Sýnir færslur með efnisorðinu fréttir. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu fréttir. Sýna allar færslur

06 janúar, 2019

Skoðun þessa vísindamanns

Það er í tísku að kasta rýrð á vísindin og vísindamenn. Ekki er það vegna þess að vísindamennirnir séu í sjálfu sér fábjánar, heldur vegna þess að niðurstöður þeirra eða skoðanir sem byggjast á rannsóknum, stangast á við hagsmuni valdamikilla hópa. Þetta vita nú allir sem vita vilja. Ef einhver skyldi nú ekki vita, vísa ég til stjórnarhátta í Bandaríkjunum.

Í gærkvöld var birt viðtal á RÚV við vísindamann, yfirlækni á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, sem varaði, með vísindalegum rökum við innflutingi á fersku kjöti og grænmeti.

Ekki var látið þar við sitja, heldur var framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda boðið í beina útsendingu í fréttasettið, til að bregðast við því sem vísindamaðurinn hafði látið frá sér fara.
Það fyrsta sem þessi framkvæmdastjóri gerði, því hann er maður sem veit hvað hann er að gera, var að kasta rýrð á vísindamanninn, gera lítið úr honum og málflutningi hans og gerði meira úr niðurstöðum "óháðra" aðila sem FA hafði fengið til að gera úttekt á sama máli og sem hafði leitt til allt annarrar niðurstöðu.

Framkvæmdastjóri FA, talsmaður þeirra sem hafa beinan hag af því að flytja sem mest inn, fékk þarna að eiga síðasta orðið.
Síðasta orðið er mikilvægast.

Fólkið sem horfði á þessa fréttaumfjöllun sat upp með þá tilfinningu að þessi "svokallaði" vísindamaður væri nú bara harla ómerkilegur pappír, með annarlega, pólitíska hagsmuni að leiðarljósi, meðan hið góða félag, Félag atvinnurekenda, vildi öllum allt hið besta og bæri hag neytenda og fólksins í landinu fyrst og fremst fyrir brjósti.
Góði kallinn og vondi kallinn - alger klassík.

Mér fannst þetta bara harla léleg fréttamennska hjá RÚV - ég sem hef verið eindreginn stuðningsmaður þess að það fái að eflast sem mest.

Það er vísast með þetta eins og annað hjá okkur, að við eigum okkar sannleika, hvert og eitt. Þetta eru ekki skoðanir lengur, heldur sannleikurinn í sinni tærustu mynd, séður frá einni hlið - þeirri hlið sem við sáum síðast.

Nokkrum sinnum hef ég slegið á lyklaborð í tengslum við innflutning á ferskum landbúnaðarvörum og þar er að ýmsu að hyggja öðru en bara því sem fram kemur hjá félagi atvinnurekenda.
Hér eru hlekki á nokkur tilvik:


Fáránleiki 21.11.2018
Engisprettufaraldur 20.09.2017

Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)

Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...