Sýnir færslur með efnisorðinu San Martino. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu San Martino. Sýna allar færslur

02 júlí, 2022

Kórferð - heit og áhrifamikil (7)

... framhald af þessu.

Litla hugmynd hafði ég um það sem framundan var, þar sem ég sleikti sólskinið á sundlaugarbakkanum á Hótel Oliveto að morgni og fram eftir degi  7. dags Ítalíuferðarinnar (24. júní) sem hér hefur verið til umræðu. Jú, ferðaáætlunin greindi frá því að síðdegis lægi leið okkar til San Martino della Battaglia þar sem ein stærsta orrusta fyrir tíma heimsstyjaldanna átti sér stað og sem varð til þess að Ítalía varð að einu ríki. Jú það var talað um litla beinakapellu, og Rauðakrosssafn. Þá var tilgreint að veitingastaðurinn sem við ætluðum að fara á væri þarna á svæðinu.  Svo hélt ég bara áfram í sólbaðinu og öðru því fylgir því að skjótast í skemmtiferð til Ítalíu. 


Klukkan 17.30 á þessum degi var lagt í hann til San Martino della Battaglia til að snæða mikinn hátíðarkvöldverð, enda síðasta kvöld ferðarinnar og mikið stóð til.  Þegar við komum á staðinn lá leiðin fyrst í litla kapellu, svokallaða beinakapellu, sem kallast Ossario di san Martino. Það sem við blasti þar innan dyra var ekki alveg það sem ég hafði búist við. Veggurinn þar sem altari er venjulega að finna, var mótaður úr ótal hauskúpum fallinna hermanna í orrustunni miklu og ef litið var niður sáust á neðri hæð staflar af beinum þessara hermanna.  

Að sögn fararstjórans kviknaði hugmyndina að þessari minningarkapellu eftir að stöðugt voru að finnast fleiri líkamsleifar fallinna hermanna á svæðinu árin eftir orrustuna.

 


Orrustan við Solferino (24.  júní, 1859)
Úrslita átökin í stríðinum um sameiningu Ítalíu í eitt ríki. Þjáningar særðra hermanna, sem fengu enga aðhlynningu urðu kveikjan að stofnun Rauða krossins.
Frakkar of Sardiníumenn undir stjórn Napóelons II börðust við Austurríkismenn. Fyrstu skotunnum var hleypt af um klukkan þrjú um nóttina og klukkan sex var orrustan háð af fullum krafti. Sumarsólin skein á um það bil 300.00 hermenn sem slátruðu hver öðrum. Síðdegis tóku Austurríkismenn að hopa af vígvellinum og um kvöldið var vígvöllurinn þakinn líkum meira en 6000 hermanna og 40000 særðir lágu eins og hráviði um völlinn.
Kórinn í Ossario kapellunni (mynd Garðar Már Garðarsson)

Sjúkralið Frakka og Sardiníumanna réði engan veginn við verkefnið sem við blasti; franski herinn hafði færri lækna á sínum snærum en dýralækna, engin flutningatæki voru fyrir hendi og hjúkrunarvörur höfðu ekki verið í farteskinu. Þeir hinna særðu, sem það gátu, komu sér til þorpsins Castiglione, sem var í nágrenninu til að leita matar og vatns, en þangað komust um 9000 manns sem ollu yfirþyrmandi álagi á þorpið og þorpsbúa. Í kirkjunni, Chiesa Maggiore, sinntu Henri Dunant og þorpskonurnar hinum særðu og deyjandi í þrjá daga og þrjár nætur. (vefsíða ICRC - Alþjóða Rauða krossins)

Þarna í San Martino er að finna turn sem reistur var til minningar um Viktor Emmanúel II konung og þá sem börðust á árunum 1848-1870 fyrir sjálfstæði Ítalíu sem ríkis. Hann stendur á hæstu hæðinni í San Martino. Hæðin náðist og tapaðist í ítrekuðum árásum í grimmilegum bardaganum og það var loks her Sadiníumanna sem náði henni og hélt.

Allt um það. Eftir að hafa orðið fyrir talsverðum áhrifum af  þessari ógnvænlegu sögu lá leiðin í veitingastað þar sem fimm rétta máltíð var borin fram, sungið og ávörp flutt, áður en heimleiðis var haldið til að gista síðustu nóttina á Ítalíu. 

Ekki neita ég því að ég leiði hugann að því, eftir að hafa komið á þennan stað, að landamæri þjóða hafa orðið til með því að úthella blóði æskumanna, enn þann  dag í dag.

Svo var bara að svífa inn í svefninn og halda áfram með lífið.



 



 




Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...