Sýnir færslur með efnisorðinu fellibylur. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu fellibylur. Sýna allar færslur

10 september, 2017

Árás á náttúruöflin

Jæja, nú virðast tugir þúsunda Bandaríkjamanna ætla að koma saman og skjóta fellibylinn Irmu niður.
Þetta eru auðvitað óendanlega fáránlegar fyrirætlanir, en ég brást nú samt við þessum fregnum með svipuðum hætti og ýmsu öðru sem fréttist frá landi hinna frjálsu og hugrökku.

Við nánari skoðun virðist svo sem ungum mamnni hafi eitthvað leiðst og ákveðið að stofna hóp á Facebook, sem hefur það markmið að hvetja fólk til að koma saman beita skotvopnum sínum (sem nóg er víst til af) á þetta ógnvænlega fyrirbæri.

Í alvöru talað finnst mér hreint ekki ólíklegt að einhverjir muni stilla sér upp þarna þegar fer að hvessa og hefja skothríð. Þetta fólk gerði Donald Trump að forseta. Hversvegna ætti það ekki að skella sér í að skjóta niður fellibyl?


Stærra mál

Ef maður trúir því að maður búi í stórfenglegasta landi jarðar, ("The greatest country on Earth"), hversvegna ætti maður að að sætta sig við það að náttúruöflin fái að fara sínu fram óhindrað?
Líklega er þetta þó hluti af miklu stærra máli og sennilega þarf ekki að  leita út fyrir íslenska landhelgi til að finna svipaðan hugsunarhátt. Það sama má væntanlega segja um flest önnur lönd á öllum tímum. Munurinn núna er sá, að mínu mati, að smám saman er sá hluti mannkyns sem veit fátt og skilur ekkert, að verða fjölmennari og valdameiri en hinn, sem veit og skilur eitthvað.  
Ef maður áttar sig t.d. ekki á því hvað það er sem veldur fellibyljum, hvers eðlis þeir eru, hvert umfang þeirra er, eða bara hvað þeir eru, þá er allt eins líklegt að maður trúi, ef einhver segir manni það, að það sé hægt að fara út í garð og skjóta hann niður.
Ég hugsa að það verði kannski ekki næst þegar gýs á þessu landi, en sennilega í ekki svo fjarlægri framtíð, að fólk telji sig þess umkomið að setja tappa í eldfjöll, eða að minnsta kosti varpa sprengum á þau. Þá verður líklega vísað til þess þegar hraunið sem rann í Vestmannaeyjum 1973  var stöðvað með því að sprauta yfir það vatni, eða þegar Jón Steingrímsson, eldklerkur stöðvaði hraunstrum frá Skáftáreldum 1783, í frægri eldmessu sinni. 

Maðurinn er smám saman að byrja að trúa því, að hann sé almáttugur, þó hann sé ekki merkilegri en smásætt rykkorn á eilífðaströnd alheimsins.  Hann er smám saman að missa sjónar á öllu samhengi  við það sem er, var og verður. Lifir í núinu í örheimi sínum og stekkur þaðan á allt það sem birtist í tölvum eða símum sem hann telur vera satt og rétt, en er í raun að stórum hluta hrein steypa.

Ég viðurkenni fúslega, að með því sem ég hef sagt hér, er ég líklega full svartsýnn á samferðamenn mína, en hvað á maður svo sem að halda?






Unga manninum leiddist og bjó til hóp á Facebook.  Á skömmum tíma safnaði hann 26000 nöfnum fólks sem ætlar að skjóta niður fellibyl.  Þessi hópur rataði á skömmum tíma inn á alþjóðlega fréttamiðla.   
Stofnandi hópsins var, að eigin sögn, að grínast, en hve margir trúa því raunverulega að hann búi yfir fullnægjandi staðfestingu á því að það sé hægt að skjóta niður fellibyl? Væru einhverjir Íslendingar tilbúinir að trúa því að með því að varpa sprengjum í eldgíg sé hægt að stöðva eldgos?
Ég veit það ekki, auðvitað.
Mér finnst það samt ekki ólíklegt. 
En, hvað finnst þér?





Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...