Fara í aðalinnihald

Færslur

Sérvalið

Ekkert spor

Sumardagurinn fyrsti. Það held ég nú.
Ekki get ég neitað því, að það eru ýmis merki í umhverfinu um að veturinn er að gefa eftir. Fuglar syngja eins og á hverju vori og ég tek mig til og ætla nú aldeilis að fanga þetta fiðurfé, sem lætur svo dátt, á mynd.
Ég fer í smávegis bíltúr í bítið.
Hvítá umlykur Laugarás á þrjá vegu og það hlýtur að vera talsvert af þessum söngvurum þar að finna.
Jú, mikil ósköp, það vantar nú ekki.
Álftir og grágæsir. Einn tjaldur og einn stelkur.

Eftir fuglaskim byrja ég enn og aftur að efast um að mér sé ætlað að komast í tæri við einhverja merkilega fugla. Annaðhvort fela þeir sig þegar ég nálgast, eða þá að ég fer alltaf á stjá á vitlausum tíma dags.
Eitthvað er það.
Mér kemur í hug, að ef til vill þurfi ég að fara í læri á næsta bæ, nú eða bara að hætta að reyna að sjá aðra fugla en álftir og grágæsir.

Úr því fuglaúrvalið er ekki meira fer ég að huga að öðru. Minnist frásagnar sem ég fékk frá brúarvinnumanni, af því þegar hann synti yfir ána og skildi síð…

Nýjustu færslur

Ragnar Lýðsson

"Lifðu núna" Er það nú vitlegt?

Gústaf Ólafsson

Þá er það frá (3)

Þá er það frá (2)

Þá er það frá (1)

Töffari

Hegðunarreglur - Code of conduct - étiquette

Er það í raun bara þriðjungur?

Af öllu karlkyni meðal yðar skal skera eyrnasnepilinn.