Sýnir færslur með efnisorðinu Alþingi. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Alþingi. Sýna allar færslur

29 nóvember, 2018

Strákarnir í klaustrinu

Það veit sá sem allt veit, að ekki vildi ég að allt það sem fram fer í samræðum okkar fD um menn og málefni, ekki síst stjórnmálamenn og stjórnmál, næði að festast á upptökutækjum. Þar er margt sagt sem sófinn fyrir framan sjónvarpið geymir og sannarlega uppljóstra ég ekki um það á þessum vettvangi frekar en öðrum.  Ég geri nú ráð fyrir að margir séu í sömu stöðu og við fD að þessu leyti.

Ég vorkenni strákunum í klaustrinu að vera svo óheppnir sem raunin er. Þeir eru í þeirri stöðu að þurfa, daginn út og inn, að segja það sem þeir halda að fólkið vilji heyra, á sama tíma og þeir eru að hugsa eitthvað allt annað. Þeir eiga pólitískt líf sitt undir því, að segja bara það sem fólkið vill heyra.  Hugsanir geta reynst barstrákunum hættulegar ef þeim tekst ekki að leyna þeim fyrir fólkinu.

Já, þeir biðjast afsökunar í bak og fyrir. Þeir voru ekki með sjálfum sér. Þetta var svona strákahittingur þar sem maður lætur flest fjúka, án þess að meina nokkuð með því. Þeir þurftu að gera sig gildandi í strákahópnum. Þetta var bara svona eins og strákar tala saman í búningsklefanum.

Aðalatriðið er ekki hvað barmennirnir sögðu og sem upptaka er til af, heldur það sem gerist í kjölfarið.
Munu samflokksmenn þeirra, Alþingi og almenningur veita þeim fyrirgefningu?
Munu þeir halda áfram eins og ekkert hefði í skorist?
Munu þeir sópa til sín atkvæðum í næstu kosningum?
Mun þetta verða fyrsta frétt í 2-3 daga og svo ekki söguna meir?
Munu þeir halda ótruflað áfram að leyfa okkur að bergja á skoðanabikurum sínum (sem innihalda mögulega ekki skoðanir þeirra) frá ræðustól Alþingis?

Ég er hræddur um að svarið við þessum spurningum sé jákvætt.

Einhverjir Klausturstrákanna sýndu á sér aðra hlið en sú sem blasir við okkur dags daglega.
Hvor hliðin er sú rétta?
Svarið við þeirri spurningu læt ég liggja milli hluta, jafnvel þó ég sé þegar búinn að svara henni.

Ferillinn næstu daga mun líklegast einkennast af afsökunarbeiðnum og hrokafullum ásökunum í garð fjölmiðla. Þannig er þetta nú bara hjá okkur.

Svo tekur næst mál við. Það eru nefnilega alltaf leiðir til að drepa svona löguðu á dreif.


Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)

Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...