Færslur

Finslit

Mynd
Einhverntíma kom mér í hug, að þar sem það fólk sem telst til "vina" manns á Facebook, sé ekki endilega vinir í hefðbundinni merkingu þess orðs. Þetta er fólk sem annaðhvort kaus að tengjast þarna við þig, eða þú við það.  Þetta geta auðvitað verið allt frá bestu bestu raunverulegum vinum þínum, í að vera bláókunnugt fólk. Mér hefur aldrei fallið við þetta orð "vinur" í þessu samhengi. Þannig hefur það væntanlega komið til, að fólk talar um "facebook-vini" eða "vini á Facebook".

Þar með datt mér í hug hið frábæra nýyrði
F I N U R sem er stytting á orðinu Facebook vinur.
Ef sú stað kemur síðan upp einhverntíma að slettist upp á finskapinn þá ófinast finirnir, eða þú ófinast við einhvern fina þinna. Það verða finslit.

Ég ófinaði þrjá fina minna í morgun.  Slíkt gerist.
Ástæðan er einföld. Þessir finir mínir höfðu lýst sig sammála lýsingum kvenpersónu sem ég hef nýlega átt í (og á sennilega enn) einhverskonar útistöðum við. Þetta gerðu finirnir með…

Til Hildar

Mynd
Komdu sæl, Hildur Lilliendahl Viggósdóttir.

Ég geng út frá því, þar til þú sannfærir mig um annað, að það sem þú sendir frá þér á Facebook síðunni þinn, sé ekki mynd af hinni raunverulegu Hildi Lilliendahl Viggósdóttur, heldur sé um að ræða tiltekna framhlið sem þú sýnir á þessum vettvangi og sem virðist höfða til fjölda fólks.

Ég vil auðvitað byrja á það þakka þér fyrir að vekja athygli á greininni minni, sem birtist á blogginu mínu, undir heitinu: "Aumingja konurnar".

Ég veit það núna, að þú átt marga vini á Facebook, í það minnsta viðhlæjendur, því kl. 11 að morgni sunnudagsins 18. maí tókust heimsóknir á bloggið mitt á slíkt flug að annað eins hefur aldrei gerst. (Ég þakka fyrir ef fjöldinn nær 200 að jafnaði) Það var einmitt á sama tíma og þú kaust að eyða á bloggfærsluna nokkrum vel völdum orðum á facebook síðunni þinni. Þegar þetta er ritað, eru gestir á bloggfærsluna mína orðnir nokkuð á sjötta þúsundið. Vel gert og ég ítreka þakkir mínar.

Ég fékk skýringu á þes…

Ævintýri á gönguför

Mynd
Ég fór út að ganga í gær, sem er ekki í frásögur færandi. Þetta geri ég oft og tel mig hafa harla gott af því. Göngutúrar hressa líkama og sál, ekki síst þegar maður er kominn á minn aldur. Ég hef um ýmsar leiðir að velja hér í Laugarási: hringinn, upp Bæjarholtið, út á Höfðaveg, í áttina að Skálholti, jafnvel hestastiginn, niður að brú, út að Iðu, upp í Vesturbyggð og svo má lengi telja. Ég þekki þessar leiðir orðið afskaplega vel, hver annarri skemmtilegri og fegurri.

Ýmsir nágrannar mínir eiga hund og eins og hunda er síður, gelta þeir þegar ég nálgast lóðina, alveg þar til þeir bera kennsl á mig. Þá koma þeir kannski til mín að taka við eins og einu litlu klóri bak við eyrað, áður en þeir rölta aftur inn á svæðið sem þeir voru að verja.  Það kemur meira að segja fyrir að þeir koma með mér í göngutúrinn, skoppa í kringum mig, baða sig í Undapollinum, eða elta fugla. Mér finnst hreint ekki leiðinlegt að hafa svona skemmtileg dýr í för með mér.

Nú bar svo við í gær, að ég valdi enn …

Þjóðhátíðarávarp vort

Mynd
Kæru Íslendingar.
Vér erum þjóð meðal þjóða. Vér ölum aldur vorn við ysta haf, langt fá heimsins vígaslóð. Land vort er dýrt og á hátíðastundum sem þessum, biðjum vér Drottin að geyma það, þjóðina, tunguna, jöklana, dalina, firðina, sjávarþorpin og hvaðeina sem oss dettur í hug að biða Drottin að geyma.

