(Ef einhver sem þetta les skyldi falla aftur fyrir sig af undrun yfir því að ég geti þetta, miðað við stöðu mála, bendi ég á neðanmálsgrein)*
Verk Ásmundar Sveinssonar eru flest fremur mikilúðleg. Þau hafa ekki orðið til nema vegna þess að það var nóg pláss. Það er ekki nóg pláss í Kvistholti, en ef svo fer sem horfir blasir við bygging á 130 fermetra vinnustofu einhversstaðar í lóðinni.
Þetta byrjaði allt rólega: litlar akrylmyndir, svona 10x10 cm. Þær stækkuðu síðan aðeins eftir því sem tímar liðu.
Það tók við tími flutninga eins og ég hef þegar gert grein fyrir hér. Þarna munaði minnstu að ég yrði settur í þá stöðu að deila vinnuaðstöðu minni með listamanninum, sem þá þegar hafði uppgötvað leirinn sem ákjósanlegt efni til að tjá sig í.
Þar með hófst annar þáttur sögunnar, þátturinn þar sem furðufuglar og ruglur tóku yfir. Þar hafa orðið ýmsar vendingar og ýmislegt orðið til sem ekki verður nefnt með nafni.
Fyrir nokkru hófst síðan þriðji þáttur sögunnar, þáttur RIFfuglanna (risafurðufuglanna). Þeir byrjuðu á blöðrum og pappírsmassa. Látum það nú vera, Með því þessi þáttur hófst, hófst einnig útrásin úr dyngjunni.
"Það er ekkert pláss þarna inni", voru nákvæmlega þau orð sem voru notuð.
Það þarf vart að taka það fram, að blöðrurnar eru umtalsvert stærri en furðurfuglarnir og þar með var að verða til ný tegund og miklu stærri. Blöðrurnar voru klæddar pappírsmassa og mótað í kringum þær eins og þurfa þótti.
Þar sem þessum RIFfuglum er ætlað að vera utanhúss lá fljótlega fyrir að ekki dygði pappírsmassinn.
Steypa skyldi það vera og múrblanda var keypt í næstu kaupstaðarferð, ásamt hænsnaneti og festifrauði. Allt var þetta útpælt.
Gott og vel.
Það sem veldur mér áhyggjum er sú staðreynd, að nú er borðstofuborðið undirlagt þessari vinnslu, og þvottahúsinu hefur verið breytt í steypustöð. Þetta þýðir það, á mannamáli, að þrjár vistarverur í húsinu eru nú orðnar að vinnustofum fD.
Ef að líkum lætur, mun fuglategundin sem um ræðir, ekkert gera nema stækka. Það er ekki ólíklegt að ZÚMBA-boltinn myndi stoðgrindina í fjórða þætti þessarar sögu.
Ég mun verjast mögulegri innrás í vinnuaðstöðu mína og er því byrjaður að hugsa fram í tímann.
*Ef einhver datt aftur fyrir sig: ég er að skána þó ég eigi talsvert í land enn.
Sýnir færslur með efnisorðinu dyngjan. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu dyngjan. Sýna allar færslur
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Bæði góður, en líka leiðinlegur.
Þ að er nú ekki vegna þess að ég hef ekkert við tímann að gera, nema finna eitthvað í lífinu til að fjargviðrast yfir, sem ég ákvað að reyna...

-
Það er ótvíræður kostur við þorrabót eldri borgara í Biskupstungum, að það er ekki boðið upp á dansiball með tilheyrandi hávaða þegar fól...
-
50 ára stúdentar, 2024 Maður áttar sig ekki endilega á því, meðan einhverjar aðstæður eru fyrir hendi, hvort þær hugsanlega muni skipta máli...
-
Við Jósefína kenndum saman í Reykholtsskóla við upphaf 9. áratugarins, þegar ég var að stíga fyrstu skref mín sem kennari og það gekk allave...