Sýnir færslur með efnisorðinu doktorspróf. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu doktorspróf. Sýna allar færslur

27 október, 2019

Doktoraþorpið bætir í

Ég hef ekki lagt á mig að fara út í einhverjar samanburðarrannsóknir til að komast að því hvort fjöldi langskólagengins fólks er meiri í Laugarási en í öðrum byggðarlögum, enda engin þörf á slíku. Það breytir því ekki, að mér finnst áhugavert að fylgjast með því hve mörg Laugarásbörn hafa lokið doktorsprófi í einhverri vísindagrein.  Þegar ég tók þetta saman að gamni mínu fyrir fimm árum sýndist mér að frá því í kringum aldamótin hefðum við eignast sex doktora. Ég gerði lítillega grein fyrir þessu í þessari færslu:


Þessum hópi tilheyra þessi:
Helga Gunnlaugsdóttir frá Brekkugerði, 1997
Eiríkur Sæland frá Sólveigarstöðum, 2002,
Tómas Grétar Gunnarsson frá Asparlundi, 2005
Guðbjört Gylfadóttir frá Launrétt 2, 2010
Atli V. Harðarson frá Lyngási, 2013
Þorvaldur Skúli Pálsson frá Kvistholti 2014.


Síðastliðinn föstudag bættist sjöundi doktorinn í hópinn, þegar Elín Ingibjörg Magnúsdóttir frá Hveratúni varði doktorsritgerð sína við háskólann í Uppsölum. 
Peripheral Regulation of Pain and Itch, kallar hún þetta verk. Að því er mér skilst, þá rannsakaði Elín hvaða áhrif breytingar á/í frumum geta haft á verki og kláða. 

- - - - - - - 

Nú má velta fyrir sér ástæðum þess að svo margir Laugarásbúar hafa kosið sér þetta hlutskipti og það gerir bara hver fyrir sig, þar á meðal ég.  

Ég er auðvitað stoltur fyrir hönd afkomenda Guðnýjar og Skúla í Hveratúni yfir því, að í þessum hópi eru þrjú barnabarna þeirra, þau Eiríkur, Þorvaldur Skúli og Elín.


Elínu og fjölskyldu hennar færi ég hamingjuóskir á þessum tímamótum.


Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...