Færslur

Saman í þessu

Mynd
Það er verið að reyna að berja saman ríkisstjórnarnefnu, sem er svo sem gott og blessað. Sumir brjálaðir yfir því eins og venja er til. Aðrir bara sáttir og svo allir þeir sem gæti ekki verið meira sama.
Á meðan þetta stendur yfir undirbúum við hér í neðsta hluta Biskupstungna að minnast þess, með pompi og prakt, að innan nokkurra vikna verða liðin 60 ár frá því Hvítárbrúin, sem tengir byggðina vestan og austan árinnar. Hér væri margt með öðrum hætti ef þessi brú hefði ekki komið til.

Við ætlum að taka í notkun nýja ljósakeðju, sem næstu árin mun lýsa vegfarendum leið í mesta skammdeginu, minna okkur á jólahátíðina og skreyta þetta fagra mannvirki sem brúin óneitanlega er.
Ljósakeðja af þessu tagi kostar sitt. Við hófum söfnun sem hefur gengið framar vonum og við erum afskaplega þakklát þeim sem hafa lagt sitt til, hvort sem það er í smáu eða stóru. Án þeirra hefði þetta ekki orðið.
Þeirra verður getið og þeim þakkað betur þegar upp verður staðið.

Það er venjan, þegar mikil mannvirki…

Afstæður aldur

Mynd
Þegar ég byrjaði að taka saman efni um Hvítárbrú hjá Iðu eða Iðubrúna, sem hún hefur verið kölluð svona í daglegu tali, átti ég ekkert sérstaklega von á að finna á lífi einhverja sem þar störfuðu síðustu árin áður en brúin var fullbyggð.  Það eru nú, eins og margir vita, sextíu ár síðan hún var opnuð fyrir umferð, sem þýðir að þeir sem þar störfuðu eru nú sextíu árum eldri en þeir voru þá.
Ég hafði einhvernveginn ímyndað mér að það hefðu nú aðallega verið karlar á aldrinum frá 25 og upp úr, sem byggðu þetta mikla mannvirki, sem myndi þýða, að ef einhverjir væru á lífi væru þeir nú, að minnsta kosti 85 ára og mögulega farnir að missa eitthvað úr, svona eins og gengur.

Síðla sumars fékk ég ábendingu um fyrrverandi brúarvinnumann, sem einmitt hafði unnið við brúarsmíðina á þessum tíma.  Hann reyndist vera 74 ára og var því 14 ára þegar hann tók þátt í þessu verki með sínum hætti. Hann var nokkurskonar léttadrengur og ég á eftir að fá að vita meira um það, en þarna er um að ræða afskaple…

Yf'rum

Mynd
Það flugu ótal hugsanir í gegnum höfuðið á mér, þar sem við fD fikruðum okkur í fljúgandi hálku niður heimkeyrsluna í Kvistholt, niður á veg og síðan út í "búð" eða "Pólland", eða "sjoppu", fyrir nokkrum dögum.
Voru þetta ef til vill mistök af minni hálfu?
Var þetta í rauninni eitthvað sem ég var tilbúinn í?
Varð þetta mögulega viðurkenning á að nú væri ég að nálgast endastöðina?
Mátti líta á þetta sem uppgjöf, fyrir einhverju sem ég ætti að berjast gegn, af alefli?
Var ég að lúta, með þessu, einhverju ósýnilegu ægivaldi, sem enginn fær umflúið, en allir geta barist gegn svo lengi sem kraftar leyfa?
Hvaða heimur var þetta sem ég var þarna að ganga inn í?
Sem betur fer var ég nægilega upptekinn við að reyna að standa í fæturna í hálkunni til að láta þessar hugsanir mínar ekki ná yfirhöndinni, nægilega ákveðinn í að finna, í samráði við fD, auðvitað, öruggustu blettina til að stíga niður fæti á.

Andlit
Svo renndi hópferðabifreiðin inn á planið við búðina. Í…

Forsetinn snerti mig

Mynd
Ekki vafðist fyrir okkur fD að ljúka því sem ljúka þurfti í höfuðstað Suðurlands í morgun, enda orðin með eindæmum þjálfuð í að vita hvað við þurfum í raun til að lifa með umtalsverðri reisn næstu vikuna. Það má segja, að minnismiðar séu að verða óþarfir í þessum kaupstaðarferðum.

