Ég setti mér það markmið að upplifa um þessa um þessa verslunarmannahelgi (á þessari verslunarmannahelgi, ef maður á ættir að rekja til Grundarfjarðar eða þar um kring) hvernig ástandið er á Geysissvæðinu þegar ferðamannafjöldinn er eins og hann getur mestur orðið. Ég stóð við það og hafði með mér EOS-inn svo hægt væri síðar að sannreyna upplifunina.
Veðrið var auðvitað eins gott og best var á kosið, utan það að það hefði mátt vera skýjað, svona upp á birtuskilyrðin að gera.
Ég og samferðafólk vorum síðan þarna uppfrá í um tvo klukkutíma frá því um kl. 11:00 til 13:00, og gengum á Laugarfell þaðan sem er ágætt útsýni yfir svæðið. Eins og við mátti búast var þarna á sama tíma og við fjöldi ferðamanna af ólíku þjóðerni, en fjarri því að teljast eitthvað sem þetta svæði ræður ekki við að taka við. Ég neita því ekki, að ég hafði átti von á talsvert meiri fjölda en reyndin var, ekki síst þar sem fréttir höfðu greint frá því að metfjöldi skemmtiferðaskipa lægi í Reykjavíkurhöfn.
Niðurstaðan var sem sagt sú, að ég náði ekki markmiðinu um að upplifa kraðak á Geysissvæðinu. Ég hefði kannski á að hringja á undan mér og spyrja hvenær dags þarna væru flestir á ferð.
Þeir sem hafa áhuga á að skoða myndir geta smellt hér.
Sýnir færslur með efnisorðinu Geysir. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Geysir. Sýna allar færslur
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)
Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...
-
Heilsugæslustöðin í Laugarási á vígsludegi 1997 (mynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson) Ég hefði óskað þess, að fyrstu dagar nýs árs yrðu ánægjulegri...
-
Það er ótvíræður kostur við þorrabót eldri borgara í Biskupstungum, að það er ekki boðið upp á dansiball með tilheyrandi hávaða þegar fól...
-
Líklega lið annars bekkjar veturinn 1971-1972. Aftari röð f.v. Helgi Þorvaldsson, Eiríkur Jónsson, Kristján Aðalsteinsson, Páll M, Skúlaso...