Sýnir færslur með efnisorðinu Lýðháskólinn í Skálholti. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Lýðháskólinn í Skálholti. Sýna allar færslur

18 september, 2019

Leikstjóri fer yfir feril sinn

Anna Helga Schram og Óskar Bjartmarz í hlutverkum
sínum í "Happinu" á sviðinu í Aratungu.
Kristín Anna Þórarinsdóttir, leikkona var betri en engin við að smita mig af leiklistarbakteríu á Laugarvatni. Ég var ekki laus við hana þegar ég hóf kennslu í Lýðháskólanum í Skálholti í framhaldi af stúdentsprófinu, haustið 1974. Bakterían varð svo til þess, að það kom í minn hlut að leikstýra skólaleikritinu sem var sýnt í maí, 1975. Sú eldskírn mín tókst nú ekki ver en svo, að tveir leikendanna, þeir Eyþór Árnason og Ellert A. Ingimundarson lærðu leiklist í framhaldinu. 

Leikritið sem tekið var fyrir verður víst seint talið meðal helstu perla í leikbókmenntum heimsins, en það var "Happið" eftir Pál J. Árdal. Bara hið ágætasta leikrit, í einum þætti, minnir mig. Það var fyrst sýnt sýnt á Akureyri veturinn 1897-98, bara nokkuð vinsælt leikrit sem var sýnt víða um land á sínum tíma og fram eftir tuttugustu öldinni. 
Eyþór Árnason og Þórdís H. Einarsdóttir í
hlutverkum sínum í "Happinu"
"Happið" er léttur gamanleikur sem gerist í sveit hjá Halli nokkrum hreppstjóra í Dölum. Dóttir hreppstjórans Valgerður er skotin í kennaranum Gunnari en faðir hennar vill að hún giftist ráðsmanninum Helga og er hreppstjórafrúin manni sínum sammála. En Helgi verður brátt ruglaður í ríminu þvi fleiri stúlkur eru á heimilinu. Ekta finn gamaldags róman.

Tilefni þess að ég finn mig knúinn til að útbúa þennan pistil er, að ég fann þrjár myndir frá uppsetningu á þessu leikverki í lýðháskólanum á vormánuðum 1975. Á efstu myndinni eru þau Anna Helga Schram og Óskar Bjartmarz í hlutverkum sínum. Myndin til hægri er af þeim Eyþór Árnasyni og Þórdísi H. Einarsdóttur í sínum hlutverkum og sú þriðja er af þeim Evu Arnþórsdóttur og Ellert A. Ingimundarsyni í sínum.

Því miður hef nú ekki verið í neinum umtalsverðu sambandi við lýðháskólanemendurna mína frá því leiðir skildi vorið 1975. Þau fóru hvert í sína áttina  og ég í mína, eins og verð vill. Þrem peyjum hef ég aðeins getað fylgst með vegna þess að þeir hafa birst á opinberum vettvangi.

Óskar Bjartmarz var lengi í lögreglunni og gæti verið enn. Hann var nokkuð áberandi þegar Kárahnjúkastíflan var í byggingu, en þá gegndi hann söðu yfirlögregluþjóns á Austurlandi.

Eva Arnþórsdóttir og Ellert A. Ingimundarson
í hlutverkum sínum í "Happinu"
Eyþór Árnason lagði stund á leiklist og starfaði líklega eitthvað við það, en lengst af var hann einhverskonar sviðsstjóri hjá Stöð 2 og og nú í enhver ár í Hörpu. Auðvitað má ekki gleyma því að Eyþór er ljóðskáld og hefur gefið út nokkrar ljóðabækur. 

Ellert A. Ingimundarson  gerðist einnig leikari og hefur verið talsvert áberandi á því sviði,bæði á leiksviði og í kvikmyndum.  Þá á hann og rekur með fjölskyldu sinni veitingastaðinn Eldofninn í Grímsbæ.

Um aðra nemendur lýðháskólans þennan vetur veit ég því miður ekkert að ráði, en aman væri, þó eki væri nema frétta af því hvað blessaðir ungarnir, sem nú eru allir komnir vel inn á sjötugsaldurinn, eru eða hafa verið að bardúsa.

Myndirnar fann ég í gamalli hirslu, þar sem ýmislegt birtist mér, sem þyrfti að komast á safn með tíð og tíma.




Lýðháskólanemar og starfsfólk veturinn 1974-75


Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...