Á þessum degi ár hvert freistum vér þess að vekja með oss þjóðerniskennd, dásama þá staðreynd að vér tilheyrum frjálsri þjóð í frjálsu landi. Forsætisráðherra vor tjáir gleði sína yfir lífinu og tilverunni og að vér höfum aldrei fyrr notið jafn ríkulega af öllu því góða sem lífið getur fært oss. Hann leyfir því að fylgja með, undir rós, að líf vort sé svo óumræðilega gott fyrir hans tilstilli. Vér virðumst trúa því sem forætisráðherra vor og aðrir ráðamenn segja oss um líf vort. Vér trúum því litla stund að vér séum ein þjóð, eitt ríki með einn leiðtoga og það sé allt sem þarf til.

Oss finnst þægilegt að heyra hve gott líf vort er og vér köllum fram á sviðið Fjallkonuna sjálfa, kjarn…

Aumingja konurnar.

Mynd
Ég er ekki enn viss um að ég láti verða af því að senda þennan pistil frá mér þannig að hann birtist hverjum sem lesa vill (það gerðist nú samt). Ég hyggst samt skrifa hann, því ef ég geri það ekki, held ég bara áfram að burðast með efni hans í höfðinu. Þetta efni vill komast út og nú reynir á.
Við lifum tíma þar sem maður þarf að gæta að hvað maður segir og jafnvel hvað maður hugsar. Ég er sammála því að maður eigi að gæta að því hvað maður lætur frá sér og ekki síst HVERNIG maður tjáir það.

Tilefni þessa pistils er svosem ekkert merkilegra en efnisval á útvarpsrás.

Árið 2016 var haldið upp á að það voru 100 ár liðin frá því konur fengu kosningarétt. Ég tók það ekki og tek það ekki til mín að þær skyldu ekki  hafa fengið hann á sama tíma og með sama hætti og karlar. Það var þá og á ábyrgð annars fólks.

Margt hefur áunnist og ég fæ ekki betur séð, en konur á þessu landi á þessum tíma geti staðið, á heildina litið, við hlið eða framar körlum, alveg nákvæmlega eins og hugur þeirra stendu…

Forsetaheimsókn í máli og myndum

Mynd
Í gær var tekið á móti Forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni í Bláskógabyggð. Um heimsóknina verður vísast fjallað annarsstaðar.  Forsetinn kom í Laugarás, ásamt konu sinni Elízu Reid og heilbrigðisráðherranum Óttarri Proppé. Tilefnið var undirritun samnings um Heilsueflandi samfélag í Bláskógabyggð. Þessi heimsókn í Laugarás fór nú ekkert sérlega hátt og ekki mikill mannfjöldi á staðnum, en þetta var samt hin ágætasta viðkoma þjóðhöfðingjans og heilbrigðisráðherrans. Þarna hafði ég reyndar hlutverk, sem fólst í því að renna yfir sögu heilsgæslu á svæðinu. Til þess voru mér ætlaðar 5-10 mínútur, en það má telja fremur knappan tíma, en reyndist niðurskurður efnis fremur strembið verkefni. Úr því ég lagði í þessa vinnu, birti ég hér það sem ég þarna hafði fram að færa, auk ýmissa þátta, sem ég sleppti, tímans vegna.

Hlekkur á myndir frá heimsókn í Laugarás og Aratungu
Saga læknisseturs/ læknasetur og heilsugæslu í Laugarási hefur ekki enn verið skrifuð nema að hluta, en Bjarni Harðarson, s…

Af barnasprengjukynslóðinni

Mynd
Ég hef nefnt það hér, að ég fermdist árið 1967. Um fermingaraldurinn verður tónlistin í kringum mann á einhvern hátt mótandi afl í lífinu. Unglingar eru alltaf með tónlist við höndina og máta hana við tilfinningar sínar. Ég hef haldið því fram að tónlistarlega séð tilheyri ég einni heppnustu kynslóð sem uppi hefur verið.
Hér ætla ég að sýna nokkur dæmi um það sem ég á við, en þau eru öll frá árinu 1967, fermingarárinu mínu. Þetta er bara örlítið brot af því sem átti þátt í að móta mig. Það má eiginlega segja að út frá tónlistinni sem kom fram á unglingsárum hefi ég að einhverju leyti tekið stefnur í lífinu, eða mótað mér lífsskoðun. Það á vísast við um alla unglinga á öllum tímum: tónlistin á mótunarárunum hjálpar þeim í einhverjum skilningi að finna sig.
Á þessu ári byrjaði hippamenningin, svokallaða, að festa rætur. Við vorum aðeins of ung til að tileinka okkur hana, en það munaði ekki miklu. Næstu árin báru keim að hippamenningunni hjá okkur; sítt ár, litríkur fatnaður, peace mer…

