Sýnir færslur með efnisorðinu smelligildra. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu smelligildra. Sýna allar færslur

22 júlí, 2017

1/733

Það er algengara en svo, að maður taki ekki eftir því, að ekki birtist mann á Fb myndir þar sem manni er tjáð að aðeins lítill hluti fólks geti greint eitthvað sem á myndinni er. Þarna er t.d. um að ræða tölur, stutta texta eða duldar fígúrur af einhverju tagi. Þar sem ég sé auðvitað alltaf allt sem þarna birtist finnst mér þetta bara vera það sem kallað er "click bait" eða smelligildra, þar sem verið er að fá fólk til að deila myndinni áfram og sýna þannig fram á hvað það er klárt. Við þurfum öll að fá staðfestingu á að við stöndum öðrum á sporði.

Nú, ég er orðinn svo leiður á þessum myndum, að ég ákvað að gera bara mína eigin, þannig að hún myndi dreifast um heiminn, deilast manna á meðal eins og vindurinn.
En, nei, aldeilis ekki.  Fólk fór að ræða myndina og mögulega fá út úr henni eitthvað sem það átti ekki að sjá.

Þetta var bara mynd af Heklu, sem var tekin frá Laugarási á fögrum sumardegi. 

Ekkert annað. 

Ef fólk sá t.d. fjall á myndinni, hefði það átt að deila henni áfram, ef allt væri eins og venja er með myndir af þessu tagi. 
Á myndinni er ekkert falið. 
Hún er bara það sem hún er. 
Það er engin ástæða fyrir því að bleiki liturinn varð fyrir valinnu. 
Það er engin ástæða fyrir því að ég valdi töluna  733.

Þessi myndbirting átti bara að vera svona létt sumargrín hjá mér, og jafnfram gagnrýni á þessar smelligildrur.

Ég get ekki látið hjá líða að biðja þau ykkar afsökunar, sem reynduð að sjá eitthvað annað en fjall út úr þessri mynd. Ég skal ekki gera þetta aftur. 
Njótið dagsins. Megi smelligildrur auðga líf okkar áfram.





Litlir kallar og litlar kellingar

Heilsugæslustöðin í Laugarási á vígsludegi 1997 (mynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson) Ég hefði óskað þess, að fyrstu dagar nýs árs yrðu ánægjulegri...