Leið okkar lá frá Garðinum í gegnum Sandgerði og framundan
kirkjan í Hvalnesi. Þar var Hallgrímur Pétursson prestur um 7 ára skeið um
miðja 17. öld. Þarna eignuðust hann og Guðríður Símonardóttir (Tyrkja-Gudda)
dótturina Steinunni (1645-1649). Þegar hún lést, á fjórða ári reisti Hallgrímur bautastein og lagði á leiði
hennar. Hann er nú að finna í kirkjunni, en auðvitað var hún lokuð og læst. (Ferlir) Hallgrímur orti sálm til minningar um dóttur sína
Við komum sem sagt í Hvalnes og gengum þar aðeins um, áður
en við gæddum okkur á súpu í kaffihúsinu
Kaffi Golu sem þarna er.
![]() |
Séð frá Hvalnesi yfir að Sandgerði. |
![]() |
Kaffi Gola er í brúna húsinu. |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli