Sýnir færslur með efnisorðinu Hörður Lyngási. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Hörður Lyngási. Sýna allar færslur

21 september, 2014

Hörður (að verða) 80

Á morgun, þann 22. september, fagnar Hörður Vignir Sigurðsson áttræðisafmæli. Hann er einn þeirra sem hafa verið samferðamenn Laugarásbúa af minni kynslóð nánast alla ævi. Ég mun hafa verið 10 ára þegar fjölskyldan flutti í Gamla bæinn í Hveratúni, Hörður, þrítugur og Ingibjörg tuttugu og fjögurra ára, með synina Atla, fjögurra ára og Bjarna, tveggja ára.
Ári eftir að þau fluttu bættist Kristín síðan við hópinn. Hörður og Ingibjörg eða Ingibjörg og Hörður finnst mér hafa markað upphaf þeirrar miklu fólksfjölgunar sem varð í Laugarási á síðari hluta sjöunda áratugarins.

Í Gamla bænum bjuggu þau í um það bil 3 ár en fluttu þá í húsið sem þau höfðu komið sér upp í Lyngási, norðan Laugargerðis, vestan Skálholtsvegar, í og undir Kirkjuholti.
Landið sem Lyngás stendur á er 1,4ha. Gróðurhúsið sem þau Lyngáshjón byrjuðu með svo fljótt sem mögulegt var eftir flutninginn, var um 800m² (br.) , pökkunarskúrinn/aðstöðuhúsið var byggt 1965, og hitt gróðurhúsið sem byggt var, er rúmir 400² , en það reis 1974.

Skúrinn og gróðurhúsið
í Lyngási 1970
Mér finnst ræktunin í Lyngási hafi alltaf verið blóm og þá aðallega krysi og jólastjarna, löngum bæði þannig að þessar tegundir voru seldar sem græðlingar til framhaldsræktunar og einnig í endanlegri mynd. Ég var á einhverjum tíma sumarstarfsmaður hjá þeim og veit því örlítið um þetta.







Það sem sést af íbúðarhúsinu
í Lyngási, 2014




Eins og lífið gengur nú fyrir sig þá kom að því að aldur þeirra hjóna kallaði á breytingar og fyrir 12 árum fluttu þau í Hveragerði, þar sem þau búa enn.
Lyngás er hér enn og gegnir nú talsvert ólíku hlutverki. Fyrsta gróðurhúsið þeirra er orðið að minningu, hitt gegnir óræðu hlutverki, og pökkunarskúrnum hefur verið breytt í einhverskonar vistarverur.


1984 fluttum við Kvisthyltingar í næsta nágrenni við Lyngás. Börnin okkar fengu ekki síst að njóta þessa nágrennis, en á það bar aldrei skugga.

Eftir að þessi ágætu hjón fluttu í Hveragerði hafa samskiptin dregist saman, enda er Hveragerði þannig í sveit sem að maður er annaðhort að "drífa sig í bæinn" eða að "drífa sig heim". Það var þessvegna kærkomið að fá að komast í myndasafnið hjá Ingibjörgu og hafa þar með beinlínis skothelda ástæðu til að kíkja í heimsókn til þeirra á þessu ári.

Lyngásfjölskyldan 1969

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...