppeldisstétta og prestastéttar og þróunar í þjóðfélags- og samfélagsmálum, t.d. síðastliðin 50 ár.

Er það kannski svo, að skortur á eðlilegum fyrirmyndum pilta, hafi rekið þá út á brautir sem leiddu til hruns fjármálakerfisins á Íslandi? Voru þetta kannski bara uppreisnartilburðir hjá strákunum, byggðir á fyrirmyndum úr heimi afreksíþrótta, amerískra hasamynda eða tölvuleikja?

Þegar ég hef gert tilraun til að vekja athygli á þessum spurningum mínum, eins og í hópi samstarfsmanna, hef ég lítið uppskorið nema hávaða, enda hafa flestir sem þar tjá sig um þessi mál fengið sitt uppeldi í kvennafansi.

Samt þætti mér gaman að fá einhver svör við þessu, þ.m.t. hvort við höfum gengið til góðs, götuna fram eftir veg.

Ef einhver reiðist við lesturinn þá áttar hann sig ekki á því hvert ég er að fara. Nú, þá verður bara svo að vera.

Litlir kallar og litlar kellingar

Heilsugæslustöðin í Laugarási á vígsludegi 1997 (mynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson) Ég hefði óskað þess, að fyrstu dagar nýs árs yrðu ánægjulegri...