Sýnir færslur með efnisorðinu þrælahald. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu þrælahald. Sýna allar færslur

20 september, 2017

Þetta viljum við ekki vita

El Ejido
Í gær skrifaði ég um innflutning á grænmeti og ýjaði að því að mætti gjarnan koma til bætt siðferði.
Út úr greininni mátti auðveldlega lesa að íslensk garðyrkja stæði höllum fæti gagnvart gengdarlausum innflutningi á grænmeti og ávöxtum, ekki síst vegna þess að þeir sem að baki þeirri starfsemi standa, freista þess að leyna uppruna vörunnar, eða í það minnsta hafa ekki hátt um hann.  Ég fór inn á vefsíðu fyrirtækis sem er eitt þeirra stórtækustu í sölu á salati af ýmsu tagi í íslenskum verslunum. Ég leitaði að upplýsingum um uppruna þeirrar vöru sem þetta fyrirtæki vinnur lítillega og skolar mögulega með íslensku vatni, en um upprunann fann ég ekki stafkrók.


Ég ákvað að nefna þetta fyrirtæki ekki á nafn, enda um fleiri samsvarandi að ræða og varla réttmætt að taka það eitt út úr þeim hópi. Þar að auki hef ég ekki hugmynd um hvort það flytur inn grænmeti og ávexti frá El Ejido, sem hér er fjallað um í framhaldinu. Þeir geta sjálfum sér um kennt, að skammast sín svo fyrir afurðir sínar og þora ekki að birta upplýsingar um uppruna þeirra.

Ég spyr enn: 
Hvar er stoltið af uppruna þeirrar vöru sem fyrirtækið selur?
---------------------


El Ejido og þrælahald
El Ejido
Í tengslum við greinina frá í gær, rakst ég á myndskeið sem lýsir grænmetisræktun á suður Spáni, í héraðinu Almeria, sem mörg okkar hafa örugglega gist einhverntíma.
Mynd frá þessu svæði má sjá efst í þessum pistli.
Sú Almeria sem við líklega þekkjum, er lengst til hægri á þeirri mynd. Þarna höfum við unað í sólinni á ströndinni. Notið lífsins í sumarleyfisferðinni okkar. Allt í góðu með það.

Ljósa svæðið á þessari mynd kallast El Ejido. Vegurinn sem liggur í gegnum það er milli 40 og 50 kílómetrar, eða jafn langt og frá Laugarási og ríflega niður á Selfoss.
Ljósi liturinn er engin sólarströnd, heldur "gróðurhús", en þau sjást betur á myndinni hér til vinstri
Eins og nærri má geta, er framleitt þarna gífurlegt magn grænmetis og ávaxta og starfsmennirnir eru, eftir því sem ég hef komist næst,  að stórum hluta nútíma þrælar, ólöglegir innflytjendur frá Marokkó.
Eins og nærri má geta er til önnur hlið, sem hagsmunaaðilar halda miklu frekar á lofti. Til að gæta nú að báðum hliðum birti ég hér slóðir á tvö myndskeið. Það fyrra er umfjöllum um þá ágætu starfsemi sem fer fram á El Ejido;


Það vekur athygli mína, að í þessu myndbandi koma nánast eingöngu fram hvítir stafsmenn, oftar en ekki í ábyrgðarstöðum.

Ég sýni einnig aðra hlið, en hana má sjá í þessari heimildamynd sem ber heitið
eða "El Ejido - lögmál hagnaðarins" 
Þessi mynd er næstum einn og hálfur klukkutími að lengd og fjallar um aðstæður verkamanna á svæðinu, loftið sem er þrungið daun af skordýraeitri og grunnvatnið sem  er að verða uppurið.  Efni myndarinnar er kynnt svona:

Today, the formerly-deserted region of Almeria in southern Spain produces one third of Europe’s winter consumption of fruits and vegetables and reaps two thirds of the country’s farm profits. This ‘economic miracle’ in a greenhouse relies on the labor of nearly 80,000 immigrants, half of whom do not have proper working papers. In a destroyed environment where the air is vitiated by pesticides and ground water is running out, the village of El Ejido illustrates, almost to the point of caricature, this industrial exploitation of men and the land encouraged by globalization. Driss, Moussaid, and Djibril are day laborers there, working for a pittance and, as is the case with most of their peers, without a working contract. They stay in chabolas, small constructions made of cardboard and plastic, without water or electricity. Near slavery that fills our plates...

