Sýnir færslur með efnisorðinu 1926. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu 1926. Sýna allar færslur

21 janúar, 2019

Rúmlega níræð átthagafræði

Einhvernveginn hoppaði upp á skjáinn fyrir framan mig málgagn Harðjaxlsflokksins frá 1926. Þar hrasaði ég síðan um grein sem bar heitið Átthagafræði úr Biskupstúngum, eftir einhvern sem ekki lætur nafns síns getið. Þetta blað kom fyrst úr 1924 og það ár komu út 19 tölublöð. 9 tölublöð komu út 1925, 20 1926 og eitt 1927. Sem sagt ekki langlíft blað, kröftugt með köflum, en rólegra inn á milli. Ritstjórinn var Oddur Sigurðsson sjómaður. Ekki hef ég gert meira en glugga í þessu blaði, en þar virðist vera margt áhugavert og ekkert sérstaklega alvöruþrungið, í það minnsta í fljótu bragði.

Þeim sem fjallaði um átthagafræðina úr Biskupstungum virðist ekki hafa tekist að ljúka máli sínu, því miður, mögulega vegna þess að blaðið hætti að koma út, en hér fyrir neðan er það sem honum tókst að birta um átthagana. Það væri gaman ef einhver gæti greint hver er þarna á ferð.


Átthagafræði úr Biskupstúngum

eftir sjálfan mig.

Biskupstúngur eru stór og merkileg sveit, og liggur langt frá sjó. Þær eru umgirtar af stórvatnsföllum á alla vegu, nema að norðan, og þar taka við fjöll og jöklar. — Hvítá fellur að austanverðu og aðskilur þær frá Gnúpverjahreppi, Brúará að vestan og skilur þær og Laugardal aö ofan, en Grímsnes að neðan, en svo fellur hún í Hvítá og myndast þar heljarstór túnga, Skálholtstúnga.

Jökulvatn eitt fellur frá norðri til suðurs eftir endilöngum Túngunum og heitir Tungufljót, og skiftir það hreppnum í Eystri og Ytri túngu. Myndast þar einnig túnga austan megin, þar sem það fellur f Hvítá. Sú túnga var nefnd Sporður. Áður var þar ferja og flutt yfir frá Höíða. Þá var það örmjótt. Nú er fljótið búið að Ieggja undir sig Sporðinn og ferjan fyrir löngu afnumin.

Landslag er margvíslegt í Túngunum, fjöll og hálsar, hverir, flæðiengi, mýrar, valllendi, skógar, heiðar, melar, keldur og kviksyndi o. s. frv. Fjórir bæir, sem taldir eru að vera í Túngunum, eru fyrir utan endimörk vatnsfalla þeirra, sem umlykja þær, og er Ijótt til að vita. Skal þar fyrst telja Auðsholt, er stendur austan Hvítár en ofan Laxár, og væri því skemtilegra að láta það tilheyra Hreppnum, sem manni virðist það standa í.  Til að fyrirbyggja misskilning sauðheimskra manna, vil jeg taka það fram, að jeg tel bæina standa, en jarðirnar liggja, hversu sem landslagi kann að vera háttað.

Í Auðsholti eru mýrar miklar með tilheyrandi ósum, flóðum, keldum og drulludýkjum. Þar er líka ósinn stóri, sem allir þekkja, og er lítið betri en Kotlaugakelda. Þar hefur oft verið þríbýli. Þar er altaf einhver sem heitir Tómas, og Tómassynir eru þar margir.

Svo eru þrír bæir sunnan Hvítár og utan Laxár, sem mættu fylgja Skeiðunum: Fyrst er nú Eiríksbakki við Laxá. Þar býr Lýður þjóðhagasmiður, snyrtimenni og valmenni. Hann var bróðir Egils á Kjóastöðum.

Þaðan í vestur, austan í Vörðufelli, eru Helgastaðir. Sú jörð er svo dýr, að hún má heita konungsgersemi. Þaðan er Þóroddur, Þar var Eyvör. Þaðan var Einar.

Svo fyrir norðan fjallið er Iða. Þar er ferja. Þangað fór Jón Wíum frá Álfstöðum. Þar byrjaði Jóhann og Bríet að búa. Stundum var þríbýli á Iðu, en þá urðu heldur lítil hey.

Læt ég svo útrætt um þessar útskæklajarðir.

