Sýnir færslur með efnisorðinu Drumboddsstaðasyskin. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Drumboddsstaðasyskin. Sýna allar færslur

13 desember, 2018

Að heyra blaðið

Þorsteinn Þórarinsson, Guðríður Þórarinsdóttir og Stefán Sigurðsson
Það er sem ég segi, maður verður að hafa hemil á sér, og það ætla ég vissulega að gera, en ekki fyrr en þetta sem hér fylgir er frá.
Mig langaði að vita aðeins meira um þetta fyrirbæri, hann "Baldur", sem ég fjallaði aðeins um í gær.

Glugg mitt leiddi mig að eftirfarandi umfjöllun um "Baldur", sem Þorsteinn (Þórsteinn?) Þórarinsson frá Drumboddsstöðum skráði í "Baldur" 1932, en hann var þarna formaður ungmennafélagsins og sat einnig í ritnefnd "Baldurs"

Afmæli "Baldurs"
Á næsta nýári verður "Baldur" 22 ára gamall. Fyrsta blaðið var skrifað í janúar 1911. Síðan hefir það nokkurnveginn fylgt fundum fjelagsins. Og það hefir frá fyrstu verið svo, að hafi út af því brugðið að nýtt blað komi á hvern fund, þá hefur þótt mikils vant. Svo sterkur þáttur var blaðið í starfsemi fjelagsins, að sumir sögðust verða að fara á fundina, til að heyra blaðið. Það mun líka vera svo, að öllum þeim margháttuðu störfum, sem fjelagið hefir haft með höndum frá fyrstu, þá hefur "Baldur" best fullnægt tilgangi, allar götur fram á þennan dag.
Það hafa margar hendur verið hjer að verki. Eðlilega er það mjög misjafnt að vöxtum, sem fjelagarnir hafa lagt þar fram, en við munum það nokkurn veginn og það rifjast upp við endurlestur á blaðinu, að það er undarlega jafnt að gæðum og gildi, sem það hefur flutt, frá hverjum sem það er. Þetta er því merkilegra, sem margir  eiga þarna fyrstu og síðustu, einu ritgerðina, sem þeir hafa samið á æfinni.
Og þó er hver grein meira en læsileg; hver grein hefur eitthvað til ágætis og margar alt. Það er lifandi áhugi, yljaður af samkend og skilningi, sem blasir við á hverri opnu blaðsins og birtist oftar en ekki í búningi góðs máls og meðferðar.
Það þótti eiga við, að gera "Baldur" nú ný skil. Bar tvennt til. Fyrst, að nú er blaðið orðið það mikið umfangs, að erfitt er að finna þar ýmislegt, sem menn þó kynnu að vilja sjá. Hitt er, að óðum líður að 25 ára aldri félagsins. Og þá er það hvorttveggja, skemmtilegt og skylt, að gera þess nokkra grein, hvernig og á hverjar leiðir þetta starf félagsins hefir gengið. Því er þetta yfirlit efnis og höfunda gert, sem fylgir þessu tölublaði "Baldurs".
Um Baldur, hinn norræna, var það mælt, " að frá honum væri gott eitt að segja". Um "Baldur" ungmennafjelagsins held jeg að mætti hafa  sömu orð. Það ætti vissulega að vera efsta og æðsta mark fjelagsmanna allra, að hið sama mætti um hvern þeirra segja.
Skrifari: Þórst. Þórarinsson

Ritnefnd:
Stefán Sigurðsson (1901-2004)
Guðríður Þórarinsdóttir (1888-1971)
Þórst. Þórarinsson (1888-1933)

Svo fór ég að afla mér lítilsháttar upplýsinga um þessa ritnefnd og þá lenti ég á þessari frétt í Degi, frá ágúst 1933:
Fyrir rúmri viku fylgdi Þorsteinn Þórarinsson bóndi á Drumboddsstöðum í Biskupstungum ferðamanni að Efstadal í Laugardal og sneri síðan heim aftur. Hefir hann ekki komið fram síðan og er ætlað að hann hafi farizt í Brúará.
Í Skinfaxa  árið eftir, eða 1934 segir Viktoría Guðmundsdóttir frá systkinunum frá Drumboddsstöðum, þeim Þorfinni, Sigríði,  Þorsteini og Guðríði Þórarinsbörnum. Þar er m.a. þetta um Þorstein, þann sem ritaði þennan þátt um Baldur:
Full 22 ár var hann formaður Ungmennafélags Biskupstungna, og saga félagsins um þau ár er svo nátengd nafni hans, að vart verður um annað skrifað svo að hins sé ekki líka getið. Sú saga verður ekki framar rakin hér. Ungmennafélagið starfar enn i fullu fjöri, og margt í sögu þess heyrir engu síður framtíðinni til en fortíðinni. Síðastliðið vor hélt félagið 25 ára afmæli sitt. Va r þá gleði á ferðum, og hefir Þorsteinn sjálfsagt litið björtum augum á framtið félagsins. En honum auðnaðist ekki að sljórna starfinu lengur en að þessum vegamótum, því að þetta var síðasti fundurjim, sem hann sat i félaginu. Hinn 26. júlí fór hann að fylgja ferðamanni út i Laugardal, en fórst i Brúará á lieimleiðinni. Sjónarvottur var enginn að slysinu, því að hann var einn á ferð, og lauk svo þessi vinsæli maður æfi sinni „einn og óstuddur". Lík hans fannst rúmum 5 vikum síðar og var jarðsett að Bræðratungu 9. september. að viðstöddu miklu fjöhnenni. Þótti sveitungum hans og einkum félögum þar hafa farið hinn göfgasti maður. Um hann er bjart i hugum manna.

Hvort hét Þorsteinn "Þorsteinn" eða "Þórsteinn"?  Ekki fæ ég séð annað en hann hafi skrifað sig Þórstein, ef marka má undirskrift hans í "Baldri":



Litlir kallar og litlar kellingar

Heilsugæslustöðin í Laugarási á vígsludegi 1997 (mynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson) Ég hefði óskað þess, að fyrstu dagar nýs árs yrðu ánægjulegri...