Sýnir færslur með efnisorðinu kaffi. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu kaffi. Sýna allar færslur

30 október, 2020

Að koma lífi í rjóma

Þegar ég fæ mér kaffi, þykir mér harla gott að skella í það dreytli af rjóma, sem ég sæki í ísskápinn. Tek rjómann fram, ískaldan og frekar dofinn. 

Til þess að koma í hann lífi áður en ég hleypi honum í kaffibollann minn, hristi ég hann rækilega og vek hann þannig til lífsins, svo ann dragi fram hið nákvæmlega rétta bragð af indælis kaffidrykknum.

Ég fékk mér kaffi í dag og það gerði fD einnig. 

Hún vekur rjómann ekki með sömu aðferðum og ég, heldur skrúfar bara tappann af og hellir.

Í dag fékk hún sér rjóma í kaffið sitt, á undan mér og setti síðan á borðið og tappann við hliðina.

Svo tók ég upp hálfpottsfernuna af rjóma og vakti til lífsins, eins ég geri.

Hér á bæ var skúrað hátt og lágt í dag.


Litlir kallar og litlar kellingar

Heilsugæslustöðin í Laugarási á vígsludegi 1997 (mynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson) Ég hefði óskað þess, að fyrstu dagar nýs árs yrðu ánægjulegri...