Sýnir færslur með efnisorðinu tónleikar. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu tónleikar. Sýna allar færslur

21 júlí, 2019

Ég, pákuleikarinn

19. aldar páka (ketiltromma) Þvermál 65 cms og hæð 68 cm.
Mér kom eftirfarandi í hug í gær þar sem ég ásamt félögum mínum í Skálholtskórnum tókum þátt í að flytja kantötur eftir Bach, m.a. BWV 169, á tónleikum í Skálholtsdómkirkju. 

The thing Jesus really would've liked would be the guy that plays the kettle drums in the orchestra. I've watched that guy since I was about eight years old. My brother Allie and I, if we were with our parents and all, we used to move our seats and go way down so we could watch him. He's the best drummer I ever saw. He only gets a chance to bang them a couple of times during a whole piece, but he never looks bored when he isn't doing it. Then when he does bang them, he does it so nice and sweet, with this nervous expression on his face. 
(J.D. Salinger: The Catcher in the Rye) 
Holden Caulfield, sem er aðalpersónan og sögumaður í skáldsögunni, er hér að lýsa því hvað honum finnst um pákuleikarann í hljómsveit sem hann hefur oft hlustað á áður.  Hann segir efnislega: Jesús hefði sannarlega kunnað við náungann sem lék á pákurnar. Hann er besti trommuleikari sem ég hef nokkurntíma séð. Hann fær bara að slá í trommurnar nokkrum sinnum allt verkið, en honum virðist aldrei leiðast þegar hann er ekki að slá. Þegar hann fær að slá þá gerir hann það svo einstaklega vel og blítt, og virðist vera dálítið taugaóstyrkur þegar hann gerir það.

Það var einhvern veginn svona sem mér fannst þetta vera í gær, þar sem þáttur minn og hinna "pákuleikaranna" var ekki stór, en samt leiddist okkur ekkert og þegar kom að okkur, fluttum við það sem okkur hafði verið úthlutað, svo einstaklega vel. Mögulega hefði mátt greina örlítinn taugaóstyrk í andlitsdráttum okkar. Holden Caulfield hefði líkað vel við okkur held ég.

Það sem við gerðum á þessum tónleikum var að flytja þrennt eftir  J.S.Bach og allt mjög stutt: Slá þú hjartans hörpu strengi, Ó höfuð dreyra drifið og síðan síðasta hlutann af kantötunni sem kallast BWV169, sem tók um mínútu í flutningi. Samtals mun flutningur þessara pákuleikara hafa tekið um 5 mínútur af þessum klukkutíma tónleikum.
Vissulega var hlutverk okkar ekki stórt, en ef litið er til þess, að á hverju ári sendum við her manns utan til að vera fulltrúar okkar í Evrópusöngvakeppninni með sitt þriggja mínútna lag, þá ætti nú ekki að vera stóra málið að skjótast í Skálholt með fimm mínútna framlag. Unndirbúningurinn fyrir þessar fimm mínútur telst auðvitað í tugum klukkustunda, svo þegar upp er staðið ..... já.

Tilvitnunin á myndinni hægra megin á engan veginn að vísa til framgöngu þeirra sem fluttu hinar 55 mínúturnar af umræddum tónleikum. Öll voru þau aðdáunarverð: það rauk úr fingrum organistans Jóns Bjarnasonar og Hildigunnur Einarsdóttir, mezzosópran geislaði í gegnum sinn þátt. Það sama má segja um aðra hljóðfæraleikara. 


