Sýnir færslur með efnisorðinu ársyfirlit. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu ársyfirlit. Sýna allar færslur

31 desember, 2016

Sjálfsupphafning

Það er kominn gamlársdagur og frá síðustu áramótum hef ég birt 70 pistla á þessari síðu, sem mér finnst nú vera ótrúlega afköst, svona þegar horft er til baka. Hver pistill er að meðaltali 550 orð, sem þýðir, að ég hef skrifað hér sem næst 38.500 orð á árinu 2016. Þetta þýðir að ég væri búinn að gera talsvert meira en ljúka heimsþekktum skáldsögum eins og "Of Mice and Men" eftir John Steinbeck (29.160 orð)  eða "Animal Farm" eftir George Orwell (29.996 orð) mig vantar bara 9.000 orð upp á að hafa skrifað orðafjöldann í "The Great Gatsby" eftir Scott Fitzgerald (47.094 orð), ég væri sem næst hálfnaður með "The Catcher in the Rye" (Bjargvætturinn í grasinu) eftir J.D. Salinger (73.404 orð).
Ég byrjaði að skrifa pistla á þessa síðu í febrúar árið 2008 og hef síðan þá birt 799 pistla. ef ég hef verið jafn afkastamikill öll árin síðan þá, væru orðin orðin 439.450 sem þýddi að ég væri búinn að skrifa um það bil 1600 blaðsíðna verk í pappírskiljubroti, eða stórvirkið "Gone with the Wind" (Á hverfanda hveli) eftir Margaret Mitchell.
Já, já, það getur verið gaman að verla sér upp út tölum. Ætli það sé ekki frekar það sem liggur að baki þeim sem skiptir meira máli. Það er orðin sjálf, orðavalið, samhengi þeirra eða það sem þau tjá, sem gefur þessu öllu gildi.
Á þessu ári hef ég fjallað um allskyns efni, um persónuleg mál, þjóðfélagsmál og afar margt þar á milli. Í þessum skrifum er fremur lítið samhengi.

Af ofantöldu má auðveldlega ráða, að ég sé farinn að velta fyrir mér að skrifa bækur, en svo er nú bara ekki. Það er einfaldlega gott til þess að vita, að ég gæti það mögulega.  Ef ég færi nú að skella í eins og eina skáldsögu, jafnvel sögulega, nú eða úr samtímanum, gætu hún fjallað um: Undirheima Laugaráss, dramatíska atburði frá kennsluferlinum, eða eitthvað þvíumlíkt.
En óttist ekki - ekki enn.

Ég þakka ykkur sem hafið kíkt inn á þessar síður mínar á árinu og jafnvel lesið pistlana. Það skiptir ansi miklu máli að vita að einhverjir eiga leið hér um, en mér sýnist að fjöldi þeirra sem lesa það sem hér birtist sé á bilinu 100- 200. Einstaka pistlar ná meiri lestri og þá helst þeir sem einhver deilir, eða skrifar eitthvað um.  Fyrir mér skiptir fjöldinn ekki öllu máli, heldur gæði og tryggð lesendanna.
Megi nýja árið fara vel með ykkur.

Pistlar ársins 2016:

Að lifa vel og deyja vel30.12.2016
"Ein frá Sólveigarstöðum!"29.12.2016
Sópraninum krossbrá25.12.2016
Jólajákvæðni25.12.2016
Eftir síðustu andartökin14.12.2016
Kannski bara miklu betri.11.12.2016
Í "Leiðslu"28.11.2016
Svei svörtum fössara25.11.2016
Eigi skal hún inn19.11.2016
Gamalt en mögulega einnig nýtt (2)18.11.2016
Gamalt en mögulega einnig nýtt (1)16.11.2016
Dyngjan og athvarfið14.11.2016
Persónulegur ávinningur11.11.2016
"...all men are created equal" í tilefni dagsins8.11.2016
Með hálfum huga7.11.2016
Dagurinn í dag29.10.2016
Hvar setur maður krossinn? (2)23.10.2016
Hvar setur maður krossinn? (1)22.10.2016
Hvað á maður að segja?20.10.2016
PR í molum13.10.2016
Ég, hálfvitinn11.10.2016
Er þetta nú svona merkilegt?29.9.2016
Var Macbeth framsóknarmaður?24.9.2016
Rannsóknarblaðamenn LB18.9.2016
Þessir kjósendur!11.9.2016
Skeinipappír í jurtalitum5.9.2016
Úrið2.9.2016
Sósulitur og svartur ruslapoki eða skrautklæði28.8.2016
Reynir Sævarsson og Skálholt 1974-521.8.2016
Jóna á Lind19.8.2016
Ég hef varann á mér14.8.2016
"Þessvegna flýgur þú betur með Icelandair", er manni sagt10.8.2016
Í bráðri lífshættu2.8.2016
Kraðak eða ekki kraðak1.8.2016
Líklega betra að koma ekki heim29.7.2016
Vanþróuð víkingaþjóð23.7.2016
Einn komma fimm kílómetrar um álfabyggð7.7.2016
Þorpið teiknað1.7.2016
Sumarið kemur í haust - vonandi28.6.2016
Seríos áskorunin24.6.2016
Íslendingar að léttast?17.6.2016
Önnur sýn1.6.2016
Þegar leikurinn stóð sem hæst23.5.2016
Karlaraddir / Männerstimmen16.5.2016
Síðasta áminning Töru14.5.2016
Upphaf ferðar nokkurrar (1)7.5.2016
X399017.4.2016
Sjálfutækni14.4.2016
Finslit10.4.2016
Góður biti í hundskjaft7.4.2016
Hungur3.4.2016
Í villum á páskadagsmorgni28.3.2016
Að liðka til við Hliðið28.3.2016
Var það kannski valdarán?25.3.2016
Þar sem ljósið nær ekki að skína22.3.2016
Mánudagsflug14.3.2016
Bönnum það bara12.3.2016
Ég stend mig að því að......10.3.2016
Jákvætt eða neikvætt - kannski bara kvætt.3.3.2016
Opnun fyrir mannkynslausnara28.2.2016
Að vera blaðamaður27.2.2016
"The Condom King" - eða þannig16.2.2016
Í raun afar merkilegt - Hljómaskál14.2.2016
Á leikskólahraða í Brúðkaup14.2.2016
Ég á bara ekki heima þar!4.2.2016
Ylur minninga á þorra31.1.2016
Janúar blús - þreyjum þorrann23.1.2016
Formannavísur á Stokkseyri 18919.1.2016
Gamanvísur um Skitu-Lása4.1.2016

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...