Sýnir færslur með efnisorðinu Þorlákshver. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Þorlákshver. Sýna allar færslur

13 ágúst, 2018

Þorlákshver, Litli hver og búnaðarskóli

Þorlákshver eða Litli hver?
Þegar oft þarf að ganga sér til heilsubótar þarf stundum að huga að því að skipta um gönguumhverfi.  Það gerðum við fD og ákváðum að leggja leið okkar eftir slóðanum sem liggur frá Skálholtsbúðum niður að Þorlákshver. Frá þeim stað sem bílnum var lagt og niður að Brúará eru tæpir 2 km.
Ég hef ekki komið þarna niðureftir í áratugi.
Í kjölfarið fór ég að velta ýmsu fyrir mér um þennan hver, Þorlákshver, en komst að því, í fljótu bragði að það eru ekkert umtaslverðar heilmildir um sögu hans í efstu lögum þeirra heimilda sem ég hafði aðgang að.

Í árbók hins íslenzka fornleifafélags 1927, þar sem fjallað er um ýmis örnefni í Skálholti (mjög áhugavert) segir þetta um Þorlákshver:
Þorlákshver er eitt þeirra örnefna, sem kennt er við Þorlák biskup hinn helga Þórhallason.

Svo fór ég að leita meira og það leiddi mig að ýmsu öðru og þar bar eftirfarnadi hæst:
Í Þjóðviljanum 1944 skrifar Björn Sígfússon:
SKÁLHOLT Náttúruskilvrði og kröfur til nýs skóla
Nytjun jarðyls á skilyrðislaust að vera ein meginkrafan, sem gera skal til bændaskóla í nýjum stíl, og hana á hann að hafa umfram hina skólana. Þegar borun eftir jarðhita kemst til framkvæmda um allt land, verður sá orkugjafi meiri þáttur í búnaðarframleiðslu og öllu lífi sveitanna en menn hefur grunað. Garðyrkjuskóli er bundinn á þröngu sviði við jarðylsnotkun til ræktunar og fullnægir ekki bændaefnum, enda ætlaður öðrum. Gufusuða og þrýstingsnotkun er t. d. mikilsvert framtíðarmál. Slíkt má prófa og kenna í bændaskóla, auk hitaræktar, þótt hann fáist ekki við mikla garðyrkju. Hinn ókomni landbúnaður er, eins og menn ættu að vita, ein af iðjurekstrargreinunum, og bændaskóli þarf a. n. l. að fullnægja iðnskólahlutverki. Þess vegna er nauðsyn, að bændaskólinn nýi hafi allmikinn jarðhita sjálfur, og jafnmikil nauðsyn, að í kring séu hitalindir beizlaðar á margvíslegan og stórfelldan hátt, án þess að skólinn sjálfur þurfi að eiga í þeim fyrirtækjum nema óbeinan þátt og leiðbeiningastarf.Hvanneyri og Hólar standa alllangt frá öllum jarðhita. Þessu skilyrði fullnægir Skálholt betur en. aðrir staðir á Suðurlandi. Þorlákshver, sem heilagur Þorlákur stundaði forð um, er með heitustu uppsprettum og svo vatnsmikill og vatns tær, að hitun mikilla húsa, smáíðja og ræktun við hann eru auðveldari og vænlegri til hagn aðar en gerist á góðum jarðhitastöðum.
Ég hafði vissulega heyrt af hugmyndum um að reisa bændaskóla í Skálholti, en aldrei hvarflaði að mér að þær væru komnar svo langt sem raun ber vitni. Í Tímanum frá júlí, 1948 birstist eftirfarandi grein á forsíðu:

Búnaðarskólinn í Skálholti

Þetta gulbrúna svæði er líklega það svæði sem skólanum var hugsaður staður.
Líkur til, að byrjað verði á byggingu búnaðarskólans í Skálholti
Bygginganefndin hefir staðfest uppdrátt húsameistara ríkisins af aðalskólabyggingunni
Byggínganefnd hins fyrlrhugaða búnaðarskóla að Skálholti hefir staðfest uppdrátt, sem húsameistari ríkisins , hefir gért að mannvirkjum þar á staðnum. Er gert ráð fyrir, að skólahúsið muni kosta um hálfa fjórðu milljón króna með núverandi verðlagi og kaupgjaldi. Fjárfestingarleyfi er ekki enn fengið, en reynt veíður að fá það, svo að byrjunarframkvœmdir geti hafist þegar í haust.
Draumur, er senn rætist.
Það hefir lengi verið draumur Sunnlendinga, að hinn sögufrægi staður, Skálholt, yrði á ný veglegt menningarsetur. Nú virðist það nálgast, að sá draumur rætist.