Svo heldur þetta áfram í dag og auðvitað allt Guði til dýrðar. 😅

04 mars, 2017

Bítlagarg

"Lækkaðu í þessu bítlagargi" sögðu foreldrar mínir ítrekað við systur mínar á táningsaldri þar sem þær nutu nýjusta laganna í vikulegum þætti af "Lögum unga fólksins". Þá var ekki um það að ræða að ungdómurinn gæti skellt heyrnartólum í eyrun á sér og skaðað heyrnina varnalega. Foreldrarnir héldu aftur af þeim í því efni. Tækið sem hlustað var á var transistor ferðatæki af nýjustu gerð, ekki ósvipað því sem meðfylgjandi mynd sýnir. Systurnar voru farnar að túbera á sér hárið og gera sig til fyrir töffarana í sveitinni.  Þetta var svona undir miðjan sjöunda áratug síðustu aldar og þær muna þetta allt örugglega betur en ég, fjórum og sex árum eldri.
Ég fór auðvitað sjálfur í gegnum skeið af þessu tagi og þar standa Mánaböllin upp úr, með öllum sínum ævintýrum og óstjórnlegum hávaða

Síðan eru liðin mörg ár.

"Það gæti nú verið gaman að fara á þetta", sagði fD upp úr eins manns hljóði fyrir nokkrum vikum. Ekki get ég sagt að ég hafi verið upprifinn, en fagnaði auðvitað með sjálfum mér áhuganum sem þarna skein í gegn.

Led Zeppelin í Laugardalshöll 1970
Ég festi því kaup á miðum þó og ég hafi verið kominn um eða vel yfir tvítugt þegar hljómsveitin Queen með F.M. í fararbroddi byrjaði að gera garðinn verulega frægan. Áhugasvið mitt á tónlist hafði legið annarsstaðar. en fD virðist hafa smellpassað inn í þennan Queentíma, og það var meira að segja hægt að greina á fasi hennar, látbragði og talanda, að hún hlakkaði til. (tókstu eftir að ég segi HÚN hlakkaði til, en ekki HANA hlakkaði til?)

Síðan var haldið á tónleika í Hörpu, þar sem hópur listamanna minntist þess að Freddie (Farrokh Bulsara) hefði orði sjötugur í september á síðasta ári.
Þetta munu hafa verði í kringum tuttugustu tónleikarnir og Eldborgarsalurinn var sneisafullur.

Deep Purple á efri árum.
Ég viðurkenni, að ég vissi ekki við hverju mátti búast, enda fór ég síðast á svona tónleika þegar Deep Purple komu hingað 2004 eða 2007 (man ekki á hvora tónleikana ég fór) og þar áður á tónleika Led Zeppelin í Laugardalshöll 1970,

Fólkið sem kom í Hörpu  á þessa ágætu tónleika, var hreint á öllum aldri, en ansi margir voru samt gráu kollarnir.

Tónleikarnir "Freddie Mercury sjötugur"

Tónleikarnir hófust og ég hafði auga með fD, ef svo skyldi fara að hún yrði okkur til minnkunar með taumlausum gleðilátum. Það leið ekki á löngu áður en ég þurfti að hnippa í hana þar sem hún ætlaði að fara að príla upp í sætið, syngjandi "We are the Champions" eða "Bohemian Rhapsody", klappandi höndum fyrir ofan höfuðið, (svona eins og þegar HÚ-hað er) og gefandi frá sem amerísk kúrekaöskur (jííí-ha)..............................ekki.
Samtónleikagstir okkar utu tónleikanna, margir hverjir, til hins ítrasta, sveifluð handleggjum fram og til baka, klöppuðu, hrópuðu, sungu með og almennt slepptu fram af sér beislinu.... en ekki við fD. Við vorum alveg róleg.  Kona um fertugt við hlið fD missti sig alveg í gleðinni og meira að segja hafði fD orð á að henni fyndist gleðilætin varla við hæfi. Ég hugsa að konan sem sat við hliðina á mér hafi átt erfiðara með þetta, enda á mínum aldri. Kannski hefur henni ekki litist á að sleppa sínu innra sjálfi lausu, með mig við hlið sér. Ég var farinn að vorkenna henni aðeins og á sama tíma að álasa sjálfum mér fyrir að hafa mögulega þessi neikvæðu áhrif á hana.  En kannski tók hún þessu bara með sama jafnaðargeðinu og ég.

Ég hef ekki áður upplifað aðra eins ljósanotkun á neinum viðburði. Hef reyndar séð slíkt í sjónvarpi. Það kom fyrir, aftur og aftur, að ég þurfti að loka augum þegar ógnarsterku ljósi var beint , blikkandi fram í salinn þegar hæst lét.  Þá velti ég fyrir mér hættunni á því að einhver í hópi tónleikagesti myndi fá flogakast, en ég veit ekki hvort það gerðist.

Ég skil óskir foreldra minna betur nú, þegar þau vildu að systurnar lækkuðu í transistortækjunum sínum.  Hávaðinn var, ógurlegur á köflum, og svo vivirtist sem söngvurunum þætti vænst um þær stundir þegar þeir gátu sýnt okkur sem í salnum vorum, hve hátt þeir kæmust og þá á ég bæði við tónhæð og decibel.  Ég hefði kosið að þetta væri aðeins lágstemmdara.

Ég er búinn að segja ýmislegt hér að ofan sem má túlka sem neikvæða upplifun á þessum tónleikum, en ég er nú víðsýnni maður en svo, að upplifunin hafi verið neikvæð. Ég sat allan tímann í sæti mínu og klappaði við lok hvers lags, hóflega og kurteislega, enda var þarna á ferðinni ágætis listafólk sem á allt gott skilið.  Ég var bara ekki tilbúinn í þetta eru-ekki-allir-í-stuði dæmi og þar með ekki meðal skemmtilegustu tónleikagesta.

Þetta var bara gaman.  





14 nóvember, 2016

Dyngjan og athvarfið

Drungavaldandi regn undanfarinna vikna hefur engan veginn náð að slá Kvisthyltinga út af laginu. Listin er að verða búin að grípa stóran hluta þessarar Laugarásfjölskyldu heljartökum, þannig að daglegt líf snýst um að kanna þau mörk sem hún setur þessum ofurprúða hópi.
Eftir að fD tók sig til og sýndi afurðir sínar á þessu sviði fyrir nokkru, hefur hún æ meir horfið inn í dyngju sína, þar sem leirfígúrur eru hannaðar, mótaðar og málaðar. Við og við kíkir hún fram að talar um að fara út að ganga eða skjótast á Selfoss til að setja vetrardekkin undir. 
Þessi hendir burt andleysinu og hnoðar sama texta fyrir innansveitarblaðið, kemur því síðan frá sér upp á drævið. Hann tekur svo óvæntar syrpur á EOS-inn, smellir og smellir og gerir síðan tilraunir með útkomuna með dularfullum tölvuforritum, sem oftar en ekki hlýða ekk því sem þeim er ætlað að gera. 

Í aðdraganda aðventu sameinast þessi tvö í því að raða nótum í möppur, vita ekkert hvenær næsta æfing er, eða með hverjum, sem vissulega skapar gundvöll til hástemmdra umræðna um tilgang þessa alls. Þau líta svo að á tvo viðburðir á tónlistarsviðinu á næstunni beri hæst og séu mikilvægastir: útgáfutónleikar í Salnum í Kópavogi þann 26. nóvember þar sem frumburðurinn fylgir glænýjum hljómdiski sínum, sem kallast 'Leiðsla', úr hlaði og síðan árlegir aðventu- eða jólatónleikar í Skálholti þann 9. desember, þar sem ofangreindur frumburður og sunnlenskur eðalsópran leiða gesti inn í jólaskapið með aðstoð okkar sem erum búin að vera að flokka nótur og ruglast á æfingum, sem eru einhverntíma, einhversstaðar með einhverjum.

Við ætlum fyrir utan þessa tvo viðburði, að vera virkir þátttakendur í tónleikum á Laugalandi í Rangárþingi ytra þann fyrsta desember og Skálholti þann 3. desember, með rangæskum ágætis kór. 

Þessi hefur haft það á orði, að það sé eins gott að hann er farinn að minnka við sig. 

Málaralist, ljósmyndlist, ritlist og sönglist veita öllum litum regnbogans inn í drunga regnvotra vikna. 


Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...