Kannski var nú helsti tilgangurinn með þessari ferð að greiða atkvæði í þessum Alþingiskosningum sem framundan eru. Eins og fram hefur komið hér áður, hef ég verið nokkuð tvístígandi varðandi það hvernig atkvæði mitt geti nýst sem best þeim stjórnmálaflokkum sem næst standa  þeim gildum sem mér finnst mikilvægt að séu í hávegum höfð á þessu ísahlýja landi, þar sem varla er hægt að tala um að komið sé haust, ennþá, hvað þá vetur.

Konan sem sat bak við skrifborðið, vildi sjá skilríki, sló eitthvað inn, náði síðan í kjörseðil og umslag. Rétti mér þetta tvennt og benti mér síðan á að ganga eftir húsinu endilöngu þar til ég kæmi að kjörklefa, sem ég gerði auðvitað. Þar fann ég, bakvið sturtuhengi, aðstöðu þar sem g…

...sem fyllir mælinn?

Mynd
Í gær fjallaði ég umþjóðkirkjuna, bankaleyndina, traust og siðferði. Engin smá viðfangsefni í nokkrum línum.
Það kann einhver að spyrja til hvers ég var nú að því og mér er ljúft að svara.
Ég er afskaplega þreyttur á því að geta ekki treyst sjórnvöldum eða stjórnmálaleiðtogum í þessu landi. Ekki fæ ég betur séð að en sama sé uppi á tenginum meðal margra samlanda minna og einnig meðal annarra þjóða.

Til þess að njóta trausts verður fólk sem tekur þátt í stjórnmálum að koma hreint fram, vera það sem það er, sannfæra kjósendur um að það sé ekki með óhreint mjöl í pokahorninu.
Ég geri mér auðvitað grein fyrir því, að til þess að komast áfram í stjórnmálum virðist þurfa að beita ýmsum meðulum sem ekki þola alltaf dagsljósið. Svona hefur þetta verið frá alda öðli, sjálfsagt.

Stjórnmálamennirnir eru eitt, en síðan eru það kjósendurnir. Þar er nú margur sauðurinn og þar á meðal þessir:
1. Kjósandinn sem  hefur afar skýra heildarsýn á það hvernig honum finnst að þjóðfélagið eigi að vera. Hann…

Er þetta dropinn?

Mynd
Ég var skírður og fermdur ásamt öllu því helsta  sem maður gerir innan þjóðkirkjunnar. Ég telst vera í þjóðkirkjunni.
Í flestu hef ég leyft þessari stofnun að fara sínu fram án þess að það hefði einhver veruleg áhrif á mig. Stundum hef ég komist upp á kant við tiltekna þjóna hennar, líkar ekki aðrir, eða það sem þeir halda á lofti í nafni kristinnar trúar.  Fyrir ríflega 30 árum fór ég að syngja með kór sem starfar á vegum kirkjunnar og hef þar marga fjöruna sopið. Fyrir allmörgum árum var ég kominn á fremsta hlunn með að kveðja þessa stofnun, en af því varð ekki og ég veit í rauninni ekki hversvegna. Hélt áfram þessu hlutleysi mínu, ekki síst vegna þess að það var ekkert sérstakt annað í boði og er reyndar ekki enn.

Þetta var fyrri hlutinn.

Í dag er rætt um stolin gögn og réttmæti þess að birta þau.
Hversvegna sá einhver ástæðu til að stela þeim?
Hversvegna þurfti að stela þeim?
Var þeim yfirleitt stolið?
Hvað felur það í sér að stela? Jú, líklega að taka eitthvað ófrjálsri hendi sem…

Öfug sálfræði #kosningar 2017

Mynd
Ef maður vill vinna málstað fylgis á þessum tímum, er vísast leiðin að beita öfugri sálfræði.
Ég get hamast þangað til ég fæ blóðbragð í munninn, og ælu upp í háls, við að leiða fram rök fyrir því að það sé hin argasta fásinna, að styðja tiltekinn stjórnmálaflokk, eða flokka, eða einstaka stjórnmálamenn.
Ég væri í rauninni aðeins að fullnægja tjáningarþörf minni: "Mikið djö.. er þetta gott hjá mér!"
"Þarna kýldi ég hann/hana kalda(n)!"
Það er nefnilega þannig, að mínu mati, með stjórnmálaskoðanir, að þær herðast eftir því sem fleiri rök eru leidd fram gegn þeim. Það gengur meira að segja svo langt, að skjöl sem tengjast suðrænum eyjum breytast í eitthvert jákvætt fyrirbæri í höfðum þeirra sem hafa stillt sér upp við hlið frambjóðanda sem tengist slíkum skjölum. Fólk herðist í trúnni, sérstaklega það fólk sem ekki býr yfir neinni sérstakri sannfæringu, eða lífsskoðun, sem er yfir hið persónulega hafin.

