Sýnir færslur með efnisorðinu Fregatten Jylland. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Fregatten Jylland. Sýna allar færslur

10 september, 2023

1864: Myllan og freigátan

Ekki minnist ég þess, að í þeirri sögukennsla sem ég fékk í skólakerfinu, hafi verið fjölyrt um árið 1864.
Ég komst að því fyrir skömmu, að þetta ár var mikið örlagaár fyrir dönsku þjóðina.


Þetta ár var Dönum dýrt og atburðir sem þá urðu, voru líklega ekki þess eðlis að haft væri hátt um þá í sögubókum. 

Þar sem þessi saga er ansi mikil og ef ég ætlaði að fara að endursegja hana hér, yrði það mikil langloka. Ég sleppi því þessvegna og set þess í stað inn hlekki sem munu hjálpa áhugasömum að kynna sér það sem þarna átti sér stað. 

Sögusetrið í Dybböl (google maps)

Við fD ákváðum að renna til Dybböl (sjá kort), eftir að okkur var sagt að það væri merkur staður. Heimsóknin sú var talsvert áhrifamikil.  Myllan í Dybböl, er þjóðarminnismerki um þessa atburði og í nágrenni hennar gefst færi á að komast ansi nærri þessari sögu. Maður gengur um hæðina þar sem virki Dana og skotgrafir voru í orrustunni sem var háð á vormánuðum árið 1864 og lauk með því að Danir urðu að hörfa og töpuðu bæði orrustunni og stríðinu við Prússa og Austurríkismenn. Prússar reistu minnismerki um sigur sinn á þessari hæð, sem andspyrnumenn sprengdu síðan í tætlur í lok síðari heimstyrjaldar. 
Þarna í Dybböl er heilmikil sögumiðstöð, með vönduðum heimildarmyndum og endurgerðum aðstæðum sem þarna voru. Afar áhrifamikið. Það var verulega gaman að koma þarna.

Myndir frá Dybböl (smella til að stækka)


Dybböl mölle

Sýningarhúsið


Endurgerðar byggingar og aðstæður

Þetta er fallbyssa

Við svona aðstæður hvíldust hermennirnir.

Aðstaða til eldunar (held ég)

Freigátan Jótland


Síðustu nóttina í Jótlndsför okkar fD gistum við í Ebeltoft. Þangað fórum við nú bara vegna þess að á hótelinu í Ribe uppgötvaði ég að þar væri sögufræg freigáta, sem væri hægt að skoða. Þegar við svo kynntumst freigátunni nánar kom í ljós að hún hafði tekið þátt í einu orrustunni 1864, sem Danir unnu. Það gerði þetta allt saman enn merkilegra. Seinna var hún gerð að konungssnekkju og flutti m.a. danska kónginn til Íslands, 1874, í tilefni af 1000 ára landnámsafmæli.
Heilmikið hafði ég út úr því að skoða þetta mikla skip, en allt að 437 manns voru í áhöfn þess þegar mest gekk á. Mér er reyndar enn hulið hvernig hægt var að koma öllu þessu fólki fyrir og sjá því fyrir fæði, stað til að hvílast á, eða sinna grunnþörfum. Fólk sætti sig víst við aðrar aðstæður þá, en við velmegandi Vesturlandabúar nú.

Myndir (smella til að stækka):








Svo var bara gengið um borð .... 


Hvar er svo Helgoland?  Tja ....























Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...