Sýnir færslur með efnisorðinu lok. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu lok. Sýna allar færslur

04 apríl, 2019

Kúba: lokahnykkur

Fjölnota poki með einu af átrúnaðargoðum táningsáranna
Jæja, gott fólk. Nú er ég búinn að skrifa rúm 14.000 orð um þessa Kúbuferð, 81.000 slög hef ég átt á lyklaborðið og blaðsíður í A4 með 12 pt letri eru orðnar 33 - fyrir utan myndir..

Þetta er komið nóg og jafnvel talsvert umfram það. En hversvegna í ósköpunum hef ég nú verið að eyða stórum hluta lífs míns frá því við komum heim, í að rifja upp þessa ferð?
Það er í sjálfu sér áhugaverð spurning.
Ég reikna með að skásta svarið sé þau áhrif sem þessi ferð hafði á mig. Mér fannst einhvern veginn ómögulegt að skilja hana bara eftir í höfðinu, ekki síst vegna þess að ég fæ stundum að heyra það að minnisstöðvarnar séu eitthvað byrjaðar að gefa sig.


Þá er að fara að klára þetta.
Morguninn eftir þríhjólsævintýrið yfirgáfum við Havana og héldum sem leið á austur á bóginn til mikils hótelasvæðis og baðstranda í Varadero.
Við Niagarafossa
Það beið síðan ríflega tveggja daga dvöl í lúxus, á Hotel Iberostar áður en flugið var tekið til Toronto, en þar nýttum við þrjú tækifærið til að skoða okkur aðeins um í tvo daga, m.a. Niagara fossa og CN turninn. Að því búnu flugum við bara heim svona eins og gerast vill í ferðalok.

Svona í lokin þetta:
Ég tel mig mæla fyrir munn okkar fD beggja þegar ég lýsi ánægju með og þakklæti fyrir samfylgd fR (Ragnheiðar Jónasdóttur). Ég held, svei mér þá, að indælli ferðafélagi sé vandfundinn.

Í CN-turninum í Toronto
Þá er full ástæða til að gera mikið úr þætti félaganna Guðna og Carlosar, forsvarsmanna Kúbuferða, fyrir að bjóða upp á svona ferð, og fylgja síðan sjálfir með alla leið. Guðni "dílaði" við landa sína, en Carlos var öllum hnútum kunnugur á sínu föðurlandi. Glimrandi gott teymi þar á ferð. Auk þeirra komu tveir öndvegismenn að ferðinni allan tímann, leiðsögumaður og bílstjóri.
Ég vona að Guðni og Carlos endist sem lengst í að fara með hópa í svo persónulegar ferðir sem þessa.

Auðvitað er ég einnig ánægður með ágætt samferðafólk, annað, venjulega og vandaða Íslendinga af ýmsum toga.

Nú er ég búinn að tryggja það, að ég geti, þegar fram líða stundir og minnið fera að gefa sig enn frekar, leitað í þessa samantekt og yljað mér við minningarnar á dimmum og köldum vetrarkvöldum, kannski með VR við höndina ... hver veit?. 


Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...