Þetta líf okkar er stöðug tímamót, mis stór eða merkileg, en tímamót samt. Það sem gerist óhjákvæmilega við tímamót er, að maður lætur hugann reika, eða hugur manns er látinn reika. Innan úr skáp var ég allt í einu kominn með í hendurnar teikningu frá árinu 2001, sem leiddi síðan til þess að hugurinn fór á flug um árabilið frá 1974 og talsvert fram á þessa öld, fram og til baka. Elstu nemendur mínir frá árunum í Lýðháskólanum í Skálholti eru nú nánast jafngamlir mér, sem ekkert geri nema yngjast og þroskast, sem er góð blanda.
Elstu nemendurnir úr Reykholtsskóla eru hálfsextugir og þau elstu úr ML eru nokkuð skriðnir yfir fimmtugt.
Svona gerðist þetta. Og svo þurfti þessi teikning að falla í hendur mínar og trufla mig við flokkunina á því sem fer eða verður.
Það er hægara sagt en gert að standa í slíku. Hvað geri ég t.d. við svona mynd? Frumrit, eftir þekktan skopmyndateiknara, að ég held. Verður kannski verðmæt með tímanum - er ef til vill þegar orðin það. Hvað geri ég við svona mynd?
Hvað geri ég við litlu bókina frá tveim grunnskólastúlkum frá því um jól 1981?
Þetta er snúið, allt saman og tilefni til heimspekilegra vangaveltna og spurninga um lífið og tilveruna. Þessi spurning er til dæmis nokkuð áleitin: Hversvegna ætti maður yfirleitt að geyma eitthvað? Hversvegna geymdi ég teikninguna og litlu bókina um hann Herra Kjána (það var örugglega meining hjá þeim, stúlkunum, með þessu bókarvali)? Ég hef ekki svarið við því. Skynsami strengurinn í mér telur tilganginn engan vera. Þetta mun allt, fyrr eða síðar verða að dufti. Tilfinningastrengurinn í mér kveður það ekki koma til mála að henda svona verðmætum minningum í pappírsgáminn.
Þessir tveir strengir toga í mig, hvor í sína áttina og tefja fyrir því að ég geti haldið áafram við að flokka það sem á að fara, í einn kassa og það sem á að vera, í annan.
ps. mér finnst ungt fólk hafa fallega rithönd áður fyrr, fallegri en nú er orðin raunin. Hvað varð um almennilega skriftarkennslu,eiginlega?
Sýnir færslur með efnisorðinu minningar. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu minningar. Sýna allar færslur
17 maí, 2019
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)
Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...
-
Heilsugæslustöðin í Laugarási á vígsludegi 1997 (mynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson) Ég hefði óskað þess, að fyrstu dagar nýs árs yrðu ánægjulegri...
-
Það er ótvíræður kostur við þorrabót eldri borgara í Biskupstungum, að það er ekki boðið upp á dansiball með tilheyrandi hávaða þegar fól...
-
Líklega lið annars bekkjar veturinn 1971-1972. Aftari röð f.v. Helgi Þorvaldsson, Eiríkur Jónsson, Kristján Aðalsteinsson, Páll M, Skúlaso...