Sýnir færslur með efnisorðinu forsetakosningar. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu forsetakosningar. Sýna allar færslur

08 nóvember, 2016

"...all men are created equal" í tilefni dagsins

Ég velti því fyrir mér, svona í tilefni dagsins, hvort sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna heimili konu að vera forseti.

Ég lærði ensku þannig, að það væri munur á MAN og A MAN, þar sem hið fyrrnefnda vísar til alls mannkyns og er ekki  til í fleirtölu og hið síðarnefnda merkir karl(maður) sem er síðan MEN í fleirtölu.
Það hefur enginn fengið mig til að efast um að svona sé þetta og hafi alltaf verið.
Sambærilegt orð í íslensku er dálítið öðurvísi og vefst ansi mikið fyrir okkur.
Ef þú er kvenkyns mannvera þá ertu KONA eða KVENMAÐUR ef þú er karlkyns mannvera ertu með sama hætti KARL eða KARLMAÐUR. Orðið MAÐUR í íslensku vísar hinsvegar til beggja kynja.  Þetta virðist mörgum okkar ekki vera ljóst, enda tala þau um KONUR og MENN, sem maður hlýtur þá að skilja sem svo, að konur séu ekki hluti af mannkyninu, heldur eitthvað allt annað.
Nóg um það.

Eftirfarandi er umræddur hluti úr sjálfstæðisyfirlýsingunni:
"We hold these truths to be self-evident, that all men are created equal, that they are endowed by their Creator with certain unalienable Rights, that among these are Life, Liberty and the pursuit of Happiness."
Við lítum svo á að allir karlmenn séu skapaðir (fæddir) jafnir og svo framvegis.  Þetta var upprunalega merkingin, fyrir utan það, að sjálfsögðu, að þarna var aðeins átt við frjálsa, hvíta karlmenn sem áttu eignir. "really meant that "all free, property-owning males are created equal".
Það var meira að segja svo, að Thomas Jefferson, sem skrifaði yfirlýsinguna átti sjálfur 200 þræla, sem augljóslega nutu ekki sömu réttinda og hann.
Þó fólk segi nú að þó svo aðeins sé talað um karlmenn í yfirlýsingunni þá sé merkingin nú orðin miklu víðtækari og nái til allra.
En er það svo í raun?
Er ekki einmitt líklegt, að þessi yfirlýsing sé einn stærsti þröskuldurinn í vegi fyrir jafnrétti kynjanna og jafnrétti kynþáttanna, eða jafnrétti, yfirleitt?

Svona eru nú pælingar manns einfaldar á þessum mikla degi Bandaríkjamanna. Dálítið trumpískar, bara.

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...