Færslur

Ekki fyrir "eldri menn"

Mynd
Ég er búinn að hafa ýmislegt á hornum mér að undanförnu og held því bara áfram, meðan sá gállinn er á mér.  Það kemur fyrir að ég þurfi að fá mér skyrtu. Mörgum kann að finnast það fremur einföld aðgerð, en reyndin er sú, að þar er að ýmsu að hyggja, og nýjasta reynsla mín af skyrtukaupum er eiginlega dropinn sem fyllir mælinn eða stráið sem hryggbrýtur kameldýrið.

Oftar en ekki kem ég heim með skyrtu sem eð öðruvísi en ég hafði ætlað að kaupa (sumir þróunarsinnar myndu segja VERSLA í stað KAUPA, en ég nota sögnina að kaupa, svo því sé haldið til haga). Ástæður þessa eru yfirleitt, að mér hefur láðst að ganga úr skugga um hvort skyrtan uppfyllti öll þau viðmið sem hafa þarf í huga við kaupin, og þau eru sannarlega nokkur:


1. ERMAR 
Skyrtan á að vera með síðum ermum, ekki síst vegna þess að stutterma skyrtur hafa takmarkaðra notkunargildi, ekki síst á vetrum. Það má alltaf bretta upp ermarnar. Til þess að vita hvort skyrta er síð- eða stutterma þarf að kunna skil á tilteknu táknmáli, s…

Ég veit ekki hvert þetta stefnir

Mynd
(Ef einhver sem þetta les skyldi falla aftur fyrir sig af undrun yfir því að ég geti þetta, miðað við stöðu mála, bendi ég á neðanmálsgrein)*
Verk Ásmundar Sveinssonar eru flest fremur mikilúðleg. Þau hafa ekki orðið til nema vegna þess að það var nóg pláss. Það er ekki nóg pláss í Kvistholti, en ef svo fer sem horfir blasir við bygging á 130 fermetra vinnustofu einhversstaðar í lóðinni.
Þetta byrjaði allt rólega: litlar akrylmyndir, svona 10x10 cm. Þær stækkuðu síðan aðeins eftir því sem tímar liðu.

Það tók við tími flutninga eins og ég hef þegar gert grein fyrir hér. Þarna munaði minnstu að ég yrði settur í þá stöðu að deila vinnuaðstöðu minni með listamanninum, sem þá þegar hafði uppgötvað leirinn sem ákjósanlegt efni til að tjá sig í.

Þar með hófst annar þáttur sögunnar, þátturinn þar sem furðufuglar og ruglur tóku yfir. Þar hafa orðið ýmsar vendingar og ýmislegt orðið til sem ekki verður nefnt með nafni.

Fyrir nokkru hófst síðan þriðji þáttur sögunnar, þáttur RIFfuglanna (risafur…

Um miðjuna á mannslíkamanum

Mynd
Ef ég væri kominn með heyrnartæki, hefði ég slökkt á þeim. En þó fD sendi stundum frá sér vísbendingar um að ég þurfi, í það minnsta að fara að láta mæla í mér heyrnina, hefur ekki komið til þess enn, og þó svo votti fyrir stöðugu suði, þá heyri ég bara alveg ágætlega. Það skal enginn mótmæla því.
En væri ég kominn með heyrnartæki, hefði ég slökkt á þeim um tíma í gærkvöld.

Við vorum á samkomu, þar sem meirihluti gestanna var á aldrinum 16 ára til tvítugs, en síðan nokkur fjöldi árabilinu frá því um þrítugt og vel fram á áttræðisaldur. Ég tilheyri þessum síðarnefnda hópi.

Þetta var glæsileg samkoma og mikið í hana lagt, allir í sínu fínasta pússi, forréttur, aðalréttur og eftirréttur og allt það.  Þegar haldnar eru vandaðar samkomur af þessu tagi er venjan að fá veislustjóra til að halda utan um dagskrána og fara með gamanmál, eins og sagt var eitt sinn,

Þarna var sem sagt veislustjóri. Kyn hans skiptir ekki máli í þessu samhengi. Hann hélt utan um dagskrána. Hann stóð sig bara nokkuð …

Rétturinn til að vera eins og mann langar að vera.

