Sýnir færslur með efnisorðinu Macbeth. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Macbeth. Sýna allar færslur

24 september, 2016

Var Macbeth framsóknarmaður?

Um þessa mynd: sjá neðst.
Það getur verið gaman að samsæriskenningum, þó sannarlega séu þær oftast bara kenningar.  Nýjustu vendingar innan framsóknarflokksins kölluðu fram í huganum ákveðið samhengi milli þess sem átti sér stað í leikritinu hans Shakespeares, Macbeth og tilrauna núverandi formanns framsóknarflokksins til að halda völdum. Þarna er auðvitað ekki um algera samsvörun að ræða, en samt að mörgu leyti keimlíka atburðarás. Hér reyni ég að koma þessu heim og saman,

Leikritið hefst á því að Macbeth, sem ber titilinn Thane of Glamis, er á leið yfir heiði í Skotlandi, eftir frækinn sigur í orrustu, ásamt vini sínum Banquo. Þar verða á vegi þeirra 3 nornir eða seiðkonur, sem spá honum glæstri framtíð. Annarsvegar að hann hann hljóti titilinn Thane of Cawdor, sem er talsvert merkilegri en sá sem hann þegar ber og hinsvegar að hann verði konungur Skotlands.  Þeir félagar halda síðan áfram för sinni og mæta þá konungsmönnum sem segja Macbeth að hann sé orðinn Thane of Cawdor. Nornirnar höfðu sagt rétt fyrir um þá upphefð. Þetta kveikir í Macbeth. Banquo varar hann þó við:
BANQUO
                                   But 'tis strange:
And oftentimes, to win us to our harm,
The instruments of darkness tell us truths,
Win us with honest trifles, to betray's
In deepest consequence.
Lauslega segir hann hér, að til þess að skaða okkur, lofi myrkraöflin okkur einhverju smáræði, sem gengur eftir, en svíki okkur síðan þegar mest á ríður.

Í stuttu máli þá drepur Macbeth Duncan Skotakonung og nær þannig krúnunni. Í framhaldinu hefst síðan blóðugur ferill hans í hásæti og hann sér óvin í hverju horni. Hann lætur meðal annars drepa Banquo vin sinn, þar sem nornirnar sögðu að hann yrði faðir konunga. 

Loks stendur hann frammi fyrir því að nornirnar höfðu verið að plata hann með orðaleikjum. Sem dæmi um það má nefna, að þær sögðu honum að enginn sá sem kona hefði fætt myndi geta sigrað hann.  Það fór hinsvegar svo að Malcolm, eldri sonur Duncan's, drap hann, eftir að hafa tjáð Macbeth að hann hefði verið tekinn úr kviði móður sinnar, fyrir tímann.

Mér hefur fundist að hjá framsóknarmönnum sé skiplögð atburðarrás í gangi, sem nær síðan hámarki á flokksþingi. Formaðurinn átti leið um heiðina sína Norðanlands þar sem hann hlaut afgerandi kosningu í fyrsta sæti framboðslistans (hann er, sem sagt, Thane of Cawdor).  Nornirnar sem spáðu honum æðstu metorðum tel ég vera þau VH, SM og GBS.
Hver vinur hans er, sem síðan er fórnað þar sem í honum á að felast ógn, veit ég ekki hver er, en hann gæti vel líkamnast í HÞÞ, með góðum vilja. Ekki veit ég heldur hvernig varaformaðurinn, sem nú hefur skorað hann á hólm, er annar en formaðurinn hafði búist við. Kannski varð það faðmlagið og loforðið sem reynist þýða annað en formaðurinn taldi.

-------------------------
MYNDIN
Myndin sem fylgir er jólagjöf sem ég gaf föður mínum árið 2009. Þar hafði ég búið til viðtal við hann um Framsóknarflokkinn í fortíð og nútíð, sem byggði að miklu leyti að því sem hafði komið fram í samræðum okkar um þann flokk.
Honum fannst jólagjöfin bara nokkuð fyndin. 
Ég hyl andlit systkina minna þar sem ég hef ekki beðið þau leyfis að fá að birta þau í samhengi við svona texta. 




Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...