Fyrir tveimur árum var skipuö nefnd manna til þess að undirbúa byggingu búnaðarskóla á Suðurlandi. Eiga sæti í nefndinni Steingrímur Steinþórsson búnaðarmálastjóri, sem er formaður hennar, Sigurður Ágústsson bóndi í Birtingaholti og Guðmundur Erlendsson bóndi að Núpi. En framkvæmdastjóri hennar er Hjalti Gestsson búfjárræktarráðunautur Búnaðarsambands Suðurlands.

Veglegt og fullkomið skólahús.
Nefndin ákvað, að skólinn skyldi reistur að Skálholti, og hefir húsameistari ríkisins unnið aö uppdráttum að skólabyggingunum nú að undanförnu. Nú er þessi uppdráttur fullgerður, og hefir bygginganefndin staðfest hann. Verður skólahúsið veglegt mjög, og er gert ráð fyrir. að það kosti um hálfa fjórðumilljón, miðað við núverandi verðlag og kaupgjald. Verður byggingin hin fullkomnasta að öllu leyti. og mun bygginganefnd in vera hin ánægðasta með allt fyrirkomulag. — Byggingin er miðuð við fimmtíu nemendur.

Fagur staður og búsældarlegur.
Skólasetrinu er ætlaður staður á ásnum vestan við biskupssetrið gamla, mitt á milli þess og Þorlákshvers, en í hann verður sótt heitt vatn til þess að hita upp bygginguna. Er þar fagurt útsýni, og aðstaða til búskapar mun betri en heima á gamla bæjarstæðinu, sem er austast í landareign Skálholtsstaðar.

Von til, að framkvæmdir hefjist í haust.
Á undanförnum árum hefir í fjárlögum verið veitt allmikið fé til hins fyrirhugaða búnaðarskóla. Hefir nokkuð af því verið varið til þess að gera veg af þjóðveginum heim á staðinn, þar sem skólasetrið á að rísa upp. Einnig hefir verið mælt fyrir vatnsleiðslum, bæði hvað snertir heitt og kalt vatn. Verður leiðslan úr Þorlákshver heim á skólasetrið um einn kílómetri á lengd.

Bjarni Ásgeirsson landbúnaðarráðherra tjáði Tímanum i gær, að hann gerði sér vonir um, að unnt yrði að hefja frekari undirbúning að skólabyggingunni nú í sumar eða haust. Að vísu er ekki enn fengið fjárfestingarleyfi, svo að unnt sé að byrja á byggingarframkvæmdum þegar í stað, en unnið er að því að fá það. Hitt er vitanlega óvíst á þessu stigi málsins, hversu langt áleiðis verður hægt að þoka byggingunni á þessu ári.

Sunnlenzkir bændur bíða með óþreyju.
Sunnlenzkir bændur bíða með óþreyju, að skóli þeirra risi upp. Steingrímur Steinþórsson skýrði blaðinu frá því í gær, að bygginganefndinni hefðu borizt fjölmargar áskoranir frá bændum og bændasonum á Suðurlandi, þar sem heitið væri á hana að gera sitt til þess að byriað yrði sem allra fyrst á byggingunni. Hefir hún líka lagt sig í líma um það, að svo mætti verða.
Öll vitum við, að af þessari miklu byggingu og tilheyrandi framkvæmdum öðrum varð ekki. Hvernig þessu var sópað út af borðinu veit ég ekki nákvæmlega, en reikna með að svona starfsemi á hinum helga stað hafi ekki endilega fallið í kramið allstaðar, þó svo bændaskóli væri kominn á Hólum, án þess að það virtist hafa verulega skaðleg áhrif á þann stað. Ætla má, og mér sýnist á skrifum Sigurbjörns Einarssonar, þá dósents frá 1948, en hann má segja hafi farið fyrir þeim sem stóðu að endurreisn Skálholts, að ekki væri sæmandi að byggja búnaðarskóla í Skálholti meðan ekki væri þar vegleg kirkja.

Hver bullar úti í Brúará

Þorlákshver og Litli hver

Þarna niðri við Brúará er dæluhús, sem tekur vatn úr harla ómerkilegum hver, sem ég trúi nú varla að sé Þorlákshver. Getur verið að hverinn sá kallist Litli hver, sbr. myndin sem fylgir hér hægra megin, og að Þorlákshver sjálfur sé nú í Brúará skammt frá landi? Það bullaði heil ósköp eins og sjá má á annarri meðfylgjandi mynda.




Þessi skrif skulu ekki teljast einhver fræðileg úttekt hjá mér, heldur bara afleiðing þarfar minnar til að vita aðeins meira í dag en í gær.


Nokkrar myndir




                                                                                                             

Litlir kallar og litlar kellingar

Heilsugæslustöðin í Laugarási á vígsludegi 1997 (mynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson) Ég hefði óskað þess, að fyrstu dagar nýs árs yrðu ánægjulegri...