Sýnir færslur með efnisorðinu skelfing. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu skelfing. Sýna allar færslur

16 desember, 2018

Páll ósáttur: "Hvers eiga sveitabæir að gjalda?"

Ég leyfi mér að lýsa óánægju minni hvernig sveitabæir eru, í fjölmiðlum, markvisst útmálaðir sem ólánsstaðir . Nú síðast var frétt um að maður væri geymdur á sveitabæ gegn vilja sínum og meira að segja á Austurlandi, af öllum stöðum.  Það er að verða svo, að í hvert skipti sem ég heyri sveitabæ nefndan kemur mér í hug saga Stefáns Mána, "Nautið" en um hana er þetta m.a. ritað:
Á rólyndislegum austfirskum sveitabæ gerast skelfilegir atburðir. 
Ég bý nú næstum því á sveitabæ og bý við það viðhorf, að þegar fólk veit að ég bý á sveitabæ í Biskupstungum,  stimplar það mig sem einhverskonar ólánsmann, ég hljóti að geyma einhver skuggaleg leyndarmál, hljóti að halda veiku fólki í gíslingu, níðist á dýrum, rækti kannabis, hýsi glæpamenn og þar fram eftir götunum.
Svona umfjöllun um sveitabæi verður bara að linna.
Þetta getur ekki gengið svona lengur.

Það má frekar segja um sveitabæi að þar búi afi og amma með skepnurnar sínar, eða með gróðurhúsin sín í kyrrð og ró. Umhverfið allt ber með sér að vera laust við skarkala heimsins, hundurinn kúrir undir vegg og fuglarnir syngja í hlaðvarpanum.
Sveitabæir eru nefnilega þess eðlis að þar býr allt það sem ljúfast er í mannlífinu. Þeir eru beinlínis hannaðir fyrir lífið sem manninum er eðlilegast.

Það virðist hinsvegar vera svo að höfuðborgarbúar sjái einhverjum ofsjónum yfir því lífi sem lifað er í sveitum landsins og ekki er hægt að túlka það öðruvísi en sem blöndu af öfund og þekkingarleysi. Þeim færi betur að líta sér nær.

Það liggur við að ég sé móðgaður fyrir hönd sveitabæja. Við verðum öll að vera tilbúin að móðgast, ef ekki fyrir eigin hönd þá annarra.. Það er háttur nútímamannsins.

Litlir kallar og litlar kellingar

Heilsugæslustöðin í Laugarási á vígsludegi 1997 (mynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson) Ég hefði óskað þess, að fyrstu dagar nýs árs yrðu ánægjulegri...