Sýnir færslur með efnisorðinu kynhlyverk. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu kynhlyverk. Sýna allar færslur

06 júlí, 2017

Aumingja karlarnir (3)

Hér held ég áfram, en vísa í fyrri tvo pistlana Aumingja karlarnir (1) og Aumingja karlarnir (2)

Í lok síðasta pistils hefði mátt skilja mig svo að ég hefði enga trú á að rannsóknum á skólakerfinu. Því fer hinsvegar fjarri. Það sem ég átti við, svo ég komi því nú skýrt frá mér, var, að rannsóknir sem að þessum málum lúta geta leitt til hverrar þeirrar niðurstöðu sem rannsakandinn telur vera þá "réttu".
Þegar hægt er, í einn rannsókn að komast að þeirri niðurstöðu, að kaffi sé skaðlegt og síðan í annarri að það sé bráðhollt, þá getur hver maður séð hvað hægt er að fá út úr rannsóknum á því hvort hin tiltölulega einkynjaða kennarastétt hafi mismunandi áhrif á börnin í skólanum.
Það eru áhyggjur af því víða um heim, hve strákum gengur ver í skóla en stelpum og fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar.  Ég ætlaði aldrei, þegar ég hóf þessi skrif, að láta þau byggjast á einhverjum niðurstöðum rannsókna. Þetta áttu bara að vera mínar hugleiðingar, að hluta til rökstuddar og að öðru leyti ekkert sérlega vel rökstuddar.  Til þess að klóra aðeins í bakkann og finna það að það sem ég er að halda fram er hreint ekki svo rakalaust, kíkti ég á niðurstöður nokkurra rannsókna. Ég læt brot úr þeim birtast hér fyrir neðan fyrir þá sem áhuga hafa.

Ég held að mér sé óhætt að fullyrða, að námskrá allra skólastiga upp að háskóla, sé að miklu leyti verk kvenna. Karlar hafa dregið sig æ meir út úr skólakerfinu og það er þeim og samfélaginu öllu til mikils vansa.
Að vísu var hlutfall karla í leikskólum árið 1998, 2% en var orðið 6% árið 2015.
Á þessu sama árabili fækkaði körlum við grunnskólakennslu úr 26% 1998 í 18% 2015.
Veturinn 1999-2000 voru 56% kennara í framhaldsskólum karlar, en nýjustu tölur greina frá því að konur við kennslu í framhaldsskólum eru orðnar fleiri en karlar.
Þessi þróun er á einn veg, en á sama tíma fæðast jafn margir stráka og stelpur og eiga að hafa sama rétt til náms við hæfi, sem þau hafa augljóslega ekki, nema þá að um sé að ræða, að strákar geti síður lært en stelpur.

Litlu börnin í dag verða fullorðna fólkið á morgun. Mér finnst umræðan um þessi kynjamál taka mið af því að það sé alltaf sama fólkið á sama aldri. Við berum hinsvegar ábyrgð á því sem gerist í náinni og fjarlægri framtíð. Það gerum við með því að mennta börnin.

Vítahringur?
Ég sagði hér fyrir ofan að karlar séu að stórum hluta búnir að afsala sér öllu því sem viðkemur uppeldi og menntun barna. Það eru stór orð og stóra spurningin blasir við: Hvernig stendur á því?
Hér ætla ég að tína til eins margar mögulegar skýringar og mér koma í hug í fljótu bragði sem svör við þessari áleitnu spurningu:
1. Eftir því sem hlutfall kvenna hefur hækkað í kennslu, því minna upplifa karlar sig eiga heima þar.
2. Karlar telja ævistarfi sínu betur varið í annað en barnauppeldi eða barnakennslu.
3. Viðhorf karla til þess að kynbræður þeirra séu kennarar, er neikvætt.
4. Viðhorf samfélagsins til þess að karlar sinni börnum er umtalsvert. Vantraustið er til komið  vegna þeirrar "staðalmyndar" að karlar geti verið hættulegir börnum.
5. Hreinir kvennavinnustaðir teljast ekki ávísun á góðan starfsanda.
6. Launakjör og hugmyndin um að karlar eigi að afla meira fjár en konur getur haft áhrif..
7. Það hentar körlum síður að fást við barnauppeldi.
8. Námskrá tekur að stórum hluta mið af raunheimi kvenna.
9. Karlar sækjast fremur eftir völdum og peningum.
10. Sem tengist talsvert 1. lið: Reynsla karla af skólagöngunni, kennsluaðferðum, námsefni, aga eða viðhorfum sem þeir mættu í skólastofnunum æskunnar, hefur kennt þeim að þar sé ekki grundvöllur til að byggja ævistarf á.

