Sýnir færslur með efnisorðinu slæður. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu slæður. Sýna allar færslur

15 nóvember, 2024

Sæludagar í sandkassanum (8)

Framhald af þessu.

Þða hefur örugglega farið framhjá einhverjum, en það fór ekki framhjá mér, að einn af stóru hvötunum til Dúbæferðarinnar, var  skyldubúnaður kvenna, sem lögðu leið í moskur. Um þetta var mikið rætt og sýnikennsla fór fram og ég gerði meira að segja mitt til að létta á þrýstingnum hér heima fyrir í aðdragandum. Þetta gerði ég með því að beita myndvinnslu á einkar hugkvæman hátt. (segjum það). Útkoman hygg ég hafi létt áðeins á þrýstingnum, en þó greinilega ekki nægilega mikið, eins og síðar kom í ljós.

Eftir bátsferðina var laugardagurinn 26. október og fyrirfram ákveðinn hvíldardagur. Það varð því í að ferðalangarnir fimm hvíldu sig, fóru í sund og sólbað og svona.  Þegar fór að líða á daginn ákvað fÁ, Dúbæingur og sérlegur ráðgjafi að því er varðaði fataburð kvenna á þessum slóðum, að sspyrja hvort það væri kannski ráð, að máta slæðurnar þar sem það færi nú að styttast í moskuferðina. 
Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Þær systur voru nú aldeilis til í það og þar með hófst mátunin, með tilheyrandi spenningi, athugasemdum og jafnvel einstaka skríkjum.  Ég held ég láti bara nokkrar myndir lýsa andrúmsloftinu. 







Þá var það frá og svo var haldið áfram að hvíla sig bara, enda strembinn dagur framundan.




Bæði góður, en líka leiðinlegur.

Þ að er nú ekki vegna þess að ég hef ekkert við tímann að gera, nema finna eitthvað í lífinu til að fjargviðrast yfir, sem ég ákvað að reyna...