Sýnir færslur með efnisorðinu örheimur. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu örheimur. Sýna allar færslur

16 apríl, 2019

42 (993)

Hann kann að teljast fremur undarlegur, þessi titill, en auðvitað, svona eins og búast má við af mér, þá er hann vel ígrundaður. Hann hefur velkst um í huganum dögum saman.
Ég mun hér veita svar við því sem fyrr er nefnt, en hið síðara, sem ég setti í sviga bíður síns tíma.

Hve oft höfum við ekki spurt okkur sjálf knýjandi spurninga um tilveruna, tilganginn með þessu öllu? Hve oft höfum við ekki gefist upp og sætt okkur við að svar eða svör af þessu tagi eru ekki okkur ætluð í smæð okkar og áhrifaleysi?
Ef hægt er að tala um einhverja niðurstöðu úr pælingum af þessu tagi, þá er hún sú, að við séum ekki þess verð, í samhengi við lífið, alheiminn og allt, að geta öðlast einhver svör sem byggjandi er á. Jú, satt er það, að við höfum hæfileikann til að spyrja svona spurninga, en við höfum sennilega ekkert að gera við möguleg svör við þeim. Þau myndu ekki breyta neinu, nema mögulega því, að við fengjum einhverskonar fullvissu um hve lítils virði við erum í rauninni og þar með færi úr okkur allt loft og við tæki bara hreint ekki neitt, nú eða eitthvað sem við viljum bara ekki leiða hugann að.

Jæja, þá er ég kannski búinn að kippa fótunum undan lífsvilja einhvers, og það er miður, og ég get beðist velvirðingar á því og mun nú reyna að bera í bætifláka.

Sannarlega getum við reynt að sjá okkur í samhengi við lífið sjálft, alehiminn og allt sem er, en við getum líka minnkað samhengið, smækkað heiminn sem við búum í, verið íbúar jarðarinnar, Vesturlanda, Evrópu, Íslands, Árnessýslu, Bláskógabyggðar, Laugaráss og jafnvel bara Kvistholts. Við hvert skref sem tekið er nær manni sjálfum að þessu leyti stækkar maður og verður mikilvægari í sjálfum sér og meðal allra hinna sem búa í umhverfinu.  Maður getur meira að segja litið á sjálfan sig sem allt sem máli skiptir í veröldinni og ég er viss um að sumir ganga svo langt að heimur þeirra  snýst um ákveðna líkamshluta eða líffæri, jafnvel bara eina graftarbólu. .

Æ, já, það er bara gaman að þessu og þessar hugrenningar mínar,í smæð minni, eiga sér rætur í tölunni 42.
Annarsvegar er vegna þess að í sögunni "The Hitch Hiker's Guide to the Galaxy" eftir Douglas Adams kemst Deep Thought að því að svarið við spurningunni um lífið, alheiminn og allt sé 42, eins  og sjá má hér fyrir neðan:
“O Deep Thought computer," he said, "the task we have designed you to perform is this. We want you to tell us...." he paused, "The Answer.""The Answer?" said Deep Thought. "The Answer to what?""Life!" urged Fook."The Universe!" said Lunkwill."Everything!" they said in chorus.Deep Thought paused for a moment's reflection."Tricky," he said finally."But can you do it?"Again, a significant pause."Yes," said Deep Thought, "I can do it.""There is an answer?" said Fook with breathless excitement."Yes," said Deep Thought. "Life, the Universe, and Everything. There is an answer. But, I'll have to think about it."...Fook glanced impatiently at his watch.“How long?” he said.“Seven and a half million years,” said Deep Thought.Lunkwill and Fook blinked at each other.“Seven and a half million years...!” they cried in chorus.“Yes,” declaimed Deep Thought, “I said I’d have to think about it, didn’t I?"
[Seven and a half million years later.... Fook and Lunkwill are long gone, but their descendents continue what they started]
"We are the ones who will hear," said Phouchg, "the answer to the great question of Life....!""The Universe...!" said Loonquawl."And Everything...!""Shhh," said Loonquawl with a slight gesture. "I think Deep Thought is preparing to speak!"There was a moment's expectant pause while panels slowly came to life on the front of the console. Lights flashed on and off experimentally and settled down into a businesslike pattern. A soft low hum came from the communication channel.
"Good Morning," said Deep Thought at last."Er..good morning, O Deep Thought" said Loonquawl nervously, "do you have...er, that is...""An Answer for you?" interrupted Deep Thought majestically. "Yes, I have."The two men shivered with expectancy. Their waiting had not been in vain."There really is one?" breathed Phouchg."There really is one," confirmed Deep Thought."To Everything? To the great Question of Life, the Universe and everything?""Yes."Both of the men had been trained for this moment, their lives had been a preparation for it, they had been selected at birth as those who would witness the answer, but even so they found themselves gasping and squirming like excited children."And you're ready to give it to us?" urged Loonsuawl."I am.""Now?""Now," said Deep Thought.They both licked their dry lips."Though I don't think," added Deep Thought. "that you're going to like it.""Doesn't matter!" said Phouchg. "We must know it! Now!""Now?" inquired Deep Thought."Yes! Now...""All right," said the computer, and settled into silence again. The two men fidgeted. The tension was unbearable."You're really not going to like it," observed Deep Thought."Tell us!""All right," said Deep Thought. "The Answer to the Great Question...""Yes..!""Of Life, the Universe and Everything..." said Deep Thought."Yes...!""Is..." said Deep Thought, and paused."Yes...!""Is...""Yes...!!!...?""Forty-two," said Deep Thought, with infinite majesty and calm.” ― Douglas Adams, The Hitchhiker's Guide to the Galaxy

Hinsvegar er það vegna þess að í dag, eru 42 ár síðan við fD hófum vegferð okkar saman í gegnum lífið.

Hér hef ég sem sagt notað töluna 42, bæði til að merkja það sem er óendanlegt og ofar skilningi okkar og einnig til að minnast 42 ára hjónabands í örheimi.

Bara nokkuð vel gert, þó ég segi sjálfur frá. 

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...