Sýnir færslur með efnisorðinu Þórsmerkurljóð. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Þórsmerkurljóð. Sýna allar færslur

30 ágúst, 2019

María, María fæddist við Hvítárbrú


Í tímaritinu Útiveru, árið 2004 var grein um Sigurð Þórarinsson, jarðfræðing sem Sigurður Bogi Sævarsson skrifaði. Þar vitnaði hann til greinar eftir Sigurð Steinþórsson um Sigurð Þórarinsson sem birtist í Andvara 1985. Hér er það sem segir um þetta í Andvara:

Uppruni Þórsmerkurljóðs við Hvítárbú
„Þórsmerkurljóð" Sigurðar varð til í Grímsvötnum skömmu fyrir 1960, og segir Halldór Ólafsson, vinur og aðstoðarmaður Sigurðar í mörg ár, þannig frá tildrögum þess: 

Halldór hafði ekið manni að Hvítá hjá Iðu, þar sem verið var að smíða brúna, og sátu menn þar að gleðskap. Með brúarmönnum voru þrír þýzkir stúdentar, sem komið höfðu gangandi norðan Kjöl, og sungu þeir þýzkan söng sem Halldór minnir að héti „Des Zigeuners freuliche Leben" og hafði að viðkvæði „faria, faria". Brúargerðarmenn höfðu ort sönginn upp á íslenzku, og var þetta upphafið:

Krýsuvíkin er vondur staður, faría, faría,
þangað fer enginn óvitlaus maður, faría, faría,
 og nam Halldór lag og kvæði. 
Viku síðar lágu þeir Sigurður veðurtepptir í Grímsvötnum og tvímenntu í koju. Var Sigurður lasinn og lá mest og mókti, en eitt kvöldið vildi Halldór gleðja hann og sagði: „Nú skaltu læra skemmtilegt lag sem ég heyrði um daginn" og söng fyrir hann ljóð brúarvinnumanna. Morguninn eftir vakti Sigurður Halldór og var þá búinn að yrkja „Þórsmerkurljóð". Taldi Halldór að Þórsmörkin hefði verið honum ofarlega í huga því hann var rétt kominn úr ferð þangað með Ferðafélaginu.

Lagið sem þýsku stúdentarnir sungu kallast reyndar „Lustig is das Zigeunerleben“, er barnasöngur eða slagari og textinn er svona á þýsku:
Lustig ist das Zigeunerleben
Lustig ist das Zigeunerleben,
Faria, fariaho.
Brauchen dem Kaiser kein Zins zu geben,
Faria, fariaho.
Lustig ist's im grünen Wald,
Wo des Zigeuners Aufenthalt.
Faria, faria, faria, faria,
Faria, fariaho.
Sollt uns einmal der Hunger plagen,
Faria, fariaho.
Tun wir uns ein Hirschlein jagen,
Faria, fariaho.
Hirschlein, nimm dich wohl in acht,
Wenn des Jägers Büchse kracht.
Faria, faria, faria, faria,
Faria, fariaho.
Sollt uns einmal der Durst sehr quälen,
Faria, fariaho.
Gehn wir hin zu Wasserquellen,
Faria, fariaho.
Trinken das Wasser wie Moselwein,
Meinen, es müßte Champagner sein.
Faria, faria, faria, faria,
Faria, fariaho.
Mädchen, willst du Tabak rauchen
Faria, fariaho.
Brauchst dir keine Pfeif zu kaufen
Faria, fariaho.
Greif in meine Tasch' hinnein
Da wird…



Það var Sigurður Bogi Sævarsson sem benti mér á þessa skemmtilegu tengingu Þórsmerkurljóðs við byggingu Hvítárbrúar.
Kannski við ættum að skella einhverjum viðeigandi texta við þetta lag og taka það upp sem þorpssöng í Laugarási.

Þú ert ljúfur og léttur staður
Laugarás, Laugarás
enginn fer frá þér heilvita maður
Laugarás, Laugarás.
...og svo framvegis.

Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)

Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...