Sýnir færslur með efnisorðinu 45 ár. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu 45 ár. Sýna allar færslur

16 apríl, 2022

Stefnufesta?


Það kom til umræðu í lokuðum hópi þar sem ekki einusinni facebook gat hlerað, hvernig stæði á því að Hveratúnssystkinunum hefði haldist á mökum sínum. Þetta er sannkallað rannsóknarefni, ef einhver skyldi nú treysta sér til að leggja í verkefnið. Það fór ekki hjá því, að sett yrði fram tilgáta um ástæður þessa; aðeins ein tilgáta: Ástæðan er stefnufestan sem þessum systkinum er í blóð borin og hefur fylgt fólki í fjölskyldu þeirra svo lengi sem elstu menn muna og á líklega rætur sínar uppi í Jökuldalsheiði fyrir meira en öld síðan og mögulega enn aftar. Skúli bóndi í Hveratúni hafnaði því ávallt, að hann gæti talist þrjóskur, en viðurkenndi fúslega að hann væri stefnufastur, sem er auðvitað allt annað fyrirbæri.

Tilefni þessa er það, að á þessum degi fyrir 45 árum, gengum við frú Dröfn í heilagt hjónaband í Skálholtsdómkirkju og létum um leið ausa frumburðinn vatni. Þessar athafnir framkvæmdi sr. Guðmundur Óli Ólafsson. Elsta barn fumburðarins var síðan fermt fyrir tveim dögum. Svona heldur þetta líf áfram.

Ég held að það megi varla milli sjá, hvort okkar fD er stefnufastara, en um það má deila. Aðalatriðið er, að niðurstaðan verði ásættanleg, í stórum dráttum.  Ekki svo að skilja að þar sé einhver framsóknarmennska á ferð, heldur einhverskonar aðlögun að aðstæðum hverju sinni. 

Þakklátur er ég fyrir þessa áratugi og hvernig til hefur tekist með börn og barnabörn, afrakstur þessara áratuga, en það er einmitt það sem skiptir máli almennt og á öllum tímum, að vel takist til með uppeldi þeirra sem á eftir koma. Við búum við það sem kallað hefur verið barnalán.

Takk fyrir áratugina fD, það eru ekki nema 5 ár í gullbrúðkaupið. 😉

----------------------------------

Hér gefur að líta ofannefnd Hveratúnssýstkin með mökum sínum, fyrir þrem árum, eða svo: 


English summary - as requested:

You may wonder about the reasons why me and my four sibling have all managed to be married to the same spouses all our married lives. The most viable hypothesis is, that it has to do with genes inherited from our father's side of the Hveratún family. He always admitted, readily, that he was "purposeful" but never "stubborn".

The reason for the blogpost is, that 45 years ago, today, me and my wife, Dröfn, got married at Skálholt cathedral and our firstborn Egill Árni was christened. 

We are both purposeful and it is anyones's guess, which of us is more purposeful. 

I am grateful for our time together and our four children have turned out to be solid individuals for us to be proud of.

That's more or less it.



Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...