Sýnir færslur með efnisorðinu vor. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu vor. Sýna allar færslur

14 maí, 2019

Takk fyrir matinn (998)

Það verða að teljast forréttindi að rölta út á pall á svona morgni og sitja þar um stund, baðaður í þakklæti fugla himinsins; þakklæti fyrir matinn á liðnum vetri, þakklæti fyrir að hafa ekið nánast sérstaka ferð í kaupstað þegar fóðrið var upp urið, þakklæti fyrir að þrífa eftir þá með háþrýsitidælu, úrganginn og kornið sem þeir dreifðu um allan pall, þakklæti fyrir að fá að brosa ítrekað í myndavélarauga og verða þannig ódauðlegur - um stund.
Þakklæti til mín fyrir að vera ég.

Þakklætið sýna þeir með því að syngja fyrir mig, hver með sinni rödd svo undir tekur í skóginum allt um kring, með því að flögra í fögnuði sínum yfir blíðviðrinu og einfaldlega lífinu, með því að atast við matborðið og þykjasr vera ógnandi og reiðir hver við annan, með því að tylla sér á grein og skanna svæðið og tryggja að af mér stafi engin ógn, áður en þeir láta vaða í eplið eða sólblómafræið, eða maískornin.

Auðvitað veit ég að þeir eru mér ekkert þakklátir. Það gæti varla verið fjær hugsun þeirra eða ætlan, að ímynda sér að mér beri einhverjar þakkir, að þeirra mati.
Þeim finnst það vera réttur sinn og aldeilis sjálfsagt að hafa aðgang að mat á þessum stað, dag hvern.
Þeir eru bara að hugsa um sjálfa sig, í fullu samræmi við það eðli sem í þeim býr.

Þeir eru ekki að syngja fyrir mig, heldur fyrir þann eða þá sem þeir vilja makast við.
Svo held ég nú líka að veðrið hafi mikil áhrif á söngþörfina.

Ég veit það fullvel, að þeir eru ekki að syngja fyrir mig, en það getur enginn láð mér þó ég túlki lífsgleði þeirra sem þakklæti sem beinist að mér.
Aðeins mér.
Það er minn réttur.

(þetta er prósaljóð, ef einhver skildi telja það vera eitthvað annað)

Litlir kallar og litlar kellingar

Heilsugæslustöðin í Laugarási á vígsludegi 1997 (mynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson) Ég hefði óskað þess, að fyrstu dagar nýs árs yrðu ánægjulegri...