Ég vænti þess, lesandi góður, að þú munir geta bætt hér við, eða strokað út.

Birtingarmyndir kynjamunar eftir grunnskóla
Ég þarf ekki að vitna í neinar rannsóknir til að benda á eftirfarnadi þætti sem sem ekki verður deilt um í sambandi við kynjamun.
1.
Skráðir nemendur á háskóla- og doktorsstigi og kyni 2007 og 2014 
                             2007                                    2014      
                     Karlar    Konur                   Karlar     Konur
 Alls             5.976     10.875                   7.102      12.061
                                                                                                   Heimild: Hagsofan

Hér ber auðvitað að halda því til haga, að það virðist ekki um það að ræða að körlum sé að fækka ýkja mikið, heldur er konum að fjölga mjög mikið.

2. Hærri sjálfsvígstíðni meðal pilta ( auðvitað treysti ég mér ekki til að tengja þetta beint við skólagönguna, en í mínum huga eru þarna á milli einhver tengsl).
3. Meira brottfall pilta úr framhaldsskóla.
4. Hækkandi hlutfall ófaglærðra karla á vinnumarkaði.

Það er sannarlega fagnaðarefni og sem ég hef orðið var við síðustu þó nokkur ár, að stúlkur virðast stöðugt að verða upplitsdjarfari og sjálfsöruggari. Á móti því tel ég mig hafa greint breytingu á piltum í hina áttina. Þarna þarf að komast á jafnvægi, ef rétt er.
Ég legg áherslu á að hér er bara um að ræða upplifun mína og ekki ber að lesa annað í það.

Fyrirmyndirnar.
Strákar átta  sig á því að þeir líta ekki eins út og stelpur og öfugt. Kynin verða einnig fljótt vör við aðra eiginleika sem eru ólíkir.
Eins og ég hef áður nefnt þá þurfa kynin fyrirmyndir; þurfa að aðlaga sig sínu kyni, hvernig það hegðar sér, bregst við, tjáir sig. Stelpur hafa úr gnótt fyrirmynda að velja. Strákana vantar fyrirmyndir úr hópi þess sem má kalla "venjulega" karlmenn. Þeir fara því tiltölulega fljótt að finna fyrirmyndir í einhverskonar hetjum, utan skólans. Það geta verið íþróttamenn, listamenn eða sjónvarpsþáttastjörnur. Þarna er ekki ólíklegt að þeir finni viðmið, eða markmið sem þeir telja sig þurfa að stefna að, ætli þeir að standa undir nafni sem karlar. Svo kemur að því að þeir uppgötva ýmsar vefsíður á internetinu og drekka þaðan í sig hugmyndir um hvernig ástin virkar. Verða líklega fyrir vonbrigðum með sjálfa sig.
Það eiga þessar fyrirmyndir sameiginlegt, að fremur ólíklegt er að hinir ungu piltar munu nokkurntíma geta talið sig jafnoka þeirra. Sú uppgötun er líkleg til að draga úr sjálfstrausti og sjálfsmyndin fölnar.
Sannarlega eru stelpur undir sömu sök seldar að ýmsu leyti; þær fá  einnig brenglaða mynd af því hvernig karlar, þessir venjulegu, eru og upplýsingar þeirra um karla birtast þeim meira og minna á sömu slóðum og strákunum. Munurinn er hinsvegar sá, á þær hafa sterkari grunn til að móta kynhlutverk sitt af.

Þá er það bara lokaspurningin: "Hvað er til ráða?"
Eigum við að halda áfram að þegja um kynjamisréttið sem á sér stað á neðstu skólastigunum? Eigum við að reyna að höfða til ábyrgðar karla gagnvart komandi kynslóðum?
Eigum við að setja lög?

Ég ætla að bregðast við þessum spurningum og ef til vill fleirum, í síðasta þætti þessa greinaflokks.

....það kemur sem sagt einn pistill enn, þó lesendum fækki stöðugt, eins og ég átti reyndar von á. Þetta er ekki efni sem vekur áhuga.

