19 nóvember, 2023
Hvað ef .....?
09 júní, 2021
Varla vansæmdarlaust
![]() |
Unnið við að leggja símalínu - einhversstaðar |
Eins og tímanna táknum er nú varið, má með
sanni segja, að sími sé yfirleitt nauðsynlegastur af öllu nauðsynlegu, hvað alt
viðskiftalíf snertir. Kaupstaðirnir, þar sem þjettbýlið er þó svo mikið og verslun
og aðdrættir hægir, hafa talið sjer síma óhjákvæmilega. Sama er að segja um
sveitir og hjeruð, sem standa vel að vígi hvað verslun og aðdrætti snertir, að
þeir telja sjer á þessum tímum síman óhjákvæmilegann. Hvað mætti þá segja um
sveitir eins og Biskptungnahrepp, sem liggur í ca. 90 km. fjarlægð frá
aðalverslunarstað sínum Reykjavík, á þangað að sækja yfir einn hinn mesta
fjallveg, Hellisheiði, er stórvötnum lukt á alla vegu og auk þess sjálf víðáttu
mikil og veglaus. Hví ætti þá ekki sími að vera slíkri sveit beinlínis
lífskilyrði, til að spara ferðalög og ljetta öll viðskifti?
![]() |
Allavega mjög gamalt símtæki |
Virðingarfyllst
Biskupstungnahreppi 24. mars, 1919
Eiríkur Þ. Stefánsson, Torfastöðum (bréfritari)
Þorsteinn Þórarinsson, Drumboddsstöðum
Bjarni Guðmundsson, Bóli
Jón Gunnlaugsson, Skálholti
Björn Bjarnarson, Brekku.
Bæði góður, en líka leiðinlegur.
Þ að er nú ekki vegna þess að ég hef ekkert við tímann að gera, nema finna eitthvað í lífinu til að fjargviðrast yfir, sem ég ákvað að reyna...

-
Það er ótvíræður kostur við þorrabót eldri borgara í Biskupstungum, að það er ekki boðið upp á dansiball með tilheyrandi hávaða þegar fól...
-
50 ára stúdentar, 2024 Maður áttar sig ekki endilega á því, meðan einhverjar aðstæður eru fyrir hendi, hvort þær hugsanlega muni skipta máli...
-
Við Jósefína kenndum saman í Reykholtsskóla við upphaf 9. áratugarins, þegar ég var að stíga fyrstu skref mín sem kennari og það gekk allave...