Sýnir færslur með efnisorðinu þá og nú. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu þá og nú. Sýna allar færslur

27 desember, 2017

Aumingja þulurinn

Brynjar Steinn berst við að koma drónanum á loft.
Fyrir daga sjónvarps var útvarpið (núverandi Rás1) eini ljósvakamiðillinn Það var með einhverri blöndu af vorkunnsemi og aðdáun sem maður hugsaði til þess blessaður þulurinn þyrfti að eyða aðfangadagskvöldi fjarri fjölskyldu sinni, til þess að segja fólki hvað væri næst á dagskrá.
Síðar kom upp í hugann einnig, að það þyrfti líka að vera þarna fólk til að annast um tæknimál: stilla hljóð, setja plötur á fóninn og annað slíkt.  Á tímabili fannst mér að það hlyti að vera búið að  taka upp alla dagskrána fyrirfram, svo væri bara sett í gang og allir starfsmennirnir fengju að vera heima hjá sér um jólin.
Það var nefnilega svo, að í huganum gerðist eitthvað óumræðilegt kl. 18 á aðfangadagskvöld. eitthvað sem ótækt væri að missa af, eitthvað sem ekki væri hægt að fresta eða flýta. Aldrei hvarflaði það að mér að hjá einhverjum fjölskyldum væri jólamaturinn settur á borðið á öðrum tíma en kl. 19.00, þegar messunni væri lokið.

Síðan hugsunin var eins og að ofan er lýst eru liðin nokkuð mörg ár, og vangaveltur um eðli aðfangadagskvölds orðnar talsvert breyttar.  Ég held að það sé orðið nokkuð sjaldgæft á heimilum þessa lands, að það "verði heilagt" kl. 18 á aðfangadegi, með því klukkur Dómkirkjunnar "hringja inn jólin" og kveikt er á öllum tiltækum kertum, og skrautljósum, ekki síst þeim sem prýða jólatré.

Aðfangadagskvöld var heilagt og jóladagur einnig. Þá mátti ekki spila á spil, eða neyta víns (ekki það að ég hafi mikið orðið var við þann vökva á æskuheimilinu, utan einusinni þegar ég vaknaði óvart þegar fólk var að koma heima af þorrablóti). Það sem var veraldlegt, var ekki við hæfi og ekkert meira um það að segja.

Ekki fullyrði ég neitt um hvernig móðir mín hefi brugðist við sjónvarpsauglýsingum á aðfangadagskvöldi, eða þá bíómyndum í sjónvarpinu, en mig grunar hver viðbrögð hennar hefðu verið.

Mér finnst það harla sérstakt að geta rennt í huganum yfir svo gerbreytt samfélag sem raun ber vitni.

Ég vorkenni þulunum ekki lengur. Ég veit að þeir fá vel borgað fyrir þetta (geri í það minnsta ráð fyrir því) og að það skiptir ekki öllu hvort hátíðarkvölverðurinn er borðaður klukkutímanum fyrr eða seinna.  Ákvarðaður tími jólaupphafs er mannanna verk, eins og flest það sem snýr að iðkun trúarbragða.

Guðný Rut og Brynjar Steinn spóka
sig á Hvítárbrú.

 


Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...