Sýnir færslur með efnisorðinu skyrta. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu skyrta. Sýna allar færslur

22 mars, 2017

Ekki fyrir "eldri menn"

Ég er búinn að hafa ýmislegt á hornum mér að undanförnu og held því bara áfram, meðan sá gállinn er á mér. 
Það kemur fyrir að ég þurfi að fá mér skyrtu. Mörgum kann að finnast það fremur einföld aðgerð, en reyndin er sú, að þar er að ýmsu að hyggja, og nýjasta reynsla mín af skyrtukaupum er eiginlega dropinn sem fyllir mælinn eða stráið sem hryggbrýtur kameldýrið.

Oftar en ekki kem ég heim með skyrtu sem eð öðruvísi en ég hafði ætlað að kaupa (sumir þróunarsinnar myndu segja VERSLA í stað KAUPA, en ég nota sögnina að kaupa, svo því sé haldið til haga). Ástæður þessa eru yfirleitt, að mér hefur láðst að ganga úr skugga um hvort skyrtan uppfyllti öll þau viðmið sem hafa þarf í huga við kaupin, og þau eru sannarlega nokkur:


1. ERMAR 
Skyrtan á að vera með síðum ermum, ekki síst vegna þess að stutterma skyrtur hafa takmarkaðra notkunargildi, ekki síst á vetrum. Það má alltaf bretta upp ermarnar. Til þess að vita hvort skyrta er síð- eða stutterma þarf að kunna skil á tilteknu táknmáli, sem aðllega felst í því að greina hvort sjá má ermarenda á samanbrotinni skyrtunni í versluninni. Ég hef staðið sjálfan mig að því að sitja uppi með stuttermaskyrtur gegn vilja mínum.

2. SNIР
Í mörg ár hef ég frekar valið að klæðast svokölluðum REGULAR skyrtum í stað þeirra sem kallast SLIM FIT. Meginástæða þess er aukaatriði og ekki til umræðu.
Til þess að vera viss um hvor tegundin er, þarf að leita upplýsinga um það, en slíkar upplýsingar liggja ekki alltaf á lausu (stendur reyndar oftast á pakkningunni, en þarf víst að lesa), augljóslega með þeim afleiðingum að ég hef eignast slatta af SLIM FIT skyrtum, sem síðan enda í fatasöfnunargámi, sem er kannski vel við hæfi.

3. BRJÓSTVASI 
Brjóstvasinn er raunveruleg ástæða þess að ég tjái mig hér og nú.
Brjóstvasinn hefur verið eitt þeirra grundvallarviðmiða sem ég hef notað við skyrtukaup (þegar ég hef munað eftir að ganga úr skugga um það).   Það á engum að þurfa að blandast hugur um mikilvægi þess að hafa möguleika á að setja frá sér hluti, eða jafnvel geyma á aðgengilegum stað á persónu sinni. Þannig er brjóstvasinn nauðsynlegur þegar maður notar penna (þeim fer fækkandi sem nota penna). Hann er nauðynlegur til að geyma símann. Hvar í ósköpunum á að geyma síma ef ekki í brjóstvasanum?  Ég reikna með að margir hafi reynslu af því að nálgst símann sinn í buxnavasa á hámarkhraða á Hellisheiði. Það er hreint umferðaröryggismál og þurfa ekki að reyna að plokka tækið úr buxnavasa við aðstæður þar sem ekkert má útaf bregða.   Loks fer það ekki á milli mála að í ótölulegum tilvikum til viðbótar kemur þessi vasi að einkar góðum notum og má þar nefna þegar geyma þarf pappír af einhverju tagi, t.d. kvittanir. Þá er vasinn afar hentugur við smiðar og nýtist þá til að geyma nagla eða skrúfur.  Svona mætti lengi telja. Mikilvægi  brjóstvasans er, eða ætti að vera, óumdeilt.

Ég þurfti ég að fá mér skyrtu fyrir nokkru. Samviskusamlega fór ég yfir tékklistann: síðar ermar, og "regular", en komst síðan að þvi að það var ekki til nein skyrta með brjóstvasa!  Aðspurður sagði afgreiðslumaðurinn að fjölmargir "eldri menn" hefðu kvartað yfir þessu.  Hann sagðist ekki vita af hverju vasaleysið stafaði. Ekki veit ég það heldur.
Ég gúglaði: einn skyrtuframleiðandinn sagði ástæðuna vera að ef karlmenn væru með eitthvað í brjóstvasa á skyrtu, ylli það því að það sæist bunga á jakkanum. Vitlausari skýringu hef ég nú bara varla lesið.  Þarna er sem sagt sagt, blákalt, að ef þú klæðist skyrtu, þá hlýtur þú að klæðast jakka utan yfir.

Það er kannski tilviljun, en í einhverjum fréttatíma fyrir stuttu var sagt frá tískusýningu þar sem kynntar voru handtöskur fyrir karlmenn.  Já, líklegt er að ég fari að ganga með slíkt. Fyrr særi ég fD til að sauma brjóstvasa a skyrturnar mínar, eða enn betra: geri það bara sjálfur.
Mér finnst þetta, sem sagt, hin mesta hörmung.

Ég get tekið undir það sem hér er sagt um þetta mál:
The breast pocket is under attack. With the rise of the slim fit shirt even Department stores are getting into the act and banishing the breast pocket.
I recognize that the more formal a garment the fewer the pockets. So evening shirts never have a pocket, for example. I also understand the argument that a shirt looks sleeker when not fitted with a breast pocket.Moreover, there is no need to match patterns if the shirt is made from striped or check fabric. Thus, deleting breast pockets can only help the shirt maker’s profit margins.Nonetheless, for most men pockets are important part of our masculine identity. It’s where we carry our stuff. Women have handbags to carry their stuff; we have multiple pockets.
Þetta myndskeið er auglýsing, en samt fyndið:




Litlir kallar og litlar kellingar

Heilsugæslustöðin í Laugarási á vígsludegi 1997 (mynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson) Ég hefði óskað þess, að fyrstu dagar nýs árs yrðu ánægjulegri...