Þá skal nú fyrst frægan telja biskupsstaðinn gamla. Annars hef jeg ekki ætlað mjer að rekja bæina eins og umrenningur, heldur aðeins að geta hins helzta.

Í Skálholti er ætíð tvíbýli, og er það líka nóg fyrir tvo. Þar er kirkja, og þar eru hverir eða sjóðheitir drullupollar. Þar er andapollur, og er fallegt að sjá hann í kyrru og björtu veðri alþakinn mjallhvítum svönum. Einar bjó lengi i Skálholti, og Erlendur og Margrjet Ingimundardóttir frá Efstadal. Þar bjó Grímur, sem svo fór að Gröf. Hann er faðir Eyjólfínu, sem heitir Laufey.

Skúli læknir hefur búið allan sinn búskap í Skálholti. Hann er búhöldur og hann getur vel kent að prjóna sokka. Þar bjó Jón og átti fjöldamargar hryssur, og þar var Borga þegar skítugi kálfurinn var tekinn úr fjósínu og slátrað í nestið handa kaupafólkinu. —

Ojsen bara, sagði Borga.

Skúli hefur bygt vel upp í Skálholti, og er munur á húsakynnum þar nú eða þegar Manga missti næturgagnið undan sjer niður úr baðstofugólfinu.

Skúli er hættur læknisstörfum, en læknirinn sem nú er situr í Laugarási. Þar er myndarlegt íbúðarhús. Þar eru hverir margir, og þar er alt hverasoðið, hverabakað og hveraþvegið. Einu sinni í mánuði hverjum er kveiktur upp eldur. Þá er brent kaffi, búnar til kleinur og steikt roð.

Guðmundur hómópati var lengi í Laugarási, og þar fæddist Ágústa ekkja Þórhalla læknis. 
 Höfði er þar lítið ofar. Þar eru meyjar margar. Þar býr Víglundur, gáfumaður, hægur og athugull. Jórunn kona hans er með afbrigðum víðlesin. Meðal annars hefur hún lesið öll fræðirit, er út hafa komið á íslenzkri túngu hinn síðustu nítján og hálft ár. Þar bjó Bjarni afi Ágústu, og Þórður og Guðrún foreldrar Þorsteins vjelstjóra. Nú er þar einbýli, en áður var þar tvíbýli og þríbýli. 
Þá kemur nú Stórafljót. Þar var Hallur og þar bjó Guðmundur faðir hans. Hann var hinn mesti búmaður. Hjá honum ólzt upp að mestu hann Gvendur Árnason. Gvendur hafði gott af að vera á Fljóti. Hann hefði átt að vera þar lengur. Nú er búið að slengja saman báðum jörðunum, eins og víðar er gert. Þórður á Fljóti er mesti sæmdarmaður, enda er hann af hinni valinkunnu Bræðratúnguætt.

Eitthvað nálægt í suður frá Fljóti er Reykholt. Þar verpir stundum hrafn, og þar er hver uppi á háholti. Þangað fer fólk stundum til að skemta sjer.

Fell og Fellskot er svo. Þar var Pjetur, einn af þeim, er lenti í hrakningunum á Mosfellsheiði. Lengi var Fellskot talið myndarheimili. Jóhanna var ein af Fellskotssystrum. Guðlaugur er bróðir þeirra. Fellið eða fjallið sem bærinn er kendur við, er fallegt og skógi vaxið. Og mikið er gaman að flengríða eftir Gjóstunni — Vatnsleysa er skamt frá Fljótinu. Þar er gamli Halldór og þar var eldri Halldór. Nú er litli Dóri í horninu hjá Jóni. Þar býr lika Þorsteinn. Sigurður faðir hans bjó þar allan sinn búskap og kona hans Sigríður Þorsteinsdióttir. — Ekki þarf sá bær að heita Vatnsleysa af því að ekki sje hægt að vaða þar í fót. Halldór bóndi á Vatnsleysu var stórríkur maður. Halldór sonur hans er líka ríkur, þar sem hann var eini erfínginn, en hann kann víst vel að fara með efni sín. Ekki er yfirlætið og ekki berst hann á í klæðaburði, og það held jeg að hann vinni. Ekki hefur hann gifzt ennþá, og mun því valda fremur framkvæmdarleysi en efnaleysi. (Frh).

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...