FRAMHALD AF ÞESSU
Ef ég færi nú út í það að reyna að segja nákvæmlega allt, sem á dagana dreif, myndi það kannski nást um vorjafndægur, svo ég ætla að reyna að stilkla á stóru, þó ég sé hreint ekki viss um að það takist. Látum á það reyna.
Fimmtudaginn 20. nóvember brunaði rútan með hópinn til staðar sem mér sýnist að kallist Don Juan Tours og er skammt fyrir utan La Fortuna. Þarna var um að ræða sannkallaðan ferðamannastað, þar sem hópar geta pantað sér fræðsluferðir um kaffi og cacaoræktun í Costa Rica. Þarna komum við fyrst inn í móttökusal, þar sem við fD fengum kærkomið tækifæri til að varpa af okkur annars fremur virðulegri yfirbragði, með því að mynda hvort annað, svo afhjúpandi getur talist. Við hleyptum börnunum í okkur út, í lítið augnablik (sjá mynd) en settum síðan strax aftur upp fullorðinsgrímuna og héldum áfram þannig.
Þennan dag gekk á með úrhellisrigningu, en stytti alltaf upp á milli og það mátti heyra á leiðsögumönnunum og þeir voru þakklátir fyrir að sleppa við svona veður í frumskógargöngunni daginn áður.
Í sem stystu máli tók þarna við okkur leiðsögumaður, sem leiddi okkur í gegnum ræktunar-, vinnslu- og notkunarferli á kaffi og cacao. Allt fór þetta fram á gönguleið sem tjaldað var yfir, en án hliðartjalda, þannig að fyrir utan blöstu við cacao- og kaffitré með viðeigandi berjum, eða aldinum, meira og minna í lóðréttri úrhellisrigningu.
Á loftmyndinni sem ég læt fylgja hér hægra megin (af Google maps) má sjá fræðsluleiðina sem um var að ræða.
Þessi fræðsluferð var bara ansi áhugaverð og upplýsandi um tilurð neysluvaranna sem frá þessari ræktun koma. Kaffi, kakó og súkkulaði. Það fólk sem vinnur við þessa ræktun og iðnaðinn sem fylgir fær ekki mikið fyrir sinn snúð, sérstaklega ber kaffibaunatínslufólkið lítið úr býtum, minnir mið að hafi komið fram.
Hér fyrir neðan eru myndir úr gönguförinni.
![]() |
| CACAO: Ferli frá blómi til framleiðsluvara |
![]() |
| Þrjár tegundir kaffibauna: Robusta, Arabica og Liberica, hver með sína eiginleika. |
![]() |
| KAFFI: Ferli frá blómi til framleiðsluvöru. |
Eftir að við höfðum þarna farið í gegnum cacaoræktunina, beið okkar veggjalaus salur þar sem okkur gafst færi á að búa til okkar eigin súkkulaðistykki. Eftir að hreystimenni í hópnum voru búin að hakka baunirnar fékk hvert okkar súkkulaðigrunn, sem við síðan breyttum í fullbúið súkkulaðistykki, hvert eftir sínu höfði, með ýmsum tegundum efna. Afrakstrinum skiluðum við síðan til leiðsögumannsins, sem setti þau í kæli meðan við fengjum yfirferð yfir kaffimálin.
Það er nú skemmst frá því að segja, að ekki tókst mér höndulega með súkkulaðiblönduna - alltof lítill sykur, salt og mjólkurduft - eða chili - og svo framvegis. Maður hefði þurft aðeins meiri tilfinningu fyrir áhrifum íblöndurnarefnanna. Ég heyrði þó haft á orði í mínu umhverfi að mitt væri skárra, sem var huggun harmi gegn. Ekki hefur tekist að neyta súkkulaðistykkjanna til fullnustu og ég veit ekki einusinni hhvað varð um þau á endanum.
Að öðru leyti er kaffivélin samsett úr þrem viðarbútum sem festir eru saman með lömum. Þegar hún er ekki í notkun er hún bara lögð saman og þá fer ekkert fyrir henni. Snilldargræja og hægt að kaupa hana á Amazon fyrir ISK6.500. Einfalt og þægilegt.
Þessari fræðsluferð lauk svo í verslun, auðvitað, þar sem við gátum keypt allskyns kaffi, kakóduft og súkkulaðistykki, alveg eins og vil vildum. Það var nú aldeilis gaman.
Þegar þessari heimsókn lauk, má segja að hópurinn hafi tvístrast nokkuð, enda frjáls tími það sem eftir lifði dags. Ég veit að einhverjir fóru í hádegisverð einhversstaðar í La Fortuna og einhverjir ákváðu að renna sér á sviflínu (zipline). Ég velti því svo sem fyrir mér skamma stund, að skella mér í það, en ákvað, eftir skamma íhugun að láta það vera, þar sem ég reiknaði með, að þetta væri svona eitthvað sem tæki langan tíma á undan og eftir, en örkamma stund að öðru leyti. Svo komst ég auðvitað að því á eftir, að þetta vera heldur meira en það. Þátttakendur munu hafa rennt sér niður einar 11 línur og haft gaman af. Hefði ég vitað þetta fyrir, er líklegt að ég hefði látið slag standa. Ekki efa ég að fD hefði verið meira en klár í svona adrenalínaukandi verkefni. Já, "hefði, ef ...." - það er allaf hægt að segja það.
![]() |
| Sundlaugasvæðið í Los Lagos (mynd af agoda.com) |
Við fD ákáðum að taka því rólega það sem eftir lifði dags í sundlaugum og heitum pottum í Los Lagos. Þar var nóg úrval af slíku, en það tók talsverðan tíma að finna heitan pott sem reis undir nafni. Það fannst þó einn viðunandi. Það var afar ljúft að sitja í heitum potti í volgri, lóðréttri úrhellisrigningu.
Eftir ágætan kvöldverð var bara rólegt kvöld og við tók síðasta nóttin á La Fortuna svæðin. Næsta morgun tók við ferð til vesturstrandarinnar, til ferðamannabæjarins Tamarindo, þar sem við dvöldum síðustu þrjár næturnar á Costa Rica.
Meira um það næst - ef allt fer eins og áætlað er.



.jpg)
.jpg)
.jpg)










.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
.jpg)
