Sýnir færslur með efnisorðinu Stafnes. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Stafnes. Sýna allar færslur

23 ágúst, 2025

Suðurnes: þriðji hluti: Hernaðarmannvirki og hengingar

Framhald af þessu

Eftir að haf rennt niður súpunni í Hvalnesi/Hvalsnesi (hvort er rétt?), lá leið okkar niður í ristarboga þessa fótar sem Reykjanesið er.  Í fjarska blasti Eldey við, en brátt lá vegurinn framhjá tveim skiltum, milli Básenda og Ósa. Þar vísaði annað á fyrirbæri sem kallast Gálgar, en hitt vísaði á leifar af hernaðarmannvirkjum. Að sjálfsögðu var þetta kannað nánar, enda báðir staðirnir þétt við veginn, skammt frá Djúpuvík á Stafnesi. Hernaðarmannvirkjaleifarnar voru dálítið sérstakar útlits, einskonar steypukassar sem raðað var í boga í einum 4 klösum. Þetta vakti forvitni mína og þegar heim var komið fór ég að reyna að komast að því hvaða mannvirki höfðu staðið þarna, en hef bara fundið loftmyndir sem benda til þess að bygging þeirra hafi hafist um 1970. Ég giska á að þetta hafi verið einhverskonar ratsjársöð. Það væri nú fróðlegt að fá að vita hvaða "varnarvirki" voru á þessum stað. 
(Ég þykist reyndar vera búinn að komast að því að þarna hafi verið um að ræða ratsjárstöðina á Stafnesi - og það var Þjóðviljinn sem upplýsti mig um það 🙂 )



Hinumegin við veginn voru tveir klettar sem sagt er að hafi verið aftökustaður. Þessi staður nefnist Gálgar.  
Eftir að hafa staldrað þarna við lá leiðin áfram inn í ristarbogann, sem er vík eða flói sem kallast Ósar.
Þá bar svo við, að í augnablik áttaði ég mig ekki á mannvirkum sem tóku að birtast upp úr engu, en að sjálfsögðu rann upp ljós þegar við blasti flugturn og endanleg staðfesting kom svo, þegar farþegaflugvélar tóku að renna sér inn til lendingar, rétt fyrir framan bílinn. Við vorum, sem sagt, komin suður fyrir Keflavíkurflugvöll.  Þegar það lá fyrir, velti ég fyrir mér hvaða hlutverki eigi að gena, þær stórbyggingar sem eru í smíðum í grennd við flugvöllinn og komst auðvitað að þeirri niðurstöðu, að þær hlytu að tengjast aukinni uppbyggingu hernaðarinnviða á landinu bláa. Ætli við vitum ekki minnst um allt það sem er að gerast undir nefinu á okkur, á þessum viðsjárverðu tímum.

Eldey


Rústir hernaðarmannvirkja

Kort frá LMÍ 



Annar klettanna í Gálgum

Er verið að styrkja hernarðarinnviði hjá okkur?




Suðurnes: sjötti hluti: Brimketill og búið

framhald af þessu  Það var vissulega heilmargt áhugavert þarna á svæðinu í kringum Reykjanesvita , en að því kom að ferðinn var framhaldið o...