Fólk forherðist og þegar upp er staðið verður engin breyting. H…

Ástleysi? Sjálfhverfa? Kunnáttuleysi? Skilningsleysi?

Mynd
Allt sem ég mögulega læt frá mér fara hér fyrir neðan, er eitthvað almennt, sem beinist ekki að neinum einstaklingum, lífs eða liðnum. Bara almennar vangaveltur um aðstæður barna á þessu landi, eins  og þær birtast mér eða ættu að birtast mér, karlinum, á þeim aldri sem ég er, laus við ábyrgð af barnauppeldi, sem í mínu tilviki lauk fyrir talsvert löngu, á öðrum og talsvert ólíkum tíma og var mögulega ekkert sérstakt, þannig séð. 
Mögulega var sá tími að ýmsu leyti ekkert skárri en í dag, að þessu leyti. En börnin eru hinsvegar óbreytt þegar þau fæðast.Nýfæddur ég
Ef ég væri nýfæddur í dag, myndi ég í rauninni bara gera kröfu um eitt: skilyrðislausa ást og umhggju foreldra minna.  Mér væri alveg sama um hvernig rúmið mitt væri, eða vagninn, eða rúmfötin, eða fötin, eða bleyjurnar, eða snuðin... eða hvort ég fengi æpadd.
Ég myndi bara vilja geta treyst því að foreldrar mínir sæju um mig og sæju til þess að mig skorti ekkert af því sem mér væri nauðsynlegt, hugsuðu um mig nótt sem nýtan …

Klemma

Mynd
Ég fæddist inn í og ólst upp á því sem kallað hefur verið "framsóknarheimili". Á slíkum heimilum, á tíma áður en jafnvel sjónvarpið var komið til sögunnar, var ekki um að ræða aðra fjölmiðla en flokksblaðið Tímann, sem kom í knippum tvisvar til þeisvar í viku og ríkisútvarpið, sem þá útvarpaði á einni rás, sem var líkust því sem rás 1 er í dag.  Þetta var einfaldur heimur, verð ég að segja.

Að óbreyttu hefði ég haldið áfram að vera grjótharður framsóknarmaður fram á þennan dag. Það fór hinsvegar svo, að á þeim tíma  ævinnar þegar stjórnmálaskoðanir tóku að festast að einhverju ráði, lá leið mín úr foreldrahúsum og ég uppgötvaði annarskonar hugmyndir um hvernig þjóðfélagið ætti að vera. Það varð til ákveðin lífsskoðun eða sýn á þjóðfélagið, sem tengdist ekki einstökum persónum eða stjórnmálaflokkum endilega, heldur fól hún í sér, að ég þurfti að velja milli flokka í kosningum, sem héldu fram svipaðri sýn og ég hafði.  Það er fjarri því, að þessi lífssýn mín hafi eitthvað að …

Er ég orðinn ellibelgur?

Mynd
Síminn hringdi í gærmorgun. Hringjandinn reyndist vera ágætur nágranni til áratuga. Var dálítið hikandi við að bera upp erindið þar sem mögulega, hugsanlega myndi ég móðgast. Ég kvað mig ekki móðgunargjarnan mann og hvatti til þess að ljóstrað yrði upp um það sem þarna væri um að ræða.
Ég fékk að heyra hvað málið snérist um og varð ekkert móðgaður. Bara miklu frekar þakklátur fyrir hugulsemina sem að baki bjó og enn eina staðfestingu þess hve gott það er að eiga heima í litlu samfélagi þar sem fólk þekkist meira og minna.
Erindið var að láta mig vita af því, að í dag er fyrsta samvera eldri borgara í Bergholti, milli kl. 14 og 16.
Ég viðurkenni, að ég á dálítið erfitt með að ná utan um þetta allt saman, svo bráðungur sem ég nú er. Ég neita því ekki, að ég spurði sjálfan mig hvort þessi vikulega, tveggja tíma samverustund, þar sem fólk í eldri kantinum kemur saman til að spjalla um lífið og tilveruna, stunda handverk, spila, eða prjóna, eða bara hvaðeina sem hentar. væri eitthvað fyrir…