Sýnir færslur með efnisorðinu útgáfutónleikar í Salnum. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu útgáfutónleikar í Salnum. Sýna allar færslur

28 nóvember, 2016

Í "Leiðslu"

Flytjendur, tónskáld og Emilía Ísold Egilsdóttir, sem sá um afhendingu
blóma í lok tónleikanna.
Maður veltir stundum fyrir sér hvernig svo fór að okkur fD tókst að eignast börn, tengdabörn og barnabörn, sem virðast vera okkur endalaus uppspretta ánægju og stolts. Hvert af öðru sýna þau hvað í þeim býr og það er hreint ekki svo lítið.  Þó ég hafi nú yfirleitt ekki sérlega hátt um þessi mál, þá geri ég það hér með.
Á laugardaginn var hélt elsti sonurinn, Egill Árni, útgáfutónleika vegna nýja hljómdisksins sem hann hefur nú gefið út.  Þessi diskur ber heitið "Leiðsla" eða "Reverie". Á honum er að finna 22 íslensk sönglög.
Tónleikarnir voru í Salnum í Kópavogi og ég held að ég þurfi ekkert að fjölyrða um hve vel allt fór þar fram. Fyrir utan að vera þarna og njóta þess sem fram fór tók ég, óbeðinn, að mér hlutverk ljósmyndara, en afraksturinn er að finna  hér

Ekki er Egill alveg  einn flytjandi á diskinum, en Kristinn Örn Kristinsson leikur heldur betur fimlega á píanóið og Sophie Marie Schoonjans á hörpu.  Kristinn Sigmundsson syngur eitt lag með Agli og Oddur Arnþór Jónsson annað. Einnig má heyra Karlakórinn Þresti, félaga út Mótettukór Hallgrímskirku og Arnar Jónsson, leikara.  Einn skemmtilegasti meðsöngvari Egils er þó Júlía Freydís sem flytur eitt lag með föður sínum.
Þeir Kristinn Sigmundsson og Oddur Arnþór Jónsson gátu ekki verið með á tónleikunum vegna annarra starfa, en Ásgeir Páll Ágústsson fyllti skarð þeirra með sóma.  Þá komu einnig til liðs sóprandívurnar Þóra Gylfadóttir og Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir auk harmonikkuleikarans Ólafs B. Ólafssonar.
Egill flutti lag eftir Björgin Þ. Valdimarsson, sem ekki er á diskinum og var Björgvin viðstaddur af því tilefni.


Eitt laganna á diskinum var sérstaklega samið fyrir þessa útgáfu, en það er "Skeljar" eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson, sem einnig  eyddi æskunni í Laugarási.  Annað lag er þarna í fyrsta sinn á hjómdiski og er eftir Gunnstein Ólafsson og heitir "Frændi þegar fiðlan þegir".


Egill hefur lagt mikið í þessa útgáfu. Með diskinum fylgir bæklingur með öllum textum laganna, bæði á íslensku og ensku. Hann hefur svo tekið saman yfirlit yfir ýmis laganna á diskinum og varpað ljósi á vinnuferlið HÉR. Þarna er einnig að finna frásganir Hreiðars Inga og Gunnsteins Ólafssonar, en þeir segja frá tilurð sinna verka.  Allt þetta er að finna  og þarna er að finna mikilvægar og skemmtilegar bakgrunnsupplýsingar. Það er snillingurinn, sonur okkar fD, Brynjar Steinn, sem tók upp mest af efninu sem þarna er að finna og vann það síðan til útgáfu.

Að sjálfsögðu er "Leiðsla" í mínum huga tímamótaverk.

Á bakvið vinnsluferli á svona verki gerist margt sem ekki fer hátt, en gerist samt. Í bakgrunninum er fjölskylda Egils, Soffía og dæturnar, Júlía Freydís og Emilía Ísold. Hlutverk Soffíu í þessu verki tel ég að verði seint ofmetið.

Júlía Freydís syngur "Mamma ætlar að sofna" með föður sínum.

Nú er það spurningin hvernig hægt er að nálgast diskinn, en Egill stendur sjálfur að útgáfunni og það er hægt að panta hann í gegnum síðuna hans.  Eftir því sem ég best veit verður hann seldur í Bókakaffinu á Selfossi, Bjarnabúð í Reykholti, Hagkaupum, 12 tónum á Skólavörðustíg og sjálfsagt víðar.
Svo erum við fD auðvitað tilbúin að redda eftir því sem þörf er á :).
pallsku að gmail.com s.8989152 drofnth að gmail.com s. 6951856 








Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...