Tenglar
Aumingja konurnar
Ævintýri á gönguför
Til Hildar
Finslit
Aumingja karlarnir (1)
Aumingja karlarnir (2)
-------------------------------------------

Handahófskennt klipp úr tveim rannsóknarskýrslum, svona til stuðnings við skoðanir mínar, en ekki til að láta hugleiðingar mínar virka eitthvað vísindalegri. Ég ætlaði ekki að vera vísindalegur í þessum skrifum. Læt öðrum það eftir.
5. Suggestions to overcome boys’ underachievement
Suggestions were obtained from the teachers with regards to the issue of boys underachievement during the focus group sessions. The suggestions are summarized and listed below.a) Implement the Technologically Based Curriculum Boys are technologically inclined and therefore the curriculum should integrate activities based upon technological skills and body kinesthetic usage. Thus the curriculum should be more flexible and less “feminine based” The implementation of more physical activities such as outdoor projects can enhance the learning of boys. Teachers too need to be educated to identify the uses of ICT that will advance boys’ literacy learning
b) Male modeling: There should be increased deployment of male teachers in school to become male role models. Boys identify with the same gender in learning and in extracting their world view. There should be conscientious efforts to attract males into the teaching professions. Attractive offers and a good reward system should be offered as males at times prefer to opt for the so called male vocations or occupations. Career guidance for boys should be a matter of utmost importance to prevent them dropping out or experiencing academic failure. c) Enhancement of boys’ engagement in schools To entice and keep boys to be attracted to schools a more conducive teaching learning atmosphere must prevailed in the school set up. Teachers must be more responsive to boys who do not obtain the same grades as girls or who are not highly intelligent as girls. This increases the sense of belongingness to schools as at times boys feel that they do not receive preferential treatment as girls do. The development and planning of mentoring programs can help identify strengths and weaknesses of underachieving boys much earlier and concrete interventions in the curriculum procured. The schools should lessen the competitive climate between boys and girls and should instead work cooperatively. d) Increase in literacy skills There should be an increase in boy’s literacy skills as boys are relatively poor readers as compared to girls. Literacy skills should be encouraged starting with the preschool curriculum. Boys’ literacy skills can be enhanced through reading and writing activities using the multiple intelligence approach focusing on body kinesthetic skills. Reading sources for boys need to be identified with boys’ needs and interests. Opportunities for drama and presentational talks are needed to encourage boys’ literacy skills. The schools can engage boys in informative talk where boys are expected to explain their ideas knowledge or opinions as well as in presentational talk and in informative talk which necessitates reflection and exploration. There is also the need to integrate literacy across the curriculum, Thus efforts to overcome boys underachievement can be concentrated on four areas namely (a) the pedagogic implementation such as classroom teaching and learning (b) the individual level where the individual’s attitude, skills and knowledge are enhanced (c) the organizational where all levels have to be involved using ‘a whole school or community approach and (d) the socio cultural where boys and girls can work cooperatively to learn meaningfully. e) Schools need to embark on a more reflective platform that is to conduct action research to study the personality and the learning styles of boys . Action research should be conducted on a collaborative basis and involving all 3164 Rohaty Mohd Majzub and Maisarah Muhammad Rais / Procedia Social and Behavioral Sciences 2 (2010) 3160–3164 stakeholders including the students themselves. The culture of learning should be examined with regards to both achieving and non achieving students. The action research model can help recognize weaknesses and suggest alternatives to solve the problems of underachieving boys. Schools therefore has to engage in deep reflective thinking and become change agents.
------------------------------
The first study looked at children's stereotypes about boys' and girls' conduct, ability, and motivation. Researchers gave 238 children ages 4 to 10 a series of scenarios that showed a child with either good behavior or performance (such as "This child really wants to learn and do well at school") or poor behavior or performance (such as "This child doesn't do very well at school"), then asked the children to indicate to whom the story referred by pointing to a picture, in silhouette, of a boy or a girl. From an early age-girls from 4 and boys from 7-children matched girls to positive stories and boys to negative ones. This suggests that the children thought girls behaved better, performed better, and understood their work more than boys, despite the fact that boys are members of a nonstigmatized, high-status gender group that is substantially advantaged in society. Follow-up questions showed that children thought adults shared these stereotypes.

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...