Sýnir færslur með efnisorðinu EU. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu EU. Sýna allar færslur

10 apríl, 2025

Ísland í Evrópu

Ég hef reyndar lengi verið þeirrar skoðunar, af ýmsum ástæðum, að Ísland eigi að vera hluti af EU. Þetta hefur ekkert breyst í gengum tíðina, þrátt fyrir málflutning andstæðinga þessarar hugmyndar.

Ég hef verið og er enn svo illa innrættur, að ég hef afgreitt það meira og minna sem sérhagsmunagæslu og samsæriskenningar.
Það sem ég veit um líf venjulegs fólks innan sambandsins hefur hreint ekki orðið til þess að ég efaðist.

Enn má svo sem eiga von á því, að fram komi skotheld rök og ég er auðvitað opinn fyrir þeim, svo lengi sem þau innihalda ekki merkingarlausa orðaleppa eða innantóma frasa.


It's only words ...

Við erum mörg reið og það hvílir á okkur einhver óviðráðanlegur þungi. Við upplifum vonleysi og varnarleysi. Við reynum að skilja hvernig he...