Það er rétt að taka það fram, að þessi mynd var framleidd árið 2006, fyrir 11 árum. Dettur einhverjum í hug að breyting hafi orðið til batnaðar með gífurlegum fjölda flóttamanna undanfarin ár?

Ég læt einnig fylgja hlekk á grein í "The Guardian" frá árinu 2011, sem ber heitið:
"Salat ræktendur á Spáni eru þrælar nútímans, að sögn góðgerðastofnana"

Þessari grein fylgir myndskeið (13 mín) sem sýnir ástand mála í El Ejido.

Nóg um El Ejido.

Hvað kemur þetta okkur við?
Þessi spurning er óhjákvæmileg og eðlileg.
Hvað í ósköpunum kemur okkur það við hér norður í Ballarhafi, hvernig Spánverjar, eða aðrar þjóðir haga sínum málum?
Eru þeir ekki bara að reyna að skapa einhverja vinnu fyrir flóttamennina, sem að öðrum kosti myndu veslast upp og deyja?
Hvað er að því að hagnast lítillega í leiðinni?
Erum við eitthvað skárri?
Er góðærið okkar ekki keyrt áfram að talsverðum hluta með sama hætti?
Erum við kannski fólkið sem hreykir sér og segir: "Guð ég þakka þér að ég er ekki eins og aðrir menn?"
Lifum við kannski eftir einkunnarorðum  vitru apanna þriggja?:
Speak no evil, see no evil, hear no evil
Eða erum við eins og litlu börnin sem leiða ekki hugann að því sem er ekki fyrir framan þau?

Ég gæti haldið áfram lengi, en ætli það breyti nú miklu.
Við höldum áfram að kaupa grænmetið okkar sem búið er að þvo úr íslensku vatni, við höldum áfram að dásama fataverslanir sem geta selt ódýr föt vegna þess að það fórst fyrir að greiða starfsfólkinu í verksmiðjunum einhver laun að ráði, eða þá vegna þess að börn eru svo ódýr starfskraftur.

Ég yrði ekki hissa á því, ef innan ekki langs tíma komi að uppgjöri á þessum málum. Fólk er fólk og æ fleiri munu átta sig á því, að sú misskipting gæða sem viðgengst, er óþolandi.

Einn viðmæælandinn í greininni í "The Guardian" sem hlekkur er á hér ofar segir:

Bændurnir vilja bara ómenntað, meðfærilegt vinnuafl sem kostar helst ekki neitt. Aðeins einn þáttur þessarar greinar hagnast, en það er stóru  fjárfestarnir. Það eru landbúnaðarfyrirtækin sem sigra.  Fjármagnseigendurnir sigra. Mannúðin eða mennskan er þannig drepin.
Fólk mun bregðast við þessu. Þú getur slegið mig einusinni utanundir. Ef þú reynir það aftur mun ég bregðast við og þú verður þá að drepa mig. Það er það sem mun gerast.

Fólk vill bara ekki heyra. Það vita allir að þetta kerfi er  við líði. Það er þrælahald í Evrópu. Við hliðið inn í Evrópu er þrælahald ástundað. 

Við búum við svokallað frelsi, líklega meira frelsi en flestar þjóðir.
Frelsið er vandmeðfarið, en það er með það eins og kommúnismann: hugsjónin eða hugmyndin er frábær, en mannskepnan býr ekki yfir þroska til að raungera hana eins og hún er hugsuð.

Frelsi án siðferðiskenndar er ekkert frelsi.


Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...