Mynd
Þessi pistill bendir ótvírætt til þess að ég verði sífellt þjálfaðri í að segja ekki neitt í mörgum orðum, en segja þó margt.
Stundum stend ég mig að því að hafa hug á að segja, bæði á þessu svæði og í töluðu máli, nákvæmlega það sem mér býr í brjósti (sem er nú ekki alltaf birtingarhæft), en ákveð jafnharðan, að það sé sennilega ekki þess virði.
Hvað myndi ég hafa upp úr því annað en heilaga vandlætingu heimsins?
Yrði ég einhverju bættari?
Myndi tjáning mín breyta einhverju umfram það sem nettröllunum tekst að koma til leiðar?
Svo velti ég auðvitað fyrir mér hvort öðrum komi við hvað mér finnst um hitt og þetta?
Svo ekki sé nú nefnd spurningin um það hvort einhver hefur yfirleitt áhuga á að öðlast innsýn í hugarheim karls á sjötugsaldri (hvíts, meira að segja), sem þekkir ekki sjálfan sig í þeim "staðlmyndum" sem dregnar eru upp af körlum af þessu tagi, eða körlum yfirleitt..

Það fer auðvitað ekki milli mála, að ég hef fullan rétt á að halda fram skoðunum mínum, hvort se…

Froðufellandi, sjálfskipuð málfarslögga með fingurinn á lofti

Mynd
Í lok Kastljóss þann 9. mars flutti Þórdís Gísladóttir nokkur, pistil um íhaldssemi sumra gagnvart íslensku máli undir fyrirsögninni "Síðasta orðið".Upplýsingar sem ég fann um bakgrunn Þórdísar eru þessar helstar:Þórdís Gísladóttir fæddist árið 1965. Hún er með próf í íslensku frá Háskóla Íslands og licentiat-gráðu í norrænum fræðum frá Uppsalaháskóla í Svíþjóð. Hún er rithöfundur, þýðandi og ljóðskáld sem bæði hefur samið fyrir fullorðna og börn. Þá hefur hún einnig samið námsbækur.Þórdís hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir ljóðabókina Leyndarmál annarra árið 2010.
Pistillinn sem Þórdís flutti er á þessa leið:Fjölmiðlafólk og við sem tjáum okkur stundum opinberlega fáum oft eitraðar pillur frá froðufellandi málfarslöggum. Það fer í fínustu taugar margra að reka augun í ambögur eða heyra kæruleysislega meðferð móðurmálsins. Hvernig stendur á því að tungumálið er jafn eldfimt og hættulegasta sprengiefni?
Málnotkun vekur sterkar tilfinningar. Facebooknotendur kræ…

Bítlagarg

Mynd
"Lækkaðu í þessu bítlagargi" sögðu foreldrar mínir ítrekað við systur mínar á táningsaldri þar sem þær nutu nýjusta laganna í vikulegum þætti af "Lögum unga fólksins". Þá var ekki um það að ræða að ungdómurinn gæti skellt heyrnartólum í eyrun á sér og skaðað heyrnina varnalega. Foreldrarnir héldu aftur af þeim í því efni. Tækið sem hlustað var á var transistor ferðatæki af nýjustu gerð, ekki ósvipað því sem meðfylgjandi mynd sýnir. Systurnar voru farnar að túbera á sér hárið og gera sig til fyrir töffarana í sveitinni.  Þetta var svona undir miðjan sjöunda áratug síðustu aldar og þær muna þetta allt örugglega betur en ég, fjórum og sex árum eldri.
Ég fór auðvitað sjálfur í gegnum skeið af þessu tagi og þar standa Mánaböllin upp úr, með öllum sínum ævintýrum og óstjórnlegum hávaða

Síðan eru liðin mörg ár.

"Það gæti nú verið gaman að fara á þetta", sagði fD upp úr eins manns hljóði fyrir nokkrum vikum. Ekki get ég sagt að ég hafi verið upprifinn, en fagnaði …

Svefnlaus brúðgumi á Borg

Mynd
Ekki ætla ég að fullyrða neitt um það hvort það getur talist trúverðugt, að brúðhjón eyði brúðkaupsnótt sinni á Hótel Örk í Hveragerði áður en þau halda í fjögurra vikna brúðkaupsferð  á Selfoss og til Vestmannaeyja. Ég neita því ekki að ég velti fyrir mér eitt sekúndubrot, hvað þau myndu mögulega geta tekið sér fyrir hendur á þessum tíma á nefndum stöðum. Auðvitað var flest sem viðkemur efni leikverksins "Svefnlausi brúðguminn" afskaplega ótrúverðugt og átti bara að vera þannig. Það breytti því ekki að ég skemmti mér hreint ágætlega.

