Ég komst hinsvegar að því, að slík skrif ofan á önnur af svipuðum toga í gegnum lyklaborðið mitt, væru of fánýtt verk.
Ég fór þess í stað að athuga með listaverkaeign mína, þar sem styttast fer í að þar þurfi að taka ákvarðanir.
Fyrir 20-30 árum var bankað upp á í Kvistholti. Fyrir utan stóðu útlendingar, sem reyndust var ungir Frakkar. Þeir munu hafa verið að ferðast um landið til að selja verk eftir sjálfa sig. Ég var í einhverju þannig skapi á þessum tíma, og verðalagið á verkunum með þeim hætti, að þetta endaði með því að ég skellti mér á olíumálverk. Reyndar er það svo, að ég skil ekki enn í mér, en það er nú oft þannig.
![]() |
Verkið eftir Bartox/Bartok/Barton |
Síðan hefur þetta magnaða olíumálverk prýtt þá hluta hússins sem ég, alla jafna hef út af fyrir mig. Það getur vel verið að götumynd frá fjarlægri borg passi ekki inn í hið bráðíslenska umhverfi sem einkennir innviði Kvistholts. Ekki hefur fD hvatt neitt sérstaklega til þess að verkið færi upp á stofuvegg.
Nú er að koma að því, að ég þarf að ákveða hvort ég farga þessu mikla verki sem hefur blasað við mér áratugum saman og örugglega einhverntíma veitt mér innblártur sem eftir hefur verið tekið. Hver veit.
Ég er búinn að draga fram áritun listamanssins og hún virðist mér segja hann vera Bartox, Bartok eða Barton. Við gúglun þessara möguleika hefur mér ekki tekist að komast nær neinum þekktum listamanni en Bela Bartok, sem er auðvitað heimsfrægt tónskáld.
![]() |
Nærmynd af neðsta hluta verksins. Það verður ekki sagt annað er að fagrir eru litirnir. |
Ég er allaveg búinn að ákveða, að takist mér ekki að öðlast sannfæringu um að verkið hafi málað stórkostlegur, heimsfræður listamaður, þá muni það enda í einhverjum spilliefnagámi. Þannig er það.