Fyrirsögnin er úr 45. kafla Njálu og mér datt hún í hug í framhaldi af því að ég lét verða af því að ver viðstaddur skírnarathöfn á Laugarvatni í gær.
Ég verð nú að segja að sú breyting sem hefur orðið á þessari athöfn á síðustu árum er til fyrirmyndar. Í stað þess að nýnemar þyrftu að ganga í gegnum ýmsar þrautir fyrstu daga sína í skólanum, þar sem hápunkturinn var svokölluð DAUÐAGANGA frá skólanum niður að vatni, með viðkomu hjá höfði Jónasar frá Hriflu, og það tilbeðið í anda austurlenskra trúarbrgaða: "Alliði Jónas!", er nýnemum nú fylgt af eldri nemum í litklæðum eins og Sigmundur Lambason í Njálu undir dynjandi tónlist.
Það var bros á hverju andliti í gær, greinilega alveg sérstaklega gaman.
Mér fannst hlýlegt að koma þarna aftur, enda á ég nokkra tengingu við skólann.
Svona uppákomu verða ekki gerð skil í texta einum saman, og hann myndi seint ná því sama og ljósmyndir.

Jæja, það er víst best að fara að slá botninn í þetta áður en ég segi of mikið, en lýsi bara ánægju yfir því hve skólinn og nemendur hans stækka með því að taka með þessum hætti á móti nýju fólki.