Sýnir færslur með efnisorðinu amerísk menning. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu amerísk menning. Sýna allar færslur

28 febrúar, 2017

Svar mitt: JÁ

Úr því ég hef lítið gert annað á þessum degi en drita inn skoðunum mínum og umfjöllun á ólíkum viðfangsefnum, bæti ég hér við einu enn. Það sér ekki á svörtu.
Í Stundinni birtist í dag pistill með fyrirsögninni: Kemur þetta okkur við? eftir hinn markmiðadrifna Valgeir Sigurðsson, sem er búinn að ná sér í svokallaðan Trump Blocker og útilokar þar með allar fréttir sem tengjast Bandaríkjaforseta.
Í upphafi pistilsins segir maðurinn markmiðadrifni:
 Það sem ég hef lært á öllum þeim árum sem markmiðadrifinn einstaklingur er að áhyggjur af því sem ég get ekki haft áhrif á bara draga úr mér orku og minnka líkurnar á því að ég nái árangri. Það stuðlar að verri líðan og líka fólksins í kringum mig. Eftir að ég áttaði mig á þessu breyttist líf mitt til muna. Eftir efnahagshrunið tók það til dæmis aðeins um eina viku þar til ég áttaði mig og breytti um afstöðu. Ég ætlaði ekki að velta mér upp úr því hverjum væri um að kenna heldur hvernig best væri að komast út úr aðstæðum í rekstri og tryggja mitt nánasta umhverfi. Einbeittur í því án áhyggja um ytri aðstæður eða sökudólga var líklega ástæða þess að markmiðin náðust.
Ég tel hinsvegar að þetta komi okkur einmitt afskaplega mikið við og ég þarf ekki að leita langt eftir rökum fyrir því. Með nokkrum smellum var ég kominn inn á dagskrár tveggja "íslenskra" sjónvarpsstöðva á þessum þriðjudegi, sem er alveg eins góður dagur og hver annar. Dagskrár þeirra í dag má finna á myndunum sem ég læt fylgja.
Hjá annarri stöðinni eru þrjú orð á íslensku í þeim hluta dagskrárinnar sem sjá má á myndinni: fréttir, íþróttir og Nágrannar (sem er reyndar Amerísk sápa (leiðr. eftir ábendingu: þetta mun vera áströlsk sápa)). Í dagskrá hinnar stöðvarinnar, sem þykist vera íslensk, er ekki eitt íslenskt orð.
Ég hef svo sem ekki skoðað hvað stendur á bak við hvern lið, en reynslan sýnir að þar er að langstærstum hluta á ferð amerískt léttmeti, amerísk menning, amerísk lágmenning. Eðlilega litast sjónvarpsefni hverrar þjóðar af menningu hennar og stjórnarfari. Eðlilega litast síðan íslenskt samfélag smám saman af þessari amerísku menningu og stjórnarfari.
Auðvitað kemur okkur við hvað er að gerast í henni Ameríku - "landi hinna frjálsu og hughraustu".

Ég ætla að klykkja út með þakklæti mínu til RUV fyrir að bjóð okkur upp á Norræna bíódaga. Það er búin að vera ánægjuleg upplifun, að langstærstum hluta. Megi Norrænir bíódagar verða viðvarandi.

En, sannarlega kemur okkur þetta við. Það þýðir ekkert að grafa hausinn í sandinn, jafnvel þó við séum markmiðadrifin.


Litlir kallar og litlar kellingar

Heilsugæslustöðin í Laugarási á vígsludegi 1997 (mynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson) Ég hefði óskað þess, að fyrstu dagar nýs árs yrðu ánægjulegri...