Heilmynd tekin 31. mars. |
Í tilefni 1. dags aprílmánaðar, anno 2023 var eftirfarandi skráð:
Maðurinn sem fann upp svokallað "hologram" eða heilmynd, var ungverski vísindamaðurinn Dennis Gabor, árið 1948. Hann fékk seinna Nóbelsverðlaunin fyrir vísindastörf sín.
Þetta var nú skrítinn formáli, en nauðsynlegur til skýringar á því sem á nú að vera megin efni þessa pistils. Ég hef, gegnum tíðna verið í sambandi við þessi ágætu hjón og reynt að fylgjast með hvernig þessu heilmyndatækni hefur þróast hjá Gaboria, en fyrirtækinu hefur sannarlega vaxið fiskur um hrygg. Þetta fyrirbæri "hologram", eða heilmynd, er nú farið að nálgast það að verða svo fullkomið, að vart verður greint á milli heilmyndar og raunverulegs fyrirbæris. Þannig eru til margar sögur af því þegar heilmynd af t.d. kúm hefur verið skotið inn í nautgripahjarðir, nautunum til mikillar furðu og þau hafa þá starað á nýju kúna eins og naut á nývirki.
Þar sem Gaboriufólkinu var og er mikið í mun að halda þessum fyrirætlunum leyndum fyrir almenningi, hefur ekkert af þessu frést fyrr en nú, þegar ljóst er orðið, að tilraunir við að búa til heilmynd af nýju Ölfusárbrúnni, nákvæmlega þar sem hún mun rísa, hafa gengið með ágætum. Í gær, í suddaveðrinu sem var fyrir hádegið, þegar öllum búnaði hafði verið komið fyrir á réttum stöðum, tókst að kalla fram mynd af brúnni í allri sinni dýrð og hvílíkt mannvirki! Tilraunin stóð yfir í rúmar 30 sekúndur, og ég fékk að taka mynd af heila klabbinu og hana má einmitt sjá hér efst. Ég ætlaði varla að trúa því sem við mér blasti og myndin ber þess kannski merki.
Þróun í gerð heilmynda hefur verið stöðugt í gangi síðan þá, og ég get montað mig af því, að hafa starfað hjá sprotafyrirtæki, sem heitir Gaboria inc. (til heiðurs Gabor) á seinni hluta áttunda áratugarins, en það var megin markmið fyrirtækisins, að þróa þessa tækni áfram. Það voru ung hjón, Ila og Vihaan Began, hámenntaðir eðlisfræðingar, sem stofnuðu þetta fyrirtæki. Þau eru bæði indversk að uppruna, en fluttu með foreldrum sínum til Englands á sjöunda áratugnum. Þau hafa stjórnað fyrirtækinu alla tíð síðan, en eru nú reyndar komin á eftirlaun, þó enn láti þau til sín taka og láta ekkert sem þessari tækni viðvíkur, framhjá sér fara.
Ila og Vihaan í Skálholti. |
Þetta var nú skrítinn formáli, en nauðsynlegur til skýringar á því sem á nú að vera megin efni þessa pistils. Ég hef, gegnum tíðna verið í sambandi við þessi ágætu hjón og reynt að fylgjast með hvernig þessu heilmyndatækni hefur þróast hjá Gaboria, en fyrirtækinu hefur sannarlega vaxið fiskur um hrygg. Þetta fyrirbæri "hologram", eða heilmynd, er nú farið að nálgast það að verða svo fullkomið, að vart verður greint á milli heilmyndar og raunverulegs fyrirbæris. Þannig eru til margar sögur af því þegar heilmynd af t.d. kúm hefur verið skotið inn í nautgripahjarðir, nautunum til mikillar furðu og þau hafa þá starað á nýju kúna eins og naut á nývirki.
Fram til þessa hefur reynst nokkuð flókið að finna leiðir til að búa til heilmyndir af stærri fyrirbærum, eins og húsum, nú eða brúm. Þarna hefur þá helst staðið á nægilega öflugum tækja-, eða tæknibúnaði. Á síðustu árum hefur hinsvegar orðið mikil framþróun og tilraunir víða um Evrópu hafa gefið góðar vonir um að á næstu árum verði heilmyndir hluti af daglegu umhverfi okkar. Gaboria hefur verið og er eitt framsæknasta fyrirtækið á þessu sviði.
Snemma á síðasta ári, undir lok Covid bylgjunnar, fékk ég tölvupóst frá Vihaan, þar sem hann velti fyrir sér, hvort ekki væri upplagt að gera tilraun til að skapa mjög stóra heilmynd, einmitt á Íslandi, bæði vegna þess, að hér er loftið tærara og orkan aðgengilegri en víðast hvar, en hvort tveggja skiptir miklu máli í verkefnum af þessu tagi. Í stuttu máli héldu samskipti okkar áfram, mér datt strax í hug nýja Ölfusárbrúin og hafði samband við helstu stofnanir og stjórnir sem um mál af þessu tagi fjalla hér á landi. Verkefnið hlaut góðar undirtektir og fyrir þrem vikum komu hjónin til landsins, ásamt 32 aðstoðarmönnum og hafa síðan unnið að uppsetningu og tengingu tækjanna sem notast þarf við. en þeim hefur verið kpmið fyrir þar sem rauðu punktarnir eru, á myndinni hér fyrir neðan.
Hér má sjá staðsetningu tækabúnaðarins. |
Þetta verk er stórt skref fram á við í heilmyndatækni og í tilefni af því, hyggjast hjónin og þeirra fólk, bjóða Selfyssingum og nágrönnum að líta þetta undur í dag, en brúin mun birtast þrisvar sinnum nú eftir hádegið, kl 13.00-13.03, kl. 14.30-14.33 og loks kl. 16.00 - 16.03. Auðvitað getur ýmislegt í umhverfinu haft áhrif á hvernig til tekst, en það er einmitt það sem hópurinn frá Gaboria ætlar að rannsaka samhliða þessum "sýningum".
Sýningatímarnir eru, sem sagt:
kl 13.00-13.03,
kl. 14.30-14.33
og loks
kl. 16.00 - 16.03.
í dag, 1. apríl.
Til þess að tryggja það að umferð geti gengið vel fyrir sig, mun lögreglan sinna umferðarstjórn í klukkutíma í kringum hvert skipti sem heilmyndin verður sett upp.