Sýnir færslur með efnisorðinu eldvarnir. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu eldvarnir. Sýna allar færslur

06 október, 2018

Dauður reykskynjari

Þar sem ég bý í timburhúsi á ég að vera sérstaklega vakandi varðandi allt sem kemur að brunavörnum. Ég er auðvitað vakandi, meira að segja sérstaklega, en ekki hefur þetta vökulíf mitt beinst neitt sérstaklega að brunavörnum hússins sem ég bý í.
Jú það fór svo, að það voru keyptir reykskynjarar og settir upp hér og þar um húsið og með því skyldi tryggt, að það sem átti ekki að og mátti ekki gerast, gerðist, myndum við allavega sleppa lifandi úr húsinu. 
Áður kom maður frá brunavörnum árlega með nýja rafhlöðu og skipti úr slökkvitækjum - sá þannig til að brunavarnir væru eins og vera bar.

Svo hætti hann að koma, en í staðinn gat  maður farið í tiltekið hús á Selfossi og fengið nýja rafhlöðu og nýáfyllt slökkvitæki. Þegar ábyrgð á eigin öryggi er þannig sett á herðar manns sjálfs, fer örugglega ýmislegt úrskeiðis hjá ýmsum. Jú, ég hef reynt að vera vakandi fyrir því að skipta um rafhlöður, en hefur gengið ver með slökkvitækin.

Einhvernveginn hefur aðdragandi jóla orðið til þess að manni verður hugsað til reykskynjaranna og þannig var það einnig fyrir síðustu jól. En samt gleymdist að skipta. Ekki gáfu þeir til kynna að rafhlöður væru að tæmast, svo það var eiginlega ekkert sem varð til þess að minna á.
Ég ákvað samt, þegar á leið sumar, að athuga með þessa verndara mína. Ýtti á takka sem á að verða til þess að heyrist píp.
Það gerðist ekkert.
Nú jæja, rafhlaðan bara steindauð hugsaði ég og skipti um, setti nýja og ferska í.
Það breytti engu, ekkert píp.
Hvað var nú?
Ferð á Selfoss með reykskynjarann varð til þess, að ég varð upplýstur um að reykskynjarar eru ekki eilífðarvélar. Þetta hafði enginn sagt mér og ekki er ég svo mikill brunavarnanörd að ég hefði nokkurntíma farið inn á vef Mannvirkjastofnunar til að fræðast um reykskynjara. Ég er búinn að því nú. Þar segir, neðarlega í upptalningu á þáttum sem ber að hafa í huga verðandi brunavarnir, að:

Líftími reykskynjara er um það bil tíu ár. 
Aðgætið framleiðsludag/ár þegar reykskynjari er keyptur.

Mínir reykskynjarar reyndust hafa verið framleiddir árið 2003 og þar með með líftíma til 2013 eða þar um bil.  Þeir dóu úr elli, blessaðir.

Ég er nú að setja þetta hér vegna þess að ég trúi því ekki að ég sé eina manneskjan sem ekki hefur gert mér grein fyrir því að líftími reyskynjara væri takmarkaður. Ef svo er, þarf ég auðvitað að hugsa min gang og tengja mig betur við raunveruleikann.

Ég þurfti sem sagt að kaupa nýja reykskynjara, sem var ekki mikið mál, enda ódýr öryggistæki. Það sem ég er hinsvegar ósáttur við er, að til þess að festa þá upp það að skrúfa þá upp og vegna þess að festingar fyrir þessi ágætu tæki eru ekki staðlaðar, þarf að ger ný göt fyrir hvern nýjan reyksynjara. Vesen!

Eru þínir reykskynjarar kannski dauðir?

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...