Þarna birtist áhorfendum flest sem farsa prýðir, misskilningur, dómharka, léttúð, daður, svínarækt, fiskimjöl í gámavís, persónur í óleysanlegri kreppu sem leysist upp í alsælu, hraðar skiptingar og meira að segja nekt.

Þetta er ekki neinn leikdómur, enda þykist ég ekki kunna slíkt, hitt er annað mál, að þarna var kvöldstund afar vel varið.
Ég þekki það frá gamalli tíð (jæja, byrjar hann nú á þessu) að það eru ekki síst leikarar í svona sýning…

Svar mitt: JÁ

Mynd
Úr því ég hef lítið gert annað á þessum degi en drita inn skoðunum mínum og umfjöllun á ólíkum viðfangsefnum, bæti ég hér við einu enn. Það sér ekki á svörtu.
Í Stundinni birtist í dag pistill með fyrirsögninni: Kemur þetta okkur við? eftir hinn markmiðadrifna Valgeir Sigurðsson, sem er búinn að ná sér í svokallaðan Trump Blocker og útilokar þar með allar fréttir sem tengjast Bandaríkjaforseta.
Í upphafi pistilsins segir maðurinn markmiðadrifni:
 Það sem ég hef lært á öllum þeim árum sem markmiðadrifinn einstaklingur er að áhyggjur af því sem ég get ekki haft áhrif á bara draga úr mér orku og minnka líkurnar á því að ég nái árangri. Það stuðlar að verri líðan og líka fólksins í kringum mig. Eftir að ég áttaði mig á þessu breyttist líf mitt til muna. Eftir efnahagshrunið tók það til dæmis aðeins um eina viku þar til ég áttaði mig og breytti um afstöðu. Ég ætlaði ekki að velta mér upp úr því hverjum væri um að kenna heldur hvernig best væri að komast út úr aðstæðum í rekstri og tryggja …

Einn af þeim

Mynd
Ég er einn þeirra kennara sem eru að stíga af sviðinu þessi árin.
Ég byrjaði í þessum bransa haustið 1979, eftir að hafa lokið tilskildu námi í sérgrein minni í háskóla, auk þess að leggja stund á uppeldis- og kennslufræði til kennsluréttinda.
Allt í lagi með það.
Ég var tiltölulega ákveðinn í því að kennari skyldi ég verða. Í 30 ár gekk það síðan svo, að á nánast hverjum virkum degi hvern vetur þurfti ég að vera klár í slaginn, hvernig sem á stóð. Klár í slaginn þýddi auðvitað að ég þurfti að vera undirbúinn fyrir það sem dagurinn myndi bera í skauti sér. Ég þurfti að reyna að vera búinn að sjá fyrir hvernig mismunandi hópar brygðust við því ég bar á borð fyrir þá. Ég hafði lært kennslufræði, sem gerði ráð fyrir því að nemendur væru alltaf tilbúnir að ganga í takt við það skipulag sem ég setti upp.
Það komu tímar þegar ég komst að þeirri niðurstöðu að kennsla væri ekki starf við mitt hæfi, velti því fyrir mér hvern andsk. ég væri búinn að koma mér út í. Það komu tímar sem ég naut sta…

ÖGURSTUND?

Mynd
Til útskýringar á því að ég set þennan texta inn hér, í mínu einkabloggi tel ég rétt að greina frá því, að ástæðan er svo sem engin sérstök, nema ef vera skyldi að hér á ég auðveldara með að setja myndir þar sem ég vil og haga leturgerð eins og mér finnst við hæfi.
Það sem hér fylgir eru bara mínar pælingar um Litla-Bergþór, og ég einn ber ábyrgð á þeim. 
Ég er nú búinn að sitja í nokkur ár þessu sinni, en var einnig um tíma í ritnefndinni á upphafsárum útgáfunnar 
Mér stendur hreint ekki á sama um þetta blað og vil gjarnan sjá útgáfu þess haldið áfram með einhverjum hætti.

Það hefur reynslan kennt okkur, sem lifað höfum einhverja áratugi, að allt er breytingum háð. Það sem var sjálfsagt, og jafnvel „hipp og kúl“  í gær, þykir heldur klént í dag og stefnir í að verða fornleifar á morgun. Svo hraðar eru breytingarnar sem við lifum í kringum mót 20. og 21. aldar.
Það má jafnvel halda því fram, að breytingarnar séu hraðari en mannskepnan ræður við með góðu móti. Við erum ekki fyrr búin að …