Uppeldi og viðhald

Mynd
Það fæðist barn í þennan heim, sem er vissulega ekki í frásögur færandi, í það minnsta ef það er ekki þitt barn eða þinna.
Foreldrarnir eru yfirmáta stoltir af litlu krúttbollunni sinni og kalla eftir því, með myndum af afkvæminu, að aðrir "læki" myndirnar á ólíkustu miðlum og skrifi jafnvel eitthvað yfirmáta fallegt um krúttsprengjuna.  Þetta er ekkert undarlegt í sjálfu sér, enda ung börn yfirleitt afskaplega falleg fyrirbæri og kalla á aðdáun og væntumþykju.
Svo líða dagarnir, mánuðirnir og árin. Hversdagurinn er algengari en hátíðirnar. Daglegt líf er kannski ekkert stórfenglegt svona út á við, en það er einmitt þar sem reynir á.  Þar þarf að veita umhyggju, næringu, fæði, klæði og skjól,,,, og uppeldi.  Þar skiptir máli hvernig á málum er haldið, því lengi býr að fyrstu gerð og allt það.
Sem betur fer, á þessu landi er það sennilega algengara að umhverfi barna sé til þess fallið að úr verði góðir einstaklingar, vel byggðir, sem njóta síðan góðs viðhalds.  Skrýtið orð…

Hálf öld er stuttur tími

Mynd
Í einhverju limbói milli þess að vera barn og unglingur. Það var engra spurninga spurt, bara gert eins og maður átti að gera. Uppreisn gegn þessu kom aldrei til greina. Eftir að hafa verið reglulegur kirkjugestur, aðallega fyrir tilstuðlan móður minnar, Guðnýjar í Hveratúni, var aldrei spurning um annað en staðfesta skírnina með því að fermast. Ég ímynda mér stundum hvað hefði gerst ef ég hefði sett niður fótinn og harðneitað. Þá sviðsmynd tekst mér ekki að kalla fram í hugann. Ekki neita ég því að það hafa orðið allnokkrar breytingar á samfélaginu á þeim fimmtíu árum sem eru horfin í aldanna skaut síðan.

Það er reyndar ekkert sérstaklega margt sem ég man frá þessum tíma; einstaka smámyndir koma upp í hugann og þá aðallega fyrir tilstuðlan myndefnis í tengslum við þennan merkisviðburð í sögu Hveratúnsfjölskyldunnar.
Ég man eftir fermingarbarnamóti á Laugarvatni, í Húsó (Lindinni). Þangað mætti ég með myndavél (kodak instamatic), man bara eftir einni svarthvítri mynd af jafnaldra sem …

Hagkvæmni, hraði, peningar

Mynd
Það er alltaf verið að breyta einhverju. Oft er það gert undir því yfirskini að breytingin verði til þess að bæta eitthvað. Svo er til fólk eins og ég, sem efast oft um að breytingarnar séu til góðs. Hversvegna skyldi ég, maðurinn sem er nýskriðinn á eftirlaun, hafa einhvern rétt á að vera ósammála einhverjum breytingum? Hvað kemur mér það svo sem við? 
Það má spyrja að því.

Það er búið að stytta nám í framhaldsskólum í 3 ár. Nú er að koma í ljós, eins og vel var hægt að sjá fyrir, að álag á nemendur hefur aukist og þeir hafa minni tíma til að þroskast á öðrum sviðum, á mikilvægustu þroskaárum ævinnar.  Eru þessi ár í framhaldsskóla að breytast í erfiðustu og jafnvel leiðinlegustu ár ævinnar úr því að vera einhver eftirminnilegasti og skemmtilegasti tíminn, bara til þess að þóknast einhverjum hagkvæmnissjónarmiðum?

Ég hef verið andvígur þessari styttingu frá því hún kom fyrst til tals -  og hana nú.  Fyrir því eru þessar ástæður helstar:

1. Njótum lífsins, ekki síst meðan við erum ung…