Sýnir færslur með efnisorðinu 1987. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu 1987. Sýna allar færslur

09 apríl, 2019

32 ára grínádeila með alvarlegum tón

Þar sem ég var að blaða í gegnum gögn frá fyrrum þorrablótsnefndum í Skálholtssókn, staldraði ég við þennan brag, sem er líklegast frá þorrablóti 1987 (svona miðað við hvar honum hafði verið komið fyrir í möppu).  Ég staldraði við þetta, þar sem þetta minnti dálítið á stöðuna eins og hún er í dag. 
Jú, kannski væru skilaboðin semd með sms, Siggi myndi hita pizzuna, það væri horft á Netflilx eð Youtube. korktaflan væri google calendar, flórinn mokar sig sjálfur, leikfimin væri ræktin, svo eitthvað sé nefnt.
Það kemur ekki fram hver höfundur þessa brags er, en í þorrablótsnefndinni þennan vetur voru Guðmundur á Iðu, Benedikt í Kirkjuholti, Áslaug á Spóastöðum, Renata í Brekkugerði og Elsa í Asparlundi.  Það væri ekki slæmt að fá upplýsingar um höfundinn.



Bragurinn var saminn við lag sem margir þekkja: "Bílavísur" en það er eftir Ingimund (1881-1958) . 
Félagslíf er fjölbreytt hér í sveitum
við finnum hvergi betra þótt vér leitum.
Alla daga eitthvað um að vera.
- Ja, þau lifandis, skelfingar ósköp sem fullorðna fólkið
sýnist hafa að gera.

Krakkarnir sem koma heim úr skóla
hvergi sjá á foreldrunum bóla.
Skilaboðin skrifuð eru á diskinn:
- Elsku Siggi minn, ég skrapp í ljós og gufu, vertu nú þægur
– og hitaðu upp fiskinn.

Hvar er pabbi? Hvert hefur hann farið?
Á korktöflunni blasir við þeim svarið:
Á þriðjudögum þjálfar hann kirkjukórinn.
Þá börnin vita að þau eiga að fara út í fjós, sópa og gefa
- og klára að moka flórinn.

Ef Solla hringir, segðu að ég sé farinn
og sennilega verði ég við barinn.
Ef Maggi kemur máttu ekki gleyma
að skila til hans voða góðri kveðju og segja að á sunnudaginn eftir kl. 5 verði bæði
- mamma og pabbi heima.

Já, leikfimi og Lionsklúbb þau stunda
um landsins gagn og nauðsynjar þau funda,
í skipulags og skólanefndum mæta
og í allskonar stjórnum, þingum og ráðum og Guð má vita hverju
- þau hagsmunanna gæta.

Því uppeldið má annast bara á hlaupum,
til afþreyingar vídeó við kaupum.
Börnin þegja og það er fyrir mestu
- að við fullorðna fólkið komumst á sem allra flestar ráðstefnur og þing til að fjalla um það sem er..
..BÖRNUNUM FYRIR BESTU!

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...