Sýnir færslur með efnisorðinu súkkulaðilagterta. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu súkkulaðilagterta. Sýna allar færslur

16 desember, 2017

Ljóst og létt gleymdist

Ein er sú lagterta, sem mér finnst bera af öðrum slíkum. Móðir mín bakaði hana alltaf og í bækur hjá okkur er hún komin frá Selfossbúandi systur. Engin lagkaka sem ég hef nokkurntíma bragðað kemst í hálfkvisti við þessa og því hef ég, undanfarin ár, verið að þróa með mér hæfnina til að vera sjálfbjarga við bakstur á henni.
Í dag kveikti ég á ofninum (200°C) og hóf mælingar á efni í þessa eðalsúkkulaðilagtertu.





Uppskriftin er svona:
                                      hálf uppskrift
225 gr. sykur                168 gr.
200 gr. smjörlíki          100 gr
400 gr. hveiti                200 gr
100 gr kakó                  50 gr.
4 egg                             2 egg
1 tsk. natron                  1/2 tsk.
2 tsk. vanilla                 1 tsk
1 tsk. kanill                  1/2 tsk
1 tsk. allrahanda           1/2 tsk
1 1/2 bolli mjólk.          3/4  bolli

Ég hef ávallt talið við hæfi að baka heila uppskrift, en fD hefur ávallt haldið því fram, að hálf uppskrift væri alveg nóg, enda væri ekki æskilegt að innbyrða mikið af svona góðgæti, svona miðað við allt og allt. Niðurstaðan nú, sem fyrr, var auðvitað að ég mældi í hálfa uppskrift (sem er varla upp í nös á ketti).
Ég mældi þannig, að ég byrjaði bara efst og skellti í hrærivélarskálina. Mælingar gengu vel. Í skálina fóru sykur, ekki smjörlíki, hveiti, kakó, ekki egg, natron, ekki vanilla, kanill, allrahanda og ekki mjólk.


Nú spyr ég:
Hversvegna í fjáranum er ekki hægt að raða efnum í svona uppskriftir í rétta röð?

Þetta er er rétt töð:
225 gr. sykur                168 gr.
200 gr. smjörlíki          100 gr
4 egg                             2 egg

400 gr. hveiti                200 gr
100 gr kakó                  50 gr.
1 tsk. natron                  1/2 tsk.
1 tsk. kanill                  1/2 tsk
1 tsk. allrahanda           1/2 tsk

2 tsk. vanilla                 1 tsk
1 1/2 bolli mjólk.          3/4  bolli

Það er vegna þessarar ótrúlega ruglingslegu uppröðunar á efnum í þessa fínu tertu, sem ég áttaði mig of seint á því, að ég hafi sett sykur og hveiti saman í skál. Þar með gat ekki orðið af þessu sem alltaf á að gera: að hræra saman sykur, egg og smjörlíki þar til það verður LJÓST OG LÉTT. 

Ég var sannarlega búinn að læra um þetta grundvallaratriði í kökubakstri, og það fyrir allmörgum árum. Í þetta sinn bara hreinlega gufaði þessi þekking úr höfðinu á mér einni örskotsstund, með þeim afleiðingum, að ég hafði ekkert nema smjörlíkið og eggin til að hræra ljóst og létt.

Hvað átti ég að gera við þessar aðstæður?
Ég hefði getað byrjað frá grunni, en þá leið kaus ég að fara ekki.
Ég hefði getað reynt að aðskilja sykurinn frá hinum þurrefnunum, en það hefði getað reynst tafsamt verk.
Ég ákvað því að taka áhættuna af því að freista þess að hræra eggin og smjörlíkið bara ljóst og létt og sjá hvað kæmi út úr því.

Það kom reyndar ekkert gott út úr því þar sem þessi tvö efni vildu bara ekki blandast og skipti þá engu mál hve lengi eða á hve miklum hraða ég hrærði. Þegar ég var búinn, án árangurs að freista þess að blanda saman eggjunum og smjörlíkinu í korter, tók ég á það ráð að skella smá sykri út í skálina og þá varð þessi blanda strax örlítið líkari því sem hún átti að vera, en auðvitað var, með þessu kominn meiri sykur í tertuna en uppskrifin gerði ráð fyrir.

Þegar mér fannst nóg hrært, skellti ég öllum þurrefnunum út í ásamt mjólkinni og hrærði þetta allt saman. Þar sem ég hafði nokkrar áhyggjur af því hvernig þetta færi allt saman, gleymdi ég að setja vanilludropana út í og bragðið mun leiða í ljós hvoert það breytti einhverju.

Það sem tók við gekk áfallalaust: deila deiginu á tvær plötur, áður en þeim var skellt í ofninn, þar sem þær voru í 6-7 mínútur, að ráði fD, sem kvað lengri tíma mundu leiða til þess að tertan yrði hörð.

Svo var bakstrinum sturtað á smjörpappír, sem ég hafði stráð sykri á (líka að ráði fD). Þetta var tveggja manna verk og þarna kom berlega í ljós hve ótrúlega samstíga við hjónakornin erum, allavega þegar um er að ræða að hvolfa bakkelsi á smjörpappír með sykri á.

Nú, svo var bara að bíða þar til botnarnir kólnuðu, svo hægt yrði að sameina þá, þannig áð úr yrðu fjögur lög.

Kremið er svona samsett:
250 gr smjörlíki              125 gr
500 gr. flórsykur              250 gr
4 eggjarauður                   2
2 tsk. vanilla                     1  
(kannski rétt að hafa þær tvær til að vinna upp á móti teskeiðinni sem gleymdist í deigið)

Við kremgerðina er eiginlega bara eitt sem vafðist aðeins fyrir mér, en það var að aðskilja rauðuna frá hvítunni í eggjunum.  Ég leitaði á Youtube og auðvitað var þar að finna lausnina.
Ég tók, sem sagt, jútúbleiðina að þetta og fékk mér plastflösku, sogaði eggjarauðurnar upp og skellti síðan í skál með öðru efni.
Ég fékk ekki góðar viðtökur við þeirri humynd minni að bæta upp vanilludropaskortinn í kökunni með því að setja bara meira í kremið, svo ég gerði það að sjálfsögðu ekki.

Kremið fór á, vandlega skornum botnunum komið fyrir þannig að úr varð fjögurra laga terta,  sem ég tími varla að fá mér af, þar sem það er svo lítið af henni.

Bara að ég hefði gert heila